Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 64

Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 64
13. október 2011 FIMMTUDAGUR40 Kvikmyndaleikstjórarnir Óskar Jónasson og Ólafur Jóhannesson vöknuðu báðir með hnút í maganum á mánudagsmorgun enda stór stund fram undan, þeir eru að frumsýna myndir sínar. Kvikmyndirnar Borgríki og Hetjur Valhallar: Þór verða báðar frumsýndar í þessari viku. Þær eiga það sameiginlegt að vera íslenskar en þar með er líkindun- um lokið, Borgríki er tryllir sem fylgist með undirheimum Reykja- víkur og baráttu lögreglunnar við misyndismenn en Hetjur Valhall- ar: Þór er teiknimynd fyrir alla fjölskylduna, innblásin af nor- rænu goðafræðinni. Borgríki var gerð fyrir áttatíu milljónir en Hetjur Valhallar: Þór fyrir einn og hálfan milljarð. Hreyfilist í draumi Leikstjórarnir Óskar og Ólafur viðurkenna báðir að hafa vakn- að á mánudagsmorgun með hnút í maganum. „Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég hefði drukk- ið of mikið kaffi,“ segir Óskar en Ólafur segist hafa verið viðbúinn sínum. „Það er alveg sama hvort maður fer í jóga eða ræktina, þessi hnútur verður þarna enn þá. Maður er bara í sjálf-gíslatöku og vaknar og sofnar í köldum svita.“ Óskar ákveður á þessum tíma- punkti að deila draumi sem hann dreymdi; hann var að lesa Frétta- blaðið og verður var við eitthvert skrjáf fyrir framan sig. „Og ég uppgötva að þetta er tjald og ég stend uppi á sviði, algjörlega óundirbúinn og ákveð að bjarga mér með hreyfilist.“ Ólaf hefur hins vegar ekki dreymt neitt á þessa lund. Og kannski er það bara fyrir bestu. Engan kjánahroll, takk Viðtalið hefst reyndar á því að Ólafur Jóhannesson yfirheyr- ir Óskar um gerð teiknimyndar og Óskar kryfur vinnuna nán- ast í þaula, segir teiknimynda- gerð mikla þolinmæðisvinnu þar sem huga verði að hverju einasta smáatriði. „Ég veit ekki hvort ég treysti mér til að gera þetta aftur,“ segir Óskar og Ólafur kinkar kolli, þetta eru tveir kvik- myndagerðarmenn og hjörtu þeirra slá nánast í takt. Og það kemur berlega í ljós þegar þeir deila með sér sögu af fyrstu kynnum sínum af kvik- myndagerð, þeir felldu til að mynda báðir tár af spennu þegar þeir voru að vinna sínar fyrstu myndir. „Ég fór að hágráta í skól- anum þegar kennarinn sagði mér að breyta endi á stuttmynd. Ég var ekki sammála honum og einn skólafélagi minn kom að mér þar sem ég var hágrátandi.“ Og Ólaf- ur tekur undir þetta, fyrstu verk- efnin hafi verið virkilega tauga- trekkjandi. „Eina markmiðið núna er að láta mig ekki líta út fyrir að vera aula í stórum sal fullum af áhorfendum, vera með allt mitt á hreinu,“ segir Ólafur og Óskar kinkar núna kolli, honum til sam- þykkis. „Stór hluti af viðfangs- efni leikstjórans er að koma í veg fyrir kjánahroll, flestir áhorfend- ur þekkja þennan aulahroll og það er verkefni leikstjórans að koma auga á hann og klippa hann út.“ Hollywood opnar augun Umræðan fer síðan út í íslenska kvikmyndagerð, en hún hefur blómstrað frá því eftir hrun, til að mynda verða tíu íslenskar kvik- myndir frumsýndar á þessu ári. „Þetta hefur verið gott ár en ég held, því miður, að þetta sé síð- asta góða árið, þetta er síðasta pústið. Næsta ár verður ákaflega erfitt og það eru ekkert sérstak- lega mörg verkefni í gangi,“ segir Ólafur en bætir því við að þetta sé líka sagt hvert einasta ár. „Hins vegar er núna raunveruleg hætta á því að fagfólki fari að flytjast úr landi,“ skýtur Óskar að. Og þá er alltaf hægt að láta sig dreyma um Hollywood. Óskar leikstýrði kvikmyndinni Reykja- vík-Rotterdam sem nú er orðin að Contraband með Mark Wahlberg í aðalhlutverki og Ólafur er kom- inn á samning hjá amerískri umboðsskrifstofu þar sem verið er að skoða endurgerðarmögu- leika Borgríkis. Óskar segist vera búinn að sjá stiklu úr Contraband og er virkilega sáttur. „Mér fannst hún algjört æði,“ segir Óskar, en Reykjavík-Rotter- dam er fyrsta endurgerða íslenska kvikmyndin. „Að sjá stikluna var flott því hún virð- ist vera nokkuð trú upprunalegu sögunni og þetta kitlar, vonandi verður þetta upphafið að ein- hverju meira. Þetta er bara virkilega hvetj- andi. Bandaríkin eru bara þannig að það er erfitt að koma evrópsk- um kvikmyndum í bíóhús þar. En þetta er það sem þeir gera, þeir endurgera bara myndirnar og laga þær að sínu.