Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 12
Niðurstöður skýrslu » Í skýrslu Askar Capital kemur fram að verðtrygging sparnaðar heimilanna í lífeyr- issjóðakerfinu tryggi verðgildi framtíðarlífeyris þeirra. Þá hafi verðtryggð lán þann kost að greiðslubyrði er jafnari á verðtryggðu láni en óverð- tryggðu. » Helstu ókostir verðtrygg- ingar eru aftur á móti hækk- andi höfuðstóll lána og þar með veðhlutfall fasteigna og greiðslubyrði. Því megi halda fram að heimilin hafi tekið á sig alla áhættu varðandi verð- bólguþróun í ljósi þess að sí- fellt hafi verið spáð minni verðbólgu en raunin hafi orðið. FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hægt er að breyta núverandi fyr- irkomulagi verðtryggingar lána- samninga en ekki er sjálfgefið að það bæti hag heimilanna í landinu. Þetta er niðurstaða skýrslu um kosti og galla verðtryggingar sem Askar Capital hf. gerði fyrir efnahags- og viðskiptaráðuneytið og var til um- ræðu á opnum fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fundurinn var haldinn að frum- kvæði Framsóknarflokksins en þing- menn hans hafa lagt fram frumvarp um að sett verði hámark á verðtrygg- ingu og að skipuð verði þverpólitísk nefnd til að skoða möguleika á afnámi hennar. Þá er kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að dregið verði úr vægi verðtryggingar í lána- viðskiptum samhliða auknu framboði óverðtryggðra íbúðalána. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, og forsvars- menn Hagsmunasamtaka heimil- anna, þeir Friðrik Ó. Friðriksson og Marinó G. Njálsson, gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Gylfi Magnússon sagði að líta mætti á verðtrygginguna að hluta til sem sjúkdómseinkenni og að hluta til aðgerð til að draga úr áhrifum sjúk- dómsins. Hann sagðist ekki sjá að hægt yrði að afnema verðtryggingu á skömmum tíma en taldi mögulegt að skapa forsendur sem sjálfkrafa drægju úr vægi hennar. Vísaði hann þar til þess að jafnvægi kæmist á pen- ingamál og gengi gjaldmiðilsins og þar með verðlag í landinu. Ekki á neytendalánum Fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilanna og talsmaður neytenda lýstu sig ósammála niðurstöðum skýrslu Askar Capital og ýmsu því sem fram kom hjá efnahagsráðherra. Gísli Tryggvason efaðist um lögmæti verðtryggingar og lagði til að leitað yrði álits EFTA-dómstólsins á mál- inu. Hann sagði nauðsynlegt fyrir neytendur að endurgjald fyrir lán væri í einu lagi, gagnsætt, réttlátt og löglegt. Hann lýsti þó þeirri skoðun sinni að það væri stjórnvalda að finna lausn sem væri réttlætanleg fyrir neytendur, ekki dómstólanna. Fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilanna sögðu að samtökin vildu að verðtrygging yrði afnumin af neyt- endalánum. Þeir sögðust styðja hug- myndir um að setja þak á verðtrygg- ingu og ítrekuðu tillögur um að leiðrétta forsendubrest vegna hruns- ins og láta þakið vera afturvirkt til ársins 2008. Friðrik sagði að leiðrétt- ing lána væri forsenda sátta í sam- félaginu og endurreisnar þess. