Saga - 2002, Blaðsíða 58
56
EINAR LAXNESS
þingi væri að mestu leyti kostnaðaraðili. Ritið kom út 8. marz 1993
og nefndist Endurreisn Alpingis og pjóðfundurinn. Hátíðleg athöfn
fór þann dag fram í Alþingishúsinu, þar sem forseti Sögufélags,
Heimir Þorleifsson, afhenti ritið forseta Alþingis, Salóme Þorkels-
dóttur. Við það tækifæri sagði hann:
Þegar Sögufélagi barst handrit dr. Aðalgeirs Kristjánssonar í
hendur varð strax ljóst, að hér var um að ræða grundvallarrit
um sögu íslands á fyrri hluta 19. aldar, sem félaginu væri heið-
ur að því að gefa út. Höfundur hefur í þessu verki nýtt mikla
þekkingu sína á skjalagögnum og öðrum heimildum um sögu
íslands á tímabilinu 1815 til 1851 og unnið úr þeim traust fræði-
rit, sem einnig er mjög aðgengilegt til lesturs. Útgáfa þessa nýja
rits er einnig að því leyti mjög þörf að 19. öldin hefur til þesssa
orðið útundan í stærri yfirlitsverkum um íslandssögu.24
Hins vegar urðu undirtektir ekki betri en svo, að forseti Sögufé-
lags sá ástæðu til þess að lýsa furðu sinni á aðalfundi 1993, að
þrátt fyrir rækilega kynningu í fjölmiðlum hefðu undirtektir ver-
ið dræmar, og „eftirspum eftir bókinni var nær engin".25 Var þetta
vonandi ekki fyrirboði þess, sem koma skal í viðhorfi íslendinga
til sögu sinnar á nýrri öld.
Sex árum síðar, 1999, sá Sögufélag um útgáfu lítillar bókar, sem
kom einnig út á vegum Alþingis: Þingrofið 14. apríl 1931, tekin
saman af dr. Haraldi Matthíassyni.
Enn er þess að geta, að Gunnar Stefánsson, dagskrárfulltrúi og
ritstjóri Andvara, hafði tekið saman rit um sögu Ríkisútvarpsins að
tilhlutan þess. Það kom út á vegum Sögufélags 1997 undir heitinu
Útvarp Reykjavík og tók yfir tímabilið frá stofnun Útvarpsins 1930
til 1960, allstór bók, 430 bls.
XI
Gísli Ágúst Gunnlaugsson, sem hafði verið bæði ritari Sögufélags
og ritstjóri Sögu, lézt langt um aldur fram, 1996, aðeins 42 ára, eft-
ir langvinn veikindi. Það var mikill missir fyrir Sögufélag og ís-
lenzka sagnfræði að sjá á bak þessum góða dreng, sem hafði rutt
sér braut í fremstu röð sagnfræðinga og mikils mátti af vænta.
24 Heimir Þorleifsson, „Frá Sögufélagi", Saga XXXI (1993), bls. 293-94.
25 Heimir Þorleifsson, „Frá Sögufélagi", Saga XXXII, (1994), bls. 326.