Fréttablaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 24
5. OKTÓBER 2011 MIÐVIKUDAGUR2 | Kennarasamband Íslands
Tveir af grunnþáttunum sex í nýrri mennta-
stefnu eru annars vegar jafnrétti og hins
vegar lýðræði og mannréttindi. Hvernig
hyggst ráðuneytið fylgja eftir þessum nýj-
ungum í aðalnámskrám leik-, grunn- og
framhaldsskóla?
Ráðuneytið hefur skilgreint áherslusvið
styrkja úr Sprotasjóði sl. tvö ár með hlið-
sjón af grunnþáttum menntunar. Þróunar-
styrkir verða áfram nýttir til að styðja við
nýjungar og þróunarstarf í skólum á þessu
sviði. Nú eru í vinnslu svo kölluð þemahefti
um grunnþættina, sem eiga að nýtast kenn-
urum, stjórnendum og öðrum starfsmönn-
um skólanna sem handbækur við innleið-
ingu nýrra hugmynda og starfshátta. Gerð-
ur var samningur við Námsgagnastofnun
um að sjá um þetta verkefni. Þá hefur verið
gerður samningur við Menntavísindasvið
HÍ um þróun kennaramenntunar, grunn-
menntunar og símenntunar með hliðsjón af
áherslum sem fylgja nýrri menntastefnu.
Nýverið heyrðust raddir um að breyta
skólaskyldu í fræðsluskyldu og um þetta
varð nokkur umræða í fjölmiðlum. Hvað
finnst þér um þetta (með tilliti til jafnréttis
til náms)?
Afnám skólaskyldu kemur ekki til greina
í mínum huga. Það myndi hafa mest áhrif
hjá þeim sem síst skyldi og sem ríkasta
þörf hafa fyrir utanaðkomandi stuðning
við menntun og uppeldi. Tilgangur skóla-
skyldu er að tryggja af fremsta megni jafn-
rétti allra barna til skólagöngu, óháð kyni,
atgervi, efnahag, uppruna eða búsetu. Skóla-
skylda er því farvegur til að tryggja hverju
einstöku barni réttinn til menntunar í víðu
samhengi þess orðs þar sem ólíkar einstak-
lings- og samfélagslegar aðstæður eiga ekki
að hafa áhrif á aðgengi og gæði menntunar.
Jafnrétti til tónlistarnáms hefur líka
verið í deiglunni og gildi listnáms fyrir
þroska einstaklinga er staðfest með hverri
rannsókninni á fætur annarri. Sterkar vís-
bendingar eru jafnframt um að tónlistariðk-
un, listsköpun og þátttaka almennings hafi
jákvæð áhrif á þroska samfélaga í heild,
auk hagræns ábata. Um leið er þrengt að
tónlistarskólum og listsköpun í skólum.
Hvað er ráðuneytið að gera í þessu?
Síðastliðið vor var stigið mikilvægt skref
til að tryggja aðgengi að tónlistarmenntun
óháð búsetu. Þá var undirritað samkomu-
lag á milli mennta- og menningarmálaráð-
herra og Sambands íslenskra sveitarfélag
um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á að-
stöðumun nemenda til tónlistarnáms. Gerir
samkomulagið ráð fyrir að ríkissjóður veiti
480 m.kr. á ári vegna kennslukostnaðar í
tónlistarskólum.
Listgreinar eru ekki bara mikilvægur
hluti skólastarfs, þær eru nauðsynleg-
ur hluti almennrar menntunar. Það er því
áhyggjuefni að þær séu látnar mæta afgangi
nú þegar að þrengir.
Í ráðuneytinu hefur verið unnið með
niðurstöður Anne Bamford um list- og
menningarfræðslu á Íslandi frá árinu 2009
og hefur það meðal annars skilað sér inn í
nýjar aðalnámsskrár leik-, grunn- og fram-
haldsskóla sem staðfestar voru fyrr á þessu
ári.
Í mennta- og menningarmálaráðuneyt-
inu hefur verið lögð áhersla á þróun list-
námsbrauta til stúdentsprófs á grundvelli
nýrra laga um framhaldsskóla. Dæmi um
slíkt er samstarf Kvennaskólans í Reykja-
vík og Myndlistaskólans í Reykjavík sem
fór af stað í haust.