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði til að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands yrði falið að gera nýja skýrslu þar sem spurt yrði að því hvernig afnema ætti verðtrygginguna. Friðrik Ó. Friðriksson tók undir það að frekari rannsókn á málinu væri nauðsynleg. Ekki sjálfgefið að hagur heimila batni Fasteignir og skuldir heimilanna tengdar íbúðakaupum Skuldur vegna íbúðakaupa (Ma. kr.) Fasteignir (eignir) 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08  Efnahagsráðherra kynnir skýrslu um verðtryggingu á opnum fundi viðskiptanefndar Alþingis  Talsmaður neytenda og Hagsmunasamtök heimilanna ósammála niðurstöðu skýrsluhöfunda 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Forráðamenn Hvals hf. sjá öll tor- merki á að skipuleggja veiðar og vinnslu sumarsins vegna frumvarps um hvalveiðar sem liggur fyrir Al- þingi. Verði frumvarpið að lögum á næstunni fer í gang ferli umsagna og ákvarðanatöku, sem Kristján Lofts- son, framkvæmdastjóri Hvals, segir aðspurður að geti tekið um tvo mán- uði með frátöfum frá veiðum í jafn- langan tíma. Þá yrði lítið eftir af sumrinu og hann hefur því ekki enn sem komið er gefið endanleg svör um sumarvinnu við hvalinn. Til stóð að ráða um 150 manns og látlaust er hringt af fólki sem falast eftir vinnu. „Staðan er hins vegar svo óljós að ég get ekki gefið fólki ákveðin svör og hef frestað því að setja skipin í slipp,“ segir Kristján. Frumvarpið kom inn í þingið um 20. apríl og segir Kristján að það hafi komið löngu eftir að frestur til að skila inn frumvörpum hafi verið lið- inn. Frumvörp eigi að vera komin inn fyrir 1. apríl og því sé um klárt brot á þingsköpum að ræða. Mælt hafi verið fyrir því 26. apríl. Þingstörf séu í gangi þessa viku og umsögnum um frumvarpið eigi að skila í síðasta lagi á föstudag, 14. maí. Í næstu viku séu áætlaðir þingfundir í tvo daga og nefndarfundir í aðra tvo. Þingið fari í frí vegna hvítasunnu og sveitar- stjórnarkosninga, en þingið starfi síð- an til 15. júní. Mikil kerfisvinna „Ef við færum út 7. eða 8. júní og þingið samþykkti þessi lög í þeirri viku værum við þar með búnir að missa öll okkar leyfi og yrðum að halda til hafnar,“ segir Kristján. „Þá færi í gang mikil kerfisvinna og ferli sem tæki varla minna en tvo mánuði. Það hefur lítið upp á sig að ráða 150 manns í vinnu meðan allt er í upp- námi og þessi óvissa hangandi yfir.“ Hvalur hf. fékk leyfi til hvalveiða fyrst árið 1947 og síðan ótímabundið leyfi árið 1959. Nú er hins vegar hug- myndin að gefa út hvalveiðileyfi til tveggja ára í senn. Þáverandi sjáv- arútvegsráðherra, Einar K. Guð- finnsson, gaf á sínum tíma út kvóta til fimm ára, árin 2009-2013, og var kvót- inn ákveðinn 150 dýr á ári í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar. Hvalur hf. hefði mátt veiða 175 hvali í ár, en heimilt er að geyma 20% kvót- ans á milli ára. Erfitt umhverfi „Samkvæmt þessu frumvarpi ætla þeir að gefa út leyfi til hvalveiða til tveggja ára í senn og fella úr gildi gamla leyfið okkar,“ segir Kristján. „Það er allt annað en almennt gerist í sjávarútvegi, þar sem fyrirtæki hafa veiðileyfi og síðan afnotarétt af hlut- deild í heildarkvótanum. Menn vita því nokkurn veginn að hverju þeir ganga á hverju ári. Í okkar tilviki á að ráðskast með þetta annað hvert ár og ættu flestir að sjá að mjög erfitt er að vinna í slíku umhverfi. Mér sýnist að stjórnarflokkarnir báðir séu að æfa sig á okkur með þessu og síðan ætli þeir að koma þessu fyrirkomulagi yfir á sjávar- útveginn í heild sinni, því þeir sjá að þessi fyrningarleið þeirra gengur ekki upp. Þetta er eilíf ráðstjórn og skólabókardæmi um þessa fínu stjórnsýslu sem þetta lið er alltaf að mala um. Á sama tíma er allt á leið í kaldakol í atvinnulífinu,“ segir Krist- ján Loftsson.  