Saga - 2002, Blaðsíða 26
24
EINAR LAXNESS
Nokkuð fækkaði aftur, þegar leið á fjórða áratuginn, kreppuárin,
og komst niður í 770 árið 1941, en svo virðist hjólið hafa snúizt
við, því að á aðalfundi 1942 eru félagsmenn taldir um 900. Af-
greiðslu bóka á árunum milli stríða önnuðust Helgi Árnason,
safnahúsvörður (1919-35), en síðan Guðjón Runólfsson, bókbind-
ari (1935-41).
Styrjaldarárin síðari voru veltiár, atvixmuleysið var á enda,
vinna næg við þjóðlega atvinnuvegi, svo og hernaðarfram-
kvæmdir, kaupgjald hækkaði og menn réttu úr landlægum kút.
Neyzla jókst, þ.á m. framboð bóka og sala. Sögufélag fór ekki var-
hluta af þessu „ástandi", sem betur fór. Þetta þýddi, að á næstu
árum jókst félagatalan og náði nýju hámarki á árinu 1947, en þá
töldust félagsmenn vera 1.185.
Á aðalfundi 13. ágúst 1940 flutti Guðbrandur Jónsson tillögu
um kosningu fimm manna nefndar, sem skyldi
leitast fyrir um það, að félagið fengi útgefanda að bókum sínum,
er hefði á hendi fjárreiður útgáfunnar, en félagsstjómin sæi um
efni ritanna, og enn fremur til þess að athuga lög félagsins.
Tillagan hlaut samþykki og voru fjórir stjórnarmenn kjörnir með
flutningsmanni til þessa verks. Á stjómarfundi 1. desember sama
ár kemur fram, að samningur við ísafoldarprentsmiðju h/f er í
burðarliðnum. Prentsmiðjan tók að sér útgáfu og umboð fyrir fé-
lagið næstu fimm ár, útgefnar skyldu 22 arkir (síðar 30) árlega
gegn tillagi félagsmanna og ríkissjóðsstyrknum. Skyldi hún ann-
ast innheimtu, afgreiðslu bóka og lausasölu gegn venjulegri þókn-
un bóksala, en stjórnin ráða útgáfuritum. Samningurinn skyldi
vera til fimm ára, en síðan uppsegjanlegur með árs fyrirvara. Um
samninginn ritar Jón Jóhannesson, prófessor (þá stjómarmaður) í
Sögu 1952, á hálfrar aldar afmæli félagsins:
Samningurinn olli nokkrum ágreiningi innan stjómarinnar og
óánægju sumra félagsmanna fyrst í stað, en raunin hefur orðið
sú, að hann hefur verið félaginu hagkvæmur, því að sjóðseign
þess hefur stóraukizt.2
Sannleikurinn var sá, að á aðalfundi 10. október 1941 sló í nokkra
brýnu, er „sumir fundarmenn töldu stjómina hafa gengið full-
langt í einræðisátt með því að bera samninginn ekki undir félags-
2 Jón Jóhannesson, „Sögufélagið 50 ára", bls. 234.