Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 18

Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 18
13. október 2011 FIMMTUDAGUR18 Æskudýrkun í íslensku atvinnu- lífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að aftur hvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja. Þetta eru helstu niðurstöður nýlegrar meistararitgerðar Unu Eyþórsdóttur, vinnumarkaðssér- fræðings og framkvæmdastjóra rágjafaþjónustunnar Framför, en hún segir í viðtali við Fréttablaðið að margt megi læra af feilsporum síðustu ára. „Það sem sótti á mig var spurn- ingin hvort fólk á vinnumarkaði væri með eins konar skilastimpil á sér þegar það næði ákveðnum aldri. En ég spurði mig: Af hverju getur unga fólkið ekki ákveðið að læra af hinum eldri og eldra fólk- ið af þeim yngri? Af hverju reyn- um við ekki að þroskast saman. Við virðumst alltaf vera að gera sömu mistökin.“ Þessar vangaveltur Unu urðu grunnurinn að rannsókn þar sem hún leitaðist meðal annars við að svara því hvort miðaldra stjórn- endur, yfir 50 ára aldri, séu í betri stöðu á vinnumarkaði nú en fyrir hrun. Í þeim tilgangi gerði hún úttekt á lífaldri og starfsaldri stjórnenda 50 stærstu fyrirtækja landsins síðustu 20 ár. „Í stuttu máli er svarið já,“ segir Una. „Núna er sóst eftir meiri reynslu og gömlu góðu gild- in eru farin að skipta máli á ný.“ Una segir mikla æskudýrkun hafa ríkt í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun. Fyrirtæki fylltust af ungum, áköfum og metnaðarfullum karlmönnum sem komust fljótt í stjórnunarstöður. „Þeir komu þarna inn ungir og testósteróndrifnir, en áttuðu sig ekki á því að þeir réðu til sín aðra unga menn sem hugsuðu alveg eins og komu úr sama reynslu- heimi. Þarna vantaði víðtækari menntun og reynslu til þess að koma í veg fyrir einsleitni.“ Því til áréttingar vísar Una til rannsóknar sem gerð var árið 2006 þar sem dregin var upp mynd af hinum dæmigerða íslenska stjórnanda sem sýndi mikla einsleitni hvað varðaði bak- grunn, skoðanir, hugmyndafræði og framtíðaráætlanir. „Stjórnendur voru alltof eins- leitir, en við höfum í raun aldrei gert nóg af því að blanda saman ólíkum hópum, það sýnir bara vel hvað við lifum að mörgu leyti í þröngum ramma.“ Niðurstöður Unu eru þær að meðalaldur stjórnenda hefur hækkað í kjölfar hrunsins þar sem eldra og reyndara fólk hefur tekið við stjórnartaumum í aukn- um mæli, meðal annars í bönk- unum. „Ef það er einhver einn lær- dómur sem má draga af þessu,“ segir Una, „er það sá, að við verð- um að vera óhrædd við að blanda saman fólki á ólíkum aldri með ólíka reynslu í hópa til þess að koma í veg fyrir þá einstefnu og einsleitni sem um hríð var alls- ráðandi hjá okkur.“ thorgils@frettabladid.is Stjórnendur voru alltof einsleitir, en við höfum í raun aldrei gert nóg af því að blanda saman ólíkum hópum. UNA EYÞÓRSDÓTTIR, VINNUMARKAÐSSÉRFRÆÐINGUR Æskudýrkun úthýst og gömlu gildin tóku við Rannsókn Unu Eyþórsdóttur leiðir í ljós að miðaldra stjórnendur eiga nú aftur upp á pallborðið. Una segir að einsleitni í stjórnendahópum sé skaðleg og vænlegra sé að blanda saman fólki á mismunandi aldri og með ólíka reynslu. REYNSLAN AFTUR ORÐIN KOSTUR Samkvæmt rannsókn Unu Eyþórsdóttur hefur meðalaldur stjórnenda í íslensku atvinnulífi hækkað eftir hrun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Afkoma