Fréttablaðið - 13.10.2011, Page 72

Fréttablaðið - 13.10.2011, Page 72
13. október 2011 FIMMTUDAGUR48 sport@frettabladid.is BENEDIKT GUÐMUNDSSON , fyrrum þjálfari KR, mætir með sína stráka í Þór Þorlákshöfn í DHL-höllina í kvöld þegar fyrsta umferð Iceland Express deildar karla fer af stað. Leikur KR og Þórs hefst klukkan 19.15 en á sama tíma mætast Grindavík og Keflavík í Grindavík og Fjölnir tekur á móti ÍR í Grafarvogi. Umferðin klárast síðan á morgun með eftirtöldum leikjum: Tindastóll-Stjarnan, Valur-Njarðvík og Haukar-Snæfell. KÖRFUBOLTI Karlalið KR mun frumsýna nýjan og endurbætt- an búning í kvöld er liðið tekur á móti sínum gamla þjálfara, Benedikt Guðmundssyni, og læri- sveinum hans í Þór Þorlákshöfn. Breytingarnar koma þó ekki af góðu einu því aðalstjórn KR fór meðal annars fram á breytingar. Aðalstjórninni hugnaðist ekki að körfuknattleiksdeildin hefði sett númer leikmanna inn í merki félagsins. Númerin hafa verið fjarlægð úr merkinu og færð yfir á hitt brjóstið. Svo hafa verið gerðar breytingar á buxunum. „Mönnum fannst guli litur- inn í buxunum minna of mikið á Skagann. Þess vegna verðum við í alhvítum stuttbuxum á heima- velli og svörtum á útivelli,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. Umræðan um búning félagsins hefur ekki farið fram hjá honum enda virðast margir KR-ingar hafa sterka skoðun á búningnum. Flestum finnst hann hreinlega ljótur en aðrir eru hrifnir. „Það var kominn tími á bún- ing sem vekti athygli og vekti spurningar. Af hverju eigum við að vera í meðalmennskunni þar sem enginn tekur eftir nýju bún- ingunum?“ sagði Böðvar brattur. „Ég veit að rendurnar eru líka umdeildar en þeim verður ekki breytt. Það var mikil vinna lögð í hönnun á þessum búningi. Við skoðuðum mikið af gömlum KR- búningum sem og NBA-búninga. Fundum eina treyju þar sem Scott Skiles er ansi flottur í bún- ingi Orlando Magic. Skiles var flottur í teinóttu og þar kom það. Skiles var að gefa um 15 stoð- sendingar í leik og það er einmitt það sem mig vantar frá mínum leikstjórn anda,“ sagði Böðvar kíminn, en svona mjóar rendur hafa ekki áður sést á KR-búningi. - hbg Skiptar skoðanir um nýjan körfuboltabúning KR – aðalstjórn fór fram á breytingar sem sjást í leik kvöldsins: Það var kominn tími á búning sem vekti athygli UMDEILDUR BÚNINGUR Sitt sýnist hverjum um fegurð nýja KR-búningsins. Honum hefur verið breytt lítillega fyrir leik kvöldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI „Ég heillaðist af því sem menn höfðu fram að færa og þeim metnaði sem ríkir hérna. Þess vegna samdi ég við Leikni,“ sagði Willum Þór Þórsson, sem í gær skrifaði undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Leiknis. Koma Willums í Breiðholtið vekur óneitanlega athygli enda er hann einn sigursælasti þjálfari landsins. Willum hefur verið að keppa um og vinna Íslandsmeist- aratitla og var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið áður en KSÍ hóf viðræður við Lars Lagerbäck. Nú er hann kominn aftur í grunninn að byggja upp lið, sem hann hefur gert áður með aðdáunarverðum árangri. „Þetta er spennandi verk- efni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugn- aði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Will- um, en