Morgunblaðið - 15.07.2010, Qupperneq 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010
Hann hafði hjartarisa en sjálfs-
elsku í lágmarki. Í heimsóknum
mínum til Íslands keyrði hann mig
um sveitir og héruð svo ég myndi
hversu mikið ég elska gamla landið
mitt. Hann var eins og Esjan, alltaf
til staðar, sterkur, stöðugur og
ósigrandi – stór og litríkur reitur í
bútasaumi míns lífs.
Villi var miðja fjölskyldunnar
okkar, kær systrum sínum, ástin í
lífi konu sinnar, akkeri barna sinna
og klettur barnabarnanna. Hann
var frændinn sem allir í fjölskyld-
unni kunna fyndnar sögur af og
eiga góðar minningar af samveru
með, minningar sem halda áfram
að vekja innilegan hlátur og ylja
okkur um ókomin ár.
Með tímanum mun sársaukinn í
hjarta mér láta undan fyrir þakk-
lætinu sem kemur í hans stað. Nú
er kominn tími til að kveðja bróður
minn. Þakka þér fyrir tímann okk-
ar saman, takk fyrir gleðina og
hláturinn, takk fyrir að vera stóri
bróðir minn.
Ég sendi mínar innilegustu kær-
leiks- og samúðarkveðjur til konu
hans, Guðrúnar Öldu, til barna
hans, Jens, Kristínar og Sigrúnar,
til tengdasona hans Jóhanns og
Atla, og einkanlega til barnabarna
hans Guðrúnar Höllu og Öldu Elísu
sem færðu honum svo mikla gleði.
Edith Andersen.
Hvar byrjar vinátta sem verður
svo sterk að einstaklingarnir verða
hluti af tilvist? Ég veit ekki – en ég
veit að Vilhelm var nágranni minn í
Bústaðahverfinu, skólafélagi í Sam-
vinnuskólanum, frábær ferðafélagi
– ævinlega skapgóður og skemmti-
legur – hláturinn aldrei langt und-
an. Hann var traustur vinur og svo
var hann giftur skólasystur okkar
beggja og kærri vinkonu minni
Guðrúnu Öldu – í mínum huga
verður hann alltaf Villi hennar
Gunnu.
Minningin um góðan vin lifir og
margs er að minnast. Sunnudags-
göngur í Henglinum og víðar í ná-
grenni Reykjavíkur. Lengri og vel
skipulagðar og undirbúnar ferðir –
þar sem Villi var alltaf skrefi á
undan okkur hinum án þess við
vissum af því. Fórum fáfarnar
ferðaleiðir um Hornstrandir,
Emstrur og víðar. Fögnuðum á
tindum jökla. Lónsöræfaferð krist-
altær í minni að ógleymdum frá-
bærum jeppaferðum. Alltaf í góðra
vina hópi.
Nú er Villi farinn í ferð – einn –
og enginn veit hvenær við hin
fylgjum sporum hans – en hann
mun án efa vera þar með bros á
vör, glettni í augum og eitthvað
fyndið á vörum og þá mun lifna
gamalkunnur hlátur vina.
Sigrún Sigurðardóttir.
Vilhelm Andersen, eða Villi
hennar Gunnu frænku eins og hann
var ávallt nefndur í fjölskyldunni,
hefur kvatt þennan heim. Á stund-
um sem þessum sækja á ljúfar og
skemmtilegar minningar í bland
við söknuð um að hann hafi farið of
snemma. Þegar heilsan fór að gefa
sig hrakaði honum frekar hratt,
sérstaklega síðasta hálfa árið.
Ég á margar góðar minningar
frá æsku þegar ég fékk að gista
hjá Gunnu og Villa sem barn og
unglingur. Því fylgdi ávallt eftir-
vænting að koma úr Keflavíkinni í
borgina til þeirra enda dætur
þeirra Stína og Sigrún á svipuðu
reki og ég. Eitt sinn fór ég með
þeim í ferðalag á Þingvelli, gistum
í tjaldi, fórum í göngu um svæðið
og lékum okkur þar í kring. Ým-
islegt var brallað í bænum og
margar skemmtilegar minningar
frá þeim tímum.
