Fréttablaðið - 13.10.2011, Page 20
20 13. október 2011 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Verum sýnileg, göngum saman upp á Skólavörðuholt
undir kjörorðinu “Hreyfing til heilsu”
17.00 - Safnast verður saman á Lækjartorgi
17.20 - Upphitun fyrir gönguna
17.30 - Gengið upp Bankastræti og Skólavörðustíg*
18.05 - Göngufólki er boðið að hlusta á stutt orgelverk í
Hallgrímskirkju, Haukur Guðlaugsson spilar.
* Hægt er að koma inn í gönguna við Bergstaðastræti.
Tökum fjölskylduna með.
Gigtarfólk,
gigtargangan
er í dag
13. október kl. 17.30
HALLDÓR
Nýlega hrökk ég upp við vondan draum um að selja ætti Perluna í Reykjavík.
Þangað hef ég um árabil farið sem leið-
sögumaður með erlenda ferðamenn til að
þeir geti á einum stað kynnst borginni,
fengið sér í gogginn, keypt minjagripi, séð
Sögusýningu og heillast af fögru útsýni
ásamt því að fá upplýsingar um allt sem
fyrir augu ber á fimm tungumálum. Mér
skilst að 600.000 gestir komi í Perluna á ári.
Mætti ætla að það væri nokkurs virði.
Perlan er kennileiti í Reykjavík, fögur
bygging í sjálfu sér, völundarsmíð sem nú
verður niðurskurði nýrra herra að bráð sem
hafa sett á hana verðmiða, rúma tvo millj-
arða króna. Hvað ætli Sigurboginn myndi
kosta? Eða dettur einhverjum í hug að Par-
ísarbúar leggist svo lágt að selja hann?
Þyki tilfinningasemi ótæk rök skulum við
athuga fjármálahliðina. Perlan er nauðsyn-
legur þáttur í ört vaxandi og gjaldeyris-
skapandi ferðaþjónustu og framlag borgar-
innar til móttöku á erlendum ferðamönnum.
Hvaða ábatasömu starfsemi aðra sjá menn
fyrir sér í Perlunni? Varla neina sem
stenst lög að óbreyttu. Nema það sé satt
sem maður heyrir að húsinu verði breytt
í geymslu til að spara fasteignagjöld? Þá
væri perlum kastað fyrir svín.
Sömu aðilar hafa leigt og annast rekstur-
inn með miklum sóma frá því að Perlan var
tekin í notkun 1991. Á sama tímabili hafa
verið níu borgarstjórar í Reykjavík. Veit-
ingamennirnir segja mér að látið sé eins og
salan á húsinu komi þeim ekki við. Þó eiga
þeir tvö ár eftir af leigutíma sínum og hafa
borgað leiguna skilvíslega í 20 ár. Mætti
ætla að slíkt viðskiptasamband væri ein-
hvers virði.
Ég er kannski mest undrandi á því að
ferðaþjónustan andmæli ekki þeim hug-
myndum hástöfum að selja Perluna hæst-
bjóðanda. Sjálfur má ég ekki til þess hugsa
að eitthvert bílaumboð eða banki kaupi
hana undir starfsemi sína því að ég ótt-
ast að aðgangi almennings að henni verði
lokað.
Á að kasta Perlu fyrir svín?
Ferða-
þjónusta
Friðrik
Haraldsson
leiðsögumaður
Ég er kannski mest
undrandi á því að ferða-
þjónustan andmæli ekki þeim
hugmyndum hástöfum að selja
Perluna hæstbjóðanda.
S
tjórnendur Landspítalans taka þessa dagana óvinsælar og
erfiðar ákvarðanir um sparnað í rekstri spítalans. Tilkynnt
hefur verið að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verði lokað um
áramótin og sjúklingunum dreift á aðrar deildir spítalans.
Þá hefur verið ákveðið að loka réttargeðdeildinni á Sogni í
Ölfusi og flytja starfsemina að Kleppi í Reykjavík.
Þessar ákvarðanir verður að skoða í ljósi þeirrar kröfu, sem
áfram er gerð til Landspítalans
í fjárlagafrumvarpinu að kostn-
aður við reksturinn lækki. Stjórn-
endur spítalans hafa áður sagt að
til þess gæti komið að loka yrði
óhagkvæmustu einingunum.
Sömuleiðis er gott að hafa í
huga þá staðreynd að þrátt fyrir
margvíslegar skattahækkanir
duga tekjur ríkisins enn ekki fyrir útgjöldunum. Það er engin önnur
leið en að halda áfram að skera ríkisútgjöldin niður. Það er sömuleið-
is óraunhæft að halda að það sé hægt án þess að meira verði sparað í
kostnaði Landspítalans, svo stór hluti er hann af útgjöldum ríkisins.
