Morgunblaðið - 15.07.2010, Síða 1
Búið er að landa ríflega þriðjungi
þess makríls sem heimilað verður að
veiða á þessu ári. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Fiskistofu var um
helgina búið að landa 43.500 tonnum
af makríl og síðan þá hafa nokkur
skip komið inn til hafnar. Veiðarnar
ganga vel og makríllinn veiðist úti
fyrir öllu
sunnan- og
austanverðu
landinu.
Útgerð-
armenn vilja
reyna að veiða
makrílinn
fram í september og fá að geyma
aflaheimildir á milli ára ef það tekst
ekki nógu vel. Jón Bjarnason sjáv-
arútvegsráðherra er hins vegar ekki
á því og vísar í samkomulag um að
vinna sem mest af makrílnum til
manneldis. Hann vill að heild-
armagnið verði allt veitt í ár, öll
130.000 tonnin.
Gefur vel í aðra hönd
Í ár er engin sumarlokun hjá Síld-
arvinnslunni í Neskaupstað í fyrsta
sinn síðan árið 2007. Makríllinn hef-
ur þannig bjargað sumrinu hjá
mörgum. Þangað hafa verið ráðnir
hátt í þrjátíu sumarstarfsmenn og
gefur sumarvinnan í makrílnum
fimm til sex hundruð þúsund krónur
á mánuði.
Mikil vertíðarstemning hefur ver-
ið það sem af er sumri og þó svo
sumarstarfsmennirnir kvarti yfir því
að missa af sumrinu gera þau ým-
islegt til að létta sér lund, til að
mynda var hljómsveitin Færibandið
stofnuð. »2 og 18
Makríll
bjargar
sumrinu
Búið að landa þriðj-
ungi makrílsins í ár
F I M M T U D A G U R 1 5. J Ú L Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 163. tölublað 98. árgangur
STJÖRNUM PRÝDD
FRUMSÝNING
Á INCEPTION
ST. ANDREWS
VAGGA
GOLFSINS
ÞYKIR ÓSKÖP
VÆNT UM VIÐUR-
KENNINGUNA
SÉRBLAÐ UM GOLF 16 SÍÐUR HLÝTUR HEIÐURSORÐU 31FÆR MJÖG GÓÐA DÓMA 33
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Mælt atvinnuleysi var á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs 7,6 prósent og töldust 13.600 Íslend-
ingar atvinnulausir samkvæmt opinberum töl-
um. Þegar nánar er rýnt í tölurnar sést hins
vegar að störfum hefur fækkað meira en sem
nemur þeirri tölu frá þriðja ársfjórðungi 2008,
en þá var fjöldi starfa í hámarki. Þá hefur
vinnustundum fækkað enn meira. Þegar tekið
er tillit til breytinga á fjölda þeirra sem vinna
fullt starf og í hlutastarfi sést að stöðugildi á ís-
lenskum vinnumarkaði eru nú tæplega 27.500
færri en á þriðja fjórðungi 2008.
Á þriðja ársfjórðungi 2008, rétt fyrir hrun,
voru 183.800 starfandi hér á landi en á fyrsta
fjórðungi þessa árs voru þeir 163.900. Störfum
hefur með öðrum orðum fækkað um 19.900.
Frá þriðja fjórðungi 2008 hefur þeim sem
eru í fullri vinnu fækkað um ein 32.700, sem er
umtalsverð fækkun starfa. Á móti kemur að
þeim sem starfa í hlutastarfi hefur fjölgað um
12.900 á sama tíma og því mælist fækkun
starfa minni en ella. Með þetta í huga og þegar
hugsað er í vinnustundum hefur störfum á ís-
lenskum vinnumarkaði því ekki fækkað um
19.900 heldur 27.500, eða um 15,5 prósent af
vinnuafli í ár.
Gríðarleg fækkun starfa
Fólki í fullu starfi á Íslandi hefur fækkað um 32.700 frá því fyrir kreppu
Stöðugildum miðað við vinnustundir hefur fækkað um 27.500 á sama tíma AtvinnuleitFjöldi þeirra sem búin eru að vera
atvinnulaus í sex mánuði eða lengur
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
2003 2010
1.300
5.400
M Stöðugildum á Íslandi »Viðskipti
Átta þýskir göngumenn gengu á Sólheimajökul í gær. Það væri ef til vill
ekki í frásögur færandi nema hvað áttmenningarnir eru blindir með öllu.
Fóru þeir ásamt aðstoðarfólki og leiðsögumönnum frá Íslenskum fjallaleið-
sögumönnum í gönguna. Hlustað var á lækjarnið, gnauð í vindi, drukkið úr
lækjum á leiðinni og snert á grjóti, sandi, ís og ösku. Að sögn Leifs A. Svav-
arssonar leiðsögumanns var ferðin öllum göngumönnum mikil upplifun.
Morgunblaðið/RAX
Snertu og hlustuðu á Sólheimajökul en sáu hann ekki
Aukin virkni og meiri vellíðan hjá fólki á
atvinnuleysisskrá er meðal þess sem átak
Vinnumálastofnunar Ungt fólk til athafna
skilar að því er fram kemur í skýrslu Fé-
lagsvísindastofnunar. Unga fólkið er
ánægt með þjónustuna og lítur á átakið
sem tækifæri. Erlendar rannsóknir hafa
sýnt þennan hóp einkar viðkvæman fyrir
afleiðingum langtímaatvinnuleysis. »6
Líta á sem tækifæri
UNGT FÓLK TIL ATHAFNA
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Jón Ásgeir Jóhannesson seldi fast-
eign í London hinn 10. maí síðastlið-
inn, degi áður en slitastjórn Glitnis
krafðist kyrrsetningar á eignum
hans um allan heim. Fyrir fasteign-
ina, sem er staðsett nærri Kew Gar-
dens í London, fékk Jón Ásgeir
greiddar rúmlega 1,5 milljónir
punda. Miðað við opinbert gengi
Seðlabanka Íslands slagar sú upp-
hæð í 290 milljónir króna. Þetta kem-
ur fram í gögnum frá fasteignaskrá í
Bretlandi, sem Morgunblaðið hefur
undir höndum.
Verðmætara en eignalistinn
Sem kunnugt er lagði Jón Ásgeir
fram eignalista fyrir breskum dóm-
stólum fyrir skömmu, en samanlagt
verðmæti eignanna á listanum var
um og yfir ein milljón punda. Þær
bankainnistæður sem Jón Ásgeir
taldi sér til eigna voru jafnframt
minni en tíundi hluti þeirrar upp-
hæðar sem fékkst fyrir húsið, en eins
og gefur að skilja eru heldur engin
ummerki um húsið á listanum.
Jón festi upphaflega kaup á húsinu
í apríl 2005, fyrir örlítið lægri upp-
hæð en það var selt á nú. »Viðskipti
Seldi fasteign degi fyrir frystinguna
Söluverðið hærra en samanlagt verðmæti alls þess sem var á eignalistanum
Steinunn
Guðbjartsdóttir
Jón Ásgeir
Jóhannesson
43.500
tonnum af makríl
hefur verið landað