Fyrir rúmum 10 árum þurfti ég
að taka ákvörðun í vinnunni sem
var mér erfið. Ég var búin að ráð-
færa mig við ýmsa en var enn
óráðinn hvort ég ætti að láta slag
standa. Þá hringdi ég í Villa og
spurði hvort ég mætti bera undir
hann það sem ég vildi gera. Það
var ekkert nema sjálfsagt og fór ég
hið snarasta heim til hans í Stóra-
gerði og við ræddum fram og til
baka um það sem mér lá á hjarta.
Hann miðlaði mér af ríkri reynslu
og það hjálpaði mér að ræða við
hann þó að hann hafi alls ekki
sagt hvað væri rétt, enda ekkert
rétt svar í þessu tilviki.
Margt sem Villi og Gunna
frænka gerðu fannst mér spenn-
andi og eftirsóknarvert eins og
göngur um landið og ferðalög til
útlanda. Þegar ég var að fara mín-
ar fyrstu ferðir um landið var gott
að fá ráð um útbúnað og fleira
sem kom sér vel. Fyrir aðeins sex
árum fórum ég ásamt þeim og
fleirum úr fjölskyldunni í tveggja
daga göngu milli Húnavatnssýslu
og Skagafjarðar, labbandi með all-
an farangurinn á bakinu. Þriðja
daginn var svo farið í Drangey. Þá
var ekki að sjá að heilsan væri
farin að gefa sig eða aldurinn að
segja til sín eða að einhver sæi
mun á þreki Villa sem var aldurs-
forseti í ferðinni og þeirra sem
yngri voru og enn á léttasta
skeiði.
Villi hafði alveg einstakan húm-
or. Þar sem Villi var annars vegar
var ávallt glatt á hjalla. Hann
hafði einstakt lag að sjá spaugi-
legu hliðarnar á hlutunum. Húm-
orinn gat oft verið gráglettinn og
var hann oftar en ekki á hans eig-
in kostnað en á kostnað annarra.
Nú er einmitt sá tími ársins
sem góður er til gönguferða, árs-
tími sem Villi notaði vel um langt
skeið. Nú hefur ný ganga tekið
við, leiðin yfir móðuna miklu. Ég
er þakklát fyrir að hafa kynnst
Villa, margt lærði ég af honum.
Takk fyrir allar góðar stundir.
Elsku Gunna, Jenni, Stína, Sigrún
og fjölskyldur. Ég votta ykkur
innilega samúð mína.
Þóra Eyjólfsdóttir.
Um 1950 fluttu fyrstu frum-
byggjarnir í Bústaðahverfið, og
þeirra á meðal voru foreldrar okk-
ar Villa en við áttum báðir æsku-
heimili við Hólmgarðinn. Fjögra
ára aldursmunur gerði að verkum
að leiðir okkar lágu ekki svo mjög
saman á þessum árum. En báðir
stunduðum við æfingar með knatt-
spyrnufélaginu Víkingi, að vísu án
mikillar frægðar eða velgengni, en
með tímanum nýttumst við þó
báðir til ýmissa félagsmálastarfa
fyrir Víking jafnt í stjórn knatt-
spyrnudeildar sem í aðalstjórn fé-
lagsins. Árið 1972 gekk Villi til
liðs við Oddfellowregluna á Ís-
landi, í stúkuna nr. 3, Hallveigu,
og fimm árum síðar varð ég þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að hann bar
mig upp í stúku sína sem ég fæ
seint fullþakkað, enda hafa Vík-
ingur og Hallveig verið um margt
þungamiðjan í mínu lífi.
Villi var fæddur leiðtogi og inn-
an Oddfellowreglunnar voru hon-
um falin ótal þýðingamikil störf
sem leiddu til þess að hann var
kjörinn æðsti maður reglunnar en
því miður gegndi hann því starfi
allt of stutt, en eftir aðeins tvö ár í
þessu þýðingarmikla starfi fór að
bera á veikindum sem um síðir
felldu þennan öðling af velli.
Villi var eins og aðrir miklir fé-
lagsmálamenn ekki allra, en til-
svör hans og fyndnar athugasemd-
ir féllu ekki alltaf í góðan jarðveg,
en oftar en ekki vöktu slíkar at-
hugasemdir og oftast græskulegt
gaman upp kátínu meðal við-
staddra. Hann, eins og svo margir
húmoristar, hafði lag á að gera
grín að sjálfum sér og sínum en
sem dæmi um það er hér tilfært
eitt svara hans sem var á þessa
leið: Þórir Haraldsson hafði náð í
Villa á einn af síðustu fundunum
sem hann treysti sér til að sitja í
stúkunni okkar, þá orðinn mikið
veikur, en er þeir félagarnir voru
á heimleið hafði Villi sagt við Þóri
„ég má ekki fá mér bjór eða vín?“
Þá hafði Þórir spurt hvort það
færi illa í hann vegna lyfjanna, en
þá svaraði Villi af sinni alkunnu
rósemi: „Nei, nei, en það fer frem-
ur illa í konuna mína“.
