Morgunblaðið - 15.07.2010, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010
Ómar
Keppt í sjósundi Íslandsmótið í sjósundi fór fram í Nauthólsvík í gær og tóku um 50 manns þátt. Sjósund hefur notið vaxandi vinsælda
hér á landi undanfarin ár og öðlast dygga iðkendur sem setja síbreytilegt veðurfarið ekki fyrir sig og synda í hvaða veðri sem er.
Stjórn Vinstri grænna mót-
mælti harðlega áformum um
framsal á jarðvarmaauðlindum
á fundi sínum 21. ágúst á liðnu
ári eða fyrir hartnær 11 mán-
uðum. Sérstök ályktun var sam-
þykkt. Þrír ráðherrar VG sitja í
stjórn flokksins. Steingrímur J.
Sigfússon er formaður, Katrín
Jakobsdóttir er varaformaður
og Svandís Svavarsdóttir er
meðstjórnandi. Ritari stjórnar
er Sóley Tómasdóttir borg-
arfulltrúi. Alls sitja ellefu í stjórn VG.
Tilefni ályktunar stjórnar VG voru fréttir um
væntanleg kaup kanadíska fyrirtækisins
Magma Energy á meirihluta í HS Orku. Álykt-
unin hljóðaði svo:
„Stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs mótmælir harðlega áformum um var-
anlegt framsal á jarðvarmaauðlindum. Á erf-
iðleikatímum er freistandi að afla erlends gjald-
eyris á kostnað auðlindanna en jafnframt hefur
það sjaldnar verið mikilvægara að
standa vörð um verðmæti þjóð-
arinnar og eignir landsins. Þjóðin er
þegar skaðbrennd af ábyrgðarlausri
frjálshyggju og einkavæðingu mörg
undanfarin ár og nú er tími til kom-
inn að snúa við blaðinu. Skorar
stjórn VG á ríkisstjórn Samfylking-
arinnar og Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs að gera allt í sínu
valdi til að stöðva áform um framsal
auðlindanna þegar í stað.“
Ályktun stjórnar Vinstri grænna
var í samræmi við ályktun opins
borgarafundar sem flokkurinn stóð
fyrir í Grindavík, daginn áður. Þar
var „áformum um varanlegt framsal á jarð-
varmaauðlindum á Reykjanesi til Magma
Energy og fyrirhugaðri einkavæðingu mót-
mælt“. Því var haldið fram að þjóðin væri þegar
skaðbrennd af ábyrgðarlausri frjálshyggju og
einkavæðingu mörg undanfarin ár. Fundurinn
skoraði síðan á „ríkisstjórn Samfylkingarinnar
og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að
stöðva þessi áform þegar í stað“.
En þar með lauk ekki „baráttu“ VG gegn því
að erlendir aðilar gætu eignast hlut í íslensku
orkufyrirtæki. Á flokksráðsfundi á Hvolsvelli
28.-29. ágúst, eða viku eftir harða ályktun
stjórnar flokksins var eftirfarandi samþykkt:
„Í þeirri vá sem nú vofir yfir þar sem Magma
Energy og GGE eru nálægt því að eignast
þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og auð-
lindir á Reykjanesi er það brýnna en nokkru
sinni fyrr að Vinstri græn stöðvi þessi áform.
Flokksráðið beinir því til ráðherra sinna, þing-
manna og sveitarstjórnarmanna að tryggja
hagsmuni þjóðarinnar með því að halda HS
orku í samfélagslegri eigu... Ljóst er að ekki er
seinna vænna að breyta lögum og reglugerðum
þannig að almannahagsmunir séu varðir og að
samfélagslegt eignarhald orkufyrirtækja og
orkuauðlinda sé tryggt.“
Í janúar síðastliðnum er oddurinn í stefnu VG
ekki eins beittur og áður því á flokksráð sam-
þykkti eftirfarandi á fundi sínum á Akureyri:
„Flokksráð ályktar að öll stærri orkufyr-
irtæki landsins skuli vera í almenningseigu og
hvetur fulltrúa sína og flokksfélaga til að vinna
að því.“
Þegar þessar ályktanir VG eru hafðar í huga
eru yfirlýsingar Svandísar Svavarsdóttur um-
hverfisráðherra og annarra forystumanna VG
um Magma-málið jafntrúverðugar og loforð
flokksins um að berjast gegn aðild Íslands að
Evrópusambandinu.
