Fréttablaðið - 05.10.2011, Page 38
5. október 2011 MIÐVIKUDAGUR30
folk@frettabladid.is
Með Tímon tímaskráningarkerfi gefst fullkomin yfirsýn yfir það
dýrmætasta í rekstrinum, tíma starfsfólks. Tímon einfaldar
verkferla og gefur þér réttari upplýsingar við launaútreikninga.
Þú getur séð í hvað launakostnaður stefnir – áður en uppgjör
fer fram. Tímon sýnir þér á skýran hátt viðveru, fjarveru,
orlofsstöðu, mönnunarþörf, starfsmannaveltu og margt fleira.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá TrackWell á www.timon.is
sími: 5100 600.
Taktu stjórnina með Tímon
VILTU VITA Í
HVAÐ TÍMINN FER?
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur
05. október
➜ Tónleikar
12.30 Dagskrá með íslenskri tónlist
helguð íslenskum skáldum í tilefni 100
ára afmælis Háskóla Íslands í Hátíðasal
Aðalbyggingar HÍ. Allir velkomnir.
20.00 Tónleikar með Johannes Mar-
tens sellóleikara og Joachim Kwetz-
insky píanóleikara í Klassík í Vatns-
mýrinni, tónleikaröð Félags íslenskra
tónlistarmanna í Norræna húsinu.
➜ Kynningar
12.10 Hrafnhildur Schram listfræð-
ingur og Gunnar J. Árnason listheim-
spekingur kynna kafla úr ritinu Íslensk
listasaga, frá síðari hluta 19. aldar til
upphafs 21. aldar. Fjalla þau um fjórða
og fimmta áratug 20. aldar fram að
stríðslokum. Kynningin fer fram í fyrir-
lestrasal Listasafns Íslands við Fríkirkju-
veg. Aðgangur er ókeypis.
➜ Handverkskaffi
20.00 Franska listakonan Nadine
kynnir glerperlugerð á handverkskaffi í
Gerðubergi. Aðgangur er ókeypis.
➜ Tónlist
21.00 Plötusnúðarnir Robot Disco
spila raftónlist á Bakkusi.
21.00 DJ Krúsi stjórnar tónlistinni á
Prikinu.
➜ Samkoma
13.30 Korpúlfarnir, samtök eldri borg-
ara í Grafarvogi, standa fyrir samkom-
unni Gaman saman á Korpúlfsstöðum.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
„Við leituðum að verksmiðjunni en kom-
umst að því að hún er ekki til,“ segir
Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki
Prins Póló.
Hljómsveitin er nýkomin heim úr
sinni fyrstu tónleikaferð til Póllands.
Um hálfgerða pílagrímsför var að ræða
enda er hljómsveitin nefnd eftir pólska
súkkulaðikexinu vinsæla. „Ásbjörn
Ólafsson [sem flytur inn Prins Póló]
benti okkur á verksmiðju í Suður-
Póllandi. Við reyndum að grafa hana
upp en hún er ekki lengur til sú verk-
smiðja. Það vissi enginn hvar hún
var,“ segir Svavar Pétur. „Mig grun-
ar að Svisslendingar séu með í ráðum.
Ég held að þeir séu búnir að taka yfir
þennan súkkulaðiheim.“
Að sögn Svavars Péturs gekk tónleika-
ferðin um Pólland vonum framar. „Það
var búið að byggja upp mikla spennu í
kringum þessa íslensku útgáfu af Prins
Póló. Það mætti fullt af fólki á alla tón-
leikana og þetta var geðveikt stuð.
Áhorfendur voru dálítið í því að lauma
að okkur súkkulaðistykkjum á tónleik-
um. Við fórum út með fulla ferðatösku
af söluvarningi og komum til baka með
fulla tösku af súkkulaði.“
Fram undan hjá Prins Póló er tónleika-
ferðin Partíþokan sem hefst á Græna
hattinum 22. október. Með í för verða
FM Belfast, Borko og Sin Fang. - fb
Prinspóló fann enga verksmiðju
ENGIN VERKSMIÐJA Svavar Pétur og félagar í Prinspóló
leituðu að Prins Póló-verksmiðju í Póllandi en fundu enga.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DOLLARA kostaði nýi bíllinn hennar Kim Kardashian en það er hvítur Ferrari 458.
Kardashian og eiginmaður hennar Kris Humphries fluttu nýlega inn í glæsilegt heimili í New
York þannig að peningavandræði virðast ekki há hinum nýgiftu hjónum.
300.000
HAM Rokkararnir í Ham stíga á svið í
Háskólabíói í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ham á há-
tíðarfundi
Fjöldi vinsælla flytjenda á
borð við rokksveitina Ham,
Mugison, Lay Low, Diddú,
Bjartmar Guðlaugsson og
Fóstbræður, auk grínistans
Ara Eldjárns, kemur fram á
hátíðar- og baráttufundi SÁÁ
í Háskólabíói í kvöld klukkan
20. Á undan fundinum verð-
ur í anddyrinu frá kl. 17.30
kynning á ýmsum 12 spora
samtökum og félögum sem
vinna með fíknisjúkdóminn.
Auk kynninganna verður
boðið upp á fyrirlestra og
kl. 18 verður forsýnd stutt-
mynd eftir leikstjórann
Martein Þórsson með Ólafi
Darra Ólafssyni í aðalhlut-
verki. Hún fjallar um mann
sem drekkur sig í gegnum
einn dag.