Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 4
8. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 250 bestu plötur sögunnar 999 1.499 1.499 1.499 1.999 1.499 1.499 1.999 1.999 KRINGLAN OG LAUGAVEGUR 44 591 5300 · WWW.SKIFAN.IS Aðeins í Skífunni GENGIÐ 07.11.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 212,8619 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,81 115,35 183,68 184,58 157,42 158,30 21,147 21,271 20,332 20,452 17,292 17,394 1,4694 1,4780 180,46 181,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 14° 12° 10° 13° 15° 9° 9° 23° 12° 21° 17° 25° 6° 13° 16° 9° Á MORGUN 3-8 m/s, FIMMTUDAGUR Víða 5-10 m/s en 8-15 síðdegis. 8 8 7 7 5 7 7 8 9 10 9 12 13 10 10 7 9 9 8 7 9 13 5 4 8 8 10 4 4 10 8 7 SKÚRIR SYÐRA Næstu daga verður fremur hæg suð- austanátt ríkjandi með skúrum einkum sunnan til en þurrt að mestu norðanlands. Nokkuð milt í veðri áfram. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur dæmdi í gær félagið IceCap- ital ehf. til að greiða Arion banka jafngildi rétt tæpra fimm millj- arða króna auk dráttarvaxta af tæpum þriðjungi upphæðarinnar sem reiknast frá 15. október 2008 til greiðsludags. Arion banki höfðaði mál á hend- ur IceCapital þegar þriggja millj- arða króna lán sem félagið tók hjá Kaupþingi árið 2006 var enn ógreitt í lok árs 2009. Samkvæmt lánaskilmálum átti að greiða það til baka í einni greiðslu í október árið 2008. Lánið var veitt að helmingi í íslenskum krónum og að helmingi í fimm erlendum myntum. IceCapital bar því við lánið hefði verið gengistryggt og vísaði til dóma Hæstaréttar um ólögmæti slíkra lána. Á það féllst dómurinn hins vegar ekki þar sem erlendur helmingur lánsins var greiddur út í erlendum myntum en ekki í geng- istryggðum krónum. IceCapital, sem áður hét Sund ehf., er í eigu systkinanna Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Krist- jánsdóttur og móður þeirra Gunn- þórunnar Jónsdóttur. Félagið átti fyrir hrun meðal annars 12 pró- senta hlut í VBS Fjárfestingar- banka og 5,81 prósenta hlut í Byr. Félagið tapaði rúmum 39 millj- örðum króna á árunum 2008 og 2009 og var eigið fé þess í loks árs 2009 neikvætt um tæpa 25 millj- arða. Félagið er því ógjaldfært. Í síðasta mánuði staðfesti Hæsti- réttur annan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að IceCapi- tal þyrfti að greiða Arion banka til baka þriggja milljarða króna lán sem félagið tók hjá Kaupþingi árið 2006 en greiddi ekki til baka. - mþl Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir Arion banka í hag í máli gegn IceCapital: Arion á heimtingu á milljörðum HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR IceCapital greiddi ekki til baka þriggja milljarða króna lán sem félagið tók hjá Kaupþingi árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Fjórir menn sem handteknir voru eftir að 375 grömm af kókaíni fundust í fórum þeirra í sumarbústað í Árnessýslu í lok október eru laus- ir úr haldi. Þeir sættu varðhaldi í eina viku en ósk um framleng- ingu þess yfir einum mannanna var hafnað um helgina. Þeim var því öllum sleppt en úrskurðaðir í farbann. Í sumarbústaðnum fannst kókaín á víð og dreif, á matar- diskum, í skaftpotti á gólfinu og í glerkrukkum, auk þess sem 370 grömm af óþekktu hvítu efni fannst í dunki merktum kreat- íni. Fram kemur í gæsluvarð- haldsúrskurði yfir mönnunum frá því í októberlok að lögregla leiti fimmta mannsins. Allir eru mennirnir frá Litháen. - sh Með kókaín úti um allt: Fjórmenningar settir í farbann BRETLAND Hagnaður lággjalda- flugfélagsins Ryanair jókst um 23 prósent á milli ára, sé litið á annan ársfjórðung þess árs. Hagnaðurinn fór úr 398 milljónum evra, sem samsvarar 63 milljörðum króna, í 463 milljónir evra, eða 73 milljarða króna, eftir skatt. Þá hafa rekstraráætlanir félagsins gert ráð fyrir betri afkomu en áður, eins og greint er frá á fréttavef BBC. Rekstur félagsins hefur gengið vel á síð- ustu árum þrátt fyrir efnahags- þrengingar í heiminum, en fólk virðist nýta sér lággjaldaflug- félög í ríkara mæli en áður. Forsvarsmenn félagsins segj- ast stefna að því að tvöfalda umfang rekstursins á næsta áratug. - sv Rekstur Ryanair gengur vel: Hagnaður jókst um fjórðung GRIKKLAND, AP Tilkynnt verður um nýjan forsætisráðherra Grikklands í dag. Samkvæmt grískum fjölmiðl- um komust Georg Papandreú, frá- farandi forsætisráðherra og leiðtogi