Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010
Um hver jól höfum við
sagt að núna ætlum
við að taka upp plötu28
»
Kvennakórinn Vox feminae heldur tvenna
tónleika í Íslensku óperunni í vikunni, þá
fyrri á miðvikudag kl. 20:00 og síðari á
fimmtudag, uppstigningardag, kl. 16:00. Á
dagskrá er fjöldi þekktra óperukóra og aría,
en kórnum leggja lið Sigrún Hjálmtýsdóttir,
félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum og
Stúlknakór Reykjavíkur. Hljómsveit leikur
undir.
Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður í
Reykjavík árið 1993. Stofnandi kórsins og
stjórnandi frá upphafi er Margrét J. Pálma-
dóttir. Í kórnum starfa um 50 félagar á aldr-
inum 18 til 60 ára. Kórinn hefur komið fram
við margvísleg tækifæri hér heima og farið í
tónleikaferðir innanlands og utan. Í nóv-
ember 2000 vann Vox feminae til silf-
urverðlauna í VII Alþjóðlegu kórakeppninni í
flutningi trúarlegrar tónlistar, keppni sem
kennd er við tónskáldið Palestrina og haldin
í Vatíkaninu í Róm.
Á tónleikunum í Óperunni á miðvikudag og
fimmtudag, sem hafa yfirskriftina Brindisi,
verða fluttir kórar og aríur úr Brúðkaupi
Fígarós og Töfraflautunni eftir Mozart, Á
valdi örlaganna, Il Trovatore, La Traviata,
Macbeth og Nabucco eftir Verdi, Ást-
ardrykknum og Lucia di Lammermoor eftir
Donizetti, Normu eftir Bellini, Cavalleria
Rusticana eftir Mascagni, Ævintýrum Hoff-
mans eftir Offenbach, Leðurblökunni eftir
Strauss og Hollendingnum fljúgandi eftir
Wagner.
Auk Diddúar syngja einsöng Valgerður G.
Halldórsdóttir, Ragnar Sigurðarson, Hulda
Jónsdóttir, Ólafía Lára Lárusdóttir, Guðný
Jónsdóttir, Anna Birgitta Bóasdóttir og Ás-
dís Björnsdóttir. Hljómsveitina skipa Hall-
fríður Ólafsdóttir flautuleikari, Svava Bern-
harðsdóttir víóluleikari, Elísabet Waage
hörpuleikari og Antonía Hevesi píanóleikari.
Listrænn stjórnandi tónleikanna er Mar-
grét J. Pálmadóttir, stjórnandi og stofnandi
kórsins eins og áður er getið.
Söngveisla í óperunni
Brindisi-sönghátíð Kvennakórsins Vox feminae
Söngveisla Vox feminae bregður á leik.
Undanfarið hefur
borið á pólitískri
hreyfingu hægri-
manna vestan-
hafs sem kennir
sig við átök milli
Englendinga og
bandarískra land-
nema sem lyktaði
með því að tei var
kastað í höfnina í
Boston 1773.
Þessi samtök þykja svo hægrisinnuð
að nýjasta bók ástralska rithöfund-
arins Peter Carey, „Parrot and Oli-
vier in America“, er skrifuð beinlínis
til að vekja athygli á uppgangi „te-
boðsliðsins“ sem Carey segir að sé
skaðlegt lýðræðinu vestanhafs.
Að hans mati hafa áhrifamiklir
fjölmiðlar breitt út boðskap hópsins
án tillits til þess að viðkomandi séu
að grafa undan lýðræðinu, auka
sundurþykki í þjóðfélaginu og úlfúð
milli stétta. Sérstaklega þykir hon-
um andúð á menntun áhyggjuefni.
Ekkert
teboð, takk
Ógn frá hægri
Peter
Carey
Danskur kór frá bænum Jægers-
pris, Jægerspriskórinn, er vænt-
anlegur hingað til lands í tónleika-
för. Kórinn hefur farið í
tónleikaferðir víða. Að þessu sinni
varð Ísland fyrir valinu og syngur
kórinn í Reykjavík, Reykholti og
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd á
milli þess sem kórfélagar skoða
náttúru landsins.
