Morgunblaðið - 15.07.2010, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.07.2010, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sandsílaleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar lýkur í dag. Valur Bogason, útibússtjóri stofnun- arinnar í Vestmannaeyjum, stýrði leiðangrinum sem farinn var á Dröfn RE. Þeir voru við Ingólfs- höfða þegar rætt var við Val síðdegis í gær. „Ástandið var skást í Faxaflóanum og það var eini staðurinn þar sem ástandið var sæmilegt, miðað við síðustu fimm árin. Þar fengum við meira af seiðum en undanfarin ár. Við Vestmannaeyjar var sama ástand og í fyrra. Í fyrra fór ástandið þar úr engu í mjög lítið. Nú fengum við færri seiði þar en í fyrra en seiðin skipta fuglinn miklu máli,“ sagði Valur. Hann segir ekki tímabært að tjá sig um nýliðunina í ár. Hún sjáist ekki með neinni vissu fyrr en seiðin verða eins árs. Leiðangurinn hófst í Breiðafirði. Þar fengust seiði, eitthvað af eins árs en lítið af tveggja ára og eldra síli. Leiðangursmenn nota flottroll til að taka síli uppi í sjó og sandsílaplóg til að veiða þau þegar þau grafa sig í botn- inn. Val sýndist að ástandið í Breiðafirði væri ekkert sér- staklega gott, en tók fram að aðeins lítill hluti fjarðarins sé kannaður. Lítið var af sandsíli út af Ólafsvík en aðeins meira fékkst við Nesið. Sandsílaárgangurinn frá 2007 virðist vera ráð- andi í eldra sílinu sem hefur fengist. Sá árgangur hefur komið ágætlega fram bæði í Faxaflóa og á Víkinni, en verulega er samt farið að ganga á hann, að sögn Vals. Sumarið 2007 varð vart við mikið af seiðum í Faxaflóa og Breiðafirði en þau sáust ekki við suðurströndina. Sílin gengu svo inn á grunnslóð við suðurströndina um verslunar- mannahelgina 2007 og björguðu því sem bjargað varð hjá sjófuglum. Þessi árgangur hefur síðan verið uppistaðan í sandsílastofninum. Árgangur- inn frá 2008 var ekki góður. Í fyrra sást talsvert af seiðum en þau hafa ekki skilað sér sem ársgömul síli í þeim mæli sem vonast var til. Það var helst að þau sæjust í Faxaflóa nú. Valur telur mikla þörf á að fá góða nýliðun í sandsílastofninn ef hann á ekki að gefa enn frekar eftir, því uppistaðan í hrygning- arstofninum sé 1-3 ára síli. Þegar rætt var við Val í gær höfðu þeir fengið um 500 kg af síli við Ingólfshöfðann. Hann sagði að þeir hafi líka fengið svipaðan afla í Faxaflóanum, en sílið var þó mun stærra við Ingólfshöfðann heldur en í Flóanum. Fljótlega verður gefin út fréttatilkynning um fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar en þær eru háðar óvissu því þær eru eingöngu byggðar á lengdarmælingum á síli en ekki á aldurslesning- um. Aldursgreining á sandsílum er hins vegar tímafrek og liggja niðurstöður hennar ekki fyrir. Ástandið skást í Faxaflóanum  Sandsílaleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar lýkur í dag  Mjög lélegt ástand var við Vestmanna- eyjar og færri seiði en í fyrra  Nýliðun er orðin aðkallandi til að viðhalda hrygningarstofninum Valur Bogason Rannsókn sandsíla » Þetta er fimmta sumarið sem Hafrannsóknastofnunin fer í leiðangur til að rannsaka sandsíli. » Sandsíli hafa verið rann- sökuð með skipulegum hætti í Breiðafirði, Faxaflóa, við Vest- mannaeyjar, á Víkinni og við Ingólfshöfða. » Sandsíli eru mikilvæg fæða margra tegunda fiska, sjávar- spendýra og sjófugla. Frá