Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 VIÐSKIPTI Íslenska ríkið og Reykja- víkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafn- ar-TR, eiganda tónlistar- og ráð- stefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna. Borgarráð samþykkti lánveit- inguna síðastliðinn fimmtudag. Til viðbótar við lánið nema fram- lög ríkis og borgar vegna Hörpu 960 milljónum króna á ári á núver- andi verðlagi. Heimildir Fréttablaðsins herma að lánið sem eigendur Austurhafn- ar eru að veita beri 7% fasta vexti. Lánið er veitt til 12 mánaða og á að endurgreiðast þegar Austurhöfn hefur tryggt sér endurfjármögn- un. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ráðast á í hana á fyrsta árs- fjórðungi 2012 með skuldabréfa- útgáfu. Til að ljúka að fullu fjár- mögnun þeirra félaga sem eiga og reka Hörpu og annarra bygginga- reita á svæðinu þarf sú skulda- bréfaútgáfa að vera upp á 18,3 milljarða króna. Eigendalánið er meðal annars veitt vegna þess að sambankalán sem átti að fjármagna byggingu Hörpu, og var tekið í janúar 2010, dugði ekki til að fjármagna verk- efnið að fullu. Eigendalánið sem nú hefur verið samþykkt að veita mun brúa það bil ef frá er talinn lokafrágangur á nokkrum rýmum. Auk þess mun hluti lánsins renna til Situs, dótturfélags Austur- hafnar sem á aðra byggingareiti á svæðinu, og hluti mun renna til rekstrarfélagsins Ago. Í minnisblaði Austurhafnar til eigenda sinna, sem lagt var fram í borgarráði, kemur fram að með því að bíða fram á næsta ár geri forsvarsmenn félagsins sér vonir um að kjör á endurfjármögnuninni muni batna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna með fjórum atkvæð- um gegn einu. Kjartan Magnússon greiddi atkvæði gegn henni. Til stóð að ráðast í endurfjár- mögnun á sambankaláninu, sem Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, veittu á þessu ári. Í minnisblaðinu kemur fram að 17.093 milljóna króna þak hafi verið á sambankaláninu. Áætlað- ur heildarkostnaður vegna bygg- ingar Hörpu, reksturs hennar fram að endurfjármögnun og kostnaðar vegna annarra byggingarreita er hins vegar áætlaður hærri en sem því þaki nemur. Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna, að meðtöld- um afskrifuðum kostnaði, er áætl- aður 27,7 milljarðar króna. Þegar samningar um byggingu hússins voru undirritaðir í apríl 2002 var áætlaður kostnaður um sex millj- arðar króna. - þsj Frá mér til þín 800,- Þriðjudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Skartgripir og úr 8. nóvember 2011 261. tölublað 11. árgangur milljarðar króna er heildarkostn- aður vegna Hörpu og tengdra verkefna, að meðtöldum afskrifuðum kostnaði. 27,7 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál NÝTTH Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Opið mán.-fös. 10-18.Opið á laugardögum 10-14.þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.is Bætiefni er best að taka eftir máltíðir. Vítamín eru lífræn efni sem nýtast best þegar þeirra er neytt með mat og steinefnum. Vatnsleysanleg vítamín eins og b- og c- vítamín skiljast fremur hratt út með þvaginu og því er gott að taka þau þrisvar yfir daginn. Heimild: Ný og betri bætiefnabiblía Bryndís Ólafsdóttir var hlutskörpust í keppninni um Sterkustu konu Íslands sem fram fór um helginaKemur sterk inn á nýKynningarblað gull, silfur, platínum, armbandsúr, vasaúr, glæsileiki, fegurð, armbönd, hálsmen, hringar. SKARTGRIPIR ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2011 &ÚR UMHVERFISMÁL Forsvarsmenn Vestmannaeyja- bæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorp orkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. Ágreiningsefnið er tvíþætt. Annars vegar hvort ákvörðunarorð í bréfi UMST um dagsektir og tak- mörkun á starfsemi nái aðeins til rykmengunar frá sorpbrennslunni eða einnig til úrgangsvatns. Hins vegar hvort dagsektir eigi að reiknast yfir allt tímabilið frá 1. júlí eða aðeins þá daga sem sorpbrennslan er sannarlega starfrækt. Sveitarfélagið telur sig ekki skulda ríkissjóði neitt, þar sem búið var að uppfylla kröfur starfs- leyfis um ryk í útblæstri. Standist rök UMST hafa þegar fallið á Eyja- menn á fimmtu milljón króna, eftir því sem næst verður komist. - shá / sjá síðu 10 Umhverfisstofnun og Vestmannaeyjabær deila um dagsektir vegna sorpbrennslu: Dagsektir hrúgast á Eyjamenn Ríki og borg þurfa að lána Hörpu 730 milljónir króna Sambankalán sem tekið var í fyrra dugði ekki fyrir stofnkostnaði Hörpu. Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til að brúa bilið. Lánið mun bera 7% vexti og er til 12 mánaða. PÓKER „Þeir fengu að kenna á því greyin og fengu á sig skot; að sú gamla væri að slá þeim við,“ segir Ragnheið- ur Sigurðar- dóttir, sem tók þátt í Íslands- meistaramótinu í póker um helgina fyrir tilstilli sona sinna. Ragnheiður er komin í níu manna úrslit á mótinu, en synirnir duttu út á fyrsta degi. Lokarimman verður háð á laugardag. Ragnheiður er fyrsta konan til að ná þessum árangri og viðurkennir að spil- arar á mótinu hafi verið undrandi á gengi hennar. „Strákarnir eru ofsalega kurteisir, en þeim finnst verst að tapa fyrir kvenmanni,“ segir hún. - afb / sjá síðu 30 Íslandsmeistaramótið í póker: Mamman sló sonunum við RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR LÆGIR Í DAG og síðdegis verður yfirleitt fremur hæg suðlæg eða suðaustlæg átt. Skúrir syðra en annars úrkomulítið. Hiti víða 5-10 stig. VEÐUR 4 7 7 10 8 7 Gera jaðaríþróttum skil Þættirnir Shadez of Reykjavík fjalla um jaðarsport á Íslandi. fólk 30 Helga Björk Grétudóttir Hringir bjöllum gegn einelti og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. tímamót 14 Þarf ekkert að sanna Guðjón Þórðarson er nýr þjálfari knattspyrnuliðs Grindavíkur. sport 26 RIGNING OG ROK Það var sannkallað haustveður víðast hvar á landinu í gær. Í miðborginni sáust vegfarendur hlaupa á milli húsa og upp í bíla til að sleppa undan rigningunni en eins og sjá má veittu ekki einu sinni regnhlífar almennilegt skjól. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.