vinstri flokksins Pasok, og Antonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, að samkomulagi um forsætisráðherra í samsteypustjórn flokkanna í gærkvöldi. Talið er líklegast að Lúkas Papademos, fyrrverandi aðstoðar- bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sem á sínum tíma hafði umsjón með upptöku evrunnar í Grikk- landi, hafi orðið fyrir valinu. Einnig þóttu þó koma til greina hægrimað- urinn Stavros Dimas, fyrrverandi umhverfisstjóri í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, og Evangelos Venizelos, fjármálaráð- herra í stjórn Papandreús. Papandreú og Samaras ræddust lengi við á símafundi í gær, dag- inn eftir að þeir náðu samkomu- lagi um að stjórnarsamstarf. Nýja þjóðstjórn in verður bráðabirgða- stjórn. Efnt verður til þingkosninga þann 19. febrúar, en þangað til fær stjórnin það verkefni að tryggja samkomulag á þingi um björgunar- pakka Evrópusambandsins og þær aðhaldsaðgerðir innanlands sem honum tilheyra. Víða má þó enn heyra efasemd- ir um að stjórninni muni takast að hrinda aðhaldsaðgerðunum í fram- kvæmd, en í staðinn ætla stærstu bankar Evrópu að fella niður helm- inginn af skuldum gríska ríkisins, auk þess sem bein fjárhagsaðstoð frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um verður stóraukin. Grikkir kynna nýjan forsætisráðherra í dag Tilkynnt verður um forsætisráðherra nýrrar þjóðstjórnar á Grikklandi í dag. Nýja stjórnin fær þrjá mánuði til að tryggja framkvæmd aðhaldsaðgerða og nauðsynlegs björgunarpakka frá ESB. Kosningar verða haldnar 19. febrúar. STÍFT FUNDAÐ Georg Papandreú forsætisráðherra og Antonis Samaras, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafa fundað stíft í forsetahöllinni í Aþenu ásamt Karolos Papúlías forseta síðustu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Það hlýtur að verða algert skilyrði við hugsanlega inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið að takmarkanir verði settar við innflutning á lifandi dýrum og hráu kjöti til Íslands. Þetta sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, á opnum fundi atvinnuvega- nefndar og utanríkis- málanefndar á Alþingi í gær. „Fyrir mér er þetta hluti af okkar fæðuöryggi og hluti af því að við stöndum vörð um okkar viðkvæma búfé,“ sagði Jón, en tók fram að hann byggist við því að aðildarsamningur yrði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Eins og ég held að við gerum flestöll ráð fyrir,“ bætti hann við. - jhh Ráðherra um aðild að ESB: Ekki verði flutt inn hrátt kjöt JÓN BJARNASON Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hittust í Brussel í gær, til að bera saman bækur sínar og leita leiða til að róa markaði. Ekki var tekin nein ákvörð- un á þeim fundi um næstu útborgun fjárhagsaðstoðar til Grikklands, sem á að nema átta milljörðum evra samtals frá ESB og AGS. Hins vegar báðu fjár- málaráðherrarnir um skriflega yfirlýsingu frá Papandreú og Samaras þar sem stuðningur þeirra við björgunarpakkann og aðhaldsaðgerðirnar væri ítrekaður. Fjármálaráðherrar vildu róa markaði Almenningur er orðinn lang- þreyttur á aðhaldsaðgerðum, sem bitnað hafa illa á fólki í nærri tvö ár. Mótmæli almennings gegn þeim gætu orðið enn harðari nú þegar hægriflokkurinn er kominn til liðs við stjórnina, sami flokkur og safn- aði þeim skuldum sem ríkið ræður ekki lengur við að greiða afborg- anir af. Samaras og flokkur hans gætu sömuleiðis reynt að ná því fram í stjórnarsamstarfinu að dregið verði úr þessum aðhaldsaðgerðum, í samræmi við stanslausa gagnrýni flokksins á Papandreú mánuðum saman. Í staðinn gæti svo farið að aðstoð ESB og AGS verði í uppnámi, og þar með stæði Grikkland ansi tæpt á evrusvæðinu. gudsteinn@frettabladid.is BANDARÍKIN, AP Kviðdómur í Los Angeles í Bandaríkjunum komst í gær að þeirri niðurstöðu að Con- rad Murray, læknir poppstjörn- urnar Michael Jackson, hefði orðið Jackson að bana 25. júní 2009. Murray var fundinn sekur um manndráp af gáleysi, en dómur verður kveðinn upp 29. nóvember. Í réttarhöldunum yfir Murray hélt ákæruvaldið því fram að hann hefði verið kærulaus í störf- um sínum fyrir Jackson og gefið honum banvænan skammt af öfl- ugu svefnlyfi. Allt að fjögurra ára fangelsis- vist bíður nú Murray sem gæti einnig misst læknaleyfi sitt. - mþl Dr. Conrad Murray dæmdur: Varð Michael Jackson að bana

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.