Morgunblaðið - 15.07.2010, Side 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010
✝ Þrúður Þórhalls-dóttir fæddist 9.
september 1957 í
Reykjavík. Hún lést
26. júní 2010 á Land-
spítalanum í Kópa-
vogi.
Foreldrar hennar
eru Þórhallur Ein-
arsson frá Djúpalæk,
f. 30.7. 1930, og Þóra
Þorsteinsdóttir, f.
20.8. 1930. Þórhallur
og Þóra slitu sam-
vistir. Þórhallur býr
með Jónínu Þor-
steinsdóttur, f. 14.8. 1932. Systkini
Þrúðar eru 1) Þórdís G. Þórhalls-
dóttir, f. 1950, maki Flosi Krist-
insson, f. 1929. 2) Þorsteinn Þór-
hallsson, f. 1955, d. 1991, maki
Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 1959.
Árið 1978 giftist Þrúður Sigurði
Reyni Magnússyni, f. 1952, d. 2009.
Börn þeirra eru: 1) Eva Sædís, f.
hún saumaklúbb ásamt sex sam-
starfskonum sínum sem hún hélt
mikla tryggð við. Saumaklúbbinn
nefndu þær „Það lagast í þvotti“.
Árið 1999 flutti hún ásamt fjöl-
skyldu sinni til Sönderborg í Dan-
mörku. Þar starfaði hún í Br. Möll-
er-verksmiðjunni til ársins 2009. Í
nóvember 2009 fluttist Þrúður til
Kaupmannahafnar og bjó þar nán-
ast til dánardags. Í Danmörku
ákvað Þrúður að taka sér millinafn
sökum erfiðleika Danans við að
bera fram nafnið hennar. Valdi hún
nafnið Anna og gekk undir því í
samskiptum sínum við Dani. Aðrir
þekktu hana sem Þrúði. Þrúður
lagði mikla stund á útivist og hreyf-
ingu og var um tíma meðlimur í
gönguhópi í Sönderborg. Einnig
hafði hún mikla unun af alls kyns
föndri og handavinnu. Hún lagði
mikla rækt við fjölskyldu sína og
vini. Hún kom reglulega til Íslands í
heimsóknir. Barnabörn Þrúðar
veittu henni mikla gleði og naut
hún þeirra stunda sem hún átti með
þeim.
Útför Þrúðar hefur farið fram.
29.10. 1976, maki
Snorri Marteinsson, f.
1976, börn þeirra eru
Júlíus Patrik, f. 2005,
og Hilmir Örn, f.
2007. 2) Davíð Sindri,
f. 12.8. 1979. 3) Magn-
ús, f. 4.2. 1989. Þrúð-
ur og Reynir skildu
árið 2003.
Þrúður flutti til Ak-
ureyrar fimm ára
gömul og eyddi þar
uppvaxtarárum sín-
um. Hún lauk gagn-
fræðaprófi og einni
önn í framhaldsdeild gagnfræða-
skólans 1975. Þrúður fór til Seyð-
isfjarðar 17 ára gömul þar sem hún
kynntist Sigurði Reyni, fyrrverandi
eiginmanni sínum. Árin 1975-1982
bjuggu þau á Akureyri. Lengst af
bjó hún á Egilsstöðum þar sem hún
starfaði sem afgreiðslumaður hjá
Pósti og síma. Á þeim tíma stofnaði
Elsku mamma. Minningarnar
streyma fram í stríðum straumum og
tárin brjóta sér leið í gegnum skelina.
Ó hve sárt ég sakna þín. Ég trúi því
ekki enn að þú sért farin. Þú sem
varst í blóma lífsins og áttir svo margt
eftir að upplifa og gera.
Ég minnist allra góðu stundanna.
Yndislegu ferðarinnar þegar við fór-
um saman til Tenerife þar sem við
flatmöguðum á ströndinni og reynd-
um eftir bestu getu að prófa alla veit-
ingastaðina við strandlengjuna. Einn-
ig má nefna óteljandi búðarferðirnar í
Danmörku og ósjaldan fórum við og
skönnuðum búðirnar hinum megin
landamæranna í Þýskalandi. Ævin-
lega drógumst við heim seint að
kvöldi með fangið fullt af pokum og
ónýta fótleggi.
Ógleymanleg er stundin þegar þú
leiddir mig upp að altarinu. Þú varst
svo glæsileg í fallega kjólnum þínum
og brosunum rigndi yfir okkur. Stolt-
ið var mikið þann dag og dagurinn
yndislegur í alla staði.