Margir falast eftir vinnu í Hvalstöðinni en ekki hægt að gefa ákveðin svör Morgunblaðið/ÞÖK 125 langreyðar veiddar af tveimur hvalbátum í fyrrasumar 150 starfsmenn hefðu fengið vinnu í Hval- stöðinni að óbreyttu ‹ VEIÐAR OG VINNSLA › Úr 6. grein. Hafrannsóknastofnunin gerir, á grundvelli sjálfbærrar nýt- ingar, tillögur til ráðherra um veiðiþol nytjahvala til tveggja ára í senn. Tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar skulu liggja fyrir eigi síðar en í júní annað hvert ár vegna tveggja næstu almanaksára. Ráðherra skal, áður en hann tekur ákvörðun um fyrirkomulag hvalveiða kynna tillögur Hafrann- sóknastofnunarinnar og forsendur þeirra og veita þeim sem vilja koma athugasemdum sínum á framfæri við ráðherra mánaðarfrest til þess. Að þeim fresti liðnum ákveður ráðherra með reglugerð hvaða tegundir hvala skuli leyft að veiða á tilteknu veiðitímabili og hve marga hvali af hverri tegund … Úr 8. grein. Fiskistofa annast útgáfu leyfa til hvalveiða. Þegar fyrir liggja ákvarðanir ráð- herra um fyrirkomulag hvalveiða, sbr. 6.-7. gr., kynnir Fiskistofa þær reglur og auglýsir síðan eftir umsóknum um veiðileyfi … Leyfi til hvalveiða eru gefin út til tveggja ára í senn … Úr 19. grein. Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi frá sama tíma lög nr. 26/ 1949, um hvalveiðar. Þá falla einnig úr gildi frá sama tíma öll leyfi sem hafa verið gefin út á grundvelli laga nr. 26/1949, um hvalveiðar. Leyfi til tveggja ára í senn … FRUMVARP TIL LAGA UM HVALI Óvissa um hvalveiðar vegna lagafrumvarps Fyrstu vísbend- ingar úr humar- leiðangri, sem lýkur í vikulokin, benda til að ástand humar- stofnsins undan Suðausturlandi sé nokkuð gott. Sterkir árgangar hafa borið uppi veiðina á síðustu árum og vænlegir yngri árgangar gætu komið inn í veiðina eftir 2-4 ár. Hrafnkell Eiríksson fiskifræð- ingur stýrir humarleiðangrinum og segir hann að með takmarkaðri sókn hafi stofninn gefið jafnt og vel af sér síðustu ár. „Það hefur verið einkenn- andi fyrir Suðaustursvæðið að þar hafa reglulega komið inn góðir púls- ar sem lyfta veiðinni upp. Slíkir ár- gangar virðast vera á leiðinni, með öllum fyrirvörum um úrvinnslu gagna úr þessum leiðangri,“ segir Hrafnkell. Dröfnin var í gær við rannsóknir í Lónsdjúpi, en á leiðinni þangað sigldi skipið í gegnum öskumökkinn úr gosinu í Eyjafjallajökli. „Það var mikið öskufall eina nóttina og mann- skapurinn þurfti að spúla þykkt öskulag af skipinu daginn eftir, auk þess sem loftsíur voru skoðaðar,“ segir Hrafnkell. aij@mbl.is Vænlegir árgangar á leiðinni Ösku spúlað af Dröfn í humarleiðangri Alls höfðu 62 fasteignir verið seldar nauðungarsölu í lok apríl hjá sýslu- manninum í Reykjavík á árinu. Skráðar beiðnir um nauðungarsölu voru á sama tíma 605. Í lok apríl höfðu 114 bifreiðar verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu. Árið 2009 voru 207 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru 2.504 í fyrra. Á seinasta ári var 441 bifreið seld nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Útburðarbeiðnir í lok apríl voru 20 talsins. Nauðungar- sala 62 fasteigna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.