Villi var sæmdur gullmerki Vík-
ings auk fjölmargra viðurkenn-
inga inna Oddfellowreglunnar, og
þar á meðal var hann heiðurs-
félagi stúku sinnar. Villi var mikill
málafylgjumaður og gekk til allra
starfa af fullum hug, þoldi illa lið-
leskjur og vildi láta störfin tala og
gekk fast eftir að hans menn
stæðu sig við hverja framkvæmd.
Ég hygg að hann sjálfur hafi verið
einna stoltastur af framtaki Odd-
fellowreglunnar við Líknardeild-
ina í Kópavogi sem hefur verið
reglunni í alla staði til mikils
sóma.
Ég minnist góðs vinar með
söknuði og þökk fyrir allt sam-
starf sem við höfum átt í um árin
og mun sakna kímni hans og sé
fyrir mér hvernig andlit hann
breyttist á stundum þegar í fæð-
ingu var fast skot eða hnyttin at-
hugasemd, oftast á hárréttu
augnabliki.
Ég kveð þig, kæri vinur, og
sendi Guðrúnu og fjölskyldunni
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Anton Örn Kærnested.
Einn nánasti samstarfsmaður
minn hjá Mjólkursamsölunni til
fjölmargra ára, Vilhelm Ingvar
Andersen, er látinn. Þrátt fyrir að
samskipti okkar hafi mikið til ein-
skorðast við vinnutengd verkefni
leita ótal minningar á hugann um
einstaklega góða samvinnu og
samveru á alla lund sem aldrei
bar minnsta skugga á.
Fyrsta verkefni Vilhelms hjá
Mjólkursamsölunni var að tölvu-
væða bókhald fyrirtækisins. Hann
átti því nokkurra ára starfsaldur
að baki er leiðir okkar lágu fyrst
saman. Aftur á móti kom í minn
hlut að velja Vilhelm í stöðu skrif-
stofustjóra árið 1979 sem við end-
urskipulagningu varð staða fram-
kvæmdastjóra fjármála- og
viðskiptasviðs. Vart þarf að fara
mörgum orðum um fjölda og mik-
ilvægi verkefna sem falla undir
slíkt svið í fyrirtæki af sambæri-
legri stærðargráðu og Mjólkur-
samsalan var. Til allra þeirra
verka gekk Vilhelm af ósérhlífni,
samviskusemi og einstakri holl-
ustu við sinn vinnuveitanda.
Vilhelm var oftar en ekki mætt-
ur til vinnu á undan öðrum og yf-
irgaf vinnustaðinn með síðustu
mönnum. Mér er sérstaklega ljúft
að minnast allra þeirra ótal mörgu
daga er við tókum spjall saman yf-
ir kaffibolla snemma morguns áð-
ur en símar, fundir eða annað
urðu til truflunar. Báðir vorum við
örugglega sannfærðir um að slíkir
næðissamir fundir ykju afköst við
lausn viðfangsefna og væru fyr-
irtækinu til framdráttar. Undan-
tekningalítið hófust morgunfundir
okkur með því að ég bar fram
kaffið en Vilhelm laumaði út úr
sér einum eða tveimur bröndur-
um, svona rétt „til að koma okkur
í gírinn“ fyrir verkefni dagsins en
einstök kímnigáfa var honum í
blóð borin.
Vilhelm var mikið kappsmál að
leysa hvert viðfangsefni af alúð og
samviskusemi. Hann var afskap-
lega talnaglöggur og fljótur að
átta sig á kjarna hvers máls.
Nægjusemi og aðhald voru honum
eðlislæg og því ekki ólíklegt að
einhverjum samskiptaaðilum hafi
fundist hann stýra fjárhagslegum
verkefnum eins og um hans eigið
fyrirtæki væri að ræða.