og með deginum í gær á Ísland rétt á fjárstyrk frá Evrópusamband- inu til að búa sig undir aðild að sam- bandinu. Leiðir þetta af breytingu á reglugerð sambandsins um aðildar- ferlisaðstoð (e. Pre-Accession Ass- istance) við væntanleg sambandsríki sem tók gildi í gær. Samkvæmt tilkynningu frá sam- bandinu er styrknum ætlað að greiða fyrir því og tryggja að stjórnvöld og stofnanir ríkja sem nú eru í aðild- arferlinu geti innleitt reglur og lög sambandsins og lagað allt regluverk sitt að þeim. Forsetar Evrópuþingsins og ráð- herraráðs Evrópusambandsins skrifuðu um miðjan júní undir reglu- gerðarbreytinguna, sem tiltekur sérstaklega að Íslandi verði gert kleift að sækja um fyrrgreindan fjár- styrk. Sýnir vilja stuðnings í verki Stefan Füle, sem fer með stækk- unarmál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, tilkynnti um þenn- an rétt Íslands og annarra væntan- legra aðila sambandsins í gær. Sagði hann að þessi réttur endurspeglaði vilja Evrópusambandsins til að styðja við Ísland meðan aðildarferli þess stæði. „Þessi ákvörðun undirstrikar vilja okkar til að styðja aðildarferil Ís- lands, við hvetjum landið til að gera það sem það getur til að tryggja árangursríka aðild að Evrópusam- bandinu,“ er haft eftir Füle í yfirlýs- ingunni. Ekki náðist í Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra vegna málsins en hann er nú staddur í Kína. skulias@mbl.is Ísland á rétt á fé frá ESB Morgunblaðið/RAX Umdeilt Skiptar skoðanir eru um aðildarumsókn Íslands að ESB. Styrkur til að innleiða Evrópulög og -reglur Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Ég er kominn með u.þ.b. 200 bindi núna. Bróðurpart- urinn í fyrri skiptin sem ég safnaði þessu var langmest fótboltabindi en síðan hefur þetta breyst eftir því sem fleiri hafa verið að gauka að mér bindum, þá hefur þetta orðið að svona almennt ljótum bindum sem menn geta bara ekki hugsað sér að nota. Þau eru mörg alveg rosaleg,“ segir Ómar Smárason, leyfis- og markaðs- stjóri Knattspyrnusambands Íslands og æðsti riddari Riddarareglu bindisins. Fyrir u.þ.b. tíu árum fékk Ómar þá flugu í höfuðið að safna hálsbindum sem gjarnan eru gefin þegar fulltrúar knattspyrnusambanda hittast í tengslum við leiki eða aðra viðburði. Slíkar gjafir hafa tíðkast í áratugi en oft eru þessi bindi „ævintýralega skemmtilega ljót“ svo vitnað sé í hann sjálfan og enda ofan í skúffu. Undir- tektir voru framar vonum og á tveimur árum áskotn- aðist Ómari um eitt hundrað bindi og vissi hann ekkert hvað hann ætti að gera við allt þetta magn. Riddarareglan verður til Þá fékk Ómar þá hugmynd rétt fyrir þjóðhátíð í Eyj- um árið 2003 að stofna Riddarareglu bindisins. Hann fyllti bakpoka af bindum og gekk á milli tjalda í Herj- ólfsdal og sló fólk til riddara. Þetta mæltist vel fyrir og bindin héldu áfram að berast. Fyrir þjóðhátíð 2004 fyllti Ómar bakpokann á ný og hélt í dalinn. „Og viti menn, ótrúlegur fjöldi riddara var þá með bindið frá árinu áður, fastur hluti af þjóðhátíðardressi viðkom- andi. Þriðju þjóðhátíðina í þessu rugli, árið 2005, var hálfur dalurinn kominn með bindi og í ákveðnum þjóðhátíðartjöldum var mér sem upphafsmanni Ridd- arareglu bindisins heilsað eins og þjóðhöfðingja,“ segir Ómar. Það ár kláruðust birgðirnar, en þegar fréttist að Ómar ætlaði á þjóðhátíð í fyrsta