Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 16
‹ SKATTALAGABROT ›
81%
sekta fyrir skattalagabrot sem
voru hærri en 8 milljónir á ár-
unum 2000-2006 voru gerð
upp með samfélagsþjónustu
44
einstaklingar voru dæmdir til
að greiða sekt á tímabilinu júlí
2008 til mars 2010 þar sem
sektir voru 9 milljónir króna
eða hærri
8,2 mánuðir
var meðalbiðtími á boð-
unarlista Fangelsismálastofn-
unar í fyrra, en hann var 3,7
mánuðir árið 2005
fimmtán
dómþolar höfðu um áramót
beðið lengur en þrjú ár eftir að
hefja afplánun
Eru dæmdir í sekt
en borga ekki neitt
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
S
veinn Arason ríkisendur-
skoðandi segir að stjórn-
völd þurfi að skoða hvort
dómstólar eigi ekki að
ákveða hvort menn megi
taka út refsingu í samfélagsþjón-
ustu, en í dag er það fangelsiskerfið
sem ákveður hvort menn fá að taka
út refsingu í samfélagsþjónustu.
Þeir sem dæmdir eru til sekt-
argreiðslu, t.d. vegna skattsvika,
taka flestir út sína refsingu í sam-
félagsþjónustu.
Að mati Ríkisendurskoðunar er
hætta á því að fullnusta refsinga hér
á landi sé um of farin að ráðast af
aðstöðu eða aðstöðuleysi Fangelsis-
málastofnunar, í stað alvarleika
brota og þeirra varnaðaráhrifa sem
refsingum er ætlað að hafa.
Undanfarið hefur verið rætt
mikið um nauðsyn þess að styrkja
rannsóknir sérstaks saksóknara á
efnahagsbrotum og sömuleiðis
rannsóknir skattayfirvalda á skatta-
lagabrotum. Stjórnvöld eru að setja
mikla fjármuni í þessi verkefni.
Margir hafa bent á að styrkja þurfi
dómstólana til að takast á við fjölg-
un mála, ekki síst þar sem þetta séu
flókin og erfið mál. Það liggur jafn-
framt fyrir að fangelsiskerfið ræður
ekki við fjölgun fanga.
Samkvæmt íslenskum lögum
eru refsingar tvenns konar: fésekt
og fangelsi. Geti maður sem dæmd-
ur er til sektar ekki greitt hana þarf
hann að afplána svokallaða vara-
refsingu í formi fangelsisvistar.
Málið er hins vegar ekki svona ein-
falt vegna þess að undanfarin ár
hefur þróunin orðið sú að vararefs-
ing hárra sekta vegna svokallaðra
hvítflibbabrota er nær ávallt af-
plánuð með samfélagsþjónustu.
Fá ekki nægar upplýsingar
Það er langalgengast að þeir
sem dæmdir eru í sekt greiði hana
ekki. Þetta kemur fram í þeim út-
tektum sem Ríkisendurskoðun hef-
ur gert á þessum málum. Menn
komast því upp með að greiða ekki
sektina, en ljúka samt ekki uppgjöri
dómsins með því að fara í fangelsi.
Sveinn Arason segir að það hafi
verið ýmsir erfiðleikar á því að afla
upplýsinga um eignir sem dæmdir
menn hugsanlega eiga. Síðan sé
ekki til húsnæði til að setja menn í
fangelsi ef menn borga ekki og því
hafi verið gripið til þess ráðs að
heimila mönnum að taka refsingu út
með samfélagsþjónustu.
Ríkisendurskoðun bendir á að
eitt meginmarkmið refsinga sé að
koma í veg fyrir afbrot, svokölluð
varnaðaráhrif. Til að efla varnaðar-
áhrif refsinga við skattsvikum hafi
Alþingi samþykkt árið 1995 lög sem
m.a. leiddu til þess að sektir vegna
slíkra brota hækkuðu verulega.
Fjórum árum síðar samþykkti Al-
þingi önnur lög sem m.a. veittu
heimild til að breyta vararefsingu
sekta úr fangelsi í svokallaða sam-
félagsþjónustu. Ríkisendurskoðun
bendir á að opnuð hafi verið leið til
að breyta háum sektum í samfélags-
þjónustu og þar með í raun að milda
refsingar. Hugsanlegt sé að þetta
hafi dregið úr þeim varnaðaráhrif-
um sem hertum refsingum fyrir
skattalagabrot var ætlað að hafa.
Ríkisendurskoðun segir að
sterkur grunur leiki á um að fyrir
hafi komið að menn sem gátu greitt
sekt hafi fengið að afplána hana
með samfélagsþjónustu. Sveinn seg-
ir að búa þurfi svo um hnútana að
stjórnvöld geti aflað tæmandi upp-
lýsinga um eignir viðkomandi. Slíkt
úrræði sé ekki fyrir hendi í dag.
Eins þurfi sá möguleiki að vera fyr-
ir hendi að hægt sé að kyrrsetja
eignir þegar málin eru í rannsókn.
