Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010 ✝ Ólafur Helgi Frí-mannsson, banka- maður, fæddist í Reykjavík 10. janúar 1931. Hann lést á líkn- ardeild Landspítala, Landakoti, 29. apríl sl. Foreldrar Ólafs voru hjónin Jónína Guðmundsdóttir, hús- móðir, f. 3. nóvember 1902, d. 22. maí 1978, og Frímann Ólafsson, forstjóri, f. 31. októ- ber 1900, d. 8. janúar 1956. Systkini Ólafs eru Birgir G., f. 14. apríl 1926, d. 24. janúar 2001, Hörður, f. 15. nóv- ember 1927, Fríða, f. 19. september 1937, og Kristinn, f. 26. apríl 1947, d. 4. ágúst sama ár. Hinn 6. júlí 1952 kvæntist Ólafur eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð- laugu Kristínu Runólfsdóttur, f. 6. september 1931, frá Vestmanna- eyjum. Foreldrar hennar voru Kristín Skaftadóttir, húsmóðir, f. 29. apríl 1906, d. 10. apríl 1992, og Runólfur Jóhannsson, skipasmiður, f. 4. október 1898, d. 4. ágúst 1969. Börn Ólafs Helga og Guðlaugar Kristínar eru: 1) Frímann, f. 10. maí þeirra eru Eva Dröfn, f. 24. febrúar 1987, unnusti Daði Eyjólfsson, f. 17. febrúar 1981, Berglind, f. 16. des- ember 1988 og Kolfinna, f. 2. októ- ber 1998. 5) Kjartan, f. 14. júní 1963, sambýliskona Ragnheiður Guðjóns- dóttir, f. 6. júlí 1964. Sonur Kjartans og Hörpu Halldórsdóttur er Halldór Óli, f. 9. október 1989. Sonur Ragn- heiðar er Guðjón Jónasson, f. 30. júlí 1987. Ólafur Helgi ólst upp á heimili foreldra sinna við Barónsstíg. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla Ís- lands árið 1949. Fljótlega eftir það réðst hann til starfa hjá Útvegs- banka Íslands við Lækjartorg. Ólaf- ur var starfsmaður Útvegsbankans og síðar Íslandsbanka alla sína starfstíð. Á sínum yngri árum vann hann ýmis störf til sjós og lands í sumarleyfum frá bankanum. Ólafur og Guðlaug hófu búskap árið 1952 að Barónsstíg 78. Árið 1956 byggðu þau sér íbúð að Hagamel 37 og héldu þar heimili alla tíð. Ólafur var til margra ára virkur í starfi starfs- mannafélags Útvegsbankans og gegndi þar trúnaðarstörfum. Hann gekk í félagið AKÓGES árið 1954 og naut þess að starfa þar með góð- um félögum. Bóklestur, pólitík og alþjóðamál voru Ólafi mjög hug- leikin. Þá voru samvera með börn- unum og ferðalög innanlands og er- lendis Ólafi alltaf kær. Útför Ólafs fer fram frá Nes- kirkju í dag, 11. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. 1953, maki Margrét Þórarinsdóttir, f. 22. mars 1959. Börn þeirra eru Ólafur Freyr, f. 14. nóvember 1983, Ólöf Tinna, f. 28. maí 1986, og Krist- ín Edda, f. 15. apríl 1993. 2) Kristín, f. 15. maí 1954, maki Karl Óskar Hjaltason, f. 25. nóvember 1951. Börn þeirra eru Ingigerð- ur, f. 30. nóvember 1978, maki Einar Freyr Einarsson, f. 25. september 1973. Börn þeirra eru Sara Líf, f. 7. nóvember 2000, Aníta Sól, f. 9. maí 2005 og Róbert Máni, f. 12. október 2008. Guðlaug Kristín, f. 19. júlí 1980, sambýlismaður Sig- ursteinn Sumarliðason, f. 8. ágúst 1978. Sonur Guðlaugar er Daníel Karl Gunnarsson, f. 1. febrúar 2001. Jóhanna Sofia, f. 28. júlí 1987. 3) Runólfur, f. 2. október 1959, maki Anna Dagný Smith, f. 9. júní 1963. Börn þeirra eru Gunnar Örn, f. 23. febrúar 1988, og Róbert Már, f. 8. maí 1991. 