Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 2
13. október 2011 FIMMTUDAGUR2
FÓLK Hörmulegar afleiðingar
olíumengunarslysa urðu kveikj-
an að nýrri fatalínu Kolbrúnar
Ýrar Gunnarsdóttur. Útkoman er
svartir kjólar sem minna á olíu-
blauta fugla.
„Dýrin fara auðvitað mjög illa
út úr þessu og í framhaldi ákvað
ég að nota fugla sem fyrirmynd
að línunni,“ segir Kolbrún.
Fatalínan hefur hlotið mikið lof
við skólann Istituto Europeo di
Design Barcelona þar sem Kol-
brún er að hefja lokaár í fata-
hönnun. - rve / sjá Allt í miðju blaðsins
Fetar ótroðnar slóðir:
Olíuslys kveikja
að kvenfatalínu
Hlynur, er kalt á toppnum?
„Það var allavega kalt á botninum.“
Heimsmetabók Guinness hefur staðfest
að Arctic Trucks hafi sett hraðamet á leið
sinni yfir Suðurskautslandið í fyrra. Hlynur
Bjarki Sigurðsson var í leiðangrinum.
Erlingur E. Halldórsson rit-
höfundur er látinn, 81 árs að
aldri. Erling-
ur fædd-
ist 26. mars
1930 á Arn-
gerðareyri
við Ísafjarð-
ardjúp. For-
eldrar hans
voru Hall-
dór Jónsson,
bóndi þar, og eiginkona hans,
Steinunn Jónsdóttir.
Erlingur nam forspjallsvís-
indi og norrænu við Háskóla
Íslands og leiklistarfræði í
París og Vín árin 1952 til 1959.
Erlingur starfaði sem leik-
stjóri og rithöfundur í Reykja-
vík frá 1960 og setti upp fjölda
sviðsverka. Þá var hann mikil-
virkur þýðandi og hlaut til
dæmis Íslensku þýðingarverð-
launin í ár fyrir þýðingu sína
á Gleðileiknum guðdómlega
eftir Dante.
Erlingur Hall-
dórsson látinn
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
hársnyrtir er látinn, 58 ára
að aldri. Vilhjálmur fæddist í
Reykjavík 6.
janúar 1953.
Foreldrar
hans voru
Valgerð-
ur Oddný
Ágústsdóttir
og Vilhjálm-
ur Pálsson.
Vilhjálm-
ur lauk hárskeranámi frá Iðn-
skólanum í Reykjavík. Hann
hafði nýlega opnað rakarastofu
sína á nýjum stað í Grafar-
holti með tónleikum nokkurra
listamanna. Hann var einnig
kunnur fyrir störf að félags-
og líknarmálum, meðal annars
fyrir JC-hreyfinguna, og sem
knattspyrnudómari.
Í lífsreynslusögu sinni,
Meðan hjartað slær, sem kom
út fyrir þremur árum, fjallaði
Vilhjálmur meðal annars um
baráttu dóttur sinnar, Ástu
Lovísu, við ólæknandi krabba-
mein. Vilhjálmur lætur eftir
sig þrjú uppkomin börn.
Vilhjálmur
rakari látinn
STJÓRNSÝSLA Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra segir mjög
óheppilegt ef ekki ríkir traust og
friður um ráðningar í lykilemb-
ætti í stjórnsýslunni. Þetta kom
fram á opnum fundi efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis í gær-
morgun, þar sem Steingrímur var
spurður um afstöðu sína til ráðn-
ingar Páls Magnússonar sem for-
stjóra Bankasýslu ríkisins.
Steingrímur sagðist hafa kall-
að eftir upplýsingum og rökstuðn-
ingi fyrir ráðningunni frá stjórn
Bankasýslunnar. „Það var niður-
staða okkar að það væri eðlilegt
fyrsta skref af okkar hálfu í mál-
inu og við bíðum eftir því að fá
þau gögn frá Bankasýslunni áður
en ákvörðun verður tekin um eitt-
hvað frekar,“ sagði Steingrímur.
Hann kvaðst vænta svara mjög
fljótlega, en auk upplýsingabeiðn-
innar frá ráðuneytinu hefðu ósátt-
ir umsækjendur um stöðuna óskað
eftir rökstuðningi fyrir ráðning-
unni.
