Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 8. nóvember 2011 13 Náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn Mikið mál? Minna mál með SagaPro www.sagamedica.is Tíð næturþvaglát eru heilmikið mál fyrir marga karlmenn. SagaPro er náttúruvara úr íslenskri ætihvönn ætluð þeim sem eiga við þetta vandamál að etja. Með SagaPro fækkar næturferðum á salernið og þar með færðu betri hvíld. SagaPro fæst í heilsuvöruverslunum, apótekum, stórmörkuðum og Fríhöfninni. Bloggarar og álitsgjafar um um stjórnmál og viðskipta- líf hér og þar, geta þess ekki endilega hvar þeir sjálfir standa í pólitík og hvers vegna. Í mörg- um tilvikum er það á allra vit- orði, en ekki alltaf. Til eru þeir sem trúa því í einlægni að þeir séu hlutlausir í málflutningi, af því að þeir eru ekki flokks- bundnir. Eftir því sem ég best vissi þá var ég á sínum tíma eini flokks- bundni blaðamaðurinn á Vísi auk ritstjórans. Við vorum bæði sjálfstæðismenn og það var ekk- ert leyndarmál. Til þess var stundum vitnað í léttum tón, þegar ég var send í verkefni tengd pólitík. Fréttastjórinn minn, góður félagi og fínn blaða- maður, var fyrrverandi fram- sóknarmaður. Hann hafði ekki verið sáttur við pólitíkina þar og stofnaði því Möðruvallarhreyf- inguna, ásamt félögum sínum. Engum datt í hug að hann þyrfti að vara sig í pólitískri umfjöll- un, né aðrir félagar mínir sem vissulega höfðu sínar skoðan- ir, rétt eins og ég og lágu ekki á þeim. Sem betur fer. Það var bara Sjálfstæðisflokkurinn sem þurfti að vara sig á. Séra Friðrik Fyrir margt löngu spurði ég vísan mann sem kominn var til ára sinna, hvort hann hefði skýringu á því hvers vegna Sjálf- stæðisflokkurinn væri jafn öfl- ugur og raun bæri vitni, önd- vert við flesta svokallaða hægri flokka í nágrannalöndunum. Hann svaraði því til, að það mætti að miklu leyti rekja til séra Friðriks Friðrikssonar, sem fæddist 1868 og lést í mars 1961. Sr. Friðrik hefði gjörbreytt lífi æskufólks hér á landi á sínum tíma. Komið að stofnun KFUM og KFUK, sem og hvers kyns íþróttum og útivist fyrir uppvax- andi kynslóð hér á landi: Knatt- spyrnufélaganna Vals og Hauka, Skátafélagsins Væringja og Karlakór KFUM sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður. „Æskufólk tók þessu opnum örmum. Allir voru hjá séra Frið- rik, bæði í íþróttum og kristilegu starfi,“ sagði maðurinn við mig, „og þar voru allir jafnir. Þegar þeir uxu úr grasi dreifðust þeir um samfélagið. Karlarnir á bryggjunni voru kannski vinir og félagar forstjórans og skip- stjóranna. Milli þeirra var ekki stéttaskipting. Þeir skildu orðin: „Stétt með stétt“ sínum skiln- ingi. Þetta skaut rótum áður en verkalýðshreyfingin og vinstri- mennskan varð jafn öflug og síðar varð,“ sagði maðurinn. Ekki veit ég hvort þessi tilgáta viðmælanda míns er rétt, en hún er óneitanlega rökrétt. Venjulega fólkið Ef allt talið um sjálfstæðismenn sem auðkýfinga og eignajöfra hefði við rök að styðjast, væri þjóðin í góðum málum. Hins vegar er ástæðulaust að furða sig á því að öflugir athafnamenn kjósi stjórnmálaflokk sem þekk- ir lögmál atvinnulífsins og hefur á stefnuskrá sinni að greiða fyrir framkvæmdum, fremur en leggja stein í götu þeirra. En burðarásinn í Sjálfstæðis- flokknum er venjulega fólkið. Fólkið sem virðir lög og reglur, greiðir sína skatta og skyldur, og vill fá að vera í friði. Fólkið sem vill í framhaldi af því hafa frelsi til athafna án afskipta