Í könnun sem unnin var fyrir Kennara-
sambandið fyrir nokkrum árum kemur í ljós
marktækur munur á heildarlaunum karl-
og kvenkennara. Grunnlaun eru hins vegar
svipuð. Hvað er verið að gera í þessu?
Kynbundinn launamunur á hvergi að líð-
ast. Gerð kjarasamninga og framkvæmd
þeirra er í höndum fjármálaráðuneytis-
ins. Mennta- og menningarmálaráðuneyt-
ið hefur ekki skoðað kynbundinn launamun
meðal kennara en hefur lagt áherslu á að
um hann sé fjallað á vettvangi samnings-
aðila. Þá er rétt að benda á að í öllum ráðu-
neytum er unnið að innleiðingu á kynjaðri
hagstjórn.
Hvað finnst þér skipta mestu máli í jafn-
réttismenntun?
Markmið jafnréttismenntunar er að
skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á
eigin forsendum, rækta hæfileika sína og
lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda
skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýn-
is og jafnréttis. Jafnréttismenntun á að fela
í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hug-
myndum í samfélaginu og stofnunum þess
í því augnamiði að kenna börnum og ung-
mennum að greina þær aðstæður sem leiða
til mismununar sumra og forréttinda ann-
arra. Sérstaklega þarf að huga að jafnrétti
kynjanna.
Hvenær á að skila til baka því sem búið
er að skera niður í skólastarfi og í hvaða
skrefum?
Stjórnvöld hafa við ákvörðun fjár-
veitinga á fjárlögum leitast við að hlífa
menntakerfinu og hefur niðurskurður þar
verið hlutfallslega minni en á öðrum svið-
um ríkisútgjalda. Á næstu árum verður
áfram gætt mikils aðhalds í ríkisfjármál-
um þó svo að erfiðasti niðurskurðurinn sé
afstaðinn. Það er hins ljóst að forgangsröð-
un ríkisstjórnarinnar er í þágu menntunar
og velferðar hér eftir sem hingað til.
A sbjørn Wahl, leiðtogi í samtök-unum For velferdsstaten, segir ójöfnuð víða hafa aukist síðustu
tuttugu ár sem endurspeglist meira í
skólastarfi nú en áður. Hann segir skól-
um og kennurum gjarnan kennt um lakan
árangur nemenda en þykir það mikil ein-
földun. Hann hélt erindi á fundi norrænna
kennara í Reykjavík í lok september.
„Skólinn hefur takmarkaða mögu-
leika til að breyta því sem er að gerast
í samfélaginu. Það eru efnahagslegir,
félagslegir og pólitískir þættir sem end-
urspeglast í skólastarfinu og aukinn ójöfn-
uður gerir kennurunum erfiðara fyrir í
starfi,“ segir Asbjørn.
Hann segir niðurstöður alþjóðlegra
rannsókna gefa til kynna að félagsleg-
ur bakgrunnur nemenda hafi mikið með
námsárangur að gera og að börn frá fá-
tækum fjölskyldum komi verr út í sam-
anburði við börn efnameira fólks. „Mér
sýnist skólinn hafa takmarkaða möguleika
til að breyta þessu. Það sem kennarar og
skólastarfsmenn geta hins vegar gert er
að mynda bandalög með öðrum hópum
samfélagsins til að berjast gegn þessum
aukna ójöfnuði. Þetta geta verið foreldrar,
stéttarfélög, stjórnmálamenn og stofnanir
svo dæmi séu nefnd.“
Asbjørn segir þá tilhneigingu ríkja í
fjölmiðlunum og víðar að beina spjótum
að kennurum þegar illa gengur en að það
sé erfitt að kenna þeim um vandamál sem
verða til í samfélaginu. „Vandamál eins
og ójöfnuður og fátækt verða ekki leyst í
skólunum. Þau þarf að nálgast á breiðari
grunni.“
Skólinn leysir ekki
samfélagsleg vandamál
Ójöfnuður endurspeglast í auknum mæli í skólastarfi í dag. Að mati Asbjørns Wahl
hefur skólinn takmarkaða möguleika til að breyta því.