4) Ólafur Haukur, f. 1. febrúar 1962, maki Guðbjörg Er- lendsdóttir, f. 20. mars 1965. Börn Nú er hann elsku afi minn og nafni fallinn frá. Afi var alla tíð mikill ná- kvæmnismaður. Þá var kurteisi hon- um í blóð borin. Þessa mannkosti hef ég reynt að tileinka mér á lífsleiðinni. Við afi vorum báðir miklir sælker- ar. Ég hugsa með hlýhug til þeirra mörgu stunda sem við áttum saman, oftar en ekki við matarborðið heima hjá afa og ömmu á Hagamelnum, heima í Bollagörðum eða undir ber- um himni. Afi var þá oftar en ekki duglegur að segja sögur af uppvaxt- arárum sínum. Svartur og bein- skeyttur húmorinn var heldur aldrei langt undan. Afi kunni þá list betur en margur að koma manni til að hlæja. Hin síðari ár átti afi við veikindi að stríða. Veikindin bar hann af miklu æðruleysi og kvartaði aldrei. Ávallt hélt hann reisn sinni, sama hvað bját- aði á. Ég kveð þig með söknuði, elsku afi minn. Guð blessi þig. Ólafur Freyr. Kæri afi, það er með sorg og sökn- uði sem við bræður kveðjum þig í vorinu og birtunni. Við erum þakk- látir fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Þú varst agaður og kenndir okkur ýmsa siði sem við tökum með inn í framtíðina. Síðustu árin voru veikindi farin að hrjá þig en þú varst glaðbeittur og reglufastur og fylgdist með okkur af áhuga og skopskynið var alltaf til staðar. Þú kvartaðir aldrei í veikindunum þínum þrátt fyr- ir verki, varst sönn fyrirmynd okkar barnabarnanna. Bíltúrarnir um Þingholtin og höfn- ina færðu okkur ljóslifandi upplifun af Reykjavík fyrri tíma. Þú opnaðir okkur heim stríðsáranna og stráka- para fyrir tíma sjónvarps og farsíma. Tónlistin var þér hugleikin og þú hvattir okkur áfram á þeirri braut og mættir á nær alla tónleika sem við spiluðum á. Jafnframt varstu ávallt með púlsinn á náminu okkar og hvattir okkur til að ná lengra. Haga- melurinn hjá afa og ömmu er vin sem alltaf er gott að heimsækja. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Við bræður vottum ömmu Laugu samúð okkar og biðjum góðan Guð að blessa afa Óla á þeirri ferð sem hann hefur nú tekist á hendur. Gunnar Örn Runólfsson og Róbert Már Runólfsson. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Hvíl í friði, elsku afi minn. Þín Ólöf Tinna. Elsku afi Óli Helgi. Það er erfitt að trúa að nú sé komið að kveðjustund. Við erum afar þakklátar fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum með þér. Þín verður sárt saknað en við vit- um að þú ert í góðum höndum. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Vald. Briem) Minning þín mun ætíð lifa í hjört- um okkar. Hvíldu í friði elsku afi. Eva Dröfn, Berglind og Kolfinna Ólafsdætur. Elskulegur mágur minn Ólafur Helgi Frímannsson lést 29. apríl síð- astliðinn á líknardeild Landspítala Landakoti eftir nokkurra ára baráttu við hið illa mein krabbamein. Ólafur var kvæntur yndislegri konu, Guð- laugu Runólfsdóttur frá Vestmanna- eyjum. Lauga eins og við köllum hana var hans stoð og stytta í lífinu og stóð þétt við hlið hans í veikind- unum. Óli og Lauga eiga fimm mynd- arleg og vel gerð börn, fjóra syni og eina dóttur, sem öll hafa stutt for- eldra sína ásamt mökum sínum með hjálpsemi og elskulegheitum. Ólafur var fríður maður sem bar sig vel og var mikið snyrtimenni, ávallt vel til hafður og vel greiddur. Ég var gift elsta bróður Ólafs, Birgi G. Frí- mannssyni, sem lést 24. janúar 2001. Svo nú eru eftir af fjórum systkinum Hörður sem dvelur á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni, Hörður var kvæntur systur minni Hönnu Soffíu sem lést 31. október 2008, og einkasystirin Fríða sem búið hefur í Perth í Ástr- alíu ásamt eiginmanni sínum, Páli G. Sigurðssyni, og fjölskyldu síðastliðin 40 ár. Eiginmaður minn, Birgir, varð bráðkvaddur í flugvél á leiðinni til Gran Canary-eyja, þar biðu Óli og Lauga eftir okkur. Þau höfðu verið að halda upp á 70 ára afmæli Óla og ætl- uðum við að eyða saman síðustu viku þeirra og fyrstu viku okkar á Gran Canary. Þau hjón voru mér ómetan- legur og ógleymanlegur stuðningur þessa