Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 78
13. október 2011 FIMMTUDAGUR54
Fim 13.10. Kl. 19:30 1. sér.
Fös 14.10. Kl. 19:30 9. sýn.
Fös 14.10. Kl. 22:00 3. au.
Lau 15.10. Kl. 16:00 10. sýn.
Lau 15.10. Kl. 19:30 11. sýn.
Fim 20.10. Kl. 19:30 2. sér.
Fös 21.10. Kl. 19:30 3. sér.
Lau 22.10. Kl. 16:00 12. sýn.
Lau 22.10. Kl. 19:30 13. sýn.
Sun 23.10. Kl. 19:30 14. sýn.
Lau 29.10. Kl. 16:00 15. sýn.
Lau 29.10. Kl. 19:30 16. sýn.
Listaverkið (Stóra sviðið)
Svartur hundur prestsins (Kassinn)
Fim 13.10. Kl. 19:30 2. auks.
Fös 14.10. Kl. 19:30 12. sýn.
Lau 15.10. Kl. 19:30 13. sýn.
Fim 20.10. Kl. 19:30 3. auks.
Fös 21.10. Kl. 19:30 14. sýn.
Lau 22.10. Kl. 19:30 15. sýn.
Fim 27.10. Kl. 19:30 4. auks.
Fös 28.10. Kl. 19:30 16. sýn.
Lau 29.10. Kl. 19:30 17. sýn.
Fim 3.11. Kl. 19:30 18. sýn.
Fös 4.11.Kl. 19:30 5. au.
Lau 5.11.Kl. 19:30 6. au.
Mið 9.11. Kl. 19:30 19. sýn.
Lau 12.11. Kl. 19:30 20. sýn.
Sun 13.11. Kl. 19:30 21. sýn.
Lau 19.11. Kl. 19:30 22. sýn.
Sun 20.11. Kl. 19:30 23. sýn.
Fim 24.11. Kl. 19:30 24. sýn.
Fös 25.11. Kl. 19:30 25. sýn.
Sun 27.11. Kl. 19:30 26. sýn.
Fim 1.12. Kl. 19:30 27. sýn.
Fös 2.12. Kl. 19:30 28. sýn.
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Sun 16.10. Kl. 14:00 síð. sýn.
Hreinsun (Stóra sviðið)
Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 27.10. Kl. 19:30 Frums.
Fös 28.10. Kl. 19:30 2. sýn.
Fös 4.11. Kl. 19:30 3. sýn.
Lau 5.11. Kl. 19:30 4. sýn.
Lau 12.11. Kl. 19:30 5. sýn.
Sun 13.11. Kl. 19:30 6. sýn.
Lau 19.11. Kl. 19:30 7. sýn.
Sun 20.11. Kl. 19:30 8. sýn.
Fim 24.11. Kl. 19:30 9. sýn.
Fös 25.11. Kl. 19:30 10. sýn.
Fös 2.12. Kl. 19:30 11. sýn.
Lau 3.12. Kl. 19:30 12. sýn.
U
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
U
U
U
U
U
Ö
U
Ö
Hvílíkt snilldarverk er maðurinn (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 14.10. Kl. 19:30 4. sýn. Lau 15.10. Kl. 19:30 5. sýn. Mið 19.10. Kl. 19:30 6. sýn.
Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 16.10. Kl. 21:00 Frums. Fös 21.10. Kl. 22:00 2. sýn. Lau 22.10. Kl. 22:00 3. sýn. U
U
U
Ö
U
Ö
Sögustund - Hlini kóngsson (Kúlan)
Lau 15.10. Kl. 13:30 5. sýn.
Lau 15.10. Kl. 15:00 6. sýn.
Lau 22.10. Kl. 13:30 7. sýn
Lau 22.10. Kl. 15:00 8. sýn.
U
U
Ö
Ö
U
Ö
Ö
Ö
Ö
Lau 15.10. Kl. 22:00 7. sýn.
Lau 29.10. Kl. 22:00 8. sýn.
Fös 2.12. Kl. 22:00 Lau 10.12.
Kl. 22:00
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Þetta var skemmtilegt ferli og
gaman að vinna að þessari mynd
með CCP, sem fjallar á margan
hátt um framtíð tískunnar,“ segir
Ellen Loftsdóttir, en hún leikstýrði
nýverið heimildarmynd um sam-
starf tölvuleikjaframleiðandans
og stílistans Nicola Formichetti,
ásamt kærasta sínum Þorbirni
Ingasyni.
