Morgunblaðið - 15.07.2010, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.07.2010, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 Efna-bræðurnir frá Manchester, þeir Tom Rowlands og Ed Simons virð- ast alltaf vera skrefi á undan öðr- um þegar kemur að því að búa til frumlega og áhuga- verða danstónlist. Á meðan aðrir tónlistarmenn hafa staðið í stað og gert sama lagið aftur og aftur hafa Chemical Brothers náð að halda sér ferskum síðastliðin 15 ár eða frá því að platan Exit Planet Dust kom út og Further ber þess engin merki að þeir bræður séu að fara slaka á og end- urvinna eldra efni. Platan er sú fyrsta í langan tíma þar sem þeir fé- lagar vinna ekki með gestasöngv- urunum og smíða tónlistina í kring- um þá. Hér snýst allt um tónlistina og taktinn sem þeir félagar smíða svo tónlist sína svo listilega vel úr. Á efna-bræðrunum er engin þreytu- merki að finna og halda þeir ótrauðir áfram að vera í fararbroddi í raf- og danstónlist og þó að fræga gesta- söngvara sé ekki að finna á Further skiptir það bara engu máli. The Chemical Brothers – Further bbbbn Jafn góðir og árið 1995 Matthías Árni Ingimarsson Ég var heldur betur skeptísk þegar ég setti nýjustu plötu Laurie Anderson á fóninn. Plötu- umslagið segir allt sem segja þarf, eldri kona klædd sem einhvers konar Charlie Chaplin. Við hverju á maður að búast? Platan heilsar með skrýtnu lagi. Sterkur indíánasöngur hljómar við yndislegt kínverskt undirspil. Ljúf rödd Anderson fellur vel í þennan far- veg. Næstu lög eru í sama dúr þar til komið er að fimmta lagi plötunnar. Þar er eins og söngkonan hafi tekið snarpa U-beygju, sem hún hefði bet- ur sleppt að mínu mati. Lagið er hreinlega pirrandi. Næstu lög á eftir eru einhvers konar bland af fyrstu lögunum og því fimmta. Síðasta lag plötunnar stendur uppi sem sig- urvegari, en það er undur fallegt. Helmingur laganna á plötunni er skemmtilega ljúfur og öðruvísi. Hinn helmingurinn er engan veginn minn tebolli. Vegna þessa er það meðaltals- aðferðin sem gildir í stjörnugjöfinni. Frábær en léleg í senn Laurie Anderson – Homeland bbmnn Hugrún Halldórsdóttir Þessi fyrsta plata Ozzy Osbourne, sem hann tekur upp edrú – eftir að hafa rennt í gegn- um hana nokkrum sinnum – verð ég að segja að mér finnst mjög forvitnilegt að vita hvað hann gerir næst edrú. Rödd Ozzy hefur ekki eins vél- rænan blæ og á síðustu plötu sem hann gaf út, Black Rain, og bar merki of mikillar meðhöndlunar. Ozzy hljómaði pínulítið eins og vél- menni þar, sem myndi útskýra hvernig honum hefur tekist að lifa svo lengi sem raun ber vitni. Ekki er það svo að þessi plata sé ekki stúdíó- unnin í tætlur en hljómurinn er mjög góður og flutningur Ozzy er þægi- lega sannur. Hvað metal varðar verð ég að segja að þetta er varla metall heldur hard rock, eða kannski lolly- popp metall? Hverjum er ekki sama um skilgreiningar. Við vitum að gamli bullandi villuráfandi jálkurinn er ekkert að pæla í þeim. Tónlistin er flutt af innlifun og það er uppörvandi að sjá Ozzy sjálfan hafa trú á því sem hann er að gera á plötunni. Gítarinn á góða spretti og þó að röddin hans Ozzy verði seint eins óviðjafnanleg og á fyrri tíð hljómar hún vel og textarnir hafa aldrei verið svo lausir við glóruleysi áður. Vafalítið hefur einhver snill- ingur sem gubbar ekki samheng- islausum sérhljóðum og bulli öðru hverju í einhvers konar bull- morstjáningu, samið hann. Þá kem- ur þessi innlifun Ozzy og trú hans á plötunni, ekki af því að hann hafi fundið sér alfarið nýtt umfjöllunar- efni, hann syngur um Sharon og lít- ur til baka yfir farinn veg. Eini raun- verulega nýi þátturinn er að hann var edrú. Platan verðskuldar vin- sældir með lögum eins og „Let It Die“, „Let Me Hear You Scream“, „Crucify“ og „I Want It More“ en næstsíðasta lagið „I Love You All“ segir okkur samt hvað er í gangi: Á endanum stendur Ozzy ekki undir nafni afhausara smárra spendýra – en – þetta er besta platan hans lengi. Myrka prinsessan Ozzy Osbourne – Scream bbbmn Guðmundur Egill Árnason Ozzy Osbourne Hefur mátt muna sinn fífil fegri … og ljótari líka. SÝND Í ÁLFABAKKA GLAUMUR, GLAMÚR OG SKÓR ERU MÁLIÐ Í SUMAR STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH „BRÁÐFYNDIN OG HJARTNÆM FRÁ BYRJUN TIL ENDA, LANG BESTA SHREK MYNDIN OG ÞAÐ ERU ENGAR ÝKJUR.“ BOXOFFICE MAGATZINE HHHH „MEÐ LOKAKAFLANUM AF SHREK TEKST ÞEIM AÐ FINNA TÖFRANA AFTUR.“ EMPIRE HHHH „ÞRÍVÍDDIN ER ÓTRÚLEGA MÖGNUГ NEW YORK DAILY NEWS FRÁBÆR GRÍNMYN D FYRIR ALLA FJÖLSKYLDU NA! SÝND Í SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.1:303D -3:403D-5:503D L 3D A NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 10:50 16 SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.1:30-3:40-5:50 L LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 1 - 1:30 - 3:20 - 3:40 - 5:50 L SHREK: FOREVER AFTER m. ensku tali kl.83D -10:103D L 3D TOY STORY 3 m. ensku tali kl. 8 -10:20 L BOÐBERI kl.8 -10:10 14 SEX AND THE CITY 2 kl. 8 12 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl.5:40-8:10-10:40 12 PRINCE OF PERSIA kl. 5:40 10 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 3 - 5:40 - 8:10 - 10:40 VIP-LÚXUS AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 1:30 - 3:40 L / ÁLFABAKKA SHREK: SÆLL ALLA DAGA 3D m. ísl. tali kl. 3:403D -5:503D L SHREK: FOREVER AFTER 3D m. ensku tali kl. 83D -10:103D L LEIKFANGASAGA 3 3D m. ísl. tali kl. 3:203D -5:403D L TOY STORY 3 m. ensku tali kl. 8 L BOÐBERI kl. 10:20 14 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 5:30-8-10:20-10:40 12 / KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.