Oft heyrist sagt að mannauður
sé lítið annað en eitthvað sem
stjórnendur lofsami á tyllidögum
eða við ámóta tækifæri. Eftir tæp-
lega 30 ára starf sem yfirstjórn-
andi í Mjólkursamsölunni get ég
ekki verið slíku tali sammála. Góð-
ir starfsmenn eru vinnuveitandum
gullsígildi. Vilhelm var einn af
þeim.
Við Þórunn vottum Guðrúnu,
dætrum, barnabörnum og öðrum
aðstandendum dýpstu samúð.
Guðlaugur Björgvinsson.
Sæll, vinur og félagi Vilhelm.
Kynni okkar hófust 1972 þegar
þú réðst mig til starfa í rafreikni-
deild Mjólkursamsölunnar. Frá
því lágu leiðir okkar saman, nán-
ast öxl í öxl í 33 ár. Ég get því
með réttu sagt að margt af því
góða og sumt af því slæma, sem
ég hef tamið mér í lífinu hafi ég
lært af þér, enda varstu mér sem
fósturfaðir á vissan veg. Mikill
eldhugi og vinnuþjarkur; þér féll
aldrei verk úr hendi. Þar varstu
sterk fyrirmynd.
Látum samt vinnuna liggja milli
hluta þó að hún hafi oft verið
skemmtileg, einkum þegar við
vorum báðir yngri. Tölum um æv-
intýrin; ferðirnar sem við fórum
saman. Það þótti ekki til siðs að
ganga svokallaðan Laugaveg, þeg-
ar við fórum hann fyrst, líklega
1975 eða þar um bil. Þá voru bara
skálar í Laugum og í Mörkinni, fá-
ar brýr og engar vegstikur. Þurft-
um við því að bera allt okkar haf-
urtask, m.a. tjöld, á bakinu.
Gaman var það og vakti athygli.
Síðar fórum við þessa leið á
gönguskíðum að vetri, ekki síðri
ferð. Einnig varstu aðalsprautan
og fararstjóri í minni fyrstu Horn-
strandaferð, trúlega 1977 eða ’78.
Mögnuð ferð, sem enn er í minn-
um höfð.
Og þær voru fleiri ferðirnar á
þessum árum, t.d. okkar fyrsta
ferð á Hvannadalshnjúk þar sem
Guðrún gaf okkur karlrembunum
ekkert eftir. Allur þessi ferðamáti
er í tísku í dag, þannig að segja
má að þú hafir verið áratugum á
undan þinni samtíð hvað þetta
snerti.
Þú tókst að þér að stofna deild
innan Knattspyrnufélagsins Vík-
ings, sem fékk nafnið „Göngu-Vík-
ingar“. Þér tókst að fá 250 manna
hóp til að ganga í einu á Skeggja,
hæsta tind Hengilsins. Það þótti
blaðamatur á þeim tíma.
Hluti af fjölbreyttum ferðamáta,
var að eiga til þess rétta bún-
aðinn. Volvo – Lapplander-inn var
frægur. Margri kvöldstundinni
eyddum við í að tjúna hann upp og
innrétta svo ekkert klikkaði nú á
ögurstundu. Seinna komu svo vél-
sleðar í dótakassann. Þó að starfs-
vettvangur þinn hafi lengst af ver-
ið á skrifstofu létu sögin og
hamarinn þér vel í hendi. Glæsi-
legur sumarbústaður sem þið
Guðrún byggðuð í landi Vaðness
ber þess glöggt merki. Þar fékk
ég blöðrur í lófana af að moka
skurði og setja niður vatnslagnir
og heitan pott. En hvað gerir
maður ekki fyrir góða vini.
Þakka þér fyrir þroskandi sam-
starf og margar góðar stundir.
Hvíl í friði.
Við Erla færum Guðrúnu, börn-
unum og fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur.
Gunnar Jónsson.
Genginn er góður vinur og sam-
herji. Þegar leiðir okkar Vilhelms
lágu saman innan vébanda Odd-
fellowreglunnar um miðjan átt-
unda áratug síðustu aldar tókst
með okkur góður kunningsskapur
er síðar leiddi til vinfengis sem ég
ávallt mat mikils. Okkur Vilhelm
var í ársbyrjun 1983 falið það
verkefni af hálfu yfirstjórnar
Reglunnar að gera tillögur að
breyttu skipulagi reikningshalds
allra deilda innan Oddfellow-
reglunnar á Íslandi. Þetta var
vandasamt og tímafrekt verkefni
og byltingarkennt því Reglan er í
eðli sínu íhaldssöm stofnun er
heldur fast í hefðir og siði. Þegar
niðurstaða verkefnisins lá fyrir
var Vilhelm falin yfirumsjón með
framkvæmd breytinganna, sem
tókust vel, og naut Reglan þar
stjórnvisku og röggsemi hans.
