Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þeir eru eflaust ófáir myndlistarmennirnir sem vildu sýna í hinum tilkomumikla túrb- ínusal nútímalistasafnsins Tate Modern í London, líkt og þær Hekla Dögg Jóns- dóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir munu gera um helgina. Þær halda utan í dag, ef öskuský leyfa, til að ganga frá mikilli innsetningu í salnum, verkinu „Tower of Now“, súlu eða turni sem rísa mun eina 35 metra í salnum. Verkið verður sýnt á hátíð- inni No Soul for Sale – A Festi- val of Independence í tilefni af tíu ára afmæli safnsins. Fyrsta hátíðin með því nafni fór þó fram í fyrra í Dia Cent- er for the Arts í New York. Á hátíðinni í Tate Modern verða sýnd verk ríflega 70 gallería, listamannahópa og -samtaka víðs vegar að úr heiminum, en Hekla, Sirra og Ásdís sýna á vegum Kling & Bang- gallerísins. Tilgangurinn með hátíðinni er að sýna spennandi og tilraunakennda list á heims- vísu með óhefðbundnum hætti. Túrbínusalurinn verður um helgina fylltur af alls kyns listaverkum og fluttir gjörningar og tónlist og kvik- myndir sýndar. Tate Modern fékk hinn heims- kunna myndlistarmann Mauriziio Cat- telan til liðs við sig við skipulag hátíð- arinnar auk sýningarstjóranna Ceciliu Alemani og Massimiliano Gioni. Sirra segir Alemani hafa komið til Íslands fyrir tveimur árum og þar hafi þær stöllur kynnst henni. „Hún var eitthvað voða hrifin af sýningunni minni sem var þá í Kling & Bang og hefur sem sagt haldið sambandi við galleríið eft- ir það,“ segir Sirra um tengsl Kling & Bang við þessa hátíð. Verk sem vekur athygli – Þetta er gríðarlega há súla, mun hún ná al- veg upp í loft? „Já, við förum bara eins hátt og við komumst, ég held að það séu 35-40 metrar upp í loft,“ svarar Sirra. „Við vorum að reyna að finna einhverja leið til þess að stúka okkur af og þannig fæddist eiginlega hugmyndin að þessari súlu. Það er rammi eða grind sem rúll- urnar eru festar í og svo er allt híft upp og þá rúllast af þeim í leiðinni,“ útskýrir Sirra. Inni í súlunni verður um 25 fermetra gólfpláss og þar verður frumsýnt 20 mínútna myndbandsverk eftir Ásdísi, „You are there in close up with your signature at the bottom of the frame. The golden river reflects in your eye“. Myndbandsverkið verður sýnt í New York á sama tíma þannig að frumsýningin er tvöföld. Og talandi um súlur þá segir Sirra að hún hafi sökkt sér ofan í sög- una af brunanum mikla í London 1666 og minnisvarðinn um hann í borginni sé einmitt súla. Þá sé súluformið þægilegt sem rammi utan um sýn- inguna og þær stöllur hafi að auki vilj- að búa til eitthvað stórt í túrbínusalinn svo verkið þeirra yrði áberandi. 35 metra súla í túrbínusal  Myndlistarkonurnar Hekla Dögg, Sirra og Ásdís Sif taka þátt í hátíðinni No Soul for Sale í Tate Modern í London  Reisa gríðarháa súlu úr pappírsstrimlum og posarúllum Skissa Súlan sem mun rísa í túrbínusal Tate Modern í London á hátíðinni No Soul for Sale. Sirra Sigrún Sigurðardóttir mynd- listarmaður og verkefnastjóri. Frekari upplýsingar má finna á vef Tate-safnanna, tate.org. Morgunblaðið/Heiddi Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Listahátíð í Reykjavík verður sett með pompi og prakt á morgun og stendur til 5. júní. Að sögn Steinunnar Þórhallsdóttur, markaðs- og kynn- ingarstjóra Listahátíðar, hefur miðasala á við- burði hátíðarinnar gengið mjög vel. „Við erum virkilega ánægð með móttökurnar sem við höf- um fengið í ár. Það er hefð fyrir því að almenn- ingur hafi mikinn áhuga á viðburðum Listahá- tíðar og það er engin breyting þar á,“ segir Steinunn. Hún segir uppselt nú þegar á nokkra