Fréttablaðið - 13.10.2011, Page 46
6 •
Mugison hefur verið dug-
legur að ferðast um heiminn
með tónlist sína og segist ekki
hafa tölu á hringjunum sem
hann hefur ferðast í kringum
Evrópu. Hann ætlar samt ekki
út með nýju plötuna, enda er
hún íslensk í gegn, en hann
vinnur að nýrri plötu á hljóð-
færið sem hann smíðaði sjálfur,
hið dularfulla minstrument.
„Ég er að gæla við að fara út
í apríl á næsta ári og spila í
Evrópu, til að reyna að kynda
undir hátíðunum fyrir sumarið.
Þannig að ég láti vita af mér.“
Mugison gefur út sjálfur í
Evrópu, en er þetta hægt án
þess að njóta stuðnings út-
gáfufyrirtækis?
„Tónlistarbransinn er svo
breyttur. Áður fyrr þorði eng-
inn að gera neitt án þess að
einhver væri að gefa þá út. Í
dag, sérstaklega hér heima, þá
þorir fólk að kýla á þetta sjálft,
gera 300 eintök af plötu, gefa
á Airwaves og reyna að koma
sér áfram. Netið, Facebook og
allar þessar nýju leiðir til að
koma sér á framfæri erlendis,
þetta er allt miklu opnara en
áður. Í dag seljast stóru titl-
arnir minna, en það er ógeðs-
lega mikið af minni titlum sem
seljast sæmilega. Venjulegt
fólk tekur líka eftir að hérna
heima hefur tónleikaaðsókn og
-framboð aukist alveg þvílíkt.
Það græðir enginn á útgáfu.
Útgáfa er eins og nafnspjald
fyrir tónlistarmenn. Þetta
landslag hefur breyst rosalega
mikið. Það er miklu auðveldara
að gera þetta sjálfur í dag.“
Er breytingin góð eða slæm?
„Mér finnst breytingin góð.
Ég hef meiri trú á magni en
gæðum. Gæði eru svo hverful.
Mér finnst alveg geðveikt
að hafa aðgang að sjúklegu
magni og það eru öðruvísi
leiðir til að komast að því
hvað þú fílar. Í gamla daga fór
maður í Hljómalind. Þar las
Kiddi í karakterinn manns og
prangaði inn á mann diskum
sem maður elskaði. En í dag
kemur tónlistin úr milljón
áttum. Maður treystir nokkrum
vinum sínum, nokkrum blogg-
urum, örfáum gagnrýnendum.
Þetta eru ótrúlega skemmti-
legar breytingar sem hafa átt
sér stað síðustu þrjú til fjögur
árin. Þær hafa orðið til þess að
17 ára frændi minn sem tekur
upp lag á símann sinn og birtir
á Youtube gæti orðið næsta
stóra atriðið á Hróarskeldu.“
FRAMHALD AF SÍÐU 4
m.siminn.is
Náðu í appið og
upplifðu Airwaves
með okkur
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
8
5
7
4
tónleikastaðir
32
JÓN ÞÓR SIGURÐSSON
TROMMULEIKARI DIKTU
1. Nei, ég aflýsti einu sinni tónleikum vegna eymsla í
leghálsi en það var eina skiptið. 1
2. Ég hringi í þyrluþjónustu Axels Haraldssonar og
hann reddar málunum. 0
3. Ég var síðast handtekinn í Þýskalandi fyrir að
brjótast inn í sundlaug og stökkva af 10 metra
stökkpalli. 1
4. Þar sem ég rukka bara fyrir skotið, þá eru þau
bara fjögur í mínum bókum. En strangt til tekið eru
þau fimm útaf tvíburunum. 1
5. Nei, ég kunni ekki að stafsetja Pedro. 0
6. Nei, en kærastan mín á leðurbuxur og ég fæ þær
lánaðar ef ég er í stuði. Hún saumaði þær sjálf. 1
7. Já, að sjálfsögðu. 1
8. Ætli ég myndi ekki gera það frítt, nei djók. 1
9. Egill Ólafsson. 1
10. Ég fengi mér Hulk á Sjallanum. 1
LOGI PEDRO STEFÁNSSON
BASSALEIKARI RETRO STEFSON
1. Já, ég var einu sinni í kór í Hallgrímskirkju. Það var
hundleiðinlegt og þegar kom að tónleikum aflýsti ég
komu minni vegna eymsla í hálsi. 1
2. Fer á 3G netið og kem með status. 1
3. Í sumar í Berlín fundum við vinirnir björgunarhring
á röltinu um miðja nótt. Við tókum hann með okkur
því þeim fannst hann geggjað gott stofustáss. Allt í
einu mætir löggan og yfirheyrir okkur en hún hafði
þá verið að leita að gripnum alla nóttina. 1
4. Nei, nema enginn hafi látið mig vita. 0
5. Nei, ég myndi frekar fá mér nafn hundsins míns
þó það sé reyndar frekar platónskt samband. 0
6. Já, ég á einar skjannahvítar úr ekta argentínsku
albínóanauti. 1
7. Nei, en ég vildi að ég hefði það því mér finnst
hann „heví“ nettur gaur. Ég hef oft hitt hann bak-
sviðs og hann er með flottari poppstjörnum í
Evrópu. 0
8. Bara ef ég mætti koma mínum eigin duldu skila-
boðum inn í lagið sem myndu knésetja NATO. 1
9. Spike Lee, hann er algjör sleði. 1
10. Drykk sem Helgi Björns kenndi mér að gera. Gin,
sódavatn, salt og pipar. 1
ROKKPRÓFIÐ
01. HEFURÐU AFLÝST TÓNLEI-
KUM VEGNA EYMSLA Í HÁLSI? 02.
HLJÓMSVEITARRÚTAN BILAR Á FERÐ
UM MIÐ-EVRÓPU. HVAÐ GERIR ÞÚ? 03.
HVENÆR VARSTU SÍÐAST HANDTEKINN?
04. ÁTTU ÓSKILGETIN AFKVÆMI Í FLEIRI
EN FIMM SÝSLUM Á ÍSLANDI? 05. ERTU MEÐ NAFN
FYRRVERANDI ÁSTKONU/ELSKHUGA HÚÐFLÚRAÐ
Á ÞIG? 06. ALLIR EIGA LEÐURJAKKA, EN ÁTT ÞÚ
LEÐURBUXUR? 07. ERTU MEÐ NÚMERIÐ HJÁ HEL-
GA BJÖRNS Í SÍMANUM ÞÍNUM? 08. MYNDIRÐU
SEMJA LAG FYRIR ÍMYNDARAUGLÝSINGU NATO
GEGN RÍFLEGRI GREIÐSLU? 09. Í KVIKMYND
UM LÍF ÞITT, HVAÐA LEIKSTJÓRI VÆRI RÉTTI
MAÐURINN Í STARFIÐ? 10. BJÖRN JÖRUNDUR
SPLÆSIR Á BARNUM, HVAÐ FÆRÐU ÞÉR?
7
STIG
8
STIG
Á AIRWAVES:
Dikta í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 23.10.
Retro Stefson í Hafnarhúsinu á fimmtudag klukkan
22 og á Nasa á sunnudag klukkan 22.
MUGISON
FLYTUR STINGUM AF OG FLEIRI LÖG
Í POPPSKÚRNUM
Á VÍSI.IS