Ég gleymi því aldrei hversu stolt
amma þú varst þegar barnabörnin
þín fæddust. Þú elskaðir litlu pjakk-
ana þína eins og þú kallaðir þá, Júlíus
Patrik og Hilmi Örn. Þið lékuð ykkur
saman löngum stundum. Mér þykir
svo sárt að vita til þess að litlu dreng-
irnir þínir munu ekki alast upp með
ömmu Þrúði. En þeir munu muna þig
og elska þig, ömmu Þrúði sem kunni
svo sannarlega að leika. Júlíus Patrik
ber mikinn svip af ömmu sinni og
svipbrigði. Hann segir þig núna vera
flogna upp til Guðs þar sem þú hafir
lifnað við og sért ekki lengur lasin.
Þig langaði til að gera svo margt
með ömmugullunum þínum og það
síðasta sem þú talaðir um var að fara í
útilegu, kveikja bál og grilla brauð á
spjóti. Við gerum það til minningar
um þig.
Við ætluðum okkur svo margt sam-
an, við ætlum að taka þátt í jólamark-
aði í Kaupmannahöfn fyrir næstu jól
og framleiða alls kyns dót eins og okk-
ur var einum lagið. En vittu til ég
stefni enn á það. Ég veit að þú verður
með mér.
Elsku mamma mín. Ég vona að þér
líði vel í nýju lífi, lítir til okkar annað
slagið og vakir yfir okkur.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir,
þá líður sem leiftur úr skýjum,
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgrímur Pétursson)
Ég sakna þín ætíð og elska þig eilíf-
lega.
Þín dóttir,
Eva Sædís.
Elskuleg systir mín, hún Þrúður, er
látin eftir stutt en erfið veikindi. Það
er svo ótrúlegt og erfitt að sætta sig
við það, en svona er lífið. Hún var
mikill gleðigjafi og áttum við mjög
skemmtilegar samverustundir bæði
sem börn og ekki síður fullorðnar.
Hún og Steini bróðir voru hjá mér
sem unglingar í sveit, tóku upp kart-
öflur og snerust í kringum mig. Nú
eru þau bæði horfin. Þrúður var
hörkudugleg og mikill húmoristi, það
var engin lognmolla kringum hana og
sá mátti vera dauðyfli sem ekki
hreifst með. Við eignuðumst dætur
með mánaðarmillibili árið 1976 og
urðum á þeim tíma enn nánari vin-
konur. Þrúður hafði mikla þörf fyrir
breytingar, hún bjó á Akureyri í
nokkur ár, á Seyðisfirði, í Noregi og
síðan lá leiðin í Egilsstaði þar sem
fjölskyldan bjó lengi. Við heimsóttum
þau þangað flest sumur og þá var ým-
islegt brallað og oft lyft glasi. Árið
1999 var enn komið að flutningum, í
þetta sinn til Danmerkur. Við minn-
umst sérstaklega mjög skemmtilegra
bréfa þar sem Þrúður lýsti ferðalag-
inu frá Íslandi til Sönderborgar á
sinn einstaka hátt. Við þessa búferla-
flutninga fækkaði samfundum en
ómetanleg eru öll bréfin hennar
Þrúðar sem hún sendi til fjölskyld-
unnar heima á þessum árum. Við
heimsóttum hana 2007 í tilefni af
fimmtugsafmælinu, þá bauð Þrúður
til mikillar veislu og ættingjarnir frá
Íslandi fjölmenntu á staðinn. Þá kom
eðlislæg gestristni hennar vel í ljós,
þar sem hún snerist kringum fólkið í
fleiri daga, reddaði gistingu, mat og
skemmtunum fyrir hópinn. Hún lagði
sig svo sannarlega alla fram við að
gera öllum dvölina sem ánægjuleg-
asta og naut þess mjög að hafa allt
fólkið sitt hjá sér. Þetta var ógleym-
anleg ferð og allir fóru heim með hlýj-
ar og góðar minningar. Eftir að Þrúð-
ur eignaðist ömmustrákana sína kom
hún oftar og var hér heima um jól og
áramót.
Þrúður var hjá mér um áramótin
2007-08 og fengu barnabörnin mín að
njóta samvista við hana, það var farið
í pakkaleik sem lengi verður í minn-
um hafður og verður örugglega end-
urtekinn. Á nýársdaginn gengum við
Þrúður kringum Höfðann og rifjuð-
um upp gamlar endurminningar og
nutum fegurðar Eyjafjarðar. Sumar-
ið 2009 fórum við austur í Egilsstaði
með Þrúði og áttum góða daga þar.