viðburði. „Það er orðið uppselt á Óperuveislu Krist- ins Sigmundssonar sem er lokatónleikar hátíð- arinnar. Eins er orðið upp- selt á Orquesta Chekara Flamenca, sem er spænsk- andalúsíski hópurinn sem kemur fram í Íslensku óp- erunni. Það er nánast orðið uppselt á Rómeó og Júlíu, litháísku leiksýninguna sem kemur í Borgarleikhúsið. Svo er farið að fyllast á nokkra af vinnustofutónleik- unum, sem helgast líka af því að í þeim tilfellum eru ekki mörg sæti í boði, kannski bara um þrjátíu sæti á hverja tónleika. Við byrjuðum með stofutónleika í fyrra og við finnum að fólk þekkir þetta núna og dreif í að tryggja sér miða,“ segir Steinunn og bætir við að þau hjá Listahátíð hafi fundið fyrir miklum spenningi fyrir þeim viðburðum sem nú eru orðnir fullir. „Svo er rífandi gangur í hinu á dag- skránni, t.d. hefur verið mjög fín miðasala á opnunartónleika afríska tónlistarparsins Amadou & Mariam og hljómsveitar í Laug- ardalshöllinni á morgun. Það er samt enn hægt að ná sér í miða á þá. Miðasalan er opin fram á síðasta augnablik, miðasalan flyst af netinu á staðina síðasta klukkutímann áður en viðburðurinn hefst.“ Steinunn segir enga listamenn hafa boðað forföll enn sem komið er en þau fylgist mjög vel með öskuspám. „Við erum í mjög góðu sambandi við alla erlendu listamennina sem eru á leiðinni til okkar og upplýsum þá eins og við getum, við erum bjartsýn á að þetta verði í lagi. Við munum annars biðja fólk að leggja að- eins fyrr af stað til okkar,“ segir Steinunn.  Uppselt er á Óperuveislu Kristins Sigmunds- sonar og Orquesta Chekara Flamenca Morgunblaðið/Ernir Orquesta Chekara Flamenca Uppselt. Steinunn Þórhallsdóttir Rífandi gangur í miðasölu Listahátíðar www.listahatid.is 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gauragangur (Stóra svið) Mið 12/5 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Fös 21/5 kl. 20:00 Sun 30/5 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00 Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Dúfurnar (Nýja sviðið) Mið 12/5 kl. 20:00 k.14. Lau 15/5 kl. 19:00 k.17. Fös 28/5 kl. 20:00 Fim 13/5 kl. 20:00 k.15. Lau 15/5 kl. 22:00 Sun 30/5 kl. 20:00 Fös 14/5 kl. 19:00 k.16. Fös 21/5 kl. 20:00 Fös 14/5 kl. 22:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Rómeó og Júlía í leikstjórn Oskaras Korsunovas (Stóra svið) Fös 14/5 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00 Í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík Faust (Stóra svið) Fim 20/5 kl. 20:00 Fim 27/5 kl. 20:00 síð sýn Lau 29/5 kl. 16:00 Ný aukas í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Sýningum líkur 27. maí Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið) Lau 15/5 kl. 12:00 Sun 16/5 kl. 12:00 Lau 15/5 kl. 14:00 Sun 16/5 kl. 14:00 Rómeó og Júlía Vesturports (Stóra svið ) Þri 11/5 kl. 20:00 k.1. Mið 26/5 kl. 20:00 k.4. Mið 9/6 kl. 20:00 aukas Sun 16/5 kl. 20:00 k.2. Mið 2/6 kl. 20:00 k.5. Sun 13/6 kl. 20:00 aukas Þri 18/5 kl. 20:00 aukas Sun 6/6 kl. 20:00 k.6. Mán 24/5 kl. 20:00 k.3. Þri 8/6 kl. 20:00 aukas Í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Eilíf óhamingja (Litli salur) Sun 16/5 kl. 18:00 síðasta sýn Fyrir þá sem þora að horfa í spegil. Snarpur sýningartími Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais (Litla svið) Fös 14/5 kl. 20:00 Uppsetning Bravó - aðeins 4 sýningar. Athugið: Óheflað orðbragð Rómeó og Júlía - ævintýrið byrjar í kvöld Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00 Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 Mbl, GSP Þ J Ó Ð L E I K H Ú S I Ð 6 0 Á R A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.