Fréttablaðið - 05.10.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 05.10.2011, Síða 10
5. október 2011 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNSÝSLA Matvælarannsóknir Íslands, Matís, hafa sótt um svo- kallaðan IPA-styrk vegna inn- leiðingar síðasta hluta matvæla- löggafar Evrópusambandsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sótt um 300 milljóna styrk. Styrkurinn er ætlaður til tækja- kaupa, að sögn Sveins Mar- geirssonar, forstjóra Matís. „Um er að ræða tæki sem munu gera okkur mögulegt að mæla til dæmis skor- dýraeitur og varnarefni Jón fundaði um IPA- styrk með stjórn Matís Matís hefur sótt um 300 milljóna króna IPA-styrk vegna innleiðingar nýrrar mat- vælalöggjafar ESB. Umsóknin var rædd á fundi Jóns Bjarnasonar með stjórnar- mönnum Matís. Enginn fæst hins vegar til að ræða hvað fór fram á fundinum. FRIÐRIK FRIÐRIKSSON Jón Bjarnason hefur lýst yfir mikilli andstöðu við styrki til hins opinbera frá Evrópusambandinu. Í ræðu sinni á Búnaðarþingi í vor lét hann þessi orð falla: „Þegar við bætist að Evrópusambandið heitir hér stórum fjárhæðum til styrkja og verkefna inni í íslensku samfélagi er ljóst að allar hugmyndir manna um lýðræðislegt ferli eru horfnar okkur. Hér stendur smáþjóð í efnahagslegri kreppu frammi fyrir þeim Trójuhesti gulls og fagurgala sem illt getur verið að verjast. Það er því mikilvægt að íslenskir stjórnmála- menn, stéttarfélög, sveitarfélög og allur almenningur standi fast gegn fémútum Evrópusambandsins á þessum viðsjárverðu tímum.“ Jón kallaði styrki frá ESB fémútur FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT Í VIÐSKIPTUNUM Á VÍSI m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. almennt í matvæl- um, en einungis er mögulegt að fram- kvæma hluta lögboð- inni mælinga í dag,“ segir Sveinn. Síðari hluti matvæla- löggjafarinnar verð- ur innleiddur 1. nóvember eins og kveðið er á um í lögum sem samþykkt voru á þingi í fyrravor. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir frumvarpinu. Matís er opinbert hlutafélag sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Styrkumsóknin var rædd á fundi stjórnarmanna í Matís með Jóni Bjarnasyni fyrir um mánuði, sam- kvæmt heimildum blaðsins. Stjórnarmenn í Matís, sem Fréttablaðið ræddi við, vildu ýmist ekki kannast við að fundurinn hefði átt sér stað eða neituðu að tjá sig um hann. Stjórnarformað- urinn Friðrik Friðriksson sagðist ekki svara fyrir málefni Matís og vildi ekki staðfesta að fundurinn hefði farið fram. Jón Bjarnason hefur ekki held- ur viljað tjá sig um málið. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, staðfestir hins vegar að fundurinn hafi farið fram og segir hann hafa verið að frum- kvæði Matís. Hann vill ekki ræða efnisatriði fundarins en segir aðspurður það ekki hafa verið sína upplifun að ráðherrann hafi þar veitt stjórnarmönnunum ákúrur vegna umsóknarinnar. stigur@frettabladid.is ÓSÁTTUR VIÐ IPA-STYRKI Jón Bjarnason hefur ekki farið leynt með and- stöðu sína við styrkveitingar Evrópusam- bandsins inn í íslenska stjórnsýslu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.