Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 74

Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 74
13. október 2011 FIMMTUDAGUR50 GOLF Margar áhugaverðar tillög- ur verða lagðar fram á golfþingi Golfsambands Íslands sem fram fer í Garðabæ 19. nóvember næst- komandi. Þar mun bann við notk- un á tækjum sem mæla fjarlægð- ir án efa vekja mesta athygli, og er þá átt við hvers konar útbúnað sem kylfingar nota við slíkt s.s. sjónauka, GPS-tæki og símtæki. Einnig er lagt til að kylfusveinar (aðstoðarmenn) verði bannaðir í flokki 15-18 ára. Fjölmennur starfshópur golf- kennara sem starfa við golfþjálfun yngri kylfinga á Íslandi fundaði á dögunum og eru þessar breytinga- tillögur afrakstur af þeirri vinnu. Skiptar skoðanir voru í starfs- hópnum um að banna notkun á fjarlægðamælum af öllum gerð- um á Íslandsmótinu í höggleik, holukeppni og Íslandsmóti félags- liða (sveitakeppni). Þar með gætu kylfingar ekki notað fjarlægða- kíki eða GPS-tæki til þess að mæla fjarlægðir á meðan keppni stend- ur yfir. Tillagan nær yfir keppni í öllum aldursflokkum – ekki bara hjá börnum og unglingum. Hlynur Geir Hjartarson, afrek- skylfingur og golfkennari frá Sel- fossi, var einn af þeim sem unnu að þessum tillögum. Hann var spurður að því hvernig hópurinn hafi rökstutt tillögur sínar: „Það er bannað að nota fjar- lægðamæla til dæmis í Evrópu- mótum landsliða, stórum áhuga- mótum erlendis og víðar. Við finnum fyrir því að ungir íslensk- ir kylfingar hafa ekki þróað með sér þann hæfileika að geta metið fjarlægðir með öðrum aðferð- um, til dæmis að stika völlinn fyrir keppni. Með því að banna þessi tæki á Íslandsmótum verða kylfingar að hugsa leik sinn með öðrum hætti og við teljum að þeir verði betri til lengri tíma litið. Það er mat flestra að yngri kylfingar stóli of mikið á tæknina og aðstoð- armennina,“ sagði Hlynur í gær. Það vekur einnig athygli að lagt er til að keppendur í flokki 15-18 ára á stigamótaröð Golfsambands- ins verði ekki með aðstoðarmenn með sér í keppni eða kylfusveina. Hlynur segir að dregið hafi úr sjálfstæðum ákvörðunum yngri kylfinga og þeir stóli of mikið á að fá ráðleggingar frá aðstoðar- manninum fyrir nánast hvert ein- asta högg. „Foreldrar eða aðstoð- armenn eru ómissandi þáttur fyrir golfíþróttina en þeir geta líka tekið of mikið frá kylfingnum. Við vitum af dæmum þar sem ungir kylfingar þurfa varla að taka sjálf- stæða ákvörðun um eitt né neitt. Þeir hafa aldrei skilað skorkortun- um sjálfir til keppnisstjórnar, hafa jafnvel ekki séð um að skrá skorið sjálfir. Að auki eru aðstoðarmenn of mikið að skipta sér af til dæmis kylfuvali í keppni. Að okkar mati taka unglingar of sjaldan ákvörð- un sjálf sem þeir þurfa að standa og falla með,“ bætti Hlynur við. Lagt er til að aðstoðarmenn verði áfram leyfðir í öllum yngri aldurshópunum á mótum á vegum GSÍ og einnig í öllum flokkum á Áskorendamótaröðinni sem er hugsuð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Fjölmargar tillögur verða lagð- ar fram frá starfshópnum. Má þar nefna að lagt er til að nafninu á Sveitakeppni GSÍ verði breytt í Íslandsmót félagsliða. seth@frettabladid.is Ungviðið stólar of mikið á tæknina og aðstoðarmenn Golfþing GSÍ er fram undan. Á þinginu verður lagt til að banna tæki sem mæla fjarlægðir í öllum aldursflokkum á Íslandsmótum. Einnig er lagt til að kylfusveinar og aðstoðarmenn verði lagðir af í aldursflokknum 15-18 ára. MEÐ KÍKINN Kristján Þórir Einarsson er einn fjölmargra kylfinga sem notar lengadarmælissjónauka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjónsson gerir lítið annað þessa dagana en að mæta á æfingar hjá liði sínu, Hudd- ersfield, í Englandi. Hann bíður þess nú að losna frá félaginu svo hann geti flutt aftur heim til Íslands með sinni fjölskyldu. Langlíklegast er að hann gangi til liðs við ÍA, uppeldisfélagið sitt, en hann hefur einnig verið orðað- ur við KR.„Já, ég las þetta á Fótbolti. net,“ segir Jóhannes Karl í léttum dúr en nafn hans birtist í slúðurpakka síð- unnar. Hann vildi þó lítið gefa fyrir slúðrið. „Allar þreifingar eru á frumstigi enda má ég ekki byrja að tala við önnur lið fyrr en í janúar. Það eina sem ég hef gert er að segjast vilja koma heim og hefur ÍA sagst vilja fá mig. Ég er Skagamaður í húð og hár og með gult og svart hjarta. Ég vona að þetta sé allt á réttri leið.