MP banka hefur batnað stórum frá því að nýir eigendur tóku við í aprílmánuði síðastliðn- um og er stefnt að því að afkom- an muni enn batna jafnt og þétt og verði jákvæð á síðasta árs- fjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í tilefni af birt- ingu árshlutauppgjörs fyrir fyrri helming ársins, en þar segir jafn- framt að nú þegar á þriðja fjórð- ungi hafi afkoma verið umfram áætlanir og jákvæð í september- mánuði. Í uppgjörinu kemur fram að bankinn tapaði 560 milljónum króna, sem skýrist helst af því að hefðbundin starfsemi bank- ans, til að mynda lánastarfsemi, lá niðri að mestu á meðan undir- búningur að hlutafjáraukningu stóð yfir. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri bankans, segir í tilkynningunni að bæði innri og ytri aðstæður séu vissulega krefjandi. „Hins vegar er ánægjulegt að sjá að við erum að koma MP banka hratt út úr byrjunarstöð- unni. Við erum að stofna til fjölda nýrra viðskiptasambanda við fyr- irtæki og einstaklinga, útlána- safn okkar er að stækka sam- kvæmt áætlunum og við erum í leiðandi stöðu á verðbréfamark- aði,“ segir Sigurður Atli. - þj MP banki birtir fyrsta árshlutauppgjörið eftir eigendaskipti og hlutabréfaaukningu: Segja afkomu batna jafnt og þétt BATNANDI AFKOMA Sigurður Atli Jónsson, bankastjóri MP banka, segir útlitið gott þrátt fyrir að aðstæður séu ekki eins og best verður á kosið. nánar á visir.is 780 VAR FJÖLDI ÞINGLÝSTRA LEIGUSAMNINGA fyrir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í september. Greining Íslandsbanka spáir 2,5 prósenta hagvexti á þessu ári og 2,2 prósenta hagvexti á því næsta. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá sem kynnt var á Fjármálaþingi Íslandsbanka í gær. Í spánni segir að íslenska hag- kerfið hafi verið að rétta sig við eftir fjármálakreppuna. Hag- vöxtur sé kominn á ný eftir sam- drátt síðustu ára, fjárfesting, neysla og útflutningur fari vax- andi og störfum sé að fjölga. Þrátt fyrir það séu kerfislæg vandamál mörg í íslensku hag- kerfi. Skuldsetning heimila, fyrirtækja og hins opinbera sé mikil, virkni fjármálamarkaðar- ins takmörkuð og traust á stofn- unum lítið. Þá sé atvinnuleysi stórt vandamál og titringur á erlendum mörkuðum áhyggju- efni. Við þessar aðstæður sé lík- legt að hagvöxtur verði hægur næstu misserin. Í spánni er gert ráð fyrir að einkaneysla muni halda áfram að aukast á næsta ári en þó ögn hægar en á þessu ári. Þá er því spáð að kaupmáttur launa muni vaxa og störfum fjölga. Því er spáð að fjárfesting á þessu ári verði 13 prósent af landsframleiðslu en fari vax- andi. Hlutfallið er borið saman við 20 prósenta meðaltal í þró- uðum ríkjum. Helstu ástæður lítillar fjárfestingar eru nefndar mikil skuldsetning, gjaldeyris- höft, óvissa og tortryggni í garð erlendra fjárfesta ásamt óvissu um framtíð kvótakerfisins. Loks er gert ráð fyrir að verð- bólguskot síðustu mánaða hafi náð hámarki og að verðbólga muni hjaðna hratt á næsta ári. Greiningin spáir því svo að Seðla- bankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum um sinn og að gjald- eyrishöft muni áfram tryggja stöðugleika krónunnar. - mþl Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka: Spá hægum hag- vexti næstu misseri Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða. Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.