hann segir að stefnan sé eðlilega að koma félaginu í deild þeirra bestu á Íslandi. „Það eru bara tvö spennandi sæti í þessari deild og það eru efstu sætin. Það kemur sá dagur að Leiknir verður úrvalsdeildar- lið ef menn halda þessari þolin- mæði og þrautseigju áfram. Það er gaman að stíga hér inn og taka þátt í þessu verkefni. Auðvi- tað viljum við komast upp strax næsta sumar en hvort það er raunhæft á eftir að koma í ljós,“ sagði Willum en var hann með einhver önnur járn í eldinum? „Það komu skilaboð og þreif- ingar víða að en þegar ég fór að ræða við Leikni hafði það for- gang. Það fór síðan á þennan veg og ég er virkilega ánægður með það.“ Þjálfarinn sigursæli viðurkenn- ir að hann eigi örugglega aðeins eftir að sakna látanna úr efstu deild, sem fær þess utan talsvert meiri athygli en 1. deildin. „Vissulega er úrvalsdeildin stærri og meiri spenna. Ytri kröf- ur eru meiri, sem og athyglin. Kannski á ég eftir að sakna þess. Á móti eru kostir hér. Vinnan er samt alltaf sú sama. Ég er metn- aðarfullur þjálfari með sterka fagvitund. Ég hef ástríðu fyrir starfinu og fótboltanum. Meðan svo er vil ég vinna með góðu fólki. Þetta er það verkefni sem mér stóð til boða. Þeir sem vildu fá mig sóttu það fast og mér líkaði hugarfar þeirra.“ Leiknir rétt náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð og því má telja líklegt að Willum þurfi að styrkja hópinn umtalsvert ef hann ætlar að koma liðinu upp í úrvalsdeild. Eru til peningar í slíkt í Breiðholtinu? „Miðað við núverandi mann- skap er kannski bratt að ætla sér upp á næsta ári. Ég mun samt vinna þannig. Það er ekki rétt að fullyrða um stöðu fjárhagsins. Ég hef ekki kafað í reikninga félags- ins. Það er samt ljóst að við þurf- um einhverja styrkingu ef við ætlum að eiga raunhæfan mögu- leika á að fara upp. Hópurinn er samt góður og það voru ótrúlegar sveiflur á milli ára hjá Leikni.“ henry@frettabladid.is Willum Þór ætlar að koma Leikni upp í efstu deild Willum Þór Þórsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Leikni. Hann segir mikinn metnað ríkja innan félagsins. Hann segir ekki spurningu um hvort heldur hvenær Leiknir fari upp í efstu deild. Stefnan strax sett upp í úrvalsdeild. METNAÐARFULLUR Willum segist enn hafa ástríðu fyrir fótboltanum og hann ætlar að vinna strax að því að koma Leikni upp um deild. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Geir Þorsteinsson, for- maður KSÍ, er vongóður um að hægt verði að ganga frá ráðningu Lars Lagerbäck í starf landsliðs- þjálfara karla í næstu viku. Geir gat ekki tjáð sig um gang viðræðnanna að öðru leyti en að þær gengju vel. „Ég vil yfirleitt klára svona mál sem fyrst og vona að við getum klárað þetta í næstu viku,“ sagði hann við Fréttablaðið í gær. Sumir hafa lýst yfir áhyggj- um yfir að of dýrt verði að ráða erlendan þjálfara en Geir gaf lítið fyrir það. „Við breytum engu í rekstri KSÍ fyrir þessa ráðn- ingu,“ bætti hann við. - esá Ráðning Lars Lagerbäck: Vonandi kláruð í næstu viku Á LEIÐ TIL ÍSLANDS Lars Lagerbäck náði góðum árangri sem þjálfari sænska landsliðsins. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Spænska fótboltalands- liðið hélt sigurgöngu sinni áfram þegar það vann 3-1 sigur á Skot- um í fyrrakvöld á lokakvöldi undankeppni EM 2012. Þetta var fjórtándi sigur Spánverja í röð í keppnisleikjum og jöfnuðu þeir þar með met Hollendinga og Frakka. Spænska landsliðið er enn fremur búið að vinna 22 leiki í röð í undankeppni HM eða EM, alla leiki sína síðan liðið heimsótti okkur Íslendinga á Laugardalsvöllinn 8. september 2007. Spánverjar töpuðu síðast alvöru landsleik þegar þeir lágu 0-1 fyrir Sviss í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni HM í Suður- Afríku 2010 en þá var spænska landsliði búið að vinna tólf alvöru leiki í röð. Nú hafa Spánverjar gert betur. Þeir unnu síðustu sex leiki sína á HM og tryggðu sér heimsmeistaratitilinn. Spænska liðið vann síðan alla átta leiki sína í undankeppni EM með samanlögðu markatölunni 26-6, en í riðli með því voru Tékkland, Skotland, Litháen og Liechtenstein. - óój Frábær árangur Spánverja: Undankeppni EM 2008: 4 sigrar í síðustu 4 Úrslitakeppni EM 2008: 5 sigrar, 1 jafntefli Undankeppni HM 2010: 10 sigrar Úrslitakeppni HM 2010: 6 sigrar, 1 tap Undankeppni EM 2012: 8 sigrar Samanlagt: 33 sigrar og 1 tap í síðustu 35 leikjum í undan- og úrslitakeppnum stórmóta. Spánverjar jöfnuðu met: Töpuðu síðast stigi í Laugardal DAVID VILLA Í viðtali við spænska sjónvarpsmenn eftir jafnteflið á Laugardalsvellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Framarar hafa ekki byrjað betur í karlahandboltan- um í sex ár en þeir eru með fullt hús á toppi N1 deildar karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Framarar mæta því fullir sjálfstrausts á Hlíðarenda í kvöld þar sem þeir hafa ekki unnið í tæpa 46 mánuði eða síðan í des- ember 2007. Valsmenn eru nefni- lega búnir að vinna átta leiki í röð á móti nágrönnum sínum í Voda- fonehöllinni þar á meðal eru tveir bikarleikir. Valsmenn unnu Framara þrisv- ar sinnum á Hlíðarenda í fyrra þar af með einu marki í síðasta deildarleiknum fyrir HM-frí og sigur í framlengdum undanúr- slitaleik í bikarnum. Leikur Vals og Fram hefst klukkan 19.30 en tveir aðrir leik- ir fara fram í deildinni í kvöld, Haukar-Akureyri klukkan 18.30 á Ásvöllum og HK-FH klukkan 19.30 í Digranesi. - óój Síðustu leikir Vals og Fram á Hlíðarenda: 17. mars 2011 deild Valur vann 32-25 13. feb. 2011 bikar Valur 33-31 16. des. 2010 deild Valur 29-28 7. des. 2009 bikar Valur 35-24 15. nóv. 2009 deild Valur 27-21 9. mars 2009 deild Valur 32-25 2. okt. 2009 deild Valur 29-21 2. maí 2008 deild Valur 37-32 16. des. 2007 deild Fram 27-25 Fram heimsækir Val í kvöld: Ekki unnið á Hlíðarenda í tæpa 46 mánuði ÆGIR HRAFN JÓNSSON Mætir sínum gömlu félögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir hitti ekki vel þegar lið hennar Good Angels Kosice tapaði 52-45 á móti pólska liðinu Wisla Can-Pack í fyrsta leik sínum í Euroleague-deildinni. Helena var með 1 stig, 7 fráköst, 2 stolna bolta og 3 fiskaðar villur á 25 mínútum en hún klikkaði á öllum fimm skotum sínum utan af velli. Helena var engu að síður frákastahæst í liðinu ásamt bandarísku stelpunni Erin Lawless. -óój Euroleague-frumraun Helenu: Eitt stig í tapi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.