Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 71
FIMMTUDAGUR 13. október 2011 47 SMÁRALIND OG KRINGLUNNI KYNNING í HYGEU Kringlan 533 4533 - Smáralind 554 3960 Kaupaukinn þinn þegar þú kaupir 2 YSL vörur* Falleg YSL taska með nýja hreinsivatninu fyrir andlit og augu 75 ml, Top Secrets varakremi 3 ml, YSL blýanti og mascara í ferðastærð og YSL ilmi. Bjóðum förðun fyrir þá sem kaupa 2 eða fleiri YSL vörur. Fimmtudag og föstudag frá kl. 13:00 – 17:30 og laugardag frá kl. 13:00 – 16:30. Tímabókanir í förðun í síma 533 4533 og 554 3960 KYNNINGARTILBOÐ 20% afsláttur YSL maskari Singuli er 20% afsláttur YSL maskari Luxorio us Tónlist ★★★★ Adhd 2 Adhd Framvarða- sveitin Hljómsveitin ADHD er skipuð fjórum af flinkustu hljóðfæra- leikurum Íslands, þeim Davíð Þór Jónssyni hljómborðsleikara, Ómari Guðjónssyni gítarleikara, Óskari Guðjónssyni saxófónleikara og Magnúsi Tryggvasyni trommu- leikara. Þeir hafa allir tekið þátt í mörgum ólíkum verkefnum og eru jafnvígir á margar tónlistartegundir þó að þeir komi úr djassinum. Þegar fyrri platan ADHD leit dagsins ljós kom það á óvart hvað tónlistin var róleg og hamin. Maður átti von á einhverjum látum vegna nafnsins. Það kraumaði samt orka og hiti undir niðri í tónlistinni. Á nýju plötunni, ADHD2, heldur sveitin áfram að vinna með svipaða hluti. Platan er mjög vel heppnað sambland af djassi og rokki og fer víða. Sums staðar minnir hún á gamlan djassrokk- bræðing (t.d. í upphafslaginu IFE) en oftar leika þeir félagar lausum hala á einhverjum óskil- greindum mörkum fyrrnefndra tónlistarstefna. Þeir sýna allir stjörnutakta á hljóðfærin eins og við var að búast, en auk spilalegra tilþrifa vinna þeir skemmtilega með áherslur og hljóðeffekta og útkoman er lifandi og síbreytileg. Á heildina litið er þetta fyrirtaks plata sem ætti að höfða jafnt til djass- og rokkáhugafólks. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Snillingarnir í ADHD leika lausum hala á landamærum rokks og djass. Spéfuglinn Jim Carrey er í við- ræðum um að leika í kvik- myndinni Burt Wonderstone. Þar myndi hann leika götutón- listarmann í Las Vegas. Með aðalhlutverk myndarinnar fer annar grínisti, Steve Carell. Þeir tveir hafa áður leikið saman, í Bruce Almighty sem kom út 2003. Síðasta mynd hins 49 ára Jims Carrey var Mr. Popper´s Penguins. Þar komst hann oft í hann krappan þegar mörgæsirnar í myndinni voru duglegar að bíta hann. „Ég fékk skrámur hér og þar en það var í góðu lagi,“ sagði Carrey. Jim Carrey á móti Carell JIM CARREY Spéfuglinn leikur hugsanlega á móti Steve Carell í Burt Wonderstone. Matt Damon mun leika ungan elsk- huga Michaels Douglas í kvikmynd- inni Behind the Candelabra sem fjallar um ævi tónlistarmannsins Liberaces. Myndin á að gefa góða mynd af lífi þessa listamanns sem klæddist skrautlegum búningum uppi á sviði. Myndin mun jafnframt fjalla um sérstakt samband Liber- aces og Scotts Thorson. Steven Soderbergh mun leikstýra myndinni en framleiðandinn Jerry Weintraub sagðist vera himinlifandi með að hafa klófest leikarana tvo. Liberace lést árið 1987, þá aðeins 67 ára að aldri. Hann gaf aldrei neitt uppi um kynhneigð sína og fór eitt sinn í mál við dag- blað sem hélt því fram að hann væri samkyn- hneigður. Damon og Douglas leika elskendur ELSKAR DOUGLAS Matt Damon mun leika ungan ástmann Michaels Douglas í kvikmynd um tónlistar- manninn Liberace.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.