Stjórnandi kórsins er Marianna
Jelvacova Perrerson. Hún er frá
Moldavíu og nam tónlistarfræði og
kórstjórn í Tónlistarháskóla rík-
isins í Moldavíu og stjórnaði m.a.
stúdentakórnum við ríkisháskól-
ann þar.
Fyrri tónleikar kórsins hér á
landi verða í Reykholtskirkju í
Borgarfirði uppstigningardag og
hefjast kl. 16:00. Um kvöldið kl.
20:00 syngur kórinn svo í Hall-
grímskirkju á Saurbæ. Í Reykja-
vík mun kórinn halda sameig-
inlega tónleika með
Breiðfirðingakórnum næstkom-
andi föstudag kl. 20:00 í Breiðfirð-
ingabúð, Faxafeni 14.
Danskur kór
í tónleikaför
Tónleikaferð Jægerspriskórinn á
æfingu fyrir Íslandsförina.
Hleðsluskólinn og Íslenski
bærinn standa fyrir nám-
skeiðum í íslenskri hleðslu-
tækni í sumar. Meginhluti
námskeiðanna mun fara fram á
torfbænum í Austur-Með-
alholtum í Flóa og í nágrenni
hans, en þar er jafnframt að-
setur Íslenska bæjarins. Boðið
verður upp á almenn grunn-
námskeið, þar sem helstu að-
ferðir í hefðbundnum veggjar-
hleðslum verða skoðaðar í samhengi við sögu og
samhengi torfbygginga auk verklegrar þjálfunar.
Frekari upplýsingar eru á vefsetrinu www.is-
lenskibaerinn.com. Hannes Lárusson er fram-
kvæmdastjóri Íslenska bæjarins.
Þjóðfræði
Námskeið í
hleðslutækni
Hannes
Lárusson
Sýningin Kaupmannsheimilið
verður opnuð í Safnahúsi
Borgarfjarðar í Borgarnesi á
morgun kl. 17:30. Um er að
ræða safn gagna og muna úr
eigu fjölskyldu Jóns Björns-
sonar frá Bæ og Helgu Maríu
Björnsdóttur konu hans. Jón
frá Bæ stundaði kaupmennsku
í Borgarnesi á fyrstu áratugum
tuttugustu aldar og var heimili
þeirra hjóna einn hornsteina
bæjarlífsins á þeim tíma. Sýningin er sett upp í til-
efni af fimmtíu ára afmæli Byggðasafns Borg-
arfjarðar og verður haldið upp á afmælið samhliða
opnuninni. Í tilefni dagsins mun Sæmundur Sig-
mundsson sýna fornbíla úr eigu sinni.
Byggðasaga
Kaupmannsheimili
í Safnahúsinu
Jón Björnsson
frá Bæ
Á morgun halda Kammerkór
Hafnarfjarðar og Kór Öldu-
túnsskóla tónleika í Hafnar-
fjarðarkirkju. Á efnisskránni
eru verk eftir Gabriel Fauré;
Requiem, sem Kammerkór
Hafnarfjarðar syngur undir
stjórn Helga Bragasonar, og
Messe Basse, sem Kór Öldu-
túnsskóla syngur undir stjórn
Brynhildar Auðbjargardóttur.
Einsöngvarar verða Ágúst
Ólafsson bariton og Leó Snæfeld Pálsson kór-
sópran. Sophie Marie Schoonjans leikur á hörpu,
Hlín Erlendsdóttir á fiðlu og Guðmundur Sigurðs-
son á orgel. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00, að-
göngumiðar seldir við innganginn.
Tónlist
Tveir kórar í Hafn-
arfjarðarkirkju
Gabriel
Fauré
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Næstkomandi fimmtudag, upp-
stigningardag, kl. 17:00 býður
Rúnar Óskarsson klarínettuleikari
til kammertónleika í Hafnarborg í
Hafnarfirði þar sem klarínettan
verður í forgrunni. Fyrri hluti tón-
leikanna er helgaður nýlegri ís-
lenskri tónlist fyrir bassa-
klarínettu og klarínettu en á seinni
hluta tónleikanna verða leikin verk
eftir W.A. Mozart og Max Bruch.