Það var gott að vinna með Vil-
helm. Hann var afar orðheppinn
og með framúrskarandi kímnigáfu
sinni átti hann alltaf auðvelt með
að kitla brostaugar þeirra er hann
umgengust. Ég þurfti um tíma að
eiga nokkur samskipti við Vilhelm
sem fjármálastjóra Mjólkursamsöl-
unnar og þar komu mannkostir
hans hvað best í ljós. Hann var úr-
ræðagóður, umburðarlyndur og
leiddi mál til lykta af fyllstu sann-
girni. Með árunum styrktust vin-
áttubönd okkar og sameiginleg
áhugamál eins og útivist og stang-
veiði áttu þar sinn þátt. Í veiðiferð-
um nutum við félagarnir margra
góðra samverustunda. Er frá leið
áttum við enn fleiri og jafnframt
ánægjulegar samstarfsstundir þeg-
ar við sátum saman í yfirstjórn
Oddfellowreglunnar. Vilhelm naut
víðtæks trausts Reglusystkina
sinna og var kjörinn Stórsír, þ.e.
æðsti yfirmaður Reglunnar árið
2005. Oddfellowreglan naut starfs-
krafta hans í því embætti aðeins í
tvö ár. Alvarleg veikindi leiddu til
þess að hann dró sig í hlé frá for-
ystu Reglunnar á árinu 2007.
Ég kveð góðan Oddfellowbróður
og samferðamann um leið og ég
þakka forsjóninni fyrir allar þær
samverustundir sem við áttum
bæði innan Reglunnar sem utan.
Ég og fjölskylda mín sendum Guð-
rúnu og öllum ástvinum Vilhelms
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin lifir um góðan dreng.
Gylfi Gunnarsson.
Kveðja frá
Oddfellowreglunni
Fyrrverandi stórsír Oddfellow-
reglunnar, Vilhelm Ingvar Ander-
sen, er látinn eftir erfið veikindi.
Vilhelm gekk í Oddfellowregluna
árið 1972, þá 36 ára gamall. Var
hann fljótt kallaður til ábyrgðar-
starfa innan Reglunnar og gegndi
hann flestum þeim ábyrgðarstörf-
um sem í boði eru. Hann sat í yf-
irstjórn Reglunnar í tíu ár, sem fé-
hirðir árin 1997 til 2005 og sem
æðsti yfirmaður Reglunnar árin
2005 til 2007, en þá lét hann af
embætti sökum heilsubrests.
Vilhelm lagði mikið af mörkum
til þess að efla okkar góða fé-
lagsskap og bar hag Reglunnar
fyrir brjósti. Hann var samvisku-
samur og nákvæmur í störfum sín-
um, hann var vinsæll og naut virð-
ingar og trausts félaganna sem
völdu hann til æðstu metorða.
Hann var heiðarlegur, sanngjarn
og mikill drengskaparmaður, sann-
ur Oddellowi.
Vilhelm naut þess að vera í góð-
um félagsskap, hann var skemmti-
legur maður og gat verið hnyttinn
í tilsvörum, hann hafði góða nær-
veru.
Að leiðarlokum þakka Oddfel-
lowar á Íslandi Vilhelm fyrir sam-
fylgdina og hans miklu og óeig-
ingjörnu störf í þágu Reglunnar.
Eftirlifandi eiginkonu hans Guð-
rúnu Öldu Kristinsdóttur, börnum
hans og fjölskyldu sendum við ein-
lægar samúðarkveðjur.
Friður sé með sálu hans. – Frið-
helg veri minning hans.
Stefán B. Veturliðason.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda-
faðir og afi,
BJARNI BJÖRGVINSSON,
Hlíðarvegi 4,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 8. júlí.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn
16. júlí kl. 15.00.
Lára Magnúsdóttir,
Ingibjörg Árnadóttir,
Björgvin Bjarnason, Guðrún Ósk Birgisdóttir,
Sigurlaug H. Bjarnadóttir, Skúli Baldursson,
Stefán Pétur Bjarnason
og barnabörn.