ríkisins. Fólkið sem hefði safnast saman á Austurvelli vikum saman öskureitt með hávaða, trumbu- slátt og ávirðingar, ef það væri ekki nákvæmlega þetta: Venju- lega fólkið. Eins og við vitum þá eru alls staðar skrýtnar skrúfur inn á milli. Líka í Sjálfstæðis- flokknum. Annað væri undar- legt. En stjórnmálaflokkur sem er sprottinn úr jarðvegi samstöð- unnar, flokkur sem velur sér að starfa með fyrirheit eins og stétt með stétt, allir jafnir, vinnum saman, og frelsi einstaklingsins til orða og athafna, er býsna vel nestaður. Leiðtogar hans bera mikla ábyrgð. Um sjálfstæðismenn og flokkinn Jónína Michaelsdóttir blaðamaður Í DAG Milli þeirra var ekki stéttaskipting. Þeir skildu orðin: „Stétt með stétt“ sínum skilningi. Fjarar undan litlum gjaldmiðlum Mikið hefur verið ritað og rætt um gjaldeyrismál að undanförnu. Ástæðan er sú að það hriktir í undirstöðum efnahagskerfis heimsins og menn eru ekki sammála hvert stefnir. Undirritaður skrifaði stutta grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem ég benti á þá staðreynd að jafnvel öflugir gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn eiga undir högg að sækja. Skúli Sveinsson lögfræðingur sá ástæðu til að svara þessari grein minni og taldi mig vera að lofsyngja evruna. Ekki veit ég hvernig hann les það út úr grein minni því ég bendi einungis á þá staðreynd að svissnesk yfir- völd telja sig ekki geta lengur haldið úti sjálfstæðum gjald- miðli. Því hafi þeir ákveðið að tengja gjaldmiðil sinn við evr- una til að tryggja samkeppnis- hæfni landsins. Hins vegar dreg ég enga dul á það að ég tel að hag okkar Íslendinga væri betur borgið með evru en með núver- andi fyrirkomulagi. Ég er líka þess fullviss að evran mun lifa þessar hremmingar af og verða sterkari gjaldmiðill fyrir vikið. Sparsemi og fyrirhyggja Svisslendinga er á margan hátt til fyrirmyndar enda þekki ég það af eigin raun eftir að hafa búið þar í landi. Nú hafa sviss- nesk yfirvöld hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að breyta þurfi um stefnu því gamlar aðferðir dugi ekki í samþættu alþjóðlegu hagkerfi. Þess vegna er það dálítið skondið að Skúli vilji að við tökum upp gamlar aðferðir Svisslendinga að safna gríðarmiklum innlendum sparn- aði til að standa við bakið á inn- lendum gjaldmiðli. Ekki þannig að ég hafi neitt á móti innlendum sparnaði en það er gríðarlega dýrt að halda úti stórum gjaldeyrisvarasjóði. Þar með værum við að binda mikla fjármuni sem væri betur varið til að byggja upp inn- lent atvinnulíf. Hin leiðin er að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu og taka upp evru í kjöl- farið. Þar með kæmumst við í skjól evrópska seðlabankans og nytum góðs af gjaldeyrisvara- sjóði hans. Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að innan ekki margra áratuga verði einungis nokkrir gjaldmiðlar í gangi í heiminum. Þegar eru þreifingar í gangi varðandi aukið samstarf ríkja í S-Ameríku í efnahagsmálum og einnig ríkja í SA-Asíu. Of snemmt er að spá um hve náið þetta samstarf verður en mér finnst ekki líklegt að íslensk króna verði ein af þeim myntum sem verði ofan á þegar gjald- miðlar framtíðarinnar munu þróast á næstu áratugum. Gjaldmiðlar Andrés Pétursson formaður Evrópusamtakanna Ýmsir hag- fræðingar hafa spáð því að innan ekki margra áratuga verði einungis nokkrir gjald- miðlar í gangi í heim- inum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.