Morgunblaðið - 15.07.2010, Síða 34

Morgunblaðið - 15.07.2010, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 AF ÍÞRÓTTUM Guðmundur Egill Árnason gea@mbl.is F ótbolti er frábær íþrótt, handbolti er frábær íþrótt, körfu- bolti er frábær íþrótt og svo ég endurtaki mig nú, þá er kubb líka frábær íþrótt. Ótal íþróttir skemmta okkur – við hrífumst af snerpunni, leikninni og tilþrifunum, en ég er farinn að hafa áhyggjur af mér og ykkur í þessum íþróttaáhuga okkar. Ekki af því að við ættum frekar að lesa bækur. Alls ekki! Ég er einfaldlega hræddur um að við gætum búið til svo miklu kryddaðri íþróttir til þess að brjóta upp tilveruna. Árið er 2010 eftir allt saman og við spil- um íþróttir sem margar hverjar eiga rætur að rekja til upphafs síðustu aldar. Nú er tími til kominn að nota eitthvað af þessu dóti sem við höfum skapað. Flugbílar líta senn dagsins ljós á almennum markaði, Steve Jobs er alltaf að benda okkur á nýja hluti sem Apple þykist hafa fundið upp á og bandaríski herinn hefur þróað ótal skemmtileg leikföng. Til dæmis það sem kemur til með að koma í staðinn fyrir hefðbundin skotheld vesti: Sprengju- og skot- helt vesti. Þeir nefna það „Dra- gon Skin.“ Halló! Bandaríski herinn deilir ekki andleysi okkar – hvernig væri að færa út kvíarnar og búa til „Dragon Ball“? Mark- maður hvors liðs fengi stjórnborð alls konar hindrana sem hann mætti leggja á leið leikmanna og boltinn spryngi í hvert sinn sem hann kæmist í markið. Allir leik- menn fengju að sjálfsögðu Dra- gon Skin þannig að um fjöl- skylduvæna skemmtun væri að ræða. Í Japan færa menn svo sann- arlega út kvíarnar – þeir hafa gert raunveruleikaþætti þar sem menn virðast skotnir af leyni- skyttum fyrir framan þann sem á að gabba, lið etja kappi í gegnum þrautagöngu elds og eimyrju og menn klífa fjöll glerbrota. Síðasta dæmið er reyndar óstaðfest en þetta er vissulega áhugavert áhorfs. Dýr eru líka stórlega vannot- uð í íþróttum, ef við und- anskiljum stríðshænsn í ólöglegu hanaati og hestana í póló. Gyltur í fengitíð gætu lært að rekja feremónfylltan knött um völund- arhús með geltina á hælunum. Fólk kynni að andmæla þessu í fyrstu, en þetta er sjónvarpsefni sem enginn myndi vilja missa af. Þá væri þetta líka fræðandi fyrir börnin. Sjávarspendýr bjóða líka upp á spennandi kosti. Hugmyndaflug mannanna hingað til virðist ekki ná lengra en að láta stórgáfaðar skepnurnar stökkva í gegnum einhverja hringi. Hversu lítils- virðandi er það fyrir hveli sem hafa gáfur að geyma sem okkur órar enn ekki fyrir? Þau gætu dregið sjósleðana okkar í sjó- kappi eða tekið þátt í neð- ansjávar-UFC-keppni. Möguleik- arnir eru endalausir á 21. öldinni og nú er tími til kominn að grípa tækifæri tækninnar og skapa nýj- ar íþróttir og nýja keppnisleiki. Ef við gerum það ekki munu Jap- anir gera það. Svín og flugbíla í íþróttir framtíðar Svín Aldrei er að vita hvort í þessu eintaki leynist Ronaldo svínaboltans. Þá er fyndið að horfa á þau. Tæknin Hægt er að gera ótrúlegustu hluti með knetti hinna ýmsu íþrótta en alls konar dót kemst fyrir í bolta. »Möguleikarnir eruendalausir á 21. öld- inni og nú er tími til kominn að grípa tæki- færi tækninnar og skapa nýjar íþróttir og nýja keppnisleiki Predators kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Shrek 4 3D enskt tal kl. 3:30 - 5:45 - 8 LEYFÐ Predators kl. 5:40 - 10:20 LÚXUS Knight and Day kl. 8 - 10:30 - 8 LÚXUS B.i. 12 ára Shrek 4 3D íslenskt tal kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ Killers kl. 10:30 B.i. 12 ára Shrek 4 2D íslenskt tal kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ Grown Ups kl. 3:30 - 5:45 - 10:20 LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sími 462 3500 Predators kl. 8 - 10 (KRAFTSÝNING) B.i. 16 ára Knight and Day kl. 8 - 10 B.i. 12 ára Killers kl. 6 B.i. 12 ára Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI , SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Óttinn rís á ný... Í þessum svakalega spennutrylli - News of the World - Timeout London - Boston Globe Þau eru hættulegustu morðingjar jarðar En þetta er ekki jörðin okkar... Bráðfyndin og hjartnæm frá byrjun til enda. Lang besta Shrek myndin og það eru engar ýkjur. - Boxoffice Magazine Með lokakaflanum af Shrek tekst þeim að finna töfrana aftur. - Empire Þrívíddin er ótrúlega mögnuð. - New York Daily News FRÁBÆR GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! SÝND Í Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti teng

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.