Morgunblaðið - 15.07.2010, Side 22

Morgunblaðið - 15.07.2010, Side 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 ✝ Vilhelm IngvarAndersen fæddist 6.4. 1936 í Reykjavík. Hann andaðist 7.7. 2010. Foreldrar hans voru Ágústa Kristín Ingimundardóttir, f. 22.7. 2006 í Reykja- vík, d. 18.10. 1975, og Jens Nikolai Kaj Andersen, f. 3.2. 1906 á Jótlandi, d. 2.10. 1975. Systur Vil- helms eru Adeline Dagmar, f. 26.12. 1933, Ásta, f. 30.3. 1939, d. 15.1. 2006, Jórunn, f. 16.9. 1944, Stella, f. 31.5. 1946, Edith, f. 12.3. 1949. Vilhelm lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1954, prófi frá Samvinnuskólanum 1955 og tölvunarfræði í Osló 1959. Vilhelm kvæntist 21.4. 1957 Guð- Sigrún, f. 11.9. 1961, fram- kvæmdastjóri. Hennar dóttir er Alda Elísa, f. 6.7. 1993. Hennar faðir er Ingvar Þórðarson. Eigin- maður Sigrúnar er Atli Sigurð- arson. Hans synir eru Ágúst Atli og Tómas Atli. Vilhelm hóf störf hjá Olíufélag- inu 1955 og vann þar til ársins 1967 sem birgðabókari og síðar forstöðumaður tölvudeildar. Hóf þá störf hjá Mjólkursamsölunni sem forstöðumaður tölvudeildar og síðar sem skrifstofustjóri og fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs allt til ársins 2005 að hann hann lét af störfum. Hann sat í verðlagsnefnd landbúnaðarins um árabil. Vilhelm starfaði mikið að félagsmálum. Var um árabil formaður knatt- spyrnudeildar Víkings. Hann gekk til liðs við Oddfellowregluna 1972 og gegndi þar ýmsum trún- aðarstörfum þar til hann veiktist árið 2007. Vilhelm var alla tíð mik- ill útilífsmaður, stundaði fjall- göngur og gönguferðir á meðan heilsan leyfði. Útför Vilhelms fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 15. júlí 2010, og hefst athöfnin klukkan 15. rúnu Öldu Krist- insdóttur, f. 6.1. 1937. Hún er fædd í Gerðum í Garði. Hennar foreldrar voru Kristinn Ársæll Árnason, f. 7.4. 1905, d. 9.2. 1987, og Krist- ín Eyjólfsdóttir, f. 8.7. 1900, d. 6.3. 1966. Vilhelm og Guðrún kynntust í Samvinnuskólanum þar sem þau stund- uðu bæði nám. Börn þeirra eru: 1) Jens Ágúst, fæddur 30.9. 1957, gít- arkennari í Glasgow. 2) Kristín, f. 6.12. 1959, læknir. Hennar dóttir er Guðrún Halla Pálsdóttir, f. 19.5. 1993. Hennar faðir er Páll Kári Pálsson. Sambýlismaður Kristínar er Jóhann Kristjánsson. Hans börn eru Elvar, Díana og Kristján. 3) Í dag kveðjum við ástkæran föð- ur okkar. Eftir situr minning um einstaklega ljúfan, jákvæðan og góðan mann sem öllum leið vel ná- lægt. Við systkinin eigum því láni að fagna að hafa alist upp við hlýju og öryggi. Pabbi hafði einstakt lag á að leiðbeina okkur á jákvæðan hátt og sýndi okkur alltaf mikinn skiln- ing og umburðarlyndi. Hann var afar geðgóður og mikill húmoristi og það var alltaf stutt í hláturinn þegar hann var nálægur og hann sá ávallt spaugilegu hliðarnar á til- verunni. Okkur systkinunum þótti alltaf svo gaman að vera í návist hans. Við eltum hann í vinnuna og unnum mörg sumur á vinnustað hans. Þegar hann gegndi for- mennsku knattspyrnudeildar Vík- ings eltum við systurnar hann þangað og fórum að æfa fótbolta án þess að hafa sérstakan áhuga. Hann var mikill útivistarmaður og fylgdum við honum upp á fjöll eða í vélsleðaferðir á menntaskólaárum okkar, þótt það hafi þótt hálfhal- lærislegt á þeim árum, og tókst honum með þessu að sá mörgum fræjum sem hafa gert líf okkar miklu innihaldsríkara í dag. Foreldrar okkar voru mjög sam- rýndir og ferðuðumst við fjölskyld- an mikið í uppvextinum. Þessi ferðalög voru uppfull af ævintýrum og óvæntum uppákomum en pabbi var með eindæmum stríðinn. Einu sinni þegar við vorum stödd úti á landi stoppaði pabbi bílinn í miðri brekku og sagði okkur að bíllinn væri bilaður og við yrðum að fara út að ýta. Þegar við gerðum okkur klár til að ýta bílnum brunaði hann af stað upp brekkuna og beið