Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 68
13. október 2011 FIMMTUDAGUR44 Dýravinurinn Tobey Maguire afþakkaði afnot af bíl sem honum var boðinn af því hann vildi ekki sitja í leðursætum bílsins. Maguire er í Ástralíu við upp- tökur á kvikmyndinni The Great Gatsby og kvikmyndaverið lét honum í té glænýjan Mercedes Benz til að rúnta um á. Maguire, sem er grænmetis- æta, kveðst aldrei sitja í leður- sætum og var fljótur að afþakka lúxuskerruna. Kvikmyndafram- leiðendurnir létu þá skipta leðr- inu út fyrir hefðbundið áklæði og leikarinn var hæstánægður með útkomuna. Situr ekki í leðursætum EKKERT LEÐUR Leikarinn Tobey Maguire borðar ekki kjöt og situr ekki í leður- sætum. Hér er hann með eiginkonu sinni, Jennifer Meyer-Maguire. NORDICPHOTOS/GETTY Paul Simon fagnar 25 ára afmæli goðsagnakenndu plötunnar Graceland með tónleikaferðalagi á næsta ári. Graceland, sem jafn- an er valin ein af bestu plötum poppsögunnar í þess háttar kosn- ingum, kom út árið 1986 en árið eftir lagði Simon upp í tónleika- ferðalag til að kynna hana. Breska tónlistartímaritið NME greinir frá því að hljómsveitin Ladysmith Black Mambazo frá Suður-Afríku verði með á tón- leikaferðalaginu, en sveitin varð fræg eftir að hafa komið fram á Graceland. Um líkt leyti og lagt verður upp í tónleikaferða- lagið verður gefinn út sérstakur Graceland-safnkassi og sérstök útgáfa af plötunni sem einungis mun fást í takmörkuðu upplagi. Paul Simon lék á tónleikum í Laugardalshöll árið 2008 en ekki liggur fyrir hvort hann heimsæk- ir Ísland á næsta ári. Simon flytur Graceland Poppprinsessan Britney Spears fær skelfilega dóma hjá dönskum og sænskum fjölmiðlum eftir tón- leika sína þar í vikunni. Það var á mánudaginn sem Spears tróð upp í Herning í Danmörku og sögðu danskir gagnrýnendur hana vera jafn kynþokkafulla á sviði og „strætóstoppistöð í rigningu“. Blaðamaður Ekstra Bladet segir tónleikagesti ekki hafa fengið neitt fyrir peninginn, en uppselt var á tónleika Spe- ars. „Ég finn til með söngkon- unni, sem verður 30 ára í des- ember. Hún leit út eins og gömul táningsstjarna sem vildi frek- ar vera heima í íþróttagalla að borða franskar og horfa á lélega bíómynd.“ Tónleikarnir fá tvær stjörnur af sex mögulegum en önnur blöð gefa tónleikunum fall- einkunn. Gagnrýnandi Aftonbladet í Svíþjóð tekur í sama streng eftir tónleika Spears í Malmö og lýsir söngkonunni sem „svefndrukkn- um uppvakningi“. Í kjölfarið á þessum dómum er víst að Spe- ars verður að taka sig saman í andlitinu fyrir næstu tónleika hennar í Stokkhólmi á sunnu- dag ef bjarga á orðspori hennar í Skandinavíu. Spears fær falleinkunn í Svíþjóð KYNÞOKKAFULL EINS OG STRÆTÓ- STOPPISTÖÐ Í RIGNINGU Sænskir og danskir gagnrýnendur fara ekki fögrum orðum um tónleika Britney Spears fyrr í vikunni. NORDICPHOTOS/GETTY VEISLA FYRIR AÐDÁ- ENDUR Paul Simon flytur Graceland- plötuna á tónleikum á næsta ári. Jack Osbourne á von á sínu fyrsta barni, en fréttirnar sagði hann í viðtali við breska sjónvarps- manninn Piers Morgan. „Ég er spenntur og smá stressaður,“ sagði Osbourne, en vika er síðan Osbourne tilkynnti trúlofun sína og Lisu Stelly. Barnið verður fyrsta barna- barn rokkarans Ozzy Osbourne og ku vera mikil gleði á heim- ilinu. Faðir í fyrsta sinn VON Á BARNI Hinn nýtrúlofaði Jack Osbourne á von á sínu fyrsta barni. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.