Saga - 2002, Blaðsíða 165
BRAUDEL í BREIÐAFIRÐI?
163
komu Þorvaldssynir „í Stagley ok drápu þar öxn er Sturla átti".43
Arið 1234 var Órækja á Reykhólum og „lét hann flytja hesta marga
í Akreyjar, er Þórðr Sturluson átti, ok bað ekki lofs at".44 Vorið eft-
ir „fór vestan Þóroddr ruggi með sveit sína. Þeir tóku teinæring
þann, er beztr var í Breiðafirði, er Brandagenja hét, er Víkarr Þor-
kelsson átti. Þeir fóru í Akreyjar ok skyldi færa útan hesta Órækju.
Þeir týndust þar allir ok svá hestamir."45 Hér má sjá að sigling um
Breiðafjörðinn var ekki barnaleikur í umhleypingasömu apríl-
veðri.
Fjörubeit er talin holl fyrir sauðfé. I Breiðafjarðareyjum varð t.d.
venjulega helmingur og allt að tveimur þriðju hlutar af fullorðn-
um ám tvílembdar.46 í Norðurvíkum, norðan við Látrabjarg var fé
á fjörum nánast allt árið.47
Mesta sérstaða Breiðafjarðarsvæðisins er þó líklega fólgin í
hlunnindabúskap. Þess verður örsjaldan vart í ritheimildum. Árið
1170 fóru Sturla Þórðarson og Einar stjúpsonur hans í Búðardal á
Skarðsströnd „ok gerðu þar setu ok söfnuðu at sér kvikfé því, er
eftir hafði orðit, ok svá fengu þeir ór eyjum egg ok sela." Einar
Þorgilsson og hans menn „höfðu skipakost betra en Búðdælir,
ok urðu hans menn því oft fengsælli."48 Samkvæmt Króka-Refs
sögu höfðu Breiðfirðingar sérstaka selabáta í notkun, einnig er
minnst á selabáta í einu handriti Gísla sögu Súrssonar og Harðar
sögu. Þá er minnst á selveiðar sem hlunnindi Hrappsstaðalanda í
Laxdælu.49
I máldögum kirkna á Breiðafjarðarsvæðinu kemur fyrir að getið
sé um selveiðar. Forn máldagi kirkjunnar á Hítamesi í Kolbeins-
staðahreppi nefnir seli og fiska sem hlunnindi.50 í máldaga kirkj-
unnar á Skarði á Skarðsströnd sem talið er að sé frá 1259 em nefnd
„tvö skip sexært" og „þrítugur nótur kópheldur" en í yngri mál-
daga (líklega frá 1327) „selabátur" og „nótir fertugar kópheld-
43 Sturlunga saga I, bls. 333.
44 Sama heimild, bls. 379.
45 Sama heimild, bls. 382.
46 Bergsveinn Skúlason, Áratog, bls. 92.
47 Sbr. Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjávarhættir I, bls. 118.
48 Sturlunga saga I, bls. 84.
49 Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjávarhættir I, bls. 311.
50 D.l. I, bls. 275.