viku, meðan ég beið eftir að komast heim til Íslands sem og á heimferðinni sem og alltaf síðan. Þeirra heimili hefur alltaf verið opið mér og mínum. Það hefur alltaf verið svo notalegt að koma til þeirra hjóna í kaffi eða mat. Síðastliðið ár höfum við Óli og Lauga farið saman í heim- sóknir til Harðar bróður Óla og gert úr því skemmtilegan dag, endað heimsóknina með kaffi og meðlæti hjá þeim eða hjá mér. Ég mun sakna þessara stunda. Elskulega Lauga og fjölskylda, ég og mín fjölskylda vott- um ykkur innilegustu samúð. Megi Guð fylgja ykkur öllum í framtíðinni. Heilsast og kveðjast, svo er lífsins saga, vegirnir skiljast svo fljótt, svo fljótt áður en varir ævisól hnígur og dimm er komin dauðans nótt Ástvinum aðeins augnablik má verða samvista auðið í heimi hér, þannig er lífsins þungbæri dómur hver dagur oss nær dauða ber Æ lifir andinn, öll vor sorg er stundleg, heimsböl með líkamans dauða deyr. Hví skal þá gráta genginn frá hörmum vin, sem að ekkert amar meir (Hannes S. Blöndal.) Valdís Blöndal. Fallinn er frá mágur minn Ólafur Helgi Frímannson. Mikill sómamað- ur. Kynni okkar hófust fyrir margt löngu í Eyjum er hann fór að gera hosur sínar grænar fyrir systur minni, Guðlaugu Kristínu. Þó Óli væri talsvert eldri en ég voru sam- skipti okkar alla tíð með ágætum. Stundum hvessti þó hjá okkur en það stóð það sjaldnast lengi. Sáttfúsari maður en Óli var mun vandfundinn. Átti hann heiðurinn af því að alltaf greri um heilt millum okkar. Hann var gegnumheill, sagði meiningu sína án umbúða og gerði engan manna- mun. Slíka menn er gott að muna. Snyrtimenni var mágur minn svo orð fór af. Var hann jafnan uppá- klæddur eins og hæfði hverju tilefni. Man ég fyrir nokkrum árum að við lentum í að tyrfa lóð fyrir austan fjall. Ekkert var slegið af. Að loknu verki leit hann jafnvel út og í byrjun en ég eins og jarðvöðull. Veikindum sínum tók Óli af prúð- mennsku og æðruleysi. Kvartaði ekki og krafðist einskis umfram það er þurfti. Með söknuði kveð ég mág minn og bið allar góðar vættir að styrkja syst- ur mína, börn og fjölskyldur þeirra. Jóhann Runólfsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Með sumarkomu kvaddi elskuleg- ur föðurbróðir minn Ólafur Helgi Frímannsson lífið. Kveðjustund okk- ar á líknardeildinni verður mér minn- isstæð. Óli frændi, orðinn máttfarinn, opnar augun, brosir og segir lágt við okkur Ragnar bróður minn „Komið þið sæl“ og augun lokast aftur. Stundir sem þessi marka tímamót, það verða breytingar sem ekki er hægt að breyta, og söknuðurinn eftir því sem var situr eftir. En góðar minningar um kæran frænda lifa áfram, enda líf mitt bund- ið Óla frænda og hans fjölskyldu eins lengi og ég man eftir mér. Minning- arnar tengjast allar gleði, gestrisni og vináttu. Nú rifjast uppvaxtarárin upp, sumarbústaðarferðir með Óla og fjölskyldu, afmælisveislur og ára- mótaboð þar sem ung frændsystkin eru glöð í áhyggjulausum leik. Óli frændi var einstakur gæfumað- ur í einkalífi sínu. Hann eignaðist góða og hjartahlýja eiginkonu og þau Lauga nutu sérstaks barnaláns. Börnin fimm hafa öll markað sér giftusamlega braut í lífinu og þau, ásamt tengdabörnum og barnabörn- um, studdu föður sinn og afa í veik- indum hans og stóðu sem klettur við hlið Laugu þegar kraftur Óla fór þverrandi. Nú stendur Lauga eftir með glæsilegan hóp 12 barnabarna og 4 barnabarnabarna, alvöru fjöl- skylda, sem Óli frændi var afar stolt- ur af, eiginmaður, faðir, afi og langafi. Óli frændi var ómetanleg hjálp móður minni í alvarlegum veikindum föður míns fyrir mörgum árum og aftur ómetanlegur styrkur, þegar faðir minn lést um borð í flugvél á leið til Kanaríeyja, þar sem Óli og Lauga biðu þeirra. Sú ferð endaði ekki eins og til stóð, en þarna stóðu Óli og Lauga og umvöfðu móður mína um- hyggju og gáfu henni styrk til að tak- ast á við nýjar forsendur og breytt líf. Við systkinin erum þeim báðum óendanlega þakklát fyrir það. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Við Pétur sendum elsku Laugu og kærum frændsystkinum, Frímanni, Kristínu, Runólfi, Óla Hauk og Kjartani og fjölskyldum þeirra, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Óla frænda. Nína Birgisdóttir. Ólafur Helgi föðurbróður minn er látinn. Hann var yngstur 3 bræðra, en yngst í systkinahópnum er Fríða frænka sem býr í Ástralíu. Mínar fyrstu minningar um Ólaf Helga eru enn í dag mjög skýrar, en ein þeirra er sú þegar hann var strætisvagna- bílstjóri í berjamó fyrir um hálfri öld síðan. Þannig var mál með vexti að faðir minn sem á þeim tíma var verk- taki við að byggja Áburðarverk- smiðjuna í Gufunesi hafði keypt for- láta strætisvagn, sem hann síðan notaði til að bjóða allri stórfjölskyld- unni í berjamó austur fyrir fjall. Fyr- ir ungan strák var gamall strætó voða spennandi farartæki og sem bíl- stjóri var Óli frændi bæði aðalmað- urinn og hetjan í augum hans þennan dag, þegar hann sýndi hæfni sína við að koma strætisvagninum upp Kambana, sem var ekkert grín í þá daga. Önnur af mínum fyrstu minning- um af Óla, var þegar hann kom heim á Túngötuna og var í nokkru upp- námi, þegar hann tilkynnti okkur að Kennedy forseti hefði verið skotinn. Sagt er að fólk muni nákvæmlega hvar og hvernig það heyrði af þessum hræðilega atburði og í mínu tilviki var boðberinn Óli frændi. Einnig var það hann sem svaraði í símann þegar ég hringdi í móður mína til Kanar- íeyja til að forvitnast um hvort það hefði nokkuð verið faðir okkar sem hafði látist í flugvél á leiðinni í frí til eyjanna. Svo sannarlega má segja að þá hafi Óli og Lauga verið rétta fólkið á réttum stað og á réttum tíma. Óli var góður bróðir föður míns og reyndist honum og okkur fjölskyld- unni afar vel í veikindum hans og fyr- ir það erum við mjög þakklát. Ólafur Helgi var fríður sýnum, skemmtilegur, málgefin, hlýr, þægi- legur í umgengni og kvikur í hreyf- ingum á sínum yngri árum. Hann var góður drengur. Óli var mjög nægju- samur maður og ekki mikið fyrir breytingar sem sýnir sig kannski best í því að hann bjó frá því ég man eftir mér á Hagamel og vann allan sinn starfsaldur í Útvegsbankanum. Nafn Óla var og er mjög samtvinn- að nafni konu hans og Óli og Lauga urðu sem eitt í okkar huga. Óli var mikil gæfumaður í sínu einkalífi. Þau hjónin voru mjög samrýmd og sam- taka í gegnum lífið og var Lauga án efa mesti happafengur hans í lífinu. Þau ólu upp 5 mannvænleg börn og var öll fjölskyldan mjög samhent svo af bar. Þeirra missir er nú mikill. Við Anna vottum Laugu, Frí- manni, Kristínu, Runólfi, Ólafi Hauki og Kjartani og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Megi Guð blessa minningu Ólafs Helga Frí- mannsonar. Ragnar Birgisson. Ólafur Helgi Frímannsson ✝ Ástkær móðir okkar og amma, RAGNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Drangsnesi, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík sunnudaginn 9. maí. Útförin verður auglýst síðar. Börn og barnabörn. ✝ Ástkær systir mín og mágkona, VALGERÐUR ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR DEAK, lést á heimili sínu í Calgari, Kanada, mánudaginn 3. maí. Útför hennar fer fram í kyrrþey. Guðmunda Guðmundsdóttir, Þórhallur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.