Fréttablaðið - 05.10.2011, Síða 20
20 5. október 2011 MIÐVIKUDAGUR
Tilboð 49.900,-
Fullt verð 66.900,-
Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040
w w w . h i r z l a n . i s
FATASKÁPADAGAR
25% afsláttur af fataskápum í október
Tilboð 39.150,-
Fullt verð 52.200,-
Tilboð 39.150,-
Fullt verð 52.200,-
Tilboð 95.850,-
Fullt verð 127.800,-
Tilboð 106.650,-
Fullt verð 142.200,-
Tilboð 74.550,-
Fullt verð 99.400,-
Rennihurðir
Hvítt/hnota/askur
Remix
Háglans svart eða hvítt
Tryggvi Haraldsson stjórnmála-fræðingur og að auki Evrópu-
fræðingur sendir mér tóninn
í blaðinu á fimmtudaginn var.
Tryggvi beitir alkunnri aðferð í
málsvörn sinni að snúa út úr minni
grein og minni rökræðu um aðildar-
umsóknina að Evrópusambandinu.
Svo hendir það hann sem verst er í
rökræðum að sýna hroka í málflutn-
ingi og yfirlæti. Tryggvi er örugg-
lega ekki í Samfylkingunni því
hann segir að ESB sé ekkert himna-
ríki. Ísland er í afar dýru ferli sem
kostar milljarða á milljarða ofan og
að auki segja þeir sem heitast börð-
ust fyrir þessu að nú horfi ískyggi-
lega og að heiður Íslands sé í hættu.
Þar eru þau að mér sýnist samherj-
ar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Þorsteinn Pálsson og Eiríkur Berg-
mann í ESB-setrinu á Bifröst ásamt
fleirum sem efast um að rétt sé að
halda málinu til streitu við þessar
aðstæður. Eiríkur Bergmann hlýt-
ur að fá spurningar að utan hvort
einhver alvara sé í þessu af hálfu
okkar Íslendinga eins og málið er
að þróast. Hann skammast sín sjálf-
sagt fyrir tvískinnunginn hjá ríkis-
stjórninni og óttast örlög málsins,
það sé þegar fallið.
Þorsteinn og Ingibjörg sammála
Ég hélt að fyrirtæki eða þjóð hellti
sér aldrei í svona örlagaríkar við-
ræður nema að hafa mikið afl að
baki sér og að rétt væri staðið að
umsóknarferlinu. Nú vitna ég til
efasemda Ingibjargar Sólrúnar og
Þorsteins Pálssonar, annað þeirra
var forsætisráðherra og hitt utan-
ríkisráðherra. Hún segir að ríkis-
stjórnin geti ekki lokið samninga-
gerðinni vegna ágreinings um
markmið. Þorsteinn segir að VG
hafi lagt stein í götu efnislegra við-
ræðna. Þau vita bæði þekkingar
sinnar vegna að þjóðir umgangast
ESB ekki með fíflaskap eða setja á
svið sýndarmennsku samningagerð
sem auðveldlega getur snúist upp í
andhverfu sína. Dettur ESB-sinnum
aldrei í hug að þeir í Brussel ræði
um þá aðferð Íslendinga að fara
fram á svona viðræður þegar annar
flokkurinn í ríkisstjórninni ætlar
að fella samninginn og tala gegn
honum verði hann að veruleika en
hinn sé heill í samningagerðinni. Ég
virði bæði Þorstein og Ingibjörgu
fyrir að vekja athygli á því að við
erum að leika okkur að eldinum.
Ekkert fyrirtæki, enginn maður
gengur til samninga nema hann ætli
að ná niðurstöðu. Hvað ætli okkar
málglaði utanríkisráðherra, Össur
Skarphéðinsson, segi við leiðtogana
í Brussel berist þetta í tal?