Viðbrögðin láta þó ekki á sér standa. Samtök sunnlenzkra sveit-
arfélaga mótmæla lokuninni á Sogni harðlega, annars vegar með
vísan til þess að sparnaður af aðgerðinni sé óviss og hins vegar á
þeim forsendum að störf glatist á Suðurlandi. Í gær hófu þingmenn
Suðurkjördæmis (sem í hinu orðinu vilja náttúrlega allir stefna að
jafnvægi í ríkisfjármálum) upp sama kjördæmissönginn í þingsal.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir líka; að þessu sinni ekki
með þeim rökum að störf hverfi úr Hafnarfirði (sem hún hefur þó
gert áður þegar málefni St. Jósefsspítala hafa verið til umræðu)
heldur að spítalinn sé hluti af nærþjónustu í Hafnarfirði og sam-
komulag hafi verið um að starfsemi verði haldið áfram í bænum.
Það eru gild rök gegn flutningi ef það er raunin að ekkert sparist
við hann. Þó verða menn að gera ráð fyrir að stjórnendur Land-
spítalans hafi eitthvað fyrir sér í því að hagkvæmara og öruggara
verði að reka réttargeðdeildina á Kleppi.
Það er líka slæmt ef spítalanum í Hafnarfirði er lokað í trássi við
fyrra samkomulag. En það samkomulag hefur hugsanlega verið gert
í von um að ekki þyrfti að skera meira niður hjá Landspítalanum –
og hefur þá verið óraunsætt. Ef peningarnir eru ekki til, eru þeir
ekki til. Það verður að nýta það fé sem Landspítalinn hefur úr að
spila sem bezt og þá er ekki frágangssök að sjúklingar úr Hafnar-
firði þurfi að liggja á spítala í Reykjavík.
Sveitarfélögin á Suðurlandi segja að lokun á Sogni gangi þvert á
byggðastefnu stjórnvalda. Fjölgun ríkistarfsmanna á Suðurlandi um
meira en helming áratuginn fyrir hrun var hluti þeirrar ábyrgðar-
lausu útþenslu ríkisrekstrarins sem við súpum enn seyðið af. Það
er ekkert annað hægt en að vinda ofan af þeim ákvörðunum – þótt
það sé að sjálfsögðu sársaukafullt.
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og í sveitarfélögum á Suðurlandi líta
sjálfsagt ekki á það sem hlutverk sitt að koma með aðrar tillögur að
sparnaði hjá Landspítalanum. En auðvitað er það þannig að verði
deildum í Hafnarfirði og í Ölfusi ekki lokað þarf að loka og segja
upp fólki einhvers staðar annars staðar. Af því að peningana vantar.
Hreppapólitík á ekki að ráða í hagræðingaraðgerðum Landspítal-
ans, hvorki á höfuðborgarsvæðinu né á landsbyggðinni.
Hreppapólitík á ekki að stjórna
hagræðingaraðgerðum hjá Landspítalanum.
Peningana vantar
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Bókagjöfin
Einhverjum hefur þótt kapítalisminn
liggja undir óþarfa ámæli eftir
efnahagshrunið og sumir hafa fundið
sig knúna til að stíga fram honum til
varnar. Þessa dagana er verið að dreifa
700 eintökum af bókinni Peningar,
græðgi og guð. Hvers vegna kapítal-
isminn er lausnin en ekki vandamálið.
Það eru stjórnmálamenn, blaðamenn,
prestar, álitsgjafar og fleiri
sem verða þess heiðurs
aðnjótandi að fá
bókina til eignar. Skafti
Harðarson ritar línu
með gjöfinni, þar sem
hann segir bókina hafna
auknum ríkisafskipt-
um sem lausn vandamálanna. Bókin
vitnar í Biblíuna og ýmsa trúarleiðtoga
og þykir Skafta hún taka öðrum klass-
ískum ritum um ágæti kapítalismans
fram, einmitt vegna siðferðisboð-
skaparins. Hugmyndastríðið er hafið.
Hreppapólitíkin
Landspítalinn þarf að skera niður,
líkt og aðrar ríkisstofnanir, og fagfólk
þar metur það svo að rétt sé að færa
réttargeðdeild frá Sogni í Ölfusi og
að Kleppi. Þingmenn Suðurkjör-
dæmis eru þessu ósammála.
Þeir leggja reyndar ekki faglegt
geðheilbrigðismat skoðun sinni
til grundvallar, heldur því
að kjósendur þeirra
muni mögulega
missa vinnuna. Um reiðarslag fyrir
íbúana sé að ræða. Einhverjir hefðu
metið þetta út frá hagsmunum
sjúklinganna.
Fær Tryggvi Þór vinnu?
Tryggvi Þór Herbertsson vandaði um
við fjármálaráðherra á fundi efnahags-
og viðskiptanefndar í gær. Þráinn Bert-
elsson, einn nefndarmanna, spurði
Steingrím við það tækifæri hvort
það gæti létt honum glímuna
við efnahagshrunið að ráða
Tryggva Þór sem efnahags-
ráðunaut ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur taldi það óþarfa,
enda væri Tryggvi svo velviljaður
að hann gæfi ókeypis góð ráð í
sífellu. kolbeinn@frettabladid.is