Slíkt úrræði hafi verið lögfest þegar
grunur leikur á um skattalagabrot,
en það komi til greina að beita því í
fleiri málum.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Litla-Hraun Þó að þeir sem dæmdir eru til að greiða sekt eigi að fara í fang-
elsi sé sektin ekki borguð er það almennt ekki tíðkað hér á landi.
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tölt er sér-kenni ís-lenska
hestsins. Þessi
gangur er ein-
stæður og tign-
arlegur. Núver-
andi ríkisstjórn hefur eins og
þarfasti þjónninn sinn einkenn-
isgang, vandræðaganginn.
Hann er töluvert hastari en
brokkið og iðulega álappalegur
og hætt er við að hnjóta og fer
gangurinn bikkjum fremur illa
en vel, þótt þær geri sér sjálf-
sagt ekki grein fyrir því sjálfar
eða sé svo sem sama. Síðastlið-
inn sunnudag skellti rík-
isstjórnin sér á vandræðagang
á „vinnufundi“ í Ráðherrabúa-
staðnum. Hún var þar upp á
sitt besta og hélt vandræða-
ganginum alveg til enda, eins
og svo oft áður. Fundurinn var
haldinn til að gefa Samfylking-
unni tækifæri til að berja á
samráðherrum sínum í Vinstri
grænum. Það þarf að breyta
skipan ráðuneyta og er þá vís-
að í stjórnarsáttmála. En það
er ekki stjórnarsáttmálinn sem
kallar á. Evrópusambandið
kallar og það þarf að losna við
Jón Bjarnason sem er ekki jafn
hraðgengur til vandræða í
svikum við kosningaloforð og
stefnuskár VG eins og Stein-
grímur J. Þingmönnum var
sagt þegar þeir samþykktu að-
ildarviðræður við ESB, sumir
með svo mikið óbragð í munni
að þeir sögðu opinberlega frá
því að það væru eins konar
könnunarviðræður. Ætlunin
væri að athuga „hvað við gæt-
um fengið“ í aðildarviðræðum
við sambandið. Á daginn kom,
sem allir vissu nema einfaldir
og ekki síst þeir sem blekktu
þá, að aðildarviðræður eru ekki
könnunarviðræður. Þær eru
viðræður rík-
isstjórna sem gert
hafa upp hug sinn
um að ganga inn í
ESB, lofast til að
sjá um aðlögun
þjóðar sinnar á
meðan á viðræðunum stendur
og ESB kemur á móti með fólk
og fjármuni til að sjá um áróð-
urinn gagnvart viðkomandi
þjóð.
„Vinnufundur“ ríkisstjórn-
arinnar snerist um það að
berja niður andstöðu innan
hóps Vinstri grænna og sjá til
þess að aðlögunarviðræður
Samfylkingarinnar gætu haft
sinn gang. Svo ótrúlegt sem
það er hafa samfylkingarmenn
iðulega krafist þess op-
inberlega að einum ráðherra
Vinstri grænna væri vikið úr
ríkisstjórninni. Sök hans virð-
ist einkum vera sú að hann á
samleið með miklum meiri-
hluta þjóðarinnar og hefur
miklar efasemdir um að hags-
munum Íslands sé best borgið
innan Evrópusambandsins. Og
við þá sök bætist að hann vill
vera trúr samþykktum síns
eigin flokks um sama efni, ótví-
ræðum yfirlýsingum hans og
kosningaloforðum. Tamn-
ingamenn Samfylkingarinnar
hafa reynt að koma á hann
beislinu, svo megi brjóta hann
niður svo hann tileinki sér hið
samræmda göngulag rík-
isstjórnarinnar, vandræða-
ganginn. Sýni hann ekki fram-
farir í þá átt krefst
Samfylkingin þess að Jón verði
leiddur inn í hið pólitíska
stórgripasláturhús og þar
verði gert út um málið. Ef
Steingrímur J. trúir enn, nú í
áttugasta sinn, hótunum Jó-
hönnu um stjórnarslit, eru úr-
slitin ráðin.
„Vinnufundur“ til að
reyna að gera út um
vandræðamál rík-
isstjórnarinnar}
Samræma göngulag
Útlit Morg-unblaðsins
hefur tekið mikl-
um breytingum í
gegnum tíðina.
Morgunblaðið er
lítið fyrir byltingar og þess
vegna eru skrefin sjaldnast
stór. Aðalatriðið er að þau séu
til bóta. Nú er verið að taka
nokkur slík skref. Stutt er síð-
an baksíða blaðsins fékk nýjan
svip og áherslum var breytt í
efnisflokknum Daglegu lífi. Í
dag birtist lesendum breytt
forsíða og bætt framseting á
fréttasíðum blaðsins, sem á að
auðvelda lesturinn og koma
efninu betur til skila. Þær
breytingar munu koma betur í
ljós á næstu dögum.
