Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 12
13. október 2011 FIMMTUDAGUR12
Borgartún 26 » 105 Reykjavík
Hafnarstræ 102 » 600 Akureyri
Sími: 545 3200 » Fax: 545 3201
sala@maritech.is » www.maritech.is Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)
TM
- tryggir þér samkeppnisforskot
Sveitarstjóri í áskrift
Sveitarstjóri í áskrift er hagkvæm og þægileg nýjung sem
gefur kost á sveitarfélagalausnum í mánaðarlegri áskrift.
Greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnað, uppfærslu-
og þjónustugjöld. Innifalið er vistun á gögnum, afritun,
öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur.
Síminn sér um vistun og afritun á gögnum
í fullkomnu tækniumhverfi.
Maritech býður Microsoft Dynamics NAV
sveitarfélagalausnir til sveitarfélaga af öllum stærðum.
Maritech tryggir þér samkeppnisforskot.
» Fjárhagur
» Áætlanir
» Viðskiptamenn
» Lánardrottnar
Það sem fylgir:
Ný og sveigjanleg lausn
FRÉTTASKÝRING: Framvinduskýrsla ESB um aðildarferli Íslands
Önnur framvinduskýrsla fram-
kvæmdastjórnar ESB um aðildarferli
Íslands var gefin var út í gær. Timo
Summa, sendiherra ESB á Íslandi,
kynnti skýrsluna og sagði við það til-
efni að ferlið gengi vel fyrir sig og
skýrslan undirstrikaði jákvæða þróun
mála.
Ekki kemur á óvart að Ísland er talið uppfylla
mörg aðildarskilyrði, þá sérstaklega þau sem
lúta að málum sem heyra undir samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-sam-
starfið.
Varðandi pólitísk skilyrði aðildar segir
skýrslan að Ísland uppfylli kröfur ESB, en þó
er sérstaklega vikið að því að Ísland hafi styrkt
regluverk sitt gegn spillingu með því að sam-
þykkja sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn
spillingu, auk þess sem unnið hafi verið gegn
ýmis konar hagsmunaárekstrum í stjórnsýsl-
unni. Þá hafi margir dómarar verið skipaðir
eftir endurbættum reglum þar um, en um það
fjallaði ein af helstu athugasemdunum í fram-
vinduskýrslunni í fyrra.
Varðandi efnahagsskilyrði segir í skýrslunni
að Ísland eigi að geta staðið sig innan reglu-
verks ESB, að því gefnu að framhald verði á
umbótum til styrktar efnahagslífinu. Þegar
hafi margt unnist til að ná efnahagslegum stöð-
ugleika sem sé undirstaða hagvaxtar en þó sé
skuldastaða fyrirtækja og heimila og atvinnu-
leysi áhyggjuefni, sem og gjaldeyrishöftin, sem
gangi í berhögg við lög ESB.
Loks eru talin upp erfiðustu álitamálin í
áframhaldandi samningaviðræðum og kemur
varla á óvart að þar eru tiltekin sjávarútvegur,
landbúnaður, hvalveiðar og tollar.
Næsta samningalota milli Íslands og ESB
hefst í Brussel í næstu viku, þar sem tveir
samningakaflar verða opnaðir, en næsta lota
eftir það hefst 19. desember. thorgils@frettabladid.is
Jákvæð þróun í stuttum skrefum milli ára
Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, segir margt hafa unnist í aðildar-
ferlinu á milli ára og erfitt sé að nefna eitthvert eitt atriði öðrum fremur.
„Það má frekar tala um mörg stutt skref í rétta átt,“ sagði Summa
aðspurður. „Það var ekkert meiriháttar, enda bjuggumst við ekki við því
þar sem Ísland uppfyllir þegar stóran hluta af skilyrðunum með aðild
sinni að Evrópska efnahagssvæðinu.
Inntur eftir því hvort andstaða við ESB-aðild, sem mælist í skoð-
anakönnunum hérlendis, hefði áhrif á viðhorf innan ESB til viðræðna við
Ísland sagði Summa að svo væri ekki.
„Við höfum séð mörg slík tilfelli áður, til dæmis í Svíþjóð í aðdraganda
þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar. Það jákvæða er þó að sex af hverjum
tíu Íslendingum segjast vilja fræðast frekar um ESB og tveir þriðju vilja
ljúka samningaferlinu og fá að taka upplýsta ákvörðun á þeirri for-
sendu. Þá erum við viss um ágæti þeirrar ákvörðunar Alþingis að auka
upplýsingagjöf til almennings, til dæmis með því að opna upplýsingavef
um málið og styrkja bæði andstæðinga og fylgismenn aðildar til að
koma sínum rökum á framfæri. Svo er ESB líka að hefja upplýsingagjöf
þar sem við munum meðal annars skipuleggja fundaferð um landið þar
sem við munum svara því sem fólk vill vita um Evrópusambandið. Þar
eru þarfirnar að mörgu leyti allt aðrar en hér á höfuðborgarsvæðinu.“
Hann segir að umræðan hefði getað verið virkari hingað til, en hún sé
að komast af stað fyrir alvöru núna. ESB muni hins vegar ekki taka þátt í
umræðunum sjálfum.
„Það sem við getum gert er að útvega upplýsingar, en ríkisstjórnin,
stjórnmálaflokkarnir, félagasamtök og almenningur þurfa svo að taka við
og ræða málið áfram.“
Jákvæð þróun í stuttum skrefum
SENDIHERRANN Timo Summa kynnir framvinduskýrslu framkvæmda-
stjórnar ESB um Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Evrópusambandið færði Serbíu í gær upp
um flokk í aðildarferlinu. Stefan Füle,
stækkunarstjóri ESB, lýsti því þá yfir að
framkvæmdastjórnin mæltist til þess að
samningaviðræður yrðu hafnar, en þó ekki
fyrr en samskiptum við Kosovo yrði breytt til
betri vegar.
Serbía hefur um árabil fikrast nær ESB,
meðal annars með því að taka virkari þátt í
að handsama meinta stríðsglæpamenn sem
leynst hafa innan landamæranna. Boris Tadic,
forseti landsins, fagnaði yfirlýsingu ESB þó að
ekki væru tilteknar neinar tímasetningar um
upphaf viðræðna. Tadic sagði hana til marks
um umbæturnar sem Serbar hefðu lagt í á
síðustu árum.
Kosovo er nú undir alþjóðlegri stjórn, eftir
að héraðið sagði sig úr lögum við Serbíu árið
2008. Serbar vilja ekki viðurkenna sjálfstæði
Kosovo, og þó að ESB hafi ekki krafist þess af
Serbum er engu að síður skýlaus krafa sam-
bandsins að samskipti þar á milli verði góð.
Hefja viðræður við Serbíu, en með skilyrðum þó
MÓTMÆLI „Við viljum ekki ganga í ESB“ stendur
á þessu spjaldi sem einn mótmælenda hélt á á
mótmælafundi í Belgrad í gær.