Fréttablaðið - 05.10.2011, Page 8
5. október 2011 MIÐVIKUDAGUR8
www.bleikaslaufan.is
Þú greiðir f. símanr. og að
ra n
otk
un
sk
v.
ve
rð
sk
rá
á
s
im
in
n.
is
Ef þú ert með GSM eða Internetið
hjá Símanum færðu aðgang að
Bestu lögunum fyrir 0 kr. í dag.
Magnaður miðvikudagur!
Bestu lögin
fyrir 0 kr. í dag
bestulogin.is
Skannaðu hérna
til að sækja
B
arcode Scanner
Greitt skv. gjaldskrá. Nán
ar á
sim
inn
.is
í miðbænum
til sölu
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
Hótelrekstur
50 herbergja gamalgróið hótel á góðum stað í miðbæ
Reykjavíkur, sem hefur verið í góðum og vaxandi rekstri.
Um er að ræða kaup á rekstri en ekki fasteign og mögu-
leikar á stækkun.
Skemmtilegt fyrirtæki með mikla framtíðarmöguleika.
Nánari upplýsingar hjá Guðna Halldórssyni í síma 414 1200,
gudni@kontakt.is
H
a
u
ku
r
1
0
.1
1
FRÉTTASKÝRING: Hvaða áhrif hafa fjárlögin 2012?
Ekki er gert ráð fyrir viða-
miklum breytingum á skatt-
kerfinu á næsta ári sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi.
Krónutöluhækkun á ýmis
gjöld, nýr skattur á fjár-
málafyrirtæki og hækkun
veiðileyfagjalds á að skapa
nýjar tekjur. Gert er ráð
fyrir umtalsverðri neyslu-
aukningu sem skili fé í
ríkissjóð.
Tekjuáætlun fjárlagafrumvarps-
ins gerir ráð fyrir að heildartekjur
ríkissjóðs nemi 521,5 milljörðum
króna á næsta ári. Það er aukning
um 8 prósent á milli ára að nafn-
virði, eða 4,2 prósent að raunvirði.
Heildartekjur hækka sem hlutfall
af landsframleiðslu úr 29,4 pró-
sentum í 29,6 prósent. Sú aukning
er öll í frumtekjum, sem hækka
sem hlutfall af landsframleiðslu
úr 28,1 í 28,4 prósent á milli ára.
Forsendur fjárlaganna eru
byggðar á tekjuáætlun ársins
2011, þjóðhagsspá fyrir árið 2012
og áformum um nýja tekjuöflun.
Nokkuð var tekist á um þess-
ar forsendur á
þingi í gær, en
Kristján Þór
Júlíusson, þing-
maður Sjálf-
stæðisflokksins,
bendir á að þjóð-
hagsspá Hag-
stofunnar geri
ráð fyrir 3,1
prósenti en spá
Seðlabanka Íslands geri ráð fyrir
2,8 prósenta hagvexti. Frumvarpið
á síðan að endurskoða í samræmi
við nýja þjóðhagsspá, sem kemur
fram í október.
Ekki almennar breytingar
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra hefur sagt að í frum-
varpinu sé ekki að finna almenn-
ar skattahækkanir. Tekjuöflunin
byggi fyrst og fremst á sértækum
aðgerðum.
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ,
segir að frumvarpið boði ekki
almennar skattkerfisbreytingar
eða miklar breytingar á sköttum
gagnvart einstaklingum.
„Stóru breytingarnar eru að það
er verið að lækka frádráttarbærni
á iðgjöldum í séreignarsjóðum,
úr fjórum í tvö prósent. Það mun
að sjálfsögðu hafa áhrif á þá sem
leggja fjögur prósent til hliðar. Þá
er einnig verið að bæta við þrepi
í auðlegðarskattinn, en það mun
ekki koma við meginþorra fólks.“
Persónuafsláttur verður hækk-
aður um 5,1 prósent og verður
46.500 krónur eftir breytingu.
Henný segir það í takt við kjara-
samninga í vor. Þá verða þrepa-
mörk innan tekjuskattskerfisins
hækkuð um 3,5 prósent.
Sú breyting, ásamt hærri auð-
legðarskatti, á að ná fram því
markmiði ríkisstjórnarinnar að
skattkerfið verði notað, ásamt
félagslegum stuðningi, til að auka
jöfnuð í samfélaginu.
Ríkisstjórnin hyggst lækka
tryggingargjald og er með því von-
ast til þess að svigrúm skapist til
launahækkana.
Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri
skatta- og lögfræðisviðs hjá
Deloitte, segir að nýtt þrep í auð-
legðarskatti og minni frádráttar-
bærni á lífeyrissjóðsgjöldum hljóti
að hafa einhver áhrif á þá sem
fyrir þeim verði. Ekki sé þó enn
skýrt hvernig ríkisstjórnin hyggist
útfæra þær tillögur. Hún segir að
ekki sé um almennar skattahækk-
anir að ræða, ekki prósentutölu-
hækkun á skattþrepum.
Nýr skattur á banka
Eignasala á að skila ríkissjóði 7
milljörðum króna á árinu 2012. Að
henni undanskilinni er stærsti ein-
staki nýi tekjuliðurinn fjársýslu-
skattur á fjármálafyrirtæki, líf-
eyrissjóði og vátryggingarfélög.
Skatturinn nemur 10,5 prósentum
og mun skila 4,5 milljörðum króna
á næsta ári.
Henný segir að skatturinn sé
ígildi virðisaukaskatts og slíkir
skattar hafi tilhneigingu til að leita
út í verðlag og þjónustugjöld.
Veiðileyfagjaldið verður einnig
hækkað og á sú hækkun að skila
1,5 milljörðum króna. Á fiskveiði-
árinu 2009 til 2010 greiddi útgerð-
in 1,4 milljarða í veiðigjald og 2,8
milljarða króna á nýliðnu fiskveiði-
ári. Eftir hækkun nemur veiði-
gjaldið því 4,3 milljörðum króna.
Verðlagsbreytingar
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð
fyrir að ýmis gjöld hækki í takt
við verðlagsbreytingar. Áætlað er
að hækkun krónutölugjalda leiði til
1,9 milljarða króna tekjuaukning-
ar fyrir ríkissjóð. Þau gjöld sem
um ræðir eru: sérstakt vörugjald
á bensín, olíugjald, kílómetragjald,
bifreiðagjald, sérstakur skattur á
raforku, áfengisgjald og tóbaks-
gjald. Einnig er gert ráð fyrir
hækkun á útvarpsgjaldi.
Samkvæmt forsendum fjár-
lagafrumvarpsins skýrast þessar
breytingar á verðlagshækkun, en
gert er ráð fyrir að hún nemi 5,1
prósenti á næsta ári.
Þetta hefur nokkuð verið gagn-
rýnt og fullyrt að um skatta-
hækkanir sé að ræða sem bitni á
almenningi. Stjórnvöld hafa á móti
bent á að í fjárframlögum til ein-
stakra stofnana sé einnig tekið
tillit til vísitölubreytinga.
Aukin einkaneysla
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð
fyrir að kaupmáttur ráðstöfun-
artekna aukist um 3,2 prósent
milli áranna 2011 og 2012 og
þjóðarútgjöld um 4 prósent. Gert
er ráð fyrir því að nafnaukning
einkaneyslu nemi 7,5 prósentum.
Það vegur þyngst í hækkun á
vog virðisaukaskattsins milli ára,
en hún nemur 7,2 prósentum að
nafnvirði.
Gert er ráð fyrir að vörugjöld af
ökutækjum skili tæplega fjórum
milljörðum krónum meira í tekjur
á næsta ári, eða um 2,7 milljörðum
króna, en reiknað er með að rúm-
lega sjö þúsund bílar verði flutt-
ir til landsins. Þá er reiknað með
því að sala á bensíni aukist um 2,3
prósent og á olíu um 1,2 prósent.
Kolefnagjald var lagt á í árs-
byrjun 2010 en aðeins til hálfs.
Viðmiðunin hækkaði í 75 prósent
árið 2011 en mun taka gildi að
fullu á næsta ári og mun það auka
tekjur ríkisins um 0,8 milljarða
króna.
Áfengissala hefur dregist veru-
lega saman frá efnahagshruni en
talið er að hún nái botni á árinu
2011. Gert er ráð fyrir að hún auk-
ist um 1,5 prósent á næsta ári en
tóbakssala dragist saman um 0,9
prósent.
Sértækar aðgerðir
en ekki almennar
FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur J. Sigfússon segir að í fjárlagafrumvarpinu sé ekki að finna almennar skattahækkanir. Þá sé
vörður staðinn um velferðarkerfið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HENNÝ HINZ
Sértækar tekjuaðgerðir árið 2012
Breyting á frádráttarbærni v/viðb.lífeyrissparnaðar 1,4
Fjársýsluskattur á fjármálafyrirtæki 4,5
Auðlegðarskattur 1,5
Kolefnisgjald 0,8
Veiðigjald 1,5
Arður 2,0
Eignasala 7,0
Alls án séreignarsparnaðarheimildar 18,7
Heimild til útttektar séreignarsparnaðar 2,0
Alls með séreignarsparnaðarheimild 20,7
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is