“ freyrgigja@frettabladid.is Ætlum ekki að vera aular fyrir framan áhorfendur HAFA BÁÐIR GRÁTIÐ Því gat oft fylgt mikil geðshræring þegar þeir Óskar og Ólafur voru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð- inni. Óskar segist hafa farið að hágráta þegar hann var í skóla og kennarinn var ósammála honum um endi á stuttmynd. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það ríkir mikil frumsýningar- gleði í kvikmyndahúsum um þess- ar mundir og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Eins og kemur fram hér til hliðar verða tvær íslenskar kvikmyndir frum- sýndar en auk þess verða myndir eftir Almodóvar og Woody Allen teknar til sýninga. Í kvikmyndinni La piel que habito endurnýja Spánverjarnir Almodóvar og Antonio Banderas gjöfult samstarf sitt, en Almodóv- ar gerði Banderas að stórstjörnu á sínum tíma og opnaði honum leið inn í Ameríku. Nú snýr Banderas aftur á fornar slóðir – enda ferill- inn í Hollywood í sögulegu lág- marki – og fer á kostum í hlutverki sjúks lýtalæknis. Annar mikill meistari frumsýnir mynd sína í Bíó Paradís, en Woody Allen þykir vera í góðu formi í kvikmyndinni Midnight in Paris. Allen hefur verið að fást við evrópskar borg- ir í síðustu kvikmyndum sínum, hefur heimsótt bæði London og Barcelona en eins og nafnið gefur til kynna er París málið núna. Með aðalhlutverkin í myndinni fara þau Owen Wilson, Rachel McAdams og Kathy Bates. Góðkunningi barnanna, Bang- símon, verður frumsýndur í Sam- bíóunum um helgina. Boðið verð- ur upp á sérstakt barnabíó um helgina en myndin verður sýnd með lægri hljóðstyrk og þá verður ljóstíra í salnum. Sambíóin frum- sýna einnig dansmyndina Foot- loose, sem er endurgerð á sam- nefndri mynd frá árinu 1984 með Kevin Bacon í aðalhlutverki. - fgg Stöðugt stuð í bíó- húsum borgarinnar FJÖLBREYTT ÚRVAL Kvikmyndahúsa- gestir geta farið í bíó um helgina og séð íslenska mynd, teiknimynd, spænska mynd og Woody Allen-mynd sem gerist í París með forsetafrúnni Cörlu Bruni í litlu hlutverki. Stærstu fréttirnar í Hollywood í gær voru án nokkurs vafa þær að Javier Bardem myndi leika aðalskúrkinn í Bond-mynd númer 23. Þar með er það staðfest að framleiðendur Bond-myndanna ætla að leggja allt í sölurnar fyrir hálfrar aldar afmæli myndanna um leyni- þjónustumanninn. Bardem staðfesti orðróminn í viðtali við fréttaþáttinn Night- line, en spænski leikarinn fer fyrir samtökum sem hafa það á stefnuskrá sinni að bjarga flóttamönn- um frá Vestur- Sahara og var að kynna þau. „Þau völdu mig til að leika og ég er mjög spenntur. Foreldrar mínir fóru með mig á myndirnar í æsku og ég hef séð þær allar. Þannig að það að leika í þeim verður mjög skemmtilegt,“ sagði Bardem en bætti því strax við að hann gæti, eðli málsins sam- kvæmt, ekki tjáð sig neitt frekar um hlut- verkið. Ráðning Bardems þykir mjög metnað- arfull enda ekki á hverjum degi sem Ósk- arsverðlaunahafi er fenginn til að túlka illmennið í James Bond-mynd. Fáir efast þó um hæfileika Spánverjans til að leika fúlmenni enda gleymist það seint þegar hann birtist á hvíta tjaldinu sem morðóði og tilfinningalausi leigumorðinginn Anton Chigurh í No Country for Old Men. - fgg Javier Bardem gerir Bond lífið leitt SVALUR Javier Bardem hefur verið ráðinn til að leika illmennið í Bond-mynd númer 23. > POPPKORNSSMELLUR Fyrsta stiklan úr stórmyndinni Avengers er komin á netið en þar má sjá allar helstu of- urhetjur Marvel-myndasögufyrirtækisins samankomnar. Stiklan lofar feykilega góðu, en eins og Fréttablaðið greindi frá sér Heba Þórisdóttir um förðun Scarlett Johansson í myndinni. bio@frettabladid.is SÝND Í SAMB ÍÓUNUM SÝND Í SAMB ÍÓUNUM ÝND Í SAMBÍ ÓUNUM SÝND Í SAMB ÍÓUNUM S ÝND Í SAMBÍ ÓUNU FRÁBÆR SKE MMTUN FYR IR ALLA FJÖL SKYLDUNA!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.