Þá var Þrúður sjálfri sér lík, hress og
skemmtileg. Fyrrihluta vetrar fór
hún að kenna sér meins og kom fljót-
lega í ljós að við veikindin yrði ekki
ráðið. Og kannski er það við hæfi að
manneskja sem elskaði lífið líkt og
Þrúður gerði, kveðji þetta líf einmitt
þegar náttúran öll iðar af lífi. Við fjöl-
skyldan þökkum fyrir allar yndislegu
samverustundirnar.
Ég er svo angurvær
og einmana í kvöld.
En við þig, vina kær,
er vona minna fjöld
tengd, og ást mín öll
er einni helguð þér.
Svo mild og hrein sem mjöll
þín mynd í hug mér er.
Ég hrópa gegnum geim.
Ég græt í húmið svart.
Ó, komdu, komdu heim
í kvöld, svo aftur bjart
verði, vina kær.
Ég veit þú kemur. Þó
er ég svo angurvær
en ætla að bíða í ró.
(Kristján frá Djúpalæk)
Þórdís Guðrún og fjölskylda.
Elskulega Þrúður mín, yndislega
mágkona. Ég kveð þig með djúpum
söknuði og þessum línum. Það er svo
óraunverulegt að þú sért dáin. Ég
spyr mig hvað veldur en fæ fá svör, en
hugga mig við að þú sért í góðu hlut-
verki, nú laus við þjáningar. Á milli
okkar hefur ætíð ríkt traust og ein-
lægni sem er nú gott fyrir mig að eiga
í hjarta mínu. Þú gekkst í gegnum
ýmsar hindranir og stundum í dimm-
um dal, samt náðir þú að vinna já-
kvætt upp á við með þinni góðu sann-
færingu. Elsku Þrúður mín, ég
gleymi aldrei kökuboðunum þínum í
afmælum, á jólum og við hin ýmsu
tækifæri. Þú varst driffjöðrin í að
halda afmæli fyrir tengdamömmu
þína er hún varð 60 ára á heimili þínu
á Egilsstöðum. Gerðir þetta mest ein,
bara að vakna snemma eins og þú
orðaðir það. Ég heimsótti þig oft í
Danmörku á meðan þú bjóst þar og
alltaf var mjög gaman að hittast,
hlæja og ræða málin. Það gastu að-
eins gert líka eftir að þú komst til Ís-
lands 3. júní síðastliðinn. Alltaf stutt í
húmorinn þinn. Ég hef margs að
minnast og mikils að sakna. Geymi
það í huga mínum.
Vinur minn hvar sem í heiminum er
heyrðu mitt ákall og liðsinntu mér
reynum að uppræta angur og kvöl
afnema stríðsins böl.
Stöndum við saman og störfum sem
eitt
stefnunni ef til vill getum við breytt
smíðum úr vopnunum verkfæri þörf
verum í huga djörf.
Burt með hræðslu sem byrgð er inni,
burt með hatrið úr veröldinni,
burt með sprengjur sem brenna
svörð,
biddu með mér um frið á jörð.
Burt með hungur og burt með sorgir,
burt með deilur og hrundar borgir,
burt með sprengjur sem brenna svörð
biddu með mér um frið á jörð.
Berum upp alls staðar bænina um
frið,
bænina stærstu sem nú þekkjum við,
bænina einu sem bjargað nú fær
barninu frá í gær.
Elskulegum ástvinum votta ég
mína dýpstu samúð. Minningin lifi.
Þín
Anna K. Magnúsdóttir.
Ekki grunaði mig það fyrir rúmum
þremur mánuðum að ég ætti eftir að
sitja hérna í dag og skrifa minning-
argrein um þig elsku frænka. Það
kom fljótt í ljós þegar læknarnir voru
búnir að finna út hvers kyns var að
engin lækning væri til og að þú ættir
ekki langt eftir.
Þegar ég hugsa til baka man ég eft-
ir því þegar við heimsóttum þig á Eg-
ilsstaði í „gamla daga“. Það voru alltaf
allir velkomnir á Faxatröðina og þú
varst ætíð hrókur alls fagnaðar. Það
var eitt sem var pottþétt að þegar þú
varst annars vegar þá leiddist engum.
Í dag get ég huggað mig við þær
minningar sem ég á um þig elsku
frænka og þá sérstaklega þegar við
fórum öll fjölskyldan út til Danmerk-
ur í fimmtugsafmælið þitt. Það var
yndislegur tími og gaman að koma til
Sönderborgar og sjá hvernig þú
bjóst. Að sjálfsögðu var mikið stuð í
afmælinu og ég held að allir hafi verið
hæstánægðir með þennan tíma sem
við áttum saman stórfjölskyldan.