Asbjø rn segir vandamál eins og aukinn ójöfnuð og fátækt ekki leyst innan veggja skólans. Þau þurfi
að nálgast á breiðari grunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Starfsþróun kennara og
stjórnenda er afar mikil-
væg og gegnir lykilhlut-
verki í framþróun á námi
og kennslu. Skólastefna
Kennarasambands Íslands
og stefna Alþjóðasam-
bands kennara í mennta-
málum benda á mikilvægi þess að kennar-
ar og stjórnendur eigi kost á að stunda sí-
menntun og starfsþróun jafnhliða starfi.
Stjórnvöld þurfi að tryggja kennurum og
stjórnendum aðstöðu og tækifæri til að
sinna starfsþróun sér að kostnaðarlausu.
Kennarar, stjórnendur og samtök þeirra
eiga að hafa tækifæri til að hafa áhrif á þá
starfsþróun og símenntun sem boðið er upp
á bæði fyrir einstaklinga og hópinn í heild.
Í mótun starfsþróunar og símenntunar þarf
skólastjórnandi að vera faglegur leiðtogi
sem hvetur og leiðir kennarahópinn með
umræðum og samvinnu um þá starfsþróun
sem unnið er að innan hvers skóla.
Að mínu áliti er starfsþróun kennara og
stjórnenda einn mikilvægasti þátturinn
við alla framþróun á námi og kennslu. Ný-
breytni, þróunarstarf og breytingar á
kennsluháttum gerast ekki nema í gegnum
faglega starfsþróun kennara og stjórnenda.
Ljóst má vera að menntun
er ein af undirstöðum vel-
ferðar í öllum samfélögum.
Eitt af stóru málunum á
þingi Alþjóðasambands
kennara í Höfðaborg var
samþykkt stefna þeirra
í menntamálum. Um er
að ræða stórt og mikið plagg sem tekur á
menntamálum almennt í átta köflum og 51
grein. Þegar stefnan er lesin kemur í ljós að
kennarar um allan heim fást við sams konar
mál. Í henni segir meðal annars:
„Mjög áríðandi er að gera kennarastarfið
eftirsóknarverðara. Sú kynslóð kennara sem
nú er í starfi eldist og allt of margir nýir kenn-
arar hverfa úr starfi innan nokkurra ára.
Stjórnvöldum og forstöðumönnum mennta-
stofnana ber skylda til að sjá til þess að bæði
þeim sem nú eru að störfum og verðandi kenn-
urum finnist kennarastarfið og starfskjör
þess eftirsóknarverð og standist samanburð
við kjör sambærilegra starfsstétta.“
Það er áhyggjuefni að sífellt er aukið við
störf kennara og æ fleiri kjósa að gera kennslu
ekki að ævistarfi. Færri innritast í kennara-
nám og kennarastéttin eldist. Kennsla virðist
ekki vera aðlaðandi ævistarf. Til þess að svo
megi verða þarf að búa betur að kennurum,
bæði hvað varðar starfsaðstæður og launa-
setningu. Auka þarf sjálfstæði og sjálfstraust
kennara og viðurkenna í verki að kennslu
sinna sérfræðingar á því sviði, sérfræðingar
sem í framtíðinni hafa menntað sig til þess
með fimm ára háskólanámi.
Gerum kennarastarfið að aðlaðandi
ævistarfi!
KENNARASAMBAND ÍSLANDS
Kennarahúsinu | Laufásvegi 81 | 101 Reykjavík
Sími 595 1111 | Fax 595 1112 | Netfang ki@
ki.is Opnunartími skrifstofu 9:00-16:00
Fréttabréf Kennarasambands Íslands
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Kristín Elfa Guðnadóttir
Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara
GERUM KENNARASTARFIÐ
AÐ AÐLAÐANDI ÆVISTARFI
Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður
Skólastjórafélags íslands
STARFSÞRÓUN MIKILVÆG
Ráðherra situr fyrir svörum