Jóhanna snýr fram, Steingrímur J. aftur
Ég var einn þeirra sem í upphafi
bar þá virðingu fyrir ESB að ég hélt
að sambandið myndi hafna aðildar-
viðræðum á þeim forsendum að rík-
isstjórnin væri þverklofin í málinu.
Samfylkingin einlæg í því að vilja
inn en vinstri grænir ákveðnir í
því fyrirfram að fella samning-
inn. Alfarið á móti verkefninu, þar
fer burðarmaðurinn Steingrímur
J. Sigfússon fremstur í flokki og
segir það fullum fetum hvar sem
er. Ég styð Steingrím í því en undr-
ast undanlátsemi hans að fórna
stærsta kosningamáli sínu í þessa
vonlausu samningagerð sem allir
ópólitískir prófessorar og Evrópu-
fræðingar segja að snúist um aðlög-
un en ekki samninga eins og bless-
aðir þingmennirnir héldu 2009. Eitt
sinn var prestur í íslenskri sveit
sem hafði drukkið full mikið og
snaraðist öfugt á bak hesti sínum,
lítill strákur stökk til prestsins og
sagði „prestur minn þú situr öfugt
í hnakknum“. Presturinn svaraði
af bragði: „Þegi þú strákur þú veist
ekkert um hvort ég er að koma eða
fara.“ Jóhanna snýr fram á Gamla-
Rauð en Steingrímur J. snýr aftur
að stertinum. Hvað segir Tryggvi
um þessa aðferð þeirra, er hún væn-
leg til árangurs? Stjórnarandstöðu-
flokkarnir telja að umsóknina eigi
að frysta allavega um sinn okkar
vegna og ESB vegna.
Erum við að ögra Evrópuþjóðunum?
Hvernig halda Íslendingar að virð-
ingu okkar verði háttað í Evrópu-
sambandinu þegar aðlögunar-
samningurinn liggur fyrir, þá fer
Jóhanna, og Samfylkingin, glöð
heim og biður þjóðina að segja
já og samþykkja. Steingrímur J.
og vinstri grænir, hinn aðilinn
að samningsgerðinni fer heim og
segir þjóðinni að fella samning-
inn og segja nei. Hvað segja þeir
ESB-menn þá og öll þjóðríkin sem
að sambandinu standa? Vex vegur
okkar sem trúverðugrar þjóðar við
svona háttalag eða hvað Tryggvi?
Hvað segja Evrópufræðin um það
eða siðfræðin? Gerðu svo ekki lítið
úr okkur sem viljum stöðva leikinn,
hann er dálítið grár og gæti sprung-
ið á enni okkar sem þjóðar. Við sem
þegar höfum mótað afstöðu gegn
aðild gerum það á sterkum rökum
um frelsi Íslands. Við teljum að
betra sé að sækja fram utan ESB
fyrir okkur sem þjóð í framtíðinni.
Ég hefði talið að það hefði verið best
fyrir okkur Íslendinga við þessar
aðstæður að leggja viðræðurnar til
hliðar, fresta þeim. „Skynsemin“
segir mér það, að vísu er það mín
skynsemi byggð á rökum og minni
þekkingaröflun um afleiðingar þess
að hverfa inn í ESB. Mér er sagt
að ESB hafi boðið Íslendingum að
fresta viðræðum, því getur Össur
Skarphéðinsson einn svarað.
Erum við að fíflast
með Evrópusambandið?
Evrópumál
Guðni
Ágústsson
fyrrverandi
alþingismaður og
ráðherra
Versta mögulega niðurstaðan
Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það
er ekkert að því að skera niður
kostnað ef útgjöld hafa rokið
upp árin á undan. Það er hins
vegar óréttlátt að ætla þeim
sjúklingum sem engar hækkan-
ir hafa fengið á framlögum frá
síðustu aldamótum að greiða
fyrir umframeyðslu annarra.
Og það er ekki aðeins óréttlátt;
það er heimskulegt.
Framlög til SÁÁ, Samtaka
áhugafólks um áfengis- og
vímuefnavandann, voru meira
og minna óbreytt allt frá alda-
mótum og fram að kreppu.
