Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 62
13. október 2011 FIMMTUDAGUR38 tonlist@frettabladid.is GULL-ÚRIÐ • MJÓDDINNI Álfabakka 16 • sími 587 4100 Axel Eiríksson úrsmíðameistari Stál 50 m Öryggislás 18.900 kr. 14.980 kr. Stál 50 m Auka leðuról fylgir 19.900 kr. Haustkvöld í Mjóddinni Opið í kvöld 13. október milli kl. 19 og 21 Við í Gull-úrinu verðum með kynningu á sjálftrekktum úrum og bjóðum jafnframt fólki að koma með gömul úr til að láta líta á þau. Kl. 20 verður stuttur fyrirlestur um úr og tímamæla. Spennandi tilboð og afslættir meðan haustvikan stendur.Léttar veitingar. Allir velkomnir. TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Svokölluð off-venue dagskrá hefur verið fastur hluti af Iceland Airwaves undanfarin ár. Þessi dagskrá er til hliðar við aðaldag- skrána og ólíkt henni er hún ókeypis og öllum opin. Það er löngu uppselt á Airwaves en þessi aukadagskrá gefur þeim sem ekki náðu í miða tækifæri til þess að sjá samt meirihluta þeirra tónlistarmanna sem spila á hátíðinni. Off-venue dagskráin er alltaf að verða betur og betur skipulögð og metnaðurinn eykst ár frá ári. Í fyrra vakti dagskrá Reykjavík Downtown Hostel mikla athygli. Það kemur sterkt inn núna líka en Kex hostel fær samt titilinn fyrir flottustu dagskrána í ár. Í dag spila þar t.d. Jóhann Jóhannsson, Mammút, Mugison, Lay Low og Of Monsters and Men, en á morgun m.a. The Twilight Sad, Caged Ani- mals og John Grant og sænska sveitin Dungen spilar á laugardaginn. Það eru mörg hundruð tónleikar á off-venue dagskránni, en hana má skoða í heild sinni undir flipanum Schedule á Icelandairwaves. is. Á meðal þeirra staða sem eru með feita dagskrá alla dagana eru auk Kex og Reykja- vík Downtown, Barbara, Dillon, Kaffibar- inn, Reykjavík Backpackers, Hressó, Kaffi- stofan á Hverfisgötu og Norræna húsið. Norrænu listamennirnir eru eðlilega áber- andi á síðastnefnda staðnum. Þar spila t.d. Finnarnir í 22 Piste- pirkko í dag klukkan 15.15 og danska sveitin Dad Rocks á morgun klukkan 13.30. Á meðal sérstakra off-venue viðburða má nefna Montreal-dagskrá í Bíó Paradís á morgun kl. 14.00, en þar spila Leif Vollebekk, Karkwa og Random Recipe, og kanadískan dag á Hressó á laug- ardaginn kl. 13.00, en þar spila fimm kanadískar sveitir. Annars er off-venue dagskrá- in viðameiri í ár en nokkru sinni fyrr og engin leið að koma henni til skila í svo stuttum pistli. Stór hluti erlendu hljómsveitanna spilar off- venue og flest öll íslensku nöfnin og oft eru mörg góð tilboð í gangi á sama tíma. Sá á kvölina sem á völ- ina ... Sá á kvölina ... > PLATA VIKUNNAR Björk - Biophilia ★★★★ „Björk gefur ekkert eftir á metnaðar- fullri plötu.“ - tj > Í SPILARANUM Helgi Hrafn Jónsson - Big Spring Real Estate - Days Árstíðir - Svefns og vöku skil Jens Lekman - An Argument with Myself Reykjavík! - Locust Sounds HELGI JÓNSSON REYKJAVÍK! Sæti Flytjandi Lag 1 Of Monsters And Men ................................. Little Talks 2 Mugison ..........................................................Stingum af 3 Adam Levine / Christina Aguilera Moves Like Jagger 4 Elín Ey / Pétur Ben....................................Þjóðvegurinn 5 Jón Jónsson................................................Wanna Get It 6 Bubbi Morthens...........................................Slappaðu af 7 Adele ................................................ Set Fire To The Rain 8 Rihanna ......................................Cheers (Drink To That) 9 Red Hot Chili Peppers ...Adventures Of Rain Dance 10 Coldplay ................................................................Paradise TÓNLISTINN Vikuna 6. október - 12. oktober 2011 LAGALISTINN Vikuna 6. október. - 12. oktober 2011 Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: Sæti Flytjandi Plata 1 Mugison ....................................................................Haglél 2 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 3 Helgi Björns & reiðm. vind. ......Ég vil fara uppí sveit 4 Jón Jónsson .................................................Wait For Fate 5 HAM ............................................ Svik, harmur og dauði 6 Bubbi ..............................................................Ég trúi á þig 7 Adele .................................................................................. 