Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 14
8. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR14 Okkar yndislegi og elskaði pabbi, tengdapabbi og afi, Aðalsteinn Gunnarsson loftskeytamaður Hraunvangi 7, áður Grænukinn 1, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 1. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 11. nóvember og hefst athöfnin kl. 15.00. Þorsteinn Gunnar Aðalsteinsson Hrund Eðvarsdóttir Sunna Þorsteinsdóttir Kolbrún Ragnheiður Kristjánsdóttir Þorsteinn Gunnlaugsson Birgir Gunnlaugsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gyðríður Þorsteinsdóttir áður á Hlíðarbraut 8, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu laugardaginn 5. nóvember. Þórir Ingvarsson Edda Jónasdóttir Hjördís Edda Ingvarsdóttir Jón Vignir Karlsson Sigríður Ólöf Ingvarsdóttir Þuríður Guðný Ingvarsdóttir Árni Pálsson Ingveldur Ingvarsdóttir Benedikt Jónasson barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Halldórsdóttir frá Eyri, Ingólfsfirði, Nýbýlavegi 80, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum sunnudaginn 30. október, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl 13.00. Ingólfur Guðjónsson Lára Ingólfsdóttir Jón Leifur Óskarsson Sigurður Ingólfsson Ingunn Hinriksdóttir Halldór Kr. Ingólfsson Hrönn Jónsdóttir Guðjón Ingólfsson Harpa Snorradóttir Þórhildur H. Ingólfsdóttir Guðmundur J. Jónsson Ólafur Ingólfsson Svanhildur Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. TILBOÐSDAGAR Frí uppsetning á höfuðborgarsvæðinu og frí sending út á land á legsteinum sem pantaðir eru í nóvember. MOSAIK Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Bjarney Jóhannesdóttir lést á Kristnesspítala þriðjudaginn 1. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 13.30. Jónína Hallgrímsdóttir Heiðbjört Hallgrímsdóttir Ævar Kristinsson Kristín Hallgrímsdóttir Þórir Tryggvason ömmu- og langömmubörn timamot@frettabladid.is „Einelti er mannleg meinsemd á ábyrgð okkar allra. Það er ekki hægt að gera þá kröfu á foreldra að þeir geti ávallt varið börn sín og á meðan eitt mesta eineltið viðgengst innan kennarastéttarinnar; hvernig eiga þá skólayfirvöld að takast á við einelti barna?“ spyr Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir frá Eineltis- samtökunum og Sérsveit gegn einelti. Sérsveitin hvetur landsmenn til sjávar og sveita að hringja skipsbjöllum, kirkjubjöllum, skólabjöllum, dyrabjöll- um, hjólabjöllum, spiladósum og í raun hvaða bjöllum sem er klukkan 13 til að vekja athygli á eineltismálum. Helga Björk er sjálf þolandi lang- vinns eineltis og hefur einnig setið við borðið sem foreldri og kennari. „Við getum ekki lengur varpað ábyrð- inni á lítil börn heldur verðum að virkja valdið ofan frá. Nú er tímabært að æðsta menntastofnun landsins, mennta- málaráðuneytið, móti vinnuna og fari að standa sig. Eineltisvandinn má ekki lengur vera niðurþaggað felumál sem bitnar ævilangt á þolandanum af því að skólayfirvöld skortir fyrirmæli um hvernig þau eiga að takast á við hann,“ segir Helga Björk. Hún segir engan mundu hika við að bjarga slösuðu barni úr slysi vegna óvissu um lög og vinnureglur, en slíkt sé einmitt raunin í eineltismálum. „Nú eru tvö ár liðin síðan ákveðið var í samráði við öll ráðuneytin að koma á fót óháðu fagráði um einelti, en það hefur enn ekki litið dagsins ljós. Þá vil ég vita hvað varð um þær níu milljónir sem rík- isstjórn Íslands lagði í eineltisverkefni 2010, og hvers vegna einstaklingar með góða fagmenntun, persónulega reynslu af einelti og ómældan starfa í þágu mál- efnisins fá ekki að vinna með ráðuneyt- unum eins og þeim var lofað. Þangað til óháð fagráð tekur til starfa, og á meðan stjórnsýslan fer ekki að