Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 18
um sinnum í viku klukkan rúm- lega sex. Innt eftir því hvað hafi verið erf- iðast svarar Bryndís: „Óþægileg- astur var pokaburðurinn, pokinn er svo harður og þrýstir á brjóst- kassann svo erfitt verður að anda. Ég var nú eins og fiskur á þurru landi síðustu tvær ferðirnar,“ segir hún og bætir við að hún hafi náð takmarkinu sem voru sjö ferð- ir. „Ég var síðust og vissi að þetta dygði mér til sigurs í greininni.“ Hún nefnir einnig drumbalyftuna. „Það er alltaf erfitt að vera undir vigtinni og maður þarf ákveðið hugrekki við að koma henni upp þó manni finnist maður ekki geta það,“ segir hún og er einnig frem- ur ósátt við þau litlu 150 kíló sem hún tók í hnélyftu. „Ég er að taka alveg upp í 180 kíló en ég er svo stór og stöngin var undir hnéskel- inni þannig að það var erfiðara að lyfta henni,“ segir hún og bendir á að stærðin komi stundum að gagni en sé á öðrum stundum til trafala. „En þannig eru aflraunir,“ segir hún glaðleg. solveig@frettabladid.is Framhald af forsíðu Bryndís varð hlutskörpust, Þóra Þorsteinsdóttir í öðru sæti og Jóhanna Eyvindsdóttir í því þriðja. VETRARDAGAR 15% AFSLÁTTUR Næringarrík námskeið! Langar þig að læra að búa til ljúffengar næringarsprengjur? www.lifandimarkadur.is | Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? ...og öll fjölskyldan nýtur góðs af! Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennir hvernig eigi að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri og á hvaða fæðu- tegundum sé gott að byrja og hvenær. Hún fer einnig yfir það hvernig eigi að meðhöndla hráefni og búa til holla rétti fyrir börnin og foreldrana. Tími: 16. og aftur 23. nóvember, kl. 20:00-22:00 | Verð: 3.500 kr. Staður: Borgartún 24 | Skráning: ebba@purebba.com eða í síma: 775-4004 Hjalti Kristinsson og Ólöf Ævarsdóttir, starfsmenn LIFANDI markaðar, verða með sýnikennslu á því hvernig bestu og vinsælustu þeytingar (smoothies) og safar LIFANDI markaðar eru búnir til og gefa öllum að smakka. Kunnátta sem á eftir að nýtast þér vel, enda einfalt og fljólegt! Tími: 10. nóvember, kl. 18:00-19:30 | Verð: 2.900 kr. Staður: Borgartún 24 | Skráning: namskeid@lifandimarkadur.is Nánari upplýsingar um námskeiðin á lifandimarkadur.is Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Tímapantanir 534 9600 Heyrn · Hlíðasmári 11 201 Kópavogur · heyrn.isHEYRNARÞJÓNUSTA Áhrif fæðu á hegðun og líðan fólks heitir erindi sem barnalæknirinn Michael Clausen heldur á Fræða- dögum heilsugæslunnar á fimmtu- dag en þar mun hann kynna rann- sóknir sem sýna fram á það að ákveðnir fæðuþættir hafi áhrif á líðan. Michael hefur lengi stundað rannsóknir á fæðuofnæmi. „Áhrif fæðu á hegðun og líðan fólks er eins konar hliðargrein út frá því,“ segir hann. Michael segir frumur líkamans hafa utan um sig frumuhimnu sem er búin til úr fitusýrum. „Fitusýr- urnar hafa áhrif á starfsemi frum- himnanna, ekki síst í samskiptum við aðrar frumur, þar á meðal í heilanum. Því skiptir máli hvaða fitusýrur eru til staðar í frumu- himnum,“ segir Michael. Hann segir rannsóknir hafa sýnt að ef nóg er af omega-3 fitusýrum nýtir líkaminn þær til að mynda boðefni sem hafa jákvæð áhrif á líðan og nefnir því til stuðnings að þunglyndissjúklingar séu oft með lág omega-3 gildi og sömuleið- is þeir sem svipta sig lífi. Hann segir fitusýrur einnig hafa áhrif á ónæmiskerfið og þar af leiðandi sjúkdóma sem tengjast því eins og astma og ofnæmi. „Omega-3 fitu- sýrur draga úr bólgumyndun og hafa þar með góð áhrif á ofnæm- issjúklinga.” Hvað kryddin varðar nefnir Michael oregano en sýnt hefur verið fram á að það dregur úr endurupptöku á ákveðnum boð- efnum í heilanum og getur þann- ig stuðlað að betri líðan, en það sama gera þunglyndislyf. „Þetta eru einmitt boðefnin sem hafa með jákvæða hugsun og vellíðan að gera,“ segir Michael. Hann segir matarvenjur Íslend- inga hafa breyst mikið á undan- förnum árum og að það sé áhyggju- efni. „Fiskneysla hefur minnkað verulega og sömuleiðis taka færri lýsi nú en áður þó að það hafi ef til vill aðeins snúist við eftir mikla umræðu um D-vítamín að undan- förnu. Við fáum omega-3 fitusýrur úr sjávarfangi og því hefur hallað verulega á þær en í staðinn höfum við innbyrt meira af omega-6 fitu- sýrum sem eru ekki jafn hagstæð- ar ónæmiskerfinu og heilanum. Í ljósi þess að yfir þrjátíu þúsund Íslendingar taka þunglyndislyf vekur þetta mann til umhugsun- ar.“ Fræðadagar Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins verða haldnir á Grand Hóteli á fimmtudag og föstudag. Meðal annarra umfjöll- unarefna eru hreyfiseðlar, nýlegar rannsóknir á brjóstagjöf, tannheil- brigði barna, nýjar bólusetningar, mæðradauði, heimafæðingar, öldr- unarþjónustuna og offitumeðferð. Nánari upplýsingar er að finna á www.heilsugaeslan.is. vera@frettabladid.is Omega-3 og oregano hafa jákvæð áhrif á líðan Rannsóknir hafa sýnt að ákveðnar fitusýrur og krydd geta haft jákvæð áhrif á andlega líðan. Breyttar matarvenjur Íslendinga og mikil þunglyndislyfjanotkun eru því umhugsunarefni. Barnalæknirinn Michael Clausen hefur áhyggjur af minnkandi fiskneyslu Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nudd hefur í gegnum aldirnar verið notað til að vinna á meinum og viðhalda góðri heilsu. Það örvar alla starfsemi líkamans, losar um bólgur og vöðvaspennu. Það örvar blóðrásina og hjálpar til við súrefnisflutning til vöðva og losun úrgangsefna. Heimild: www.ljósheimar.is Meiri Vísir. Oregano dregur úr endurupptöku á ákveðnum boðefnum í heilanum og getur því stuðlað að betri líðan. Ef nóg er af omega- 3 fitusýrum nýtir líkaminn þær til að mynda boðefni sem hafa jákvæð áhrif á líðan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.