Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 10
8. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR10 Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks Kópavogsbær vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga u m málefni fatlaðs fólks. Bænum er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostn- aðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er hei im lt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endur- hæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu. Umsóknir skulu berast á þar til gerðu eyðublaði ásamt greinargerð til þjónustuvers Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 200 Kópavogur. Eyðublaðið má n álgast í þjónustuveri Kópavogsbæjar eða á vef bæjarins, kopavogur.is. Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2011. UMHVERFISMÁL Forsvarsmenn Vest- mannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófull- nægjandi mengunarvarna Sorp- orkustöðvar Vestmannaeyja. Dag- sektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. Ólafur Þór Snorrason, fram- kvæmdastjóri umhverfis- og fram- kvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að sveitarfélagið hafi uppfyllt kröfur UMST áður en dagsektir byrjuðu að reiknast. Í ákvörðunar- orðum stofnunarinnar í bréfi um dagsektir og takmörkun á starfs- leyfi hafi aðeins verið tiltekið að magn ryks í útblæstri skuli vera innan losunarmarka starfsleyfis. Því hafi verið fullnægt. Sektirnar snúi því að mengun í úrgangsvatni sem ekkert sé minnst á í ákvörðun- arorðunum þar sem sveitarfélaginu er gert að greiða dagsektir. Tekið skal fram að í sama bréfi UMST er nákvæmlega farið yfir alla mengunarþætti, þar á meðal í niðurstöðukafla um þvingunar- úrræði. Annað álitaefni er til hversu margra daga dagsektirnar eigi að ná. Ólafur Þór segir að stöðin sé aðeins í gangi nokkra daga í mán- uði og dagsektirnar geti aðeins náð til þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá UMST stendur ákvörðun stofnunar- innar um dagsektir, en verið er að yfirfara rök sveitarfélagsins fyrir því að sektirnar skuli falla niður. Haldi rök UMST ber sveitarfélaginu að greiða sekt sem nemur í dag um 4,4 milljónum króna, að því er næst verður komist. Sektarupphæðin er núna 40 þúsund krónur á dag en var lægst 25 þúsund í 61 dag í sumar en hæst 50 þúsund í tíu daga. Sorpbrennslan í Eyjum starfaði árum saman án þess að uppfylla skilyrði starfsleyfis um mengunar- varnir. Allt frá því árið 2004 sýndu mælingar að magn ryks í útblæstri var langt yfir leyfilegum losunar- mörkum. Það sama átti við um mengun í úrgangsvatni. Í byrjun árs 2011 sendi UMST Vestmannaeyjabæ bréf um að til stæði að svipta sorpbrennsl- una starfsleyfi, enda var bærinn áminntur í maí árið áður og úrbóta krafist. UMST ákvarðaði síðan í maí að leggja dagsektir á sveitarfélagið frá 1. júní [frestað til 1. júlí] til 1. desember. Á undanförnum mánuðum hefur rykmengun náðst niður í skekkju- mörk starfsleyfis og því grundvall- ast dagsektir á mengun í úrgangs- vatni. svavar@frettabladid.is Deila um dagsektir Vestmannaeyjabær neitar að greiða milljóna króna dagsektir sem Umhverfis- stofnun hefur lagt á vegna mengunar frá sorpbrennslustöðinni í Eyjum. BRENNT Umhverfisstofnun hefur lengi krafist úrbóta í mengunarmálum í Eyjum. Því hefur nú verið mætt undir hótunum um sviptingu starfsleyfis. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR PARÍS, AP Hryðjuverkamaðurinn Carlos, einnig þekktur sem Sjak- alinn, kom fyrir dóm í París í gær þar sem hann er ákærður fyrir að hafa skipulagt sprengjuárásir sem kostuðu 11 manns lífið á árunum 1982 og 1983. Um 140 særðust í árásunum. Hann var nokkuð keikur fyrir dómi, brosti og neitaði sök í mál- unum sem á hann voru borin. Carlos er einn af nafntoguð- ustu hryðjuverkamönnum heims og hefur sjálfur sagst hafa valdið dauða tuga manna í árásum sínum á áttunda og níunda áratugnum. Carlos er nú 62ja ára gamall og hefur setið í fangelsi í Frakklandi frá árinu 1994, fyrir að myrða tvo franska útsendara og líbískan upp- ljóstrara. Þrátt fyrir lífstíðardóm gæti Carlos losnað eftir 30 ára afplán- un. Það kemur þó ekki til þess ef hann verður sakfelldur í yfirstand- andi máli, en það fæli í sér annan lífstíðardóm. Carlos, sem er fæddur í Vene- súela, komst í samband við fjöl- miðla í aðdraganda réttarhaldsins og sagði í viðtali að hann ætlaði sér að berjast gegn ásökununum. Dómur ætti að liggja fyrir eftir um sex vikur. - þj Þekktur hryðjuverkamaður enn á ný í sviðsljósinu: Sjakalinn neitar sök NEITAR SEKT Hryðjuverkamaðurinn Carlos kom fyrir rétt í Frakklandi í gær og bar sig nokkuð vel. NORDICPHOTOS/AFP ÍTALÍA Vaxandi þrýstingur er á Silvio Berlusconi að hann segi af sér sem forsætisráðherra Ítalíu. Sjálfur harðneitaði hann í gær full- yrðingum blaðamanna um að hann ætli að segja af sér á næstunni. Á leiðtogafundi G20-ríkjanna í síðustu viku átti Berlusconi ekki annars úrkosta en að biðja Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um að hafa eftir- lit með aðhaldsaðgerðum á Ítalíu. Þetta hefur hann varla átt auðvelt með að gera, meðal annars í ljósi þess að Ítalía er þriðja stærsta hag- kerfi evrusvæðisins og ætti því að vera meðal forysturíkja þess. Mörgum virðist sem Berlusconi sé sjálfur orðinn eitt helsta vanda- mál ítalskra efnahagsmála, ekki síst vegna þess að hann nýtur ekki lengur óskoraðs stuðnings innan ríkisstjórnarinnar til að hrinda þeim umbótaáformum, sem hann hefur lofað, í framkvæmd. Áhyggjur annarra leiðtoga á evrusvæðinu snúast einkum um það hvort Ítalir muni ráða við að greiða afborganir af ríkisskuld- um, sem nema orðið 1.900 millj- örðum evra, en sú fjárhæð sam- svarar 302.000 milljörðum króna. - gb Vaxandi þrýstingur á Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, að hann segi af sér: Harðneitar því að vera á förum SILVIO BERLUSCONI Forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi G20-ríkjanna í síðustu viku. NORDICPHOTOS/AFP NÍKARAGVA Daniel Ortega var um helgina endurkosinn forseti landsins með miklum meirihluta, ef marka mátti fyrstu tölur. Ortega var leiðtogi Sandinista- hreyfingarinnar, sem gerði bylt- ingu árið 1979 og steypti einræð- isherranum Anastasio Somoza af stóli. Ortega var forseti frá 1985 til 1990, og síðan aftur frá 2007. Ásakanir dóttur hans um lang- varandi kynferðislegt ofbeldi, sem hún segir hann hafa beitt sig, virðast ekki hafa haft mikil áhrif á kjósendur. - gb Forsetakosningar í Níkaragva: Ortega endur- kjörinn forseti FLÓÐ Í FENEYJUM Kona rær á kajak yfir Markúsartorgið í Feneyjum, þar sem háflæði og hvassviðri valda miklum flóðum í borginni. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.