Forystumenn VG hafa haft yfir eitt ár til þess
að beita sér fyrir breytingum á lögum til að
koma í veg fyrir að erlendir aðilar eignist meiri-
hluta í innlendum orkufyrirtækjum. Engin til-
raun hefur verið gerð til þess.
VG hefur leikið þann leik að gefa út yfirlýs-
ingar og ályktanir sem engin innistæða er fyrir
og engin tilraun gerð til að standa við. Allt til
þess eins að friða samvisku forystumanna
flokksins og breiða yfir þau innanmein sem
plaga flokkinn.
Eftir Óla Björn Kárason » VG hefur leikið þann leik að
gefa út yfirlýsingar og
ályktanir sem engin innistæða
er fyrir og engin tilraun gerð
til að standa við.
Óli Björn Kárason
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Trúverðugleiki VG
Við skyndilegt fall krón-
unnar og hrun bankanna
óx þeirri kröfu ásmegin
meðal þjóðarinnar að
sækja ætti um aðild að
ESB. Þó svo að vilji til að-
ildar hafi ekki verið meiri-
hlutaskoðun þá voru á
tímabilum á árabilinu frá
2006-2009 meirihlutafylgi
fyrir því að láta reyna á
hvað fengist út úr aðild-
arviðræðum.
Allan þann tíma vör-
uðum við andstæðingar
ESB aðildar við því að
slíkar könnunarviðræður
væru ekki í boði. All-
margir ESB-andstæð-
ingar voru þó til í að láta
undan kröfum aðild-
arsinna, sumpart til þess
að þjóna lýðræðinu og
sumpart sem málamiðlum
í refskák stjórnmálanna.
Eftir kosningarnar 2009
var þessi krafa og víg-
staða ESB-sinna í landinu
sterkari en nokkru sinni.
Nú ári eftir að Alþingi
samþykkti aðild-
arviðræður hefur það
komið rækilega fram að hér eru ekki hlutlausar við-
ræður á ferðinni heldur aðlögunarferli þar sem ESB
leggur þegar til atlögu og ítaka í íslensku stjórnkerfi
án þess að þjóðin hafi verið spurð. Á sama tíma er
peningum ausið til áróðurs fyrir málstað stórveld-
isins.
Íslenska þjóðin er mjög meðvituð um þetta og nú
hefur mjög skipt um í fylgi við hinar svokölluðu að-
ildarviðræður. Aukinn meirihluti Íslendinga, eða um
2⁄3 hlutar þjóðarinnar, vill hætta viðræðunum þegar í
stað.
Aðildarsinnar hafa nú komið fram í blöðum og lagt
áherslu á að halda verði ferlinu áfram til þess að
leiða það til lykta. Það er rétt að ljúka verður málinu
með einhverjum hætti og þar kemur margt til
greina. Það er ljóst að aðlögunarferlið mun kosta
okkur milljarða og hafa veruleg og ólýðræðisleg
áhrif á íslenska stjórnsýslu.
Rétt eins og það voru ákveðin lýðræðisrök fyrir
því að fara í viðræður vorið 2009 þá er lýðræðisleg
krafa í loftinu nú sem stjórnvöld verða að koma á
móts við. Það geta þau gert með því að draga um-
sóknina til baka en þau geta líka vísað þessu máli til
þings og eftir atvikum þjóðar í almennri atkvæða-
greiðslu.
En það er fráleitt að halda áfram að ausa hundr-
uðum milljóna í verkefni sem aukinn meirihluti þjóð-
arinnar leggst nú hart gegn. Enginn lýðræðislega
þenkjandi stjórnmálamaður getur réttlætt það við
þessar aðstæður að gera ekki neitt við þessa sterku
kröfu almennings.
Eftir Bjarna Harðarson
»Hér á ferð-
inni aðlög-
unarferli þar
sem ESB leggur
þegar til atlögu
og ítaka í ís-
lensku stjórn-
kerfi án þess að
þjóðin hafi verið
spurð.
Bjarni Harðarson
Höfundur er bóksali.
Lýðræðis-
krafan í
ESB málinu