Saga - 2002, Blaðsíða 247
RITDÓMAR
245
stíl og þýðingar og að endurreisn íslenskrar tungu eigi sér rætur í þess-
um þýðingarjarðvegi (bls. 138-39). Latínan var að sönnu fyrirferðar-
mest námsgreina, enda ritmál lærðra manna í Evrópu fram á miðja 18.
öld og ekki tekin til endurskoðunar fyrr en á seinni hluta 18. aldar.
Bent er á að margir litu á latínunám sem öflugt tæki til að þjálfa rök-
rétta og skarpa hugsun. Af þessu tilefni minnist höfimdur á konungs-
skipaða nefnd um íslensk skólamál sem starfaði veturinn 1799 til 1800
og í sátu Stefán Þórarinsson amtmaður, J.C. Vibe amtmaður, Magnús
Stephensen lögmaður og Grímur Thorkelín leyndarskjalavörður. Síð-
an er einungis fjallað um álitsgerð þeirra Magnúsar og Vibe um latínu-
námið en ekkert greint að öðru leyti frá störfum nefndarinnar, klofn-
ingi og þeirri áþreifanlegu óheillaniðurstöðu Magnúsar og Vibe að
leggja bæri niður biskupsstól og skóla á Hólum. Stefán og Grímur
vildu hins vegar hafa tvo latínuskóla í landinu og flytja Hólaskóla til
Akureyrar. Kannski var það rökrétt og eðlilegt að sameina biskupsstól-
ana en hins vegar var það menningarsögulegt slys að leggja niður
skólahald á Norðurlandi í upphafi 19. aldar, til skaða fyrir fjölmarga
norðlenska og austfirska einstaklinga og samfélagsþróun alla á fyrri
hluta aldarinnar, eins og t.d. Sigurður Guðmundsson hefur bent á í riti
sínu Norðlenzki skólinn (sem ekki er að finna í heimildaskrá). í þessu
samhengi má geta þess að höfundur vísar ekki £ frumheimildir en get-
ur þess neðanmáls að álitsgerðir nefndarmanna séu að finna í ríkis-
skjalasafninu í Kaupmannahöfn en ljósrit í Þjóðskjalasafni íslands.
Hins vegar vísar hann í grein Lofts Guttormssonar, „Fræðslumál", úr
ritinu Upplýsingin á íslandi og ritgerð Jóhannesar Sigfússonar, „Um
flutning latínuskólanna", sem birtist í Iðunni, 1923-24. Þessa ritgerð
Jóhannesar er ekki að finna í heimildaskrá.
í reglugerð um latínuskólana frá 1743 er gert ráð fyrir kennslu í
heimspekigreinum þeim sem krafist var kunnáttu í við inntökupróf og
heimspekipróf við Hafnarháskóla, þ.e. rökfræði, verufræði, náttúru-
legri heimspeki og siðfræði. Einnig áttu piltar að nema kirkjusögu,
ættjarðarsögu og þjóðfélagsfræði. Misbrestur varð á framkvæmd þess-
ara ákvæða og fór lítið fyrir kennslu.
í athyglisverðum og skemmtilegum kafla um eftirlitsnemakerfi, aga
og refsingar kemur m.a. fram að stjómlyndi hafi aukist eftir siðaskipti
og uppeldisaðferðir versnað og orðið hrottalegri. Eiginlegar skólaregl-
ur fyrir pilta og kennara voru þó fyrst settar árið 1769 af Finni biskupi
Jónssyni, en hann stóð í miklum deilum við skólameistarann, Bjarna
Jónsson. Enda þótt eftirlitsnemakerfið hafi að sumu leyti verið harð-
neskjulegt refsikerfi þá þjónaði það einnig jákvæðum félagslegum og
uppeldislegum markmiðum, þar sem eldri piltar vernduðu, hjálpuðu
og kenndu þeim yngri. Líkamlegar refsingar voru sennilega aflagðar í
Hólavallarskóla og Bessastaðaskóla.