Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGSkartgripir & úr ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 20114 Gullsmiðja Óla var opnuð árið 1993 í Hamraborginni í Kópavogi og átta árum síðar var verslunin færð um set í Smáralindina. Nýja verslunin í Veltusundi er í húsi Einars Ben og er einkar glæsileg og hefur vakið mikla athygli meðal erlendra ferðamanna og Íslendinga. „Við hjónin störfum í verslun- inni og svo smíðum við dóttir mín, Unnur Kristín, saman skartgripi á verkstæðinu en hún er nú í meist- aranámi í Tækniskólanum í gull- smíði,“ segir Óli Jóhann Daníels- son. Bæði sérsmíða þau skartgripi eftir óskum viðskiptavina og hefur svokölluð Silkilína verið aðallína fyrirtækisins en skartgripir þeirr- ar línu eru afar sérstakir. „ Si l k i l í na n sa m a n stend- ur af skartgripum sem eru eilít- ið óreglulegir og í þeim mætist silkimött áferð eðalmálmsins og hápól eraðir kantar skartgripsins þannig að þeir minna á íslenska landslagið í andstæðum sínum.“ Auk skartgripagerðar er alhliða viðgerðarþjónusta í gullsmiðjunni auk þess sem nokkuð er um að við- skiptavinir vilji láta vinna upp úr gömlu gulli. Þá er mikið smíðað af klassískum skartgripum úr gulli, silfri, eðalsteinum, demöntum og perlum. „Það má segja að eftir að Unnur fór að vinna á verkstæðinu höfum við feðginin náð að stilla okkar strengi mjög skemmtilega saman og við veitum hvort öðru innblást- ur.“ Handverk í gömlu húsi með sál Gullsmiðja Óla var stofnuð fyrir nær tveimur áratugum og er sannkallað fjölskyldufyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur. Hjónin Óli Jóhann Daníelsson og Eygló Sif Steindórsdóttir stofnuðu fyrirtækið og á verkstæðinu smíðar svo dóttir þeirra, Unnur Kristín, skartgripi ásamt föður sínum. Frumleg hönnun verslunarinnar hefur vakið mikla athygli og erlendir ferðamenn eru tíðir gestir í Gullsmiðju Óla. Feðginin Óli Jóhann Daníelsson og Unnur Kristín saman við vinnu sína á verkstæðinu. Gullsmiðja Óla er í húsi Einars Ben í Veltusundi. „Frekar færi ég í pils en að ganga með armbandsúr“ er haft eftir virðu- legum breskum kaupsýslumanni á fyrstu árum tuttugustu aldarinn- ar, þegar armbandsúrin komu til sögunnar. Þau þóttu kvenleg og al- vöru karlmenn héldu áfram að bera vasaúr í stórri keðju í vestisvasan- um. Það viðhorf var þó furðu fljótt að breytast og ástæðuna má rekja til fyrri heimsstyrjaldarinnar. Í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar þurftu hermenn að vita hvað tímanum leið en voru ekki í aðstöðu til að leggja frá sér byssurn- ar og fiska vasaúrið upp úr brjóstvasanum. Þá var hafin framleiðsla á armbandsúrum fyrir hermenn og voru þau kölluð „skotgrafaúr“. Þau voru mun stærri en kvenúrin og skífan nákvæmlega eins og verið hafði á vasaúrunum, armbandið breitt og úr leðri, svo engin hætta væri á að hægt væri að segja úrin kvenleg. Hermönnunum þótti þetta mikill munur og héldu áfram að nota armbandsúrin eftir að stríðinu lauk. Tískan breiddist hratt út og um 1930 báru 50 karlmenn armbandsúr á móti hverjum einum sem enn hélt í vasaúrið. Færi frekar í pils Vasaúrin þóttu tákn um virðingu karlmannsins. BÓKIÐ AUGLÝSINGAR TÍMANLEGA: ÍVAR ÖRN HANSEN S: 512 5429, GSM: 615 4349 ivarorn@365.is ALLT LAGT Í SÖGURNAR Sérblað um skáldsögur kemur út þann 15. nóvember.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.