Fréttablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 68
13. október 2011 FIMMTUDAGUR44
Dýravinurinn Tobey Maguire
afþakkaði afnot af bíl sem honum
var boðinn af því hann vildi
ekki sitja í leðursætum bílsins.
Maguire er í Ástralíu við upp-
tökur á kvikmyndinni The Great
Gatsby og kvikmyndaverið lét
honum í té glænýjan Mercedes
Benz til að rúnta um á.
Maguire, sem er grænmetis-
æta, kveðst aldrei sitja í leður-
sætum og var fljótur að afþakka
lúxuskerruna. Kvikmyndafram-
leiðendurnir létu þá skipta leðr-
inu út fyrir hefðbundið áklæði og
leikarinn var hæstánægður með
útkomuna.
Situr ekki í
leðursætum
EKKERT LEÐUR Leikarinn Tobey Maguire
borðar ekki kjöt og situr ekki í leður-
sætum. Hér er hann með eiginkonu
sinni, Jennifer Meyer-Maguire.
NORDICPHOTOS/GETTY
Paul Simon fagnar 25 ára afmæli
goðsagnakenndu plötunnar
Graceland með tónleikaferðalagi
á næsta ári. Graceland, sem jafn-
an er valin ein af bestu plötum
poppsögunnar í þess háttar kosn-
ingum, kom út árið 1986 en árið
eftir lagði Simon upp í tónleika-
ferðalag til að kynna hana.
Breska tónlistartímaritið NME
greinir frá því að hljómsveitin
Ladysmith Black Mambazo frá
Suður-Afríku verði með á tón-
leikaferðalaginu, en sveitin varð
fræg eftir að hafa komið fram
á Graceland. Um líkt leyti og
lagt verður upp í tónleikaferða-
lagið verður gefinn út sérstakur
Graceland-safnkassi og sérstök
útgáfa af plötunni sem einungis
mun fást í takmörkuðu upplagi.
Paul Simon lék á tónleikum í
Laugardalshöll árið 2008 en ekki
liggur fyrir hvort hann heimsæk-
ir Ísland á næsta ári.
Simon flytur
Graceland
Poppprinsessan Britney Spears
fær skelfilega dóma hjá dönskum
og sænskum fjölmiðlum eftir tón-
leika sína þar í vikunni. Það var á
mánudaginn sem Spears tróð upp
í Herning í Danmörku og sögðu
danskir gagnrýnendur hana
vera jafn kynþokkafulla á sviði
og „strætóstoppistöð í rigningu“.
Blaðamaður Ekstra Bladet
segir tónleikagesti ekki hafa
fengið neitt fyrir peninginn,
en uppselt var á tónleika Spe-
ars. „Ég finn til með söngkon-
unni, sem verður 30 ára í des-
ember. Hún leit út eins og gömul
táningsstjarna sem vildi frek-
ar vera heima í íþróttagalla að
borða franskar og horfa á lélega
bíómynd.“ Tónleikarnir fá tvær
stjörnur af sex mögulegum en
önnur blöð gefa tónleikunum fall-
einkunn.
Gagnrýnandi Aftonbladet í
Svíþjóð tekur í sama streng eftir
tónleika Spears í Malmö og lýsir
söngkonunni sem „svefndrukkn-
um uppvakningi“. Í kjölfarið á
þessum dómum er víst að Spe-
ars verður að taka sig saman í
andlitinu fyrir næstu tónleika
hennar í Stokkhólmi á sunnu-
dag ef bjarga á orðspori hennar
í Skandinavíu.
Spears fær falleinkunn í Svíþjóð
KYNÞOKKAFULL EINS OG STRÆTÓ-
STOPPISTÖÐ Í RIGNINGU Sænskir og
danskir gagnrýnendur fara ekki fögrum
orðum um tónleika Britney Spears fyrr í
vikunni. NORDICPHOTOS/GETTY
VEISLA FYRIR AÐDÁ-
ENDUR Paul Simon
flytur Graceland-
plötuna á tónleikum
á næsta ári.
Jack Osbourne á von á sínu fyrsta
barni, en fréttirnar sagði hann
í viðtali við breska sjónvarps-
manninn Piers Morgan. „Ég er
spenntur og smá stressaður,“
sagði Osbourne, en vika er síðan
Osbourne tilkynnti trúlofun sína
og Lisu Stelly.
Barnið verður fyrsta barna-
barn rokkarans Ozzy Osbourne
og ku vera mikil gleði á heim-
ilinu.
Faðir í fyrsta sinn
VON Á BARNI Hinn nýtrúlofaði Jack
Osbourne á von á sínu fyrsta barni.
NORDICPHOTOS/GETTY