Samtökin reyndu að halda úti
óskertri heilbrigðisþjónustu
fyrir áfengis- og vímuefna-
sjúklinga fyrir sömu framlög
þrátt fyrir að þjóðinni fjölgaði
um 13 prósent, áfengisneyslan
ykist um 26 prósent og þarfir
sjúklinganna yrðu sífellt dýrari
og umfangsmeiri. Öldruðum og
lasburða sjúklingum fjölgaði;
ungum sjúklingum með þarfir
fyrir mikla félagslega aðstoð
fjölgaði; sprautufíklum fjölgaði
og þeir urðu eldri og umönnun
þeirra dýrari.
Þegar kom að kreppunni var
þanþol SÁÁ að bresta. Samtökin
gátu ekki lengur aukið þjónustu
sína gagnvart sjúklingum sem
þurftu meiri aðstoð og umönn-
un. SÁÁ neyddist til að hætta
samstarfi við fangelsisyfirvöld
um heilbrigðisþjónustu fanga.
Þau höfðu ekki bolmagn til að
laga þjónustu Vogs að þörfum
elstu sjúklinganna. Þetta var
staðan þegar niðurskurðurinn
vegna umframeyðslu annarra
skall á. Síðan þá hafa framlögin
til SÁÁ verið skorin niður um
rúm 20 prósent. Þessi niður-
skurður leggst ofan á minnk-
andi eigin tekjur samtakanna í
kjölfar kreppunnar. Samanlagt
hafa tekjur samtakanna því
lækkað um 27,5 prósent. Þessi
samdráttur sem áfengis- og
vímuefnasjúklingum er ætlað
að bera er í engu samræmi við
samdrátt landsframleiðslu,
ríkisútgjalda eða nokkurs ann-
ars. Hann er út úr öllu korti.
Það er óskiljanlegt hvers
vegna stjórnvöld ganga svona
hart gegn einum sjúklingahópi
— og óskynsamlegt. Sjúkra-
rekstur og meðferð SÁÁ hafa
verið rekin af aðhaldssemi og
ábyrgð. Starfsemin hefur hlotið
viðurkenningu víða um heim
fyrir fagleg gæði. Utan um hana
hefur byggst þekkingarsamfélag
sem hefur brugðist við breyttum
aðstæðum sjúklinganna, varað
við óheillaþróun, bent á úrræði
og haft faglega getu til að fram-
kvæma þau.
Það segir nokkuð um eðli
góðærisins á Íslandi að slík
fyrirbrigði fengu ekki aukin
framlög þegar ofvöxtur hljóp
í ríkisútgjöldin. Þá voru aðrir
verðlaunaðir en þeir sem stóðu
sig vel. Þegar kreppan skall
á treystu stjórnvöld sér síðan
ekki til að verja bestu og hag-
kvæmustu þjónustuna en skera
mest það sem hafði sprottið upp
í þenslunni. Stjórnvöld reyndu
að sannfæra sig um að mesta
réttlætið fælist í að skera alla
jafnt; þá sem stóðu sig vel ekki
síður en skussana.
Niðurstaðan getur ekki orðið
önnur en sú versta mögulega.
Við sitjum uppi með vondan
ríkisrekstur; vitleysuna úr góð-
ærinu en aðeins minna af henni.
Í kvöld heldur SÁÁ hátíðar-
og baráttufund í Háskólabíói.
Ég hvet alla til að koma þangað
og halda upp á það sem vel er
gert og undirbúa sig fyrir bar-
áttuna fyrir því að fá að gera
enn betur.
Heilbrigðismál
Gunnar Smári
Egilsson
formaður SÁÁ
Þegar kom að kreppunni var þanþol
SÁÁ að bresta. Samtökin gátu ekki
lengur aukið þjónustu sína gagnvart
sjúklingum sem þurftu meiri aðstoð og umönnun.