“ Jóhannes Karl fékk þau skilaboð í upphafi tímabilsins að hann myndi ekkert spila á tímabilinu og æfir hann því eingöngu með liðinu. „Jú, það er mjög skrýtið. Þetta verð- ur í raun eins og venjuleg vinna. Ég mæti á æfingar en tek svo aldrei þátt í leikjunum,“ segir hann en tekur þessu eins og hverju öðru hundsbiti. „Þetta er bara staðan sem er komin upp. Við í fjölskyldunni erum búin að ákveða að koma heim og því er þetta bara í góðu lagi.“ Hann segir ólíklegt að hann spili aftur með Huddersfield og hefur hann þegar hafnað nokkrum tilboðum um að fara á láni til annarra félaga, bæði sunnar í Englandi sem og í Skotlandi. „Ég er nú ekkert sérstaklega spennt- ur fyrir því að fara í eitthvað af þess- um minni liðum sem spila í sömu deild og Huddersfield. Það getur því bara vel verið að ég klári minn samning hér en ég er fyrst og fremst að vona að ég losni undan honum sem allra fyrst. Það fer eftir því hvort þeir eru tilbúnir að gera við mig starfslokasamning,“ segir Jóhannes Karl sem bindur þó vonir við að losna eftir áramót, jafnvel í febrúar. „Þeir eru enn að vonast til þess að ég fari eitthvað annað á láni en þeir eru kannski til í að semja við mig þegar lokað verður fyrir félagaskipti í lok janúar.“ Huddersfield gengur vel en liðið er í þriðja sæti og enn taplaust eftir tólf leiki. Stjóri liðsins er Lee Clark, fyrrum leikmaður Newcastle, Sun- derland og Fulham og gallharður miðjumaður sem svipaði mjög til Jóhannesar Karls sem leikmanns. „Ég held að Huddersfield fari beint upp og að ekkert lið í þess- ari deild geti komið í veg fyrir það. Liðið er gott og leikmannahópur- inn breiður,“ segir Jóhannes og neitar því ekki að Clark var leik- maður að hans skapi. „Hann er mjög svipaður sem knatt- spyrnustjóri – hörkunagli og afar metnaðarfullur. Ég get séð fyrir mér að hann muni ná lengra sem þjálfari í framtíð- inni.“ - esá Jóhannes Karl Guðjónsson fær ekkert að spila í Huddersfield og bíður þess að komast til Íslands: Ég er Skagamaður með gult og svart hjarta Iceland Express kvenna Fjölnir-Keflavík 79-72 (39-31) Stig Fjölnirs: Brittney Jones 33, Birna Eiríksd.19, Katina Mandylaris 19 (17 frák.), Heiðrún Rík- harðsd. 3, Erla Kristinsd. 3, Eva María Emilsd. 2. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðs. 21, Jaleesa Butler 21 (14 frák./5 stoðs.), Pálína Gunnlaugsdóttir 7, Helga Hallgrímsdóttir 6, Sara Hinriksd. 6, Hrund Jóhannsd.6, Telma Ásgeirsd. 3, Lovísa Falsd. 2. Valur-Snæfell 70-79 (32-39) Stig Vals: Kristrún Sigurjónsdóttir 20, Melissa Leichlitner 17, María Ben Erlingsdóttir 15 Berglind Karen Ingvarsd. 8, Signý Hermannsd. 6, Þórunn Bjarnadóttir 2 (10 frák.), Guðbjörg Sverrisdóttir 2. Stig Snæfells: Hildur Sigurðardóttir 24 (9 frák.) Hildur Björg Kjartansdóttir 16, Kieraah Marlow 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2. Haukar-Njarðvík 60-81 (37-43) Stig Hauka: Jence Rhoads 19, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13 (6 stolnir), Sara Pálmad. 8, Hope Elam 8 (9 frák./3 varin), Íris Sverrisd. 5, Guðrún Ósk Ámundard.4, Margrét Rósa 3. Stig Njarðvíkur: Lele Hardy 33 (14 frák.), Shanae Baker 20 (8 frák./5 stoðs./6 stolnir), Petrúnella Skúladóttir 13, Salbjörg Sævarsdóttir 12 (7 frák.) Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Aníta Carter 1. KR-Hamar 73-60 (38-24) Stig KR: Reyana Colson 19 (9 fráköst), Margrét Kara Sturludóttir 16 (6 frák./5 stoðs.), Hafrún Hálfdánardóttir 13, Bryndís Guðmundsdóttir 10 (6 frák./5 stoðs.), Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9 (10 frák.), Helga Einarsdóttir 6. Stig Hamars: Samantha Murphy 20 (8 frák.), Hannah Tuomi 18 (18 fráköst), Jenný Harðardóttir 8 (10 frák.), Kristrún Rut Antonsdóttir 8, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2. N1 deild kvenna í handbolta FH-Fram 16-30 (10-16) Markahæstar: Ingibjörg Pálmadóttir 5, Birna Íris Helgadóttir 4, Kristrún Steinþórsdóttir 4 - Elísabet Gunnarsdóttir 7, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Stella Sigurðardóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3. Grótta-Valur 28-41 ÚRSLIT Í GÆR HANDBOLTI Aron Pálmarsson lék á ný með Kiel í gærkvöldi þegar Kiel vann sjö marka útisigur á Grosswallstadt, 32-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron kom aftur inn í lið Kiel eftir meiðsli og Alfreð Gíslason skellti honum í byrjunarliðið. Aron byrjaði með látum og skoraði 3 af 4 fyrstu mörkum Kiel í leiknum en hann endaði leikinn með fjögur mörk. Alexander Petersson skoraði eitt mark þegar Füchse Berlin vann 31-27 útisigur á Eintracht Hildesheim. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar sitja í öðru sætinu á eftir Kiel sem hefur unnið alla átta deildarleiki sína til þessa. - óój Þýski handboltinn í gær: Aron í gang á ný KÖRFUBOLTI Haukur Helgi Pálsson var aftur í byrjunarliði Manresa þegar liðið vann sex stiga útisigur á Baloncesto Fuenlabrada, 79-73, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær. Manresa hefur unnið tvo fyrstu leiki tímabilsins. Haukur Helgi hefur því byrjað tvo fyrstu leiki sína í bestu körfuboltadeild í Evrópu og hann var með fimm stig, eina stoðsendingu og einn stolinn bolta á 14 mínútum í gær. Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza töpuðu hins vegar 82-66 á móti Valenica á útivelli en Jón Arnór var með fimm stig og eitt frákast á 16 mínútum. - óój Spænski körfuboltinn: Haukur Helgi og félagar byrja vel HAUKUR HELGI PÁLSSON Lék með Maryland í fyrra. MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Norskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál á dögunum. Stabæk gerði samkomulag við Nancy þegar Veigar Páll kom til baka frá Frakklandi um að Nancy fengi helminginn af kaupverði leikmannsins yrði hann seldur frá Stabæk. Stabæk fékk fimm milljóna tilboð frá Rosenborg en seldi hann engu að síður fyrir eina milljón til Vålerenga þótt að Veigar hafi viljað fara til Rosenborg. Nancy fékk því aðeins hálfa milljón í sinn hlut. Það sem ekki kom fram að hluti af samningur Stabæk og Vålerenga voru fjórar milljónir sem Vålerenga borgaði fyrir forkaupsrétt á hinum 15 ára Hermann Stengel. Með þessu „samningi“ fékk Stabæk 4,5 milljónir í sinn hlut og sparaði sér 2 milljónir sem hefðu annars farið til franska liðsins. -óój Sala Veigars Páls til VIF: Stabæk fór illa með Nancy KÖRFUBOLTI Snæfell vann í gær fínan sigur, 79-70, á Val í fyrstu umferð Iceland-Express deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Snæfellingar höfðu góð tök á leiknum alveg frá byrjun og héldu Vals- stúlkum alltaf þægilega vel frá sér. Stigaskor- ið dreifðist vel í liðinu og greinilega góð liðs- heild hjá Hólmurum en Hildur Sigurðardóttir var með 24 stig í fyrsta deildarleiknum sínum með Snæfelli. „Ég er mjög stoltur af þessum sigri,“ sagði Ingi Þór Steingrímsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í gær. „Við vorum ekki að spila eins vel og ég veit að liðið getur gert, en þetta var mikil- vægur sigur. Það kom mér nokkuð á óvart að við höfðum frumkvæðið allan leikinn og ég held að Valsstelpurnar hafi ekki búist við því.“ „Þetta er ekki sú byrjun sem við vildum,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir tapið í gær. „Við ætluðum okkur að ná sigri í fyrsta leik og það gekk ekki eftir í kvöld. Snæ- fell skorar níu stig strax í upphafi og við hrein- lega náðum aldrei að brúa það bil.“ Fyrsta umferðin fór öll fram í gær og unnu Fjölnir og Njarðvík óvænta sigra. Fjölniskonur unnu 79-72 sigur á Íslands- meisturum Keflavíkur og Njarðvík burstaði Lengjubikarmeistara Hauka á Ásvöllum. Kefla- vík var spáð sigri í árlegri spá fyrir mótið sem var kynnt í fyrradag en Fjölnisliðinu var aftur á móti spáð falli úr deildinni. KR vann síðan 73-60 sigur á Hamar í síðasta leik kvöldsins. - sáp Fjölnir og Njarðvík unnu óvænta sigra í fyrstu umferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í gær: Hildur leiddi Snæfell til sigurs í fyrsta leik HILDUR SIGURÐARDÓTTIR Fór á kostum á móti Val í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.