Saga - 2002, Blaðsíða 248
246
RITDÓMAR
Áttundi kafli bókarinnar fjallar um aðbúnað sem hefur í augum okk-
ar nútímamanna verið vægast sagt ömurlegur. Tilraunir til úrbóta
voru fáar og gengu erfiðlega. í reglugerð um mataræði og hlunnindi
skólapilta frá 1746 var gert ráð fyrir umbótum en framkvæmdir létu á
sér standa, enda voru uppi sífelldar deilur um þessi mál. Hólavallar-
skóli hafði sérstöðu að því leyti að þar var ekkert mötuneyti.
Síðasti kaflinn á undan yfirliti og lokaorðum fjallar um vígslusiði,
leiki og söng. Þar kemur fram að vígslan hefur aftur úr miðöldum ver-
ið bæði niðurlæging og inntaka í skólasamfélagið. Skólameistarar nú á
dögum mættu hafa það í huga áður en þeir ganga af busavígslu dauðri
í íslenskum framhaldsskólum í nafni mannúðar og misskilinnar nem-
endavemdar. „Lífið er hart. Gott fyrir unga menn að vita það í tíma",
sagði Sigurður Nordal í viðtali í tímaritinu Lífi og list, 1951. Höfundur
rekur fyrsta vísi leiklistar á fslandi til vikivakahalds á Hólum og í Skál-
holti. Ýmsar íþróttir, einkum þó glíma, dans, tafl og tvísöngur lifðu
góðu lífi í latínuskólunum. Höfundur bendir á að þá sjaldan íþrótta sé
getið á 16. og 17. öld séu oftast nefndir til sögunnar skólagengnir
menn. Hins vegar segir hann einnig að engin sérstök yfirstéttarmenn-
ing hafi verið á íslandi, eins og í nágrannalöndunum, og íslenskir
skólapiltar því stundað sömu leiki og alþýðufólk. Reynsluheimur
þeirra var sprottinn upp úr íslensku bændasamfélagi og því allt annar
en skólapilta í nágrannalöndunum, þar sem þróun borgaralegs þjóð-
félags var á veg komin. Það sem helst greindi lærða frá leikum á ís-
landi var latínukunnáttan.
Megingallar þessa fróðlega verks tengjast að einhverju leyti upp-
byggingu þess. Eins og fram hefur komið er ekki að finna rannsóknar-
spurningar né skýrar efnisyrðingar £ inngangi. Bókin greinist auk þess
í kafla eftir efnissviðum og er þar rakin framvinda mála í tímaröð.
Þetta gerir það að verkum að víða er að finna skaranir, endurtekning-
ar og jafnvel ósamræmi á stöku stað. Mikið er um upptalningar á fjöl-
mörgum efnisatriðum, stórum sem smáum, og stundum skortir nokk-
uð á að greina sundur aðalatriði og aukaatriði. Hins vegar virkar bók-
in ögn sundurlaus, það vantar eiginlegan rauðan þráð í verkið og að
rekja heildarþróun í skólamálum tímabilsins, greina frá hinum stóru
línum og tengja við stjórnmál og stjórnarhætti á hverjum tíma. Sætir
það nokkurri furðu að ekki skuli nánar vera fjallað um samruna og
flutning skólanna og þau pólitísku deilumál er þeim tengdust.
Höfundur notar fjölmargar heimildir, prentaðar sem óprentaðar, en
ekki virðist hann hafa notfært sér ríkisskjalasafnið í Kaupmannahöfn,
þar sem ætla má að sé að finna ýmsar frumheimildir um störf og
stjórnun latínuskólanna. Ekkert skólameistaratal fylgir bókinni en það
hefði gert hana lesendavænni og aðgengilegri.
Þrátt fyrir framangreinda ágalla er hér á ferð merk bók, fróðleg og