svo tilbúinn með myndavélina þegar við birtumst, við krakkarnir grenj- andi og mamma bálreið. Enn þann dag í dag þolir mamma ekki að sjá þessa mynd. Hann var okkur góð fyrirmynd og hjálpsamur og öll þau verk sem hann tók sér fyrir hendur lagði hann mikinn metnað í. Hann sinnti barnabörnum sínum af alúð enda voru þau honum afar kær. Árið 2007 urðu þáttaskil í lífi hans og fjölskyldunnar allrar. Þá fór að bera á breytingum hjá hon- um sem síðar stigmögnuðust. Hann breyttist á stuttum tíma úr kraftmiklum manni sem hreif alla með sér í mann sem gat enga björg sér veitt. Þrátt fyrir erfið veikindi kvartaði hann aldrei og ævinlega var stutt í brosið og það síðasta sem hvarf var húmorinn. Okkur systkinin langar að þakka mömmu sem hefur staðið eins og klettur við hlið pabba og hjúkraði og annaðist hann heima lengur en hægt var. Öllu því starfsfólki sem annaðist pabba í veikindum hans sendum við okkar bestu þakkir. Guð blessi minningu um ynd- islegan og ástríkan föður. Jens, Kristín og Sigrún. Ég sá Vilhelm, tengdaföður minn, fyrst fyrir um það bil 25 ár- um. Ég var þá að vinna hjá Olíufé- laginu, en Vilhelm hafði unnið þar áður og var að vísitera gamla fé- laga í þetta sinn. Vilhelm hafði þannig útgeislun að maður komst ekki hjá því en að veita honum eft- irtekt, fas hans var yfirvegað en stutt í léttan tón. Mig óraði ekki fyrir því á þeirri stundu að þessi maður ætti eftir að marka spor í líf mitt löngu síðar. Mér fannst alltaf gott að vera með tengdaföður mínum og alveg sérstaklega ef við vorum að ein- hverju stússaríi uppi í sumarbú- stað. Bústaðurinn er góður vitn- isburður um þann eiginleika Vilhelms að leggja metnað í allt sem að höndum kom. Að smíða svona sumarbústað er ekki einfalt verk fyrir menn sem ekki hafa til þess kunnáttu. Upphaflega þegar Vilhelm hóf byggingu bústaðarins hafði hann smið sér við hlið en þegar Vilhelm þótti hann ekki nógu vandvirkur lét hann smiðinn taka pokann sinn og kláraði síðan húsið sjálfur. Sjálfsagt hefði Vil- helm getað skilað þessu verkefni inn í hvaða iðnskóla sem er og fengið meistararéttindi fyrir, svo vel er frá öllu gengið. Annáluð gamansemi Vilhelms var þekkt og að sjálfsögðu líka í leiðbeiningun- um um hvernig opna skuli fyrir kalda vatnið upp í bústað, en þar segir meðal annars að „ef menn eru í vafa um hvort er hægri eða vinstri þá er ágæt aðferð að fara úr sokkunum og skoða tærnar, því þeim megin sem stóra táin er vinstra megin á fætinum þá er það hægri og síðan öfugt“. Einhverju sinni vorum við Vil- helm búnir að vera daglangt að stússa uppi í bústað og vorum á leið í bæinn þegar Vilhelm hringdi í Gunnu til að láta vita að við vær- um á heimleið. Ég heyrði að tengdamóðir mín var harla ánægð með dagsverkið okkar og sagðist ætla að kyssa okkur og knúsa þeg- ar við kæmum í bæinn. Þá sagði Vilhelm rólegri rödd: „Engar hót- anir hérna, Gunna mín, við höfum ekkert gert af okkur.“ Vilhelm hafði þann hæfileika að segja margt án þess að nota mörg orð til að koma því til skila sem skipti máli. Hann gaf mér góð ráð ef ég þurfti á þeim að halda. Stundum sagði hann ekkert, vegna þess að það var ekki þörf á því. Hann hlustaði með athygli þegar ég var að segja frá og sýndi þannig alltaf áhuga á því sem ég var að gera. Það var meðal annars þetta sem gerði Vilhelm að góðum tengdaföður og vini. Tengdamóður minni og fjöl- skyldu votta ég mína dýpstu sam- úð. Guð blessi minningu um ein- stakan mann. Atli Sigurðarson. Ef við ættum að lýsa afa okkar í einu orði þá var hann einfaldlega flottastur. Hann var alltaf sá sem allir leituðu til hvort sem það tengdist útivist, vinnu, fjölskyldu eða bara hverju sem var. Hann hafði mikla kímnigáfu og það var alltaf stutt í hláturinn. Öllum líkaði vel við afa, enda yndislegur maður sem var alltaf í góðu