Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Str. 40-56
Hörfatnaður
Bjóðum 10%
kynningarafslátt
og kaupauka
Kringlan, sími 533 4533
Smáralind, sími 554 3960
ANTI AGING ANTI-WRINKLE EYE LINE FILLER
Fyllir samstundis upp í hrukkur í kringum augun
Vertu velkomin á kynningu
í HYGEU Kringlunni
í dag og á morgun
miðvikudaginn 12. maí
báða daga kl. 13–17
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
55% hör • 45% bómull
Kvartbuxur frá
Bolur kr. 3.500 kr.
5 litir
Str. 36-56
Mjódd, sími 557 5900
Vordagar í Fröken Júlíu
Nýjar vörur frá Jensen 15% afsláttur af
öllum vörum frá Jensen á vordögum
Verið
velkom
nar
Í dag, þriðju-
dag, verður
haldinn stofn-
fundur Hags-
munasamtaka
heimafæðinga í
Lótus-
jógasetrinu í
Borgartúni 20
kl. 20.30. Allir
áhugasamir
eru hjartanlega
velkomnir.
Meginmark-
mið félagsins er að allir viti að
heimafæðing er öruggur og raun-
hæfur valkostur, en á seinasta ári
fæddust tæp 2% barna í heima-
húsum. Markmiðum sínum hyggst
félagið ná með því að starfrækja
öfluga heimasíðu, halda fyrir-
lestra og standa fyrir fræðslu-
kvöldum. Félagið stefnir einnig
að því að halda ráðstefnur og
málþing.
Hagsmunasamtök
um heimafæðingar
Í dag, þriðjudag, kl. 20.00 boða
íbúasamtök 3. hverfis, Hlíða, Holta
og Norðurmýrar, til framboðs-
fundar á Kjarvalsstöðum með
frambjóðendum allra framboða
fyrir komandi borgarstjórnarkosn-
ingar.
Stjórn íbúasamtakanna hefur
tekið saman nokkrar spurningar
sem að mati stjórnarinnar brenna
hvað heitast á íbúum hverfisins,
m.a. hvað varðar gerð stokks á
Miklubraut og önnur samgöngumál
í hverfinu, og munu fulltrúar fram-
boðanna fá tækifæri til að svara
þeim á fundinum. Að þeim loknum
verður opið fyrir fyrirspurnir úr
sal. Svörin verða síðan birt á vef
samtakanna og send fjölmiðlum.
Framboðsfundur
á Kjarvalsstöðum
ÚR BÆJARLÍFINU
Ómar Garðarsson
Vestmanneyjar
Það þykja alltaf tíðindi þegar ný
skip koma til Vestmannaeyja og
það gerðist einmitt á fimmtudaginn
þegar Gandí VE 171, nýtt skip
Vinnslustöðvarinnar, kom til
heimahafnar í fyrsta sinn. Um er
að ræða vinnsluskip á bæði upp-
sjávarafla og grálúðu en einnig er
hægt að gera skipið út á ísfisk.
Talsverður fjöldi fólks tók á móti
hinu nýja skipi Vinnslustöðv-
arinnar.
Skipið er 57 metra langt, 13
metra breitt og aðalvélin er 3.300
hestöfl. Frystigeta um borð á upp-
sjávarfiski er 100 tonn. Skipið var
smíðað 1986 en mikið endurnýjað
2006 og er í góðu standi. Skipið hét
áður Rex HF 24 og var í eigu Sjáv-
arblóms í Hafnarfirði. Áætlað var
að skipið færi einn túr á kolmunna
en síðan taka við veiðar og vinnsla
á síld og makríl.
Þriðja árið í röð ætla stuðsveitin
Tríkot og Lúðrasveit Vest-
mannaeyja að leiða saman hesta
sína á stórtónleikum í Höllinni. Bú-
ið er að gefa út að þetta sé í síðasta
sinn sem tónleikar sem þessir verði
haldnir og verða þeir laugardaginn
15. maí í Höllinni. Forsala miða
hefst á mánudaginn á Kletti. Fyrri
tónleikarnir voru mjög vel sóttir.
Á laugardaginn hélt Védís
Guðmundsdóttir þverflautuleikari
tónleika ásamt Hrönn Þráinsdóttur
píanóleikara í Safnaðarheimilinu.
Þetta voru fyrstu sólótónleikar Vé-
dísar síðan hún hélt útskriftar-
tónleika sína 2006. Tónleikarnir
voru nokkuð vel sóttir og viðtökur
gesta frábærar. Einnig komu fram
Sólveig Unnur Ragnarsdóttir söng-
kona og Guðmundur H. Guð-
jónsson, faðir Védísar.
Um helgina var haldið mót skóla-
lúðrasveita í Vestmannaeyja og
voru þátttakendur um 800. Mótið
heppnaðist í alla staði vel. Lauk því
með stórum tónleikum á sunnudag-
inn þar sem gestir fengu að heyra
afrakstur helgarinnar. Hafði
krökkum verið blandað saman í
stórar sveitir og var útkoman bráð-
skemmtileg.
Birgir Nielsen tónlistarmaður
kennir við Listaskóla Vest-
mannaeyja en sinnir aukaverk-
efnum í tónlistinni meðfram
kennslunni. M.a. er hann að vinna
að því að setja upp risa-
rokktónleika í Höllinni um
sjómannadagshelgina þar sem
margir af fremstu tónlist-
armönnum landsins koma fram.
Nýtt skip til Eyja og
öflugt menningarlíf
Morgunblaðið/Óskar Pétur
Stuð Frá tónleikum Tríkots og Lúðrasveitar Vestmannaeyja í fyrra.
Stórfréttir
í tölvupósti
Nokkrir frambjóðendur í Reykjavík
heimsóttu leikskólann Nóaborg í
gær og svöruðu spurningum barna í
skólanum. Börnin spurðu m.a. hvort
hægt væri að koma upp skemmti-
garði með hoppkastala á Klambra-
túni. Nóaborg hefur tekið þátt í
verkefni um lýðræði þar sem börn-
unum er kennt hvernig þau geti haft
áhrif á umhverfi sitt. Þau hafa notað
lýðræðislegar atkvæðagreiðslur inn-
an skólans, m.a. um matseðil, hópa-
starf og vettvangsferðir.
Morgunblaðið/Ernir
Vilja fá skemmtigarð á Klambratún
MMyndskeið á mbl.is