21 8 Úr söngleik Borgarleikhússins ..... Galdrakarlinn í Oz 9 Sóley .......................................................................We Sink 10 Gus Gus ......................................................Arabian Horse FEIT DAGSKRÁ John Grant spilar á Kex Hostel á morgun kl. 18.30. Kexið fær titilinn fyrir flottustu off-venue dagskrána í ár. Rokksveitin The Vaccines, með Árna Hjörvar Árnason á bassanum, gefur út nýja smáskífu 4. desember. Þar verður lagið Wetsuit af fyrstu plötu sveitarinnar, What Did You Expect From The Vaccines?, og einnig Tiger Blood sem var tekið upp í samvinnu við Albert Hammond Jr., gítar- leikara The Strokes. The Vaccines hefur verið verið að semja nýtt efni að undanförnu og brá sér til New York og tók upp þetta nýja lag í hljóðverinu hans. The Vaccines átti að spila á Air- waves-hátíðinni sem hófst í gær en þurfti að hætta við vegna veikinda söngvarans. Næst á dagskrá hjá bandinu er tónleika- ferð um Bretland sem hefst 28. október þar sem það hitar fyrst um sinn upp fyrir Arctic Monkeys. What Did You Expect From The Vaccines? hefur náð gullsölu í Bretlandi síðan hún kom út í mars, með yfir 200 þúsund seld eintök. Samstarf við Hammond FLOTT SAMSTARF Árni Hjörvar og félagar í The Vacc- ines unnu nýverið með Albert Hammond Jr. Draumpoppararnir í Beach House spila í Listasafni Reykjavíkur í kvöld. Sveit- in hefur verið að semja efni á nýja plötu og eru þetta fyrstu tónleikar hennar í tvo og hálfan mánuð. Beach House er eitt af stóru nöfn- unum á Airwaves-hátíðinni í ár. Þessi bandaríska hljómsveit frá borginni Baltimore spilar í Lista- safni Reykjavíkur í kvöld og má búast við fullu húsi og mögulega langri biðröð fyrir utan staðinn. Beach House er skipuð þeim Alex Scally og Victoriu Legrand og hafa þau gefið út þrjár plötur. Sú síðasta, Teen Dream, var af mörgum talin ein sú besta á síð- asta ári. Til dæmis fékk hún 9 af 10 í einkunn bæði hjá NME og Pitchfork. Í viðtali við Fréttablaðið segist Scally hlakka mikið til að spila á Airwaves. „Við höfum ekki spilað á tónleikum í tvo og hálfan mánuð og það er líka alltaf mjög spenn- andi að spila í fyrsta sinn í nýju landi,“ segir hann afslappaður. Ástæðan fyrir tónleikaleysinu er sú að Beach House hefur verið að semja ný lög fyrir næstu plötu sína. „Við vorum á tónleikaferð nánast allt síðasta ár og í byrj- un þessa árs. Núna höfum við verið að semja eins mikið og við höfum getað.“ Spurður hvern- ig nýju lögin hljómi segir hann: „Það verða aðrir að meta það. Þessar lagasmíðar eru bara eðli- legt framhald fyrir okkur. Við förum í tónleikaferðir og semjum síðan lög. Það er bara það sem við gerum.“ Beach House var stofnuð árið 2005. Scally spilar á gítar og hljómborð og Legrand syngur og spilar á orgel. Hann er frá Balti- more en hún er fædd í Frakklandi. „Við hittumst í Baltimore. Ég er þaðan en Victoria flutti þangað, eiginlega til að spila tónlist. Eitt leiddi af öðru. Ætli örlögin hafi ekki verið að verki.“ Hvernig náið þið tvö saman? „Mjög vel. Ég held að það sé um tvennt að ræða þegar hljómsveitir vinna mikið saman og túra. Annað hvort hatar fólk hvert annað eða er mjög náið og þannig erum við. Við erum öll góðir vinir í hljóm- sveitinni og berum virðingu hvert fyrir öðru.“ Lög Beach House eru frekar hæg og útsetningarnar stemnings- fullar. Þess vegna hefur tónlistin verið skilgreind sem draumpopp. Scally hefur ekkert út á nafngift- ina að setja. „Fólk hefur þörf fyrir að flokka hluti og ef fólk vill setja okkur í þennan flokk er það bara allt í lagi. Við byggjum að mörgu leyti lögin okkar upp eins og popp- lög og að bendla okkur við popp er því rökrétt. Þegar fólk bland- ar draumum inn í þetta er það að tala um hljóðfærin og hljómana sem við notum til að búa til þessa tónlist sem við elskum.“ Þessi tónlist snýst mikið um að búa til rétta andrúmsloftið, ekki satt? „Jú, og þetta er líka dálít- ið eins og með Trójuhestinn. Að lauma einhverju risavöxnu inn í herbergið.“ Eftir tónleikana í kvöld ætla Scally og félagar að dvelja áfram hér á landi og verða hér á morgun og meirihluta laugardagsins. „Við ætlum að leigja bíl, fara á fleiri tónleika og reyna að kynnast land- inu betur,“ segir draumpopparinn. freyr@frettabladid.is Tónlistin eins Trójuhestur BEACH HOUSE Hljómsveitin spilar á Listasafni Reykjavíkur í kvöld og bíða margir spenntir eftir tónleikunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.