Mikið var ég ánægð að þú skyldir
geta komið heim til Íslands og átt síð-
ustu vikurnar hérna heima með okk-
ur sem þykir svo vænt um þig. Það
var svo gott að hitta þig dúllan mín og
þú varst nú bara nokkuð lík sjálfri
þér, alltaf sama gellan og húmorinn í
lagi þrátt fyrir veikindin.
Nú er erfiður tími framundan án
þín elsku Þrúður mín og skal ég gera
mitt besta til að standa við bakið á
þeim sem eiga um sárt að binda. Því
okkar missir er mikill og er erfitt að
hugsa til þess að eiga ekki eftir að
hitta þig aftur. En ég veit að það hef-
ur verið tekið vel á móti þér þarna
hinum megin og ef ég þekki ykkur
rétt eigið þið systkinin eftir að
skemmta ykkur vel saman og passa
vel hvort upp á annað.
Að lokum langar mig að biðja góð-
an Guð að styrkja Evu, Snorra, Júl-
íus Patrik, Hilmi Örn, ömmu Þóru,
Dísu, afa og Ninnu og alla þá sem
eiga um sárt að binda.
Þín bróðurdóttir,
Þóra Guðrún.
Síðast er ég sá þig
sastu meðal rósa
er þú eigin höndum
annast mjúklátt hafðir.
Frostnótt hefur fölva
fegurð þeirra slegið
eins og aldurtili
ásýnd þína bjarta.
Himinninn á hæli
handa hverju barni
sínu, sérhvers hnattar.
Sól er allra móðir.
Grátum eigi, gleðjumst,
gata hver er heimleið,
villugjörn, en vörðuð
vitum, Drottins orði.
(Kristján frá Djúpalæk)
Fjörkálfur er farinn. Við þökkum
allar samverustundirnar, umhyggju,
hlátur og skemmtun.
Ásta, Þorkell og krakkarnir.
„Það lagast í þvotti“ kveður nú
góðan félaga. Þrúður stofnaði sauma-
klúbbinn ásamt öðrum starfsmönn-
um Pósts og síma á Egilsstöðum fyr-
ir 23 árum. Inngönguskilyrði voru að
hafa starfað hjá póstinum og vísar
nafnið til þess að með þvotti mátti
laga prjónlesið. Þrúður var næstelst
okkar en aldursmunurinn spannar 12
ár. Vináttan nær langt út fyrir klúbb-
inn og samgangur er mikill. Við höf-
um gengið saman í gegnum súrt og
sætt og kallaði Þrúður það „að eiga
fortíð saman“. Þegar einhver hefur
þurft á hjálp að halda er það sjálfsagt
að aðrir meðlimir mæti og bjóði fram
aðstoð. Nú síðast var það Þrúður sem
háði erfitt en stutt stríð við illvígan
sjúkdóm. Klúbburinn reyndi að
koma til aðstoðar eins og hægt var til
stuðnings dóttur hennar, móður og
systur sem stóðu vaktina til síðustu
stundar. Það er ekki nema ár síðan
börn hennar kvöddu föður sinn einn-
ig eftir erfið veikindi. Ýmsar fastar
hefðir hafa skapast með árunum í
saumaklúbbnum eins og t.d. árlegar
helgarferðir í sumarbústað þar sem
makar og börn eru skilin eftir heima.
Þrúður setti þá kröfu strax í upphafi
að makar fengju ekki að vera með
nema örsjaldan; „þeir geta verið svo
leiðinlegir þessir karlar“. Þrúður og
fjölskylda flutti til Danmerkur fyrir
11 árum, hún hélt samt áfram að
starfa með klúbbnum eins og kostur
var og var alltaf í góðu sambandi. Þá
fór klúbburinn einnig í heimsóknir til
hennar og síðast mætti hópurinn í
fimmtugsafmæli hennar fyrir þrem-
ur árum. Að sjálfsögðu voru karlarn-
ir ekki með en þeir sendu henni þó
gjöf, þ.e. fjöl úr hverjum rúmstokki
þeirra. Hún átti það nefnilega til að
heimsækja þá á rúmstokkinn þegar
svo bar undir „svona rétt til að spjalla
aðeins“. Eftir eitt slíkt tilvik þegar
hún hafði vakið einn bóndann upp um
miðja nótt lýsti hún því þannig: „Það
var skelfing í augunum á honum!“ Sl.