Auk Rúnars, sem leikur á
klarínettu, koma fram Hilmar
Þórðarson, sem sýslar með raf-
hljóð, Hlín Pétursdóttir sópran-
söngkona, Ástríður Alda Sigurðar-
dóttir píanóleikari, Hildigunnur
Halldórsdóttir og Pálína Árnadótt-
ir fiðluleikarar, Þórunn Ósk
Marínósdóttir lágfiðluleikari og
Margrét Árnadóttir hnéfiðluleik-
ari.
Rúnar lauk einleikara- og
kennaraprófi frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík árið 1993 og
stundaði svo framhaldsnám við
Sweelinck Conservatorium í
Amsterdam og lauk einleikaraprófi
á klarínettu frá skólanum árið
1996. Samhliða klarínettunáminu
lagði hann stund á bassaklar-
ínettuleik og lauk einleikaraprófi á
bassaklarínettu vorið 1998. Hann
er fastráðinn hjá Sinfóníuhljóm-
sveitinni og hefur leikið með ýms-
um hópum svo sem Kammersveit
Reykjavíkur, Caput, Hljómsveit
Íslensku óperunnar og komið fram
á fjölmörgum kammer- og ein-
leikstónleikum.
Rúnar segir að það sé kannski
fullmikið að segja að hann bjóði til
tónleikanna, en aðgangur að þeim
er ókeypis. Ég fékk smástyrk til
að halda tónleikana og ákvað að
láta hann renna upp í húsaleiguna
og því get ég haft tónleikana
ókeypis.“
Tvískipt tónleikadagskrá
Aðspurður um tilefni tón-
leikanna segir hann að tilefnið sé
eiginlega bara það að halda tón-
leika í sínum heimabæ, en Rúnar
er borinn og barnfæddur Hafnfirð-
ingur og býr enn í Hafnarfirð-
inum. „Ég hef lítið spilað í í Hafn-
arfirði síðan ég hélt mína
debúttónleika þar 1998 og gaman
að sýna hvert ég er kominn í tón-
listinni.“
Tónleikadagskráin er tvískipt,
eins og kemur fram, í fyrri hlut-
anum verður nýleg íslensk tónlist
eftir Tryggva M. Baldvinsson,
Hilmar Þórðarson og Elínu Gunn-
laugsdóttur. Allt eru þetta verk
sem samin voru að beiðni Rúnars
og hann segir mjög mikilvægt að
fá í hendurnar nýja tónlist og er
ekki á því að verkin fyrir hlé séu
tormelt eða erfið; „þetta er allt fal-
leg músík og skemmtileg og ótrú-
lega gaman að fá ný verk til að
frumflytja. Því miður eru tækifær-
in ekki nógu mörg til að flytja þau
aftur, en svo var Mozart líka auð-
vitað að semja fyrir mig eins og
aðra klarínettuleikara“, segir hann
og kímir. „Ég hef líka ekki spilað
Mozart-verkið oft, en það er mjúk
og indæl klassík sem ég ákvað að
hafa með af því að mamma kemur
á tónleikana,“ segir hann og hlær
við.
Boðið á tónleika í Hafnarborg
Rúnar Óskarsson býður sveitungum sínum á kammertónleika í Hafnarborg
Tónlist fyrir bassaklarínettu og klarínettu Nýleg íslensk verk og gömul klassík
Morgunblaðið/Ómar
Fallegt Rúnar Óskarsson og félagar á æfingu fyrir tónleika í Hafnarborg á uppstigningardag.
Efnisskrá tónleika Rúnars Ósk-
arssonar og spilafélaga hans í
Hafnarborg verður svohljóðandi:
Af gleri fyrir einleiksbassa-
klarínettu eftir Tryggva M. Bald-
vinsson
Sonoscopic Ocean fyrir bassa-
klarínettu og lifandi rafhljóð eftir Hilmar Þórðarson
Sumarskuggar fyrir sópran, klarínettu og píanó eftir Elínu Gunn-
laugsdóttur
Þrjú verk fyrir klarínettu, víólu og píanó eftir Max Bruch
Kvintett fyrir klarínettu og strengjakvartett eftir W.A. Mozart
Nýtt og gamalt í bland