skapi. Þrátt fyrir ótrúlega elju hvort sem var í vinnu eða félagsmálum hafði afi alltaf nægan tíma til að sinna fjölskyldunni og við dætra- dætur hans nutum sannarlega góðs af. Við áttum okkar annað heimili hjá ömmu og afa hvort sem það var heima hjá þeim eða í sum- arbústaðnum sem afi byggði sjálf- ur í frístundum. Þegar við vorum búnar að ganga fram af mæðrum okkar gátum við alltaf leitað til afa. Hann kom fram við okkur eins og við værum hans eigin dætur. Hann sýndi okkur ótalda þolin- mæði og kenndi okkur svo ótal margt. Okkar elsku besti afi var og er stór fyrirmynd í okkar lífi og við munum aldrei gleyma honum. Við minnumst hans með ævarandi ást, þakklæti og virðingu. Guðrún Halla og Alda Elísa. Vilhelm Ingvar Andersen fædd- ist hinn 6. apríl 1936 í Reykjavík. Hann lést eftir langvinn veikindi hinn 7. júlí síðastliðinn. Hann var næstelstur sex barna þeirra Kai Andersen og Ágústu Andersen, og ólst upp á Leifsgötunni í Reykja- vík. Öll sín fullorðinsár naut hann þess að ferðast bæði innan lands og utan. Á heimili hans ríkti alltaf hlýja og gestrisni og þess nutu bæði vinir og ættingjar og jafnvel ókunnugir. Hann var jafnlyndur og kunni bæði að segja sögur og gera góðlátlegt grín að fólki. Börnin hans sem ég passaði stundum, sögðu mér að þriðjudagskvöld væru leiðinleg því þá færi pabbi alltaf út. Sem fullorðnar konur hafa dætur hans sagt mér að þær minnist þess aldrei að pabbi þeirra hafi verið í vondu skapi. Þegar ég frétti að minn eini bróðir hefði dáið fann ég fyrir sjálfhverfum sársauka. Villi var bróðir eins og einn af milljón. Vilhelm Ingvar Andersen✝Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN VALDIMAR SÆVALDSSON, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, lést á heimili sínu að kvöldi fimmtudagsins 8. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fanney Gísla Jónsdóttir, synir, tengdadætur, afa- og langömmubörn hins látna. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HILMAR SÆVAR GUÐJÓNSSON, Háseylu 1, Njarðvík, lést sunnudaginn 11. júlí á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 14.00. Sólbjörg Hilmarsdóttir, Ólafur Sævar Magnússon, Hilmar Þór Hilmarsson, Guðjón Ingi Hilmarsson, Ingi Þór Ólafsson, Aron Smári Ólafsson. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, LÁRA BÖÐVARSDÓTTIR, frá Laugarvatni, Barmahlíð 54, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 12. júlí. Útför fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 29. júlí kl. 15.00. Eggert Hauksson, Ágústa Hauksdóttir, Jónas Ingimundarson, Ása Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN KARLSSON, Vopnafirði, lést að morgni mánudags 12. júlí. Útför verður auglýst síðar. Áslaug Sveinsdóttir, Heimir Helgason, Karl Sveinsson, Sveinn A. Sveinsson, Sara Jenkins, Guðrún Sveinsdóttir, Svanur Aðalgeirsson og afabörnin. ✝ Ástkær eiginmaður og faðir, bróðir, frændi, sonur og góður vinur okkar, KRZYSZTOF STANISLAW CHWILKOWSKI, Kris, Laxagötu 2, Akureyri, varð bráðkvaddur mánudaginn 12 júlí sl. Minningar- og kveðjuathöfn verður haldin í Kaþólsku kirkjunni við Eyrar- landsveg 26 á Akureyri föstudaginn 16 júlí nk. klukkan 12.00. Eru allir vinir Kris hjartanlega velkomnir. Útför fer fram síðar í kyrrþey. Z wielkim zalem zawiadamiamy ze w dniu 12.07 odszedl od Nas nagle Krzysztof Stanislaw Chwilkowski ukochany maz, ojciec, brat, wujek, syn i przyjaciel. Msza pozegnalna odbedzie sie w Katolickim kosciele przy ulicy Eyrar- landsvegur 26 w piatek 16.lipca o godzinie 12:00. Lila-Krystyna Chwikowska, Slawomir Chwilkowski, Malgorzata Anna Ksepko, Stefán R. B. Höskuldsson, Magdalena Ksepko, Baldur S. Svavarsson, Damian Stanislaw Ksepko,Hrafnhildur G. Björnsdóttir, Maria Chwilkowska, Eliza Chwilkowska.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.