Fréttablaðið - 08.11.2011, Page 21

Fréttablaðið - 08.11.2011, Page 21
KYNNING − AUGLÝSING Skartgripir & úr8. NÓVEMBER 2011 ÞRIÐJUDAGUR 3 Við kynntum línuna Upp-steyt fyrir jólin 2008, þá í Jens í Kringlunni en nú fæst hún um allt land,“ segir Berglind Snorra, gullsmiður og vöruhönn- uður hjá Jens, en hún er höfund- urinn að línunni ásamt Jóni Snorra Sigurðssyni gullsmið. „Við Jón Snorri höfum unnið mikið saman og þekkjum okkar viðskiptavini og hverju þeir sækj- ast eftir,“ útskýrir Berglind en línan inniheldur grófa silfurskartgripi fyrir dömur og herra. „Við vinnum mikið með hrjúfa og brennda áferð í bland við slétta f leti og höfum myndað okkar ákveðna stíl. Þessi grófleiki er vel þekktur hérna á Íslandi en sker sig úr erlendis. Við seljum línuna til að mynda í London og Manchester og gengur vel. Hönnun okkar tveggja fer vel saman og oft hef ég hannað háls- menið og hann eyrnalokkana í setti og það smellpassar saman,“ segir Berglind. Línan Uppsteyt er breið og inni- heldur allt frá litlum og fíngerðum hlutum, upp í stóra og grófa muni. Í henni er að finna nælur, hringa, armbönd og hálsmen en einn- ig bindisnælur, ermahnappa og plötur um hálsinn fyrir herrana. Allir munirnir eru með rhodium- húð svo síður fellur á þá. En hvað- an kemur nafnið Uppsteyt? „Við erum að gera uppsteyt gegn hefðbundinni skartgripasmíði og förum út fyrir rammann. Í línunni gerum við öðruvísi hluti en fólk er vant,“ segir Berglind og bætir við: „Fólk getur myndað sinn eigin stíl með því að velja saman muni og skapað þannig sinn eigin karakt- er. Við erum einnig sífellt að bæta við nýjungum í línuna, enn meira uppsteyt,“ segir hún. Uppsteyt-línan er þó fjarri því að vera það eina sem Jens býður upp á, því fyrirtækið er þekktast fyrir Jens-skartgripalínuna sem eru handsmíðaðir gull og silfur skartgripir með íslenskum stein- um. Einnig eru sérsmíðaðar stærri gjafavörur að finna í hillunum. „Við notum mikið íslenska steina í sérsmíðuðu skartgripina þar sem aðeins eitt eintak er til af hverjum skartgrip. Gjafa vörulínan okkar er úr eðalstáli og í henni eru t.d. tertuspaðar, salatáhöld og f leira. Þá muni skreytum við líka oft með íslenskum stein- um,“ segir Berglind. „Við erum með verslun í Kringlunni og á síð- asta ári opnuðum við nýja verslun og gallerý í Síðumúla 35. Þar bjóð- um við einnig aðrar vörur svo sem skúlptúra eftir Jón Snorra, málverk eftir Rúnu Gísladóttur listmálara og glermuni frá Sigrúnu í Bergvík ásamt margs konar hönnunarvöru. Þar er einnig opið inn á verkstæð- ið svo fólk getur séð okkur vinna og fylgst með hvernig hlutirnir verða til. Það er mikil fjölbreytni hjá Jens og allir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi,“ segir Berglind. Enn meiri uppsteyt hjá Jens Gullsmiðirnir Berglind Snorra og Jón Snorri Sigurðsson eru hönnuðirnir að baki skartgripalínunni Uppsteyt. Línan inniheldur grófa og óhefðbundna silfurskartgripi fyrir bæði dömur og herra. Berglind Snorra gullsmiður hannaði línuna Uppsteyt ásamt Jóni Snorra Sigurðssyni gullsmiði fyrir Jens. MYND/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.