Hann sagði ófriðinn og van-
traustið sem ríkti vegna ráðning-
arinnar vera sjálfstætt mál að tak-
ast á við, óháð því hvað mönnum
fyndist nákvæmlega um viðkom-
andi ráðningu.
- sh
Fjármálaráðherra um ráðningu Páls Magnússonar:
Kallar eftir rökstuðningi
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
PÁLL MAGNÚSSON
SLYS Stúlka á átjánda ári lést í
bílslysi á Fagradal á níunda tím-
anum í gærmorgun. Stúlkan ók
fólksbíl sem
hafnaði framan
á vörubíl á veg-
inum, sem var
mjög háll.
Með stúlk-
unni í bíln-
um var jafn-
aldra hennar
og var sú flutt
til Reykjavíkur
með sjúkraflugi
en reyndist ekki alvarlega slösuð.
Ökumaður vörubílsins var flutt-
ur lítið meiddur á heilsugæslu á
Egilsstöðum.
Hin látna hét Þorbjörg Henný
Eiríksdóttir, fædd 3. mars 1994
og gekk í Menntaskólann á Egils-
stöðum. Þar var kennsla felld
niður í gær. Bænastund var
haldin í Eskifjarðarkirkju í gær-
kvöldi. - sh
Mikil hálka á veginum:
Stúlka lést í
slysi á Fagradal
ÞORBJÖRG HENNÝ
EIRÍKSDÓTTIR
SAMFÉLAGSMÁL „Ég er auðvitað ekki
sátt við þetta. Það er farið að líða á
mánuðinn og mínir peningar farn-
ir að minnka verulega. Mig nauð-
synlega vantar þennan pening sem
þau höfðu engan rétt til að taka af
mér,“ segir Lilja Rós Sigurðardótt-
ir, 23 ára gömul einstæð móðir sem
segir farir sínar ekki sléttar eftir
samskipti við stjórnsýslu Reykja-
víkurborgar.
Lilja er með barn á leikskóla í
borginni og borgar rúmar 17 þús-
und krónur á mánuði fyrir leik-
skólaplássið. Um síðustu mánaða-
mót var henni hins vegar sendur
reikningur upp á rúmar 32 þúsund
krónur sem var greiddur sjálfkrafa
af bankanum hennar. Um mis-
tök var að ræða en þegar Lilja bað
Skóla- og frístundasvið borgarinn-
ar um að bakfæra reikninginn fékk
hún þau svör að það væri ekki hægt.
„Ég fékk þau svör að þau gætu
ekki lagað þetta fyrir mig heldur
yrði þetta leyst þannig að næsti
reikningur yrði upp á rúmar 2 þús-
und krónur. Ég fengi sem sagt end-
urgreitt með lægri reikningi um
næstu mánaðamót,“ segir Lilja og
heldur áfram: „Þessi lausn hins
vegar gerir afskaplega lítið fyrir
mig. Ég þarf þennan pening núna
til að lifa út þennan mánuð, ég má
ekki við neinu svona. Ég hef 30
þúsund krónur til ráðstöfunar við
hver mánaðamót þegar ég er búin
að borga mína reikninga og þarna
er búið að taka af mér pening fyrir
tvær vikur mánaðarins. Og þegar
ég spyr hvað ég eigi eiginlega að
gera, svelta síðari hluta mánaðar-
ins? Þá fæ ég þau svör að það sé
ekkert sem þau geti gert í því.“
Lilja segir að henni hafi liðið
mjög illa í kjölfar þessara sam-
skipta og haft miklar áhyggjur af
því hvernig eigi nú að láta enda ná
saman í mánuðinum. Hún segist
eiga góða að en að það séu takmörk
fyrir því hversu mikið fjölskylda
sín geti hjálpað sér.
