Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Mikill lúðrablástur var á fjár- málamörkuðum í gær í kjölfar þess að tilkynnt var um víðtækar björgunaraðgerðir Evrópusam- bandsins vegna skuldakreppu evru- ríkja. Ennfremur lýsti Evrópski seðlabankinn (ECB) því yfir að hann myndi hefja bein kaup á ríkis- skuldabréfum evruríkja á eftir- markaði. Segja má að samkomulag fjár- málaráðherra ESB líkist neyðar- aðstoðinni sem var samþykkt að veita grískum stjórnvöldum á dögunum. Munurinn er hinsvegar stærðin en um er að ræða lánalínur og ríkis- tryggingar að verðmæti 720 milljarða evra. Um er að ræða 60 milljarða evra lánalínu, sem er nú þegar til staðar, en til viðbótar mun fram- kvæmdastjórn ESB stofna sérstakt fjárfestingafélag (e. Special Purpose Vehicle) sem verður tryggt af aðildar- ríkjum evrusvæðisins. Félagið hefur heimild til þess að afla sér 440 millj- arða evra á skuldabréfamörkuðum þurfi ríki í skuldavanda að leita að- stoðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun svo leggja til á þriðja hundrað milljarð evra til mögulegrar neyð- araðstoðar. Skref í átt að samþættingu efnahagsstefnu Það að framkvæmdastjórnin fái það verkefni að afla fjármagns í björgunarsjóðinn ásamt því að ECB muni nú kaupa ríkisskuldabréf og fyrirtækjaskuldabréf á eftirmarkaði vekur sérstaka athygli. Þessar að- gerðir verða vart túlkaðar öðruvísi en skref í átt að aukinni samþættingu efnahagsstefnu á evrusvæðinu þar sem hún leiðir til þess að sjóðir ein- stakra aðildarríkja renni í auknum mæli þvert yfir landamæri mynt- svæðisins. Hagfræðingar hafa ítrek- að bent á að vandi evrusvæðisins staf- ar af því að aðildarríkin deila sameiginlegri peningamálastefnu en efnahagsstefnan er á ábyrgð hvers ríkis fyrir sig. Lykilhlutverk fram- kvæmdastjórnarinnar í björgunar- pakkanum kann að benda til þess að menn feti sig í auknum mæli í átt til miðstýringar efnahagsstefnunnar. Það sýnir líka hversu miklum vanda menn hafa staðið frammi fyrir um helgina að ECB ræðst í jafn rót- tæka aðgerð og bein kaup á skulda- bréfum á markaði. Á fimmtudag lýsti Jean-Claude Trichet, seðla- bankastjóri Evrópu, því yfir að ekk- ert hefði verið rætt um slíkar aðgerð- ir innan bankans. Því er hér um að ræða alger umskipti í stefnu bankans. Í fljótu bragði verður ekki annað séð af viðbrögðum markaða en að að- gerðaráætlunin hafi náð því takmarki að lægja ölduganginn á fjár- málamörkuðum. Fjárfestar virðast taka mark á þeim skilaboðum úr ranni ESB að allt kapp verði lagt á að standa vörð um stöðugleika evru- svæðisins. En þar með er ekki sagt að björgunarpakkinn leysi þann djúp- stæða skuldavanda sem steðjar að þeim evruríkjum sem standa hvað veikast um þessar mundir. Efnahagsaðstoð handa gríska ríkinu sem samþykkt var á dögunum mun leiða til þess að skuldir hins opinbera munu fara úr því að vera 120% af landsframleiðslu í tæp 150% á næstu árum. Eðli málsins sam- kvæmt leysir það ekki skuldavanda gríska ríkisins. Þau evruríki sem þurfa að fá aðstoð úr björg- unarsjóðnum munu þurfa að skuld- binda sig til víðtækra aðhaldsaðgerða og niðurskurðar í ríkisfjármálum rétt eins og Grikkir þurfa að gera. Þar af leiðandi er aðstoðin þeim vand- kvæðum bundin að hún hefur verð- hjöðnunaráhrif í þeim ríkjum sem hana þiggja og það grefur undan hag- vexti og getu stjórnvalda til þess að standa í skilum á skuldum til lengri tíma litið. Neyðaraðstoðin þjónar því fyrst og fremst þeim tilgangi að hún mun rjúfa þann vítahring sem hefur ein- kennt þróun ávöxtunarkröfu á ríkis- skuldabréf ríkja á borð við Grikkland, Spán, Portúgal og Írland að undan- förnu en eins og sérfræðingar Citigroup benda á í nýrri greiningu þá hefur hún engin áhrif á víxlverk- anir samdráttar í ríkisútgjöldum og verri hagvaxtarhorfa í þessum ríkj- um. Björgunarpakkinn tryggir að þau evruríki sem standa hvað veikast í efnahagslegum skilningi geti endur- fjármagnað skuldir sínar en hins- vegar leysir hann ekki sjálfan skulda- vandann og hefur engin áhrif á ríki á borð við Spán sem þarf að glíma við of mikla skuldsetningu einkageirans. Vandanum slegið á frest  Fögnuður ríkti á fjármálamörkuðum vegna björgunarpakka ESB handa illa stöddum evruríkjum  ECB hefur bein kaup á evrópskum skuldabréfum Reuters Allt með kyrrum kjörum Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, ávarpar blaðamenn í Brussel. Skuldavandi leystur með frekari lántökum » Þau ríki Evrópu sem eru í djúpstæðum vanda og geta ekki fjármagnað sig á markaði geta sótt um lán úr björgunarsjóðnum sem ver- ið er að koma á laggirnar. » Lánin eru háð skil- yrðum