Önnur ánægjuleg breyting
er kynnt í dag, tveir nýir
skopmyndateiknarar, Helgi
Sigurðsson og
Kristinn Pálsson.
Blaðið efndi á dög-
unum til keppni
um skopmynda-
teiknara og var
þátttakan mjög góð, enda eftir
miklu að slægjast. Þar er ekki
átt við verðlaunaféð, heldur
miklu frekar það starf að vera
skopmyndateiknari á Morg-
unblaðinu. Það starf á sér
merka sögu.
Morgunblaðið fagnar því að
hafa fengið til liðs við sig
þessa tvo snjöllu teiknara,
annan með mikla reynslu, hinn
ungan og efnilegan. Báðir eru
líklegir til að sýna lesendum
brodda og broslegar hliðar.
Skrefin sem Morgunblaðið
stígur í dag eru því í senn til
þess fallin að gera blaðið fróð-
legra og skemmtilegra.
Breyttar áherslur í
útliti og nýir skop-
myndateiknarar}
Tvær ánægjulegar breytingar
Þ
að var athyglisvert að lesa viðtal við
Úlf Eldjárn tónlistarmann í
SunnudagsMogganum nýlega þar
sem hann lýsti því hvernig þau úr-
ræði sem búin hafa verið til vegna
skuldavanda heimilanna henta ekki fyrir venju-
legt meðaltekju- og láglaunafólk. Í máli hans
kom fram að til að fá ákveðin úrræði þurfa þeir,
sem hafa fjölskyldu á framfæri sínu, að stand-
ast greiðslumat. Inn í það mat sé tekin fram-
færsla fjölskyldu en viðmiðin séu svo há að
venjuleg laun láglauna- eða meðaltekjufólks
dugi ekki til að standast matið. Niðurstaða Úlfs
er að úrræðin henti fyrst og fremst há-
tekjufólki, sem hafi miklar skuldir á herðum
sér. Í slíkum tilfellum geti verið um tugmilljóna
niðurfellingar skulda að ræða.
Viðtalið við Úlf er í takt við gremjuna sem
kraumar undir niðri vegna þess hve greiðslu-
erfiðleikaúrræðin eru fjarri því að vera fullnægjandi fyrir
stóra hópa fólks. Einn þessara hópa eru þeir sem stigu
varlega til jarðar í skuldsetningu sinni í góðærinu og
keyptu sér húsnæði á t.a.m. 60% lánum, í stað 80 – 100%
(sem ekki var óalgengt á meðan lánsfé virtist óþrjótandi í
þjóðfélaginu). Þetta fólk hefur upplifað eins og aðrir að
60% lánin hafa vaxið til muna á meðan fasteignaverðið hef-
ur hríðfallið. Eins og hjá öllum öðrum hefur greiðslubyrði
aukist langt fram úr því sem nokkur maður vænti þegar
lánin voru tekin. Niðurstaðan er að viðkomandi á lítið sem
ekkert í húsnæðinu, þótt upphaflega hafi hann reitt fram
40% af verði þess úr eigin vasa. Gefist hann
upp á yfirþyrmandi greiðslubyrðinni og selji
eignina situr hann uppi með að tapa öllu sínu
sparifé, sem lagt var í eignina í upphafi.
Eins og Úlfur benti á í viðtalinu hefur ríkið
gengið fram fyrir skjöldu með að tryggja að
sparifjáreigendur yrðu ekki fyrir tapi við fall
bankanna haustið 2008. M.ö.o. fá fjármagns-
eigendur allt sitt, á meðan skuldararnir þurfa
að standa skil á stökkbreyttum skuldum að
fullu. Um leið fara skattar þeirra m.a. í að
tryggja innistæður fjármagnseigendanna.
Þetta fólk á erfitt með að finna sig í umræðu
sem gengur út á að skuldavandinn felist fyrst
og fremst í því að eignir dugi ekki fyrir skuld-
um. Sannarlega gerir hann það líka, en ekki
síður í því að stór hluti fólks ræður ekki við
greiðslubyrði hóflegra lána og sér enga leið út
úr þeim vanda aðra en að tapa öllu sínu.
Og hverjir eru það sem standa í þeim sporum? Jú – ungt
og miðaldra fjölskyldufólk, sem líkt og forfeður sínir
gengu með þann draum í brjósti að skapa börnum sínum
öruggt athvarf í lífinu, og keyptu húsnæði. Fyrir þetta fólk
er ekki valkostur að selja eignina og tapa um leið öllu því,
sem átti að vera grunnur að framtíð fjölskyldunnar.
Í staðinn blasir við framtíð sem einkennist af botnlausu
striti fyrir steypu í óljósri von um að það muni duga. Sú
steypa á ekki bara við um veggina sem mynda húsaskjólið,
heldur ekki síður fáránleika aðstæðnanna sem við blasa.
Og slíkur fáránleiki er ekki boðlegur. ben@mbl.is
Bergþóra
Njála Guð-
mundsdóttir
Pistill
Stritað fyrir steypu í framtíðinni
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
»