Fréttablaðið - 05.10.2011, Side 39

Fréttablaðið - 05.10.2011, Side 39
MIÐVIKUDAGUR 5. október 2011 31 arionbanki.is – 444 7000 Morgunfundur Arion banka Staða og framtíð íslensks sjávarútvegs Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, setur fundinn kl. 8.15. Þróun undirstöðuatvinnugreinar Íslands og möguleg áhrif nýrrar fiskveiðilöggjafar. Kristrún Mjöll Frostadóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Frumvarp um stjórn fiskveiða og tillögur að breytingum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaformaður atvinnuvega- nefndar Alþingis. Arðurinn til þjóðarinnar. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda. Fundarstjóri, Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka. Boðið verður upp á morgunverð kl. 8.00. Fundarlok kl. 9.45. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is. Arion banki býður til morgunfundar fimmtudaginn 6. október í Borgartúni 19. Eftirlifandi meðlimir Bítlanna voru á meðal gesta á frumsýn- ingu nýrrar heimildarmyndar Martins Scorsese um George Harrison. Gítarleikarinn lést árið 2001 eftir baráttu við lungna- krabbamein. „Hann var frábær maður, virkilega góður náungi,“ sagði Sir Paul McCartney, sem mætti á sýninguna ásamt Ringo Starr. Leikstjórinn Scorsese, sem var í fimm ár að gera myndina, segist lengi hafa heillast af Harr- ison. „Mér fannst tónlistin hans fjalla um hluti sem ég gat tengt mig við. Ég leitaði huggunar og vonar í þeim og það var sérstök lífsreynsla að hlusta á tónlistina hans.“ Bítlarnir á frumsýningu Á FRUMSÝNINGU Paul McCartney, Yoko Ono, Olivia Harrison (ekkja George Harr- ison) og Ringo Starr á frumsýningunni. NORDICPHOTOS/GETTY Nýjustu plötu Bjarkar, Biophilia, hefur verið lekið á hinar ýmsu netsíður en platan kemur út í næstu viku. Öllum plötum er lekið á netið áður en þær koma í verslanir en það óvenjulega við lekann á Biophilia er að platan er margmiðlunarverkefni og því fá þeir sem stela plöt- unni aðeins hluta af verk- efninu í tölvuna sína. Með hverju keyptu eintaki af plötunni fylgir app-forrit með ýmsu aukaefni fyrir hvert lag, svo sem leikjum, ritgerðum, textum og teikn- uðum kortum. Lítið er um að app-forrit leki á netið áður en þau koma út og því hlýtur upplifun þeirra sem hafa hlaðið Biophilia ólöglega niður í tölvuna sína án forritanna að vera töluvert öðruvísi en Björk hafði í huga með margmiðlunarútgáfunni. „Björk setti sjálfa sig í framlínu tónlistarmanna með því að segja: „Við gefum út plötuna og þessi app-for- rit á sama tíma og þau eru hluti af sömu sögunni,“ sagði Scott Snibbe, sem hannaði app-forritin fyrir Biophilia, í viðtali við breska blaðið The Guardi- an. „App-forritin eru tján- ingarform tónlistarinnar, sögunnar og hugmyndarinnar.“ Biophilia lekið á ýmsar netsíður Rokksveitin Guns N´Roses kom fram á tónlistarhátíðinni Rock In Rio í Brasilíu fyrir skömmu og þótti standa sig ágætlega, þrátt fyrir brösótta byrjun. Sér- staka athygli vakti þó formið á söngvaranum Axl Rose því hann greinilega hefur bætt á sig þó nokkrum aukakílóum að undan- förnu. Rose var klæddur í gulan jakka, með hatt og sólgleraugu og þótti nánast óþekkjanlegur á sviðinu. Tónleikunum í Ríó var sjónvarpað beint á netinu. Hljóm- sveitin hefur verið á tónleikaferð um heiminn til að fylgja eftir plötu sinni Chinese Democracy. Þybbinn Axl Rose í Ríó ÞYBBINN Eins og sjá má hefur Axl Rose bætt á sig þó nokkrum aukakílóum. NORDICPHOTOS/GETTY KOMIN Á NETIÐ Nýjustu plötu Bjarkar, Biophilia, hefur verið lekið á netið. Sýningin Trommarinn 2011 verð- ur haldin í þriðja sinn í sal FÍH, Rauðagerði 27, á laugardaginn. Þar verða Tónastöðin og Hljóð- færahúsið/Tónabúðin með allt það nýjasta til sýnis í trommum og slagverki. Íslenskir trommar- ar sýna handverk sitt og nokkur vel valin trommusett verða til sýnis. Þá verður Guðmundi R. Einarssyni veitt heiðurs- viðurkenning fyrir ævistarf sitt. Landsþekktir trommarar stíga á svið, eða þeir Kristján B. Heiðars son, Benedikt Brynleifs- son, Kristinn Snær Agnarsson, Magnús Trygvason Elíassen og Ásgeir Óskarsson. Trommarar hittast í FÍH BENEDIKT BRYNLEIFSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.