Samstarf CCP við stílistann var
í tengslum við tískuvikuna í New
York þar, sem Formichetti kynnti
til sögunnar þrívíddartískusýn-
ingu með fyrirsætunni Rick
Genest, sem betur er þekktur sem
Zombie Boy, í aðalhlutverki.
Nicola Formichetti er einn fræg-
asti stílisti í heimi, listrænn stjórn-
andi Thierry Mugler tískuhússins
og stílisti tónlistarkonunar Lady
Gaga. Hann er mikill Íslandsvin-
ur og hefur komið hingað nokkrum
sinnum.
„CCP hafði samband við okkur
um að gera þessa mynd, þar sem
þau vildu fá fólk með innsæi í heim
tískunnar í samstarf. Þetta verk-
efni með Formichetti er meira
tengt tísku en fyrirtækið hefur
nokkurn tíma gert. Það var líka
gaman fyrir okkur að upplifa alla
þá tæknilegu þekkingu sem CCP
er búið að þróa með sér undanfar-
in ár,“ segir Ellen. Hún og Þorbjörn
starfa bæði fyrir vinnustofuna
Narva og hafa meðal annars gert
heimildarmyndir, tískumyndir og
tónlistarmyndbönd, en Ellen hefur
unnið sem stílisti bæði hér heima
og erlendis í nokkur ár.
„Þegar ég frétti um hvern heim-
ildarmyndin var varð ég mjög
ánægð, þar sem ég hef fylgst með
Formichetti í næstum tíu ár og ber
mikla virðingu fyrir hans störf-
um,“ segir hún og bætir við að það
sé í raun Formichetti að þakka að
Lady Gaga sé fræg í dag, enda hafi
búningar hennar vakið óskipta
athygli gegnum tíðina. Ellen og
Tobbi fylgdu stílistanum eftir á
tískuvikunni í New York og tóku
viðtöl við yfirmenn CCP og fyrir-
sætuna Zombie Boy.
Heimildarmyndin var síðan birt
á vefsíðunni Dazed Digital fyrr
í vikunni og hefur vakið mikla
athygli, enda talar Formichetti blá-
kalt um að framtíð tískunnar sé á
tölvuskjánum.
„Formichetti sér framtíð tísk-
unnar fyrir sér í þrívídd, sem er
frekar rosalegt. Hann vill meina
að eftir nokkur ár eigi allir eftir
að eiga útgáfu af sjálfum sér í tölv-
unni, sem við eigum frekar eftir að
vilja klæða upp. Það er eiginlega
fáránlegt að segja það en gæti
verið þróunin,“ segir Ellen áður en
hún brunar af stað á frumsýningu
íslensku myndarinnar Borgríki,
en hún sá einmitt um búningana í
þeirri mynd. alfrun@frettabladid.is
Fyrirsætan Rick Genest fer með aðalhlutverkið í
þrívíddarsýningu Formichetti, en hann vekur athygli
þar sem líkami hans er þakinn húðflúrum. Húðflúrin
láta hann líta út sem lifandi uppvakning, en áður
en hann var uppgötvaður af Formichetti var Genest
meðlimur í sirkus þar sem hann gerði ýmiss konar
áhættuatriði. Genest lék meðal annars stór hlutverk í
myndbandi Lady Gaga, „Born This Way“.
Ellen og Tobbi fengu að hitta kappann í New York og
tóku við hann viðtal. Ellen segir hann mjög viðkunnan-
legan. „Ég var mjög stressuð að hitta hann fyrst, þar sem
mér finnst hann frekar hrikalega útlítandi, en hann var
algjör ljúflingur og fínn gaur.“
LIFANDI UPPVAKNINGUR
KNÚSAÐUR AF GAGA Nicola Formichetti
er maðurinn á bak við frumlega búninga
tónlistarkonunnar Lady Gaga og ber
samstarfinu við CCP vel söguna í heim-
ildarmyndinni.
HEIMILDARMYND UM FORMICHETTI Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason gerðu
heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans CCP og stílistans fræga
Nicola Formichetti. Myndin hefur vakið mikla athygli og er komin inn á síðuna Dazed
Digital.