lögum og lög- menn stéttafélaga brjóta ítrekað siða- reglur með því að verja mál þolanda og geranda á sama tíma, breytist ekkert til batnaðar í eineltismálum,“ útskýrir Helga Björk. Hún segir skólastjóra og kennara fara í vörn þegar einelti kemur upp í skólum þeirra. „Við þær aðstæður þarf olíu sem liðkar til og sú olía er vitaskuld æðsta yfirvald menntamála og síðan borgar- stjórinn og bæjarstjórar sem eru æðstu yfirmenn sinna bæjarfélaga og setja þessum stofnunum verklagsreglur. Það er ekki lengur bjóðandi að setja eineltis- mál í hendur þeirra sem kunna ekki að taka á þeim vegna þess að þeir hafa ekki tekið til í sínu umhverfi.“ Helga Björk segir eineltismál alltaf sett á byrjunarreit þegar nýtt stjórn- málaafl taki við. „Falleg orð á tyllidög- um og verkefni sem fara af stað deyja og meiða þá sem eftir standa með reynslu og lausnir. Því væri ósköp gott ef einhver pólitíkusanna segði hreinskilnislega: „Ég skil þetta ekki og ég kann þetta ekki. Settu mig inn í málin“. Að þeir leit- uðu strax samstarfs og hjálpuðu þar með börnum sem gubba áður en þau fara í skólann, sofa ekki vegna kvíða og langar ekki að lifa vegna eineltis. Höfnun vex þegar enginn sýnir umhyggju né kær- leika og lætur einelti liggja á milli hluta. Það er ekki nógu mikið talað um einelti sem stríð og stríðsskaða og það er skort- ur á mannvirðingu þar sem hver og einn er dýrmæt sköpun Guðs.“ thordis@frettabladid.is HELGA BJÖRK GRÉTUDÓTTIR: HVETUR LANDSMENN TIL KLUKKNAHLJÓMS Í DAG Bjöllum hringt gegn einelti KLUKKNAHLJÓM TIL BJARGAR Árlegur dagur gegn einelti er í dag. Þá verður undirritaður þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti í Höfða. Klukkan 13 munu kirkjur lands hringja bjöllum og skipaflotinn þeyta skipsflautur sínar. Helga Björk hvetur fólk til að hringja öllum bjöllum, og sjálf á hún margar sem tónlistarkennari. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1718 Giötheborg, stórt, danskt herskip, strandar á Hásteinum við ósa Ölfusár. Sjö manns drukkna en bændur í grennd bjarga 160 skipverjum á land. 1879 Hið íslenska fornleifafélag stofnað. 1949 Umferðarljós tekin í notkun á fjórum fjölförnustu gatna- mótunum í miðbæ Reykjavíkur. 1978 Friðrik Ólafsson kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins. 40 HARALDUR ÖRN ÓLAFSSON, pólfari og lögfræðingur, er fertugur.„Það var ómetanlegt að fara þessar ferðir, sem allar gengu vel. Margir reyna það sama án þess að ná markmiðum sínum og snúa jafnvel ekki lífs til síns heima. Því var yfir mér blessun.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Rán, fórst í Jökulfjörðum og með henni fjórir menn. Flak vélarinnar fannst með hjálp neðansjávarmynda- vélar og náðist af hafsbotni. Það var rannsakað í þaula og í tilkynningu Flugmálastjórnar og flugslysanefndar kom fram að „einhver aðskotahlutur hafi lent í forþjöppu hægri hreyfils og laskað hana“. Þá vakti það athygli að hægri hurð þyrlunnar vantaði á flakið. Tíu dögum fyrir slysið hafði áhöfnin á TF-Rán bjargað þremur mönnum úr sjávarháska þegar vél- bátnum Haferninum frá Stykkishólmi hvolfdi við Bjarneyjar á Breiðafirði. Heimild: Ísland í aldanna rás ÞETTA GERÐIST: 8. NÓVEMBER 1983 TF-Rán ferst í Jökulfjörðum Elskuleg móðir okkar, amma, tengdamamma, systir og mágkona, Sigurbjörg Steindórsdóttir varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Glerárkirkju Akureyri föstudaginn 11. nóvember kl. 11.00. Berghildur Erla Bernharðsdóttir Edvard Börkur Edvardsson Bernharð Stefán Bernharðsson Björg Maríanna Bernharðsdóttir Sigurður K. Blomsterberg. Steingrímur Magnús Bernharðsson ömmubörn Halldóra Steindórsdóttir Steindór Steindórsson Sigurgeir Steindórsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.