um efnahags- aðgerðir og eru til þriggja ára. » Sjóður á vegum fram- kvæmdastjórnar ESB fjár- magnar stærstan hluta björgunarpakkans eða um 440 milljarða evra. Þriðj- ungur kemur svo frá AGS. 14 FréttirVIÐSKIPTI|ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Algert hrun íslenska hlutabréfa- markaðarins, gjaldeyrishöft og tregi bankanna til að selja fyrirtæki í þeirra eigu þýða að fjárfestingar- möguleikar lífeyrissjóðanna eru tak- markaðir. Kom þetta fram á ráð- stefnu aðila vinnumarkaðarins um lífeyriskerfið, sem haldin var í gær. Einn möguleiki, sem ræddur var á ráðstefnunni, var að lífeyris- sjóðirnir fjárfestu í opinberum verk- efnum eins og byggingu nýs Land- spítala. Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að lífeyrissjóðirnir ættu ekki að vera tæki fyrir stjórnvöld eða aðila at- vinnulífsins til að ná í fjármagn. Vék hann að reynslu sinni þegar hann vann fyrir lífeyrissjóð hjá Samein- uðu þjóðunum. Þar hefðu þrjú mark- mið verið ráðandi í fjárfestingar- stefnu. Fjárfestingar þurftu að vera arðbærar, öruggar og auðseljanleg- ar. Hann sagði að sjóðurinn hefði oft þurft að verjast ásóknum einstakra ríkja sem vildu fá sjóðinn til að fjár- festa í opinberum framkvæmdum. Lausnin sem farin var fólst í því að sjóðurinn fjárfesti ekki beint í opinberum framkvæmdum heldur keypti skuldabréf af þróunarbönk- um sem aftur fjárfestu í fram- kvæmdunum. Fáir möguleikar Morgunblaðið/Ómar Spítali Rætt hefur verið um aðkomu lífeyrissjóðanna að fjármögnun fram- kvæmda við Landspítalann, en ekki hefur verið gengið frá því enn.  Forstjóri FME segir lífeyrissjóði ekki tæki fyrir ríkið til að fjármagna sig STUTTAR FRÉTTIR ... ● Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í gær, í 5,6 milljarða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 1 milljarðs króna viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 4,6 milljarða króna veltu. Lítil breyting í kauphöll ● Jóhanna Waag- fjörð hefur hætt sem fram- kvæmdastjóri Haga. Jóhanna sagði starfi sínu lausu um miðjan mars en lét af störfum nú um mánaðamótin. „Þarna hafa mjög miklar breytingar átt sér stað,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið, „og þetta voru breyt- ingar sem ég var ekki fyllilega sátt við,“ bætir hún við. Sem kunnugt er hefur Arion banki ákveðið að hlutafé í félaginu verði boðið út í sumar. „Ég vildi ekki starfa hjá nýjum eigendum þegar ég væri búin að ákveða að þetta væri nokkuð sem ég vildi ekki gera,“ segir hún. „Mér fannst því rétt að láta staðar numið.“ Jóhanna segir að starfið hjá Högum hafi verið afar skemmtilegt og gengið mjög vel. „Hagar eru mjög vel rekið fyrirtæki og valinn maður í hverju rúmi. Þangað vantar engan viðbót- araðila,“ segir hún. „Ef rekstrinum verður haldið áfram eins og verið hef- ur er þetta mjög góður kostur fyrir líf- eyrissjóði og aðra að fjárfesta í,“ segir hún. Jóhanna segist ekki hafa ákveðið hvað hún taki sér nú fyrir hendur, en hún er þjóðhagfræðingur og hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu og m.a. MBA-gráðu frá ríkisháskólanum í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum. ivarpall@mbl.is Jóhanna hættir sem framkvæmdastjóri Haga Jóhanna Waagfjörð ● Vestia og Atorka Group hafa falið fyrir- tækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í dreifingar- fyrirtækinu Par- logis. Í tilkynningu um söluna segir að Parlogis eigi sér langa sögu sem eitt helsta dreifingarfyrirtæki á vörum til íslensks heilbrigðiskerfis. Markaðshlutdeild í dreifingu lyfja er yfir 30%. Fyrirtækið býr yfir 4.000 fer- metra sérhæfðu lagerhúsnæði, nútíma upplýsingakerfum, þróuðum vinnuferl- um og hæfu starfsfólki. „Þó rekstur Parlogis sé og hafi verið góður, fór félagið ekki varhluta af gengisfalli krónunnar og bankahruninu. Í kjölfarið leysti Landsbankinn hlut fyrri eiganda til sín. Í dag er Parlogis í eigu Vestia (80%) og Atorku Group (20%) eftir fjárhagslega endurskipulagningu þar sem hluta skulda var breytt í hlutafé,“ segir í tilkynningu frá Vestia. Landsbankinn sér um sölu á Parlogis Höfuðstöðvar Parlogis.                   !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,-./0 +11.2- +,0.,+ ,,./,0 ,/.334 +-.204 ++4.2- +.05/0 +11.3 +-0.2, +,-.00 +12.4, +,0.53 ,,./13 ,/.105 +-.214 ++5.,1 +.054, +12.,- +-4.01 ,+2.-0,4 +,-.-0 +12.11 +,0.20 ,,.+5+ ,/.12- +3./04 ++5.- +.051+ +12.1, +-4.14 440 milljarðar evra til bjargar Evrópulöndum koma úr sjóðum Evrópusambandsins þriðjungur björgunarpakkans kemur að láni frá AGS ‹ BJÖRGUN ›

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.