Forlagið gekk í gær frá samning-
um við brasilískt forlag um útgáfu
á barnabókinni Blái hnötturinn
eftir Andra Snæ Magnason. Bókin
er því væntanleg í öllum byggðum
heimsálfum nema einni, Eyjaálfu,
því útgáfa hennar hefur þegar
verið skipulögð í Norður-Ameríku
á næsta ári.
Bókamessan í Frankfurt var
sett á þriðjudagskvöld að við-
stöddu margmenni og þótt rithöf-
undur og forleggjarar séu á hverju
strái sitja þeir fæstir að sumbli
á börunum við að ræða nýjustu
strauma og stefnur. Margir af
hinum íslensku rithöfundum eru á
flakki um allt Þýskalandi, að lesa
upp úr bókum sínum og nýta sér
þá miklu umfjöllun sem íslenskar
bækur fá þessa vikurnar. Andri
Snær er engin undantekning á
því; hann verður í Þýskalandi í tíu
daga að lesa upp úr verkum sínum.
„Þetta er svona síðbúið bakpoka-
ferðalag,“ segir Andri í samtali við
Fréttablaðið. Hann var þá reyndar
staddur í Frankfurt en var á leið-
inni til Mainz. „Það eru margir í
mínum sporum og ég held að Hall-
grímur [Helgason] sé jafnvel verri
en ég, hann ætlar að vera í þriggja
vikna upplestraferð,“ segir Andri
sem er ákaflega hrifinn af íslenska
skálanum á bókamessunni, finnst
hann vera hálfgerð vin í öllu þessu
brjálæði.
Þjóðverjar virðast fylgjast vel
með bókamessunni, allavega var
íranskur leigubílstjóri með allt
á hreinu þegar Andri fékk far
hjá honum í Köln. „Hann spurði
hvaðan ég væri og þegar ég hafði
kynnt mig sagðist hann einmitt
hafa verið að lesa grein um bóka-
messuna. Og endaði á því að gefa
mér helmingsafslátt af farinu,“
útskýrir Andri sem launaði honum
að íslenskum sið, gaf honum árit-
að eintak af þýsku þýðingunni á
Draumalandinu. - fgg
„Bitabíllinn á Lækjartorgi,
þar er besti hamborgarinn í
bænum.“
Atli Óskar Fjalarson, leikari.
Að minnsta kosti þrjú hundruð manns voru í bið-
röð við verslun Smekkleysu á Laugavegi í fyrrinótt
og í gærmorgun. Þar vonuðust þeir til að fá miða á
Biophilia-tónleika Bjarkar sem voru haldnir í Hörpu
í gærkvöldi. Aðeins tvö hundruð miðar voru í boði
fyrir fólk sem þegar hafði keypt sér miða á Airwa-
ves-hátíðina og því var mikilvægt að mæta tímanlega
á staðinn. Alhörðustu Bjarkaraðdáendurnir settust
niður við verslunina klukkan þrjú um nóttina og biðu
þolinmóðir í kraftgöllum og svefnpokum þangað til
dyrnar voru opnaðar um morguninn. Tveir öryggis-
verðir voru á staðnum til að allt færi vel fram. „Þetta
gekk ofsalega vel fyrir sig, það voru engin vandræði,“
segir Kristján Kristjánsson hjá Smekkleysu, eða
Kiddi rokk, en miðarnir ruku út á fimmtán mínútum.
Svipaður háttur verður hafður á fyrir síðari tón-
leika Bjarkar á sunnudag og fyrir tónleika Sinéad
O´Connor annað kvöld. - fb
Þrjú hundruð biðu eftir miðum
ERFIÐ BIÐ Um þrjú hundruð manns voru í biðröðinni við verslun Smekkleysu. María Einarsdóttir, til hægri að ofan, var fremst.
FRÉTTABLAÐI/GVA
ELLEN OG TOBBI: HANN SÉR FRAMTÍÐ TÍSKUNNAR FYRIR SÉR Í ÞRÍVÍDD
Gerðu mynd um frægasta stílista heims
Sló í gegn hjá írönskum leigubílstjóra
EIN HEIMSÁLFA EFTIR Blái hnötturinn
kemur út í Brasilíu og Norður-Ameríku
á næstunni og er þá Eyjaálfa eina
heimsálfan sem bókin á eftir.