sumar kom Þrúður til Egilsstaða og
varð þá glatt á hjalla að vanda. Setið
var fram undir morgun úti í garði og
hlegið mikið, truflaði það fegurðar-
blund tilvonandi brúðar í næsta húsi
sem ætlaði að gifta sig morguninn eft-
ir. Vakti það mikla kátínu þegar Eva
dóttir Þrúðar kom með þessi tíðindi
úr brúðkaupi vinkonu sinnar. Margar
góðar minningar tengjast Þrúði og
má þar t.d. nefna óveðursbrókina
hennar. Í hvert sinn sem hún skellti
sér í stuttbuxurnar rauðu breyttist
veðrið til hins verra. Þá reyndi hún að
„vippa“ myndarlegum mönnum að
ólofuðu konunni í klúbbnum. Hún
vildi láta taka mynd af betri fókusn-
um en meinti prófílnum. Þrúður skildi
ekki alltaf strax tvíræða brandara og
er fræg sagan af henni þar sem hún
skildi ekki einn slíkan fyrr en hún
löngu síðar var að undirbúa kleinu-
bakstur og akkúrat þegar hún togaði
hornið í gegnum gatið á kleinunni átt-
aði hún sig á brandaranum. Upp úr
því kom máltækið okkar „æ farðu að
snúa í kleinum“.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(Vald. Briem)
Sendum börnum Þrúðar, þeim
Evu, Davíð og Magnúsi, foreldrum og
öðrum vandamönnum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sólveig, Málfríður Ó., Þóra
Sigríður, Málfríður B.,
Svanfríður og Sigurlaug.
Kær vinkona mín og fyrrverandi
svilkona Þrúður Þórhallsdóttir hefur
nú kvatt eftir stutta en erfiða baráttu
við illvígan sjúkdóm. Þann tíma sem
Þrúður dvaldist hér heima eftir að
hún veiktist gafst mér tækifæri til að
eiga með henni stundir nánast dag-
lega. Fyrir þessar stundir er ég óend-
anlega þakklát. Þær hafa orðið til
þess að vekja hjá mér hugleiðingar
um tilgang lífsins. Það er svo erfitt að
skilja hvers vegna okkur er ætlaður
mislangur tími hér á jörð og hversu
auðvelt er að upplifa það sem órétt-
læti, þegar fólk er tekið frá fjölskyldu
og vinum allt of snemma. Ég kýs að
trúa því að okkur séu ætluð ákveðin
hlutverk hér og þegar þeim er lokið
þá kveðjum við og tökumst á við æðri
hlutverk sem okkur eru ætluð á öðr-
um stað. Þrátt fyrir trú mína finn ég
fyrir depurð og söknuði, en um leið er
ég þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast Þrúði og að leiðir okkar
skyldu liggja saman um tíma.
Ég kynntist Þrúði þegar við vorum
ungar, að stofna heimili austur á
landi. Þar sem við vorum giftar
bræðrum voru samskipti töluverð
milli heimila okkar og margar minn-
ingar hafa leitað á hugann síðustu
daga og vikur. Við fluttum síðan á
svipuðum tíma frá Austurlandi, ég til
Reykjavíkur en Þrúður til Danmerk-
ur. Þar sem fjarlægðin var mikil hitt-
umst við lítið fyrst eftir að við fluttum
en héldum þó alltaf tengslum. Svo
skrítið sem það nú er, þá hafa tengsl
okkar og vinátta styrkst á síðustu ár-
um. Þrúður kom reglulega til Íslands
að heimsækja fjölskyldu og vini. Þeg-
ar við hittumst ræddum við um lífið
og tilveruna, deildum gleði og sorg-
um, sigrum og ósigrum.
Þrúður var hjartahlý, glaðlynd,
trygg vinum sínum og bar mikla um-
hyggju fyrir fjölskyldu sinni, ekki síst
litlu ömmustrákunum tveim. Hún tal-
aði oft um að hún vildi gjarnan að það
væri styttra á milli Íslands og Dan-
merkur svo hún gæti hitt þá oftar.
Heimsóknum hennar fylgdu
skemmtilegar frásagnir, gleði og hlát-
ur. Þrúður fékk sinn skammt af erf-
iðum verkefnum og mótlæti í lífinu en
hún tókst á við hvert þeirra af æðru-
leysi og eftir bestu getu.
Minning um einstaka konu er ljós
sem lifir með okkur, sem nutum þess
að verða samferða henni hér á jörð.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ég og fjölskylda mín kveðjum
Þrúður Þórhallsdóttir