Fréttablaðið spurðist fyrir um
málið hjá skóla- og frístundasviði
borgarinnar og fékk þau svör að
um misskilning væri að ræða. „Það
er ekkert mál að hún fái þetta bak-
fært óski hún eftir því,“ sagði Sig-
rún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi
og bætti við: „Það kannast enginn
við að hafa hafnað þessari beiðni
hennar og því ætti hún bara að hafa
samband og gefa upp bankaupplýs-
ingar. Þá væri hægt að ganga frá
þessu.“
Í kjölfarið hafði Lilja samband
við borgina aftur en fékk sömu svör
og í fyrra skiptið. „Ekkert endur-
greitt en næsti reikningur lækk-
aður. Þetta voru bara sagðar regl-
ur hjá þeim sem ekki væri hægt að
fara fram hjá,“ segir Lilja.
magnusl@frettabladid.is
Tölvan segir nei við
móður í fjárhagsklípu
Einstæð móðir var fyrir mistök rukkuð um of há leikskólagjöld. Stjórnsýsla
borgarinnar hefur ekki fengist til að bakfæra reikninginn þrátt fyrir óskir
konunnar og sér hún nú ekki fram á að peningar sínir endist út mánuðinn.
LILJA ÁSAMT SYNI SÍNUM Lilja segist
ekki mega við því að missa þær 15
þúsund krónur sem mistök við rukkun
vegna leikskólagjalda kostuðu hana.
Leiðrétting um næstu mánaðamót komi
of seint.
RÁÐHÚSIÐ Misvísandi upplýsingar fengust frá skóla- og frístundasviði borgarinnar
um hvort hægt væri að bakfæra reikninginn sem var sendur til Lilju. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMFÉLAGSMÁL „Ég hata þig ekki. Ég vil
miklu frekar elska þig.“ sagði Sigurður
Guðmundsson, 88 ára, við þýska kafbáta-
hermanninn Horst Koske þegar þeir hitt-
ust í sýningarskála Íslands á bókamess-
unni í Frankfurt í gær. Koske, sem er 84
ára, er eini eftirlifandi meðlimur áhafnar
þýska U300 kafbáts nasista sem skaut á og
sökkti Goðafossi út af Garðskaga hinn 10.
nóvember 1944. Sigurður er einn af þeim
fjórum úr áhöfn Goðafoss sem enn eru á
lífi.
Sigurður og Koske voru leiddir saman
þegar bók Óttars Sveinssonar, Útkall –
árásin á Goðafoss, var kynnt. Óttar segir
stundina hafa verið tilfinningaþrungna.
,,Þetta var óendanlega hjartnæm stund.
Ég held að meirihluti þeirra sem sátu í
salnum þéttskipuðum hafi fellt tár,“ segir
Óttar.
Sigurður og Koske féllust í faðma og
tárfelldu sjálfir þegar þeir hittust fyrir
framan salinn.
Goðafoss átti ekki langt í land þegar
þýski kafbáturinn skaut á hann. Skip Eim-
skipafélagsins var hluti af skipalest á leið
frá Bandaríkjunum. Tuttugu og fimm
Íslendingar fórust og nítján björguðust.
Jafnframt týndu nokkrir breskir skip-
brotsmenn lífinu. Árásin á Goðafoss er
talin vera eitt mesta áfall íslensku þjóðar-
innar í seinni heimsstyrjöldinni. - jmi
Komst lífs af þegar Goðafoss sökk og hitti í gær eftirlifandi skipverja kafbátsins sem sökkti skipinu:
Féllust í faðma og felldu tár þegar þeir hittust
KOSKE OG SIGURÐUR Það var tilfinningarík stund þegar
Sigurður og Koske hittust. Þeir féllust í faðma og felldu báðir
tár. MYND/ÞORSTEINN J.
SLYS Alvarlegt vinnuslys varð við
höfnina á Djúpavogi rétt fyrir
klukkan þrjú í gær. Slysið varð
þegar verið var að losa salt úr
skipi og krani sem notaður var til
verksins féll á mann sem var við
vinnu á hafnarbakkanum. Maður-
inn lést við höggið.
Hinn látni var rúmlega fertug-
ur. Lögreglan á Eskifirði fer með
rannsókn málsins í samstarfi við
Vinnueftirlit ríkisins. - mþl
Krani féll á mann:
Lést í vinnuslysi
á Djúpavogi
Hundagerði í Laugardal
Hverfisráð Laugardals segir í svari til
umhverfissviðs borgarinnar sem vildi
fá tillögur um mögulega staði fyrir
hundagerði í Laugardalnum að ráðið
leggi til svæði milli tennishallar TBR
og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
REYKJAVÍK
SPURNING DAGSINS