sinn í ár síðan 2005 höfðu tugir manna samband við hann og spurðu hvort hann kæmi ekki örugglega með bakpoka fullan af bind- um. Ómar segist ekki hafa getað annað en staðið undir þessum óskum. „Það er ofsalega gaman að þessu og þetta vekur allt- af lukku,“ segir Ómar og bætir við að hann hafi aldrei órað fyrir því að viðtökurnar yrðu svona góðar, þetta hafi upphaflega aðeins verið hugsað fyrir vinahópinn. „En svo þegar einhver sér einhverja með svona bindi nokkra saman þá verður viðkomandi að spyrja hvað sé í gangi. Svo bara gerist þetta koll af kolli.“ Dreifir ljótum háls- bindum í Herjólfsdal  Riddararegla bindisins verður á þjóðhátíð í Eyjum Morgunblaðið/Ernir Ómar Smárason Æðsti riddari Riddarareglu bindisins, með nokkur af bindunum sem hafa safnast. Rafmagnsvespur sem komu á markað hér á landi í sumar- byrjun skulu flokkast sem reið- hjól samkvæmt umferðarlögum og ber því að nýta þær á göngustíg- um og gang- stéttum. Þetta staðfestir Marta Jónsdóttir, lög- fræðingur ökutækjasviðs Umferðar- stofu. „Við fengum framkvæmda- stjóra Suzuki-umboðsins, sem selur El-go-rafmagnsvespurnar, í heim- sókn með C.o.c.-vottorð. Þar kemur skýrt fram að hámarkshraðinn er 25 km á klst og þær eru því reiðhjól samkvæmt skilningi 2. greinar um- ferðarlaga,“ segir Marta. Ekki sé ástæða til að endurskoða þennan hluta laganna að svo stöddu. Þar sem hjálmaskylda nái ein- göngu til 15 ára aldurs hafi Umferð- arstofa þó hvatt umboðið til að brýna mikilvægi hjálmanotkunar fyrir kaupendum. Reiðhjólaskilgreiningin er ein- göngu háð hraða-, ekki þyngdartak- mörkunum, og er ekki gert ráð fyrir breytingu þar á í nýju umferðarlaga- frumvarpi. annaei@mbl.is Vespan skal flokkast sem reiðhjól Vespa Reiðhjól skal það vera. Ósk þess efnis að karlmannsnafnið Fenris verði skráð á manna- nafnaskrá hefur verið hafnað af mannanafnanefnd, og fæst það hvorki skráð sem eiginnafn né milli- nafn. Nefndin telur að notkun nafns- ins Fenris í nefnifalli stríði gegn hefð nafnsins Fenrir með sama hætti og nöfn eins og Guðmund og Þor- stein séu óheimil. Nefndin bendir í því samhengi á að orðmyndin Fenris sé eignarfallsmynd nafnsins Fenrir sem þekkt sé úr norrænni goðafræði og er á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd hefur einnig hafnað nöfnunum Duncan og Har- riet þar sem þau séu ekki í samræmi við íslenskar ritreglur og hafi ekki öðlast hefð hér á landi. Einnig hafn- aði nefndin kvenmannsnafninu Freyu og taldi ritháttinn ekki hafa öðlast hefð hér. Nefndin féllst á eftirfarandi nöfn: Mjöllnir, Gói, Glóa, Refur og Gunn- arr. Varðandi síðasta nafnið segir nefndin, að eiginnafnið Gunnarr komi fyrir, með þeim rithætti, í ýms- um alþekktum útgáfum, s.s. útgáfu Hins íslenzka fornritafélags á Brennu-Njáls sögu. Harriet og Fenris hafnað Hægt er að óska eftir aðild að Riddara- reglu bindisins en það er algerlega á valdi æðstu manna hennar hvort skil- yrðum til þess sé fullnægt af viðkomandi einstaklingi. Ef aðild er samþykkt krýpur við- komandi á hné fyrir framan æðsta riddara reglunnar sem slær hann til riddara með því að snerta axlir hans með hálsbindi sínu. Síð- an fær viðkomandi afhent eitt bindi úr safn- inu og verður hann að ganga með það alla þjóðhátíðina. RIDDARAREGLA BINDISINS Slegnir til riddara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.