Morgunblaðið - 15.07.2010, Síða 6
BAKSVIÐ
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Aukin virkni og meiri vellíðan hjá
ungu fólki á atvinnuleysisskrá er
meðal þess sem næst fram með
átaki Vinnumálastofnunar Ungt fólk
til athafna. Þetta er meðal þess sem
fram kemur í fyrstu skýrslu Félags-
vísindastofnunar um árangur af
átakinu. Alls voru 2.438 ungmenni á
aldrinum 16-24 ára á atvinnuleys-
isskrá í lok júnímánaðar og svarar
það til um 18% af heildarfjölda at-
vinnuleitenda. Það hlutfall hefur
haldist óbreytt frá því í ágúst á síð-
asta ári, þó að einstaklingum á at-
vinnuleysisskrá hafi fækkað sam-
kvæmt upplýsingum frá Karli
Sighvatssyni, sviðsstjóra vinnu-
málasviðs Vinnumálastofnunar.
Hátt hlutfall ungs fólks á atvinnu-
leysisskrá undanfarin misseri virð-
ist þó ekki hafa í för með sér
áhættuhegðun sem lögregla hefur
þurft að hafa afskipti af.
Ekki er búið að gera skýrslu Fé-
lagsvísindastofnunar opinbera, en
að sögn Hrafnhildar Tómasdóttur,
verkefnisstjóra Ungs fólks til at-
hafna, staðfestir skýrslan hve vel
átakið hefur gengið. „Það hefur far-
ið fram úr mínum björtustu von-
um,“ segir hún. Erlendar rann-
sóknir hafa sýnt að ungt fólk er
sérstaklega viðkvæmt fyrir afleið-
ingum langtímaatvinnuleysis og
geta afleiðingar þess að hefja
starfsferilinn í atvinnuleysi haft
áhrif starfsævina á enda. Skýrslan
sýni hins vegar að unga fólkið meti
líðan sína betri en óttast var. Það sé
líka ánægt með þjónustuna og líti á
átakið sem tækifæri. Þetta skili sér
í aukinni virkni í atvinnuleit og betri
líðan.
„Okkur barst bréf í tengslum við
fyrirmyndarátakið sem efnt var til
fyrr í sumar. Það var frá ungum
manni sem þakkaði okkur fyrir að
hafa breytt viðhorfi ungs fólks til
þessarar stofnunar og þjónustunnar
sem hún veitir,“ segir Hrafnhildur.
Finna sína hillu
Vinnumálastofnun berast reglu-
lega jákvæðar fréttir. „Við fáum sól-
skinssögur daglega og þetta hefur
breytt lífi margra. Sumir hafa t.a.m.
farið í nám sem þeir töldu sig áður
ekki hafa tækifæri til.“ Hrafnhildur
nefnir sem dæmi að ungur maður
hafi í fyrradag komið í heimsókn.
„Honum hafði boðist starf við ferða-
þjónustu í sumar eftir að hafa verið
á ferðaþjónustunámskeiði og þetta
var nokkuð sem hann hafði alltaf
langað að vinna við.“
Að sama skapi hafi tveir ungir
menn haft samband eftir að hafa
sótt námskeið í kerfisstjórnun hjá
NTV. „Þeir voru búnir að fara í tvö
atvinnuviðtöl í vikunni og voru
bjartsýnir á framhaldið.“ Annar
hafi aukinheldur ákveðið að mennta
sig frekar á þessu sviði fengi hann
ekki vinnuna. „Þetta breytti lífi
hans, því þarna fann hann sína
hillu.“
Stórir hópar hafa þegar lokið
þátttöku í átakinu, en um 3.000 ung-
menni á landinu öllu voru virkjuð í
upphafi. Þar af voru um 2.000 ein-
staklingar af höfuðborgarsvæðinu.
Vilja aftur í skóla
„Við vorum að taka saman upp-
lýsingar um daginn og sáum þá að
hér á höfuðborgarsvæðinu hafa ver-
ið rúmlega 600 afskráningar, þar af
um 400 vegna þess að fólk var kom-
ið í vinnu.“ Þetta séu ánægjulegar
fréttir, en um 70% atvinnuleitenda á
aldrinum 16-24 ára hafa ekki lokið
námi eftir grunnskóla. „Þess vegna
höfum við líka litið á þetta sem
hæfnisuppbyggingu og tækifæri
fyrir þau til að styrkja stöðu sína til
framtíðar.“
Margir hafi líka sýnt því áhuga að
fara í skóla á ný. Brottfallið úr ís-
lenskum framhaldsskólum er mikið
áhyggjuefni og telur Hrafnhildur
ástæðu þess að hluta þá að skól-
arnir hafi verið í samkeppni við at-
vinnulífið um unga fólkið. „Þess
vegna erum við með stóran hóp sem
hvarf frá námi af því honum bauðst
starf sem honum fannst spennandi.
Margir af þeim vilja komast í nám á
ný og hafa alla burði til þess.“
Niðurskurður í menntakerfinu
geti hins vegar komið illa niður á
þessum hópi. „Við höfum miklar
áhyggjur og óttumst að margir hafi
fengið synjun vegna niðurskurð-
arins.“ Stofnuninni hafi enda þegar
borist fregnir af nokkrum sem ekki
komust inn. Reynt sé að hjálpa því
fólki í gegnum fullorðinsfræðslu-
kerfið. „Það eru ákveðnar leiðir þar
í boði sem gera fólki þá kleift að
ljúka framhaldsskólanámi eftir öðr-
um leiðum.“
„Fáum sólskinssögur daglega“
Vel gengur að virkja ungt fólk í átaki Vinnumálastofnunar Flestir taka tækifærinu fagnandi
Stór hópur tekinn af skrá eftir að hafa fengið vinnu Margir vilja komast í skóla á nýjan leik
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Vangaveltur eru uppi um hvort of-
greidd lán fáist endurgreidd fari
fjármögnunarfyrirtækin í þrot.
Margir hafa lýst yfir áhyggjum
vegna þessa í ljósi erfiðrar stöðu
fjármögnunarfyrirtækisins Avant.
„Ég óttast um hag og rétt þeirra
lántakenda sem kunna að hafa of-
greitt lánagreiðslur,“ sagði Gísli
Tryggvason, talsmaður neytenda, í
samtali við Morgunblaðið í gær. Gísli
segist ætla að beita sér í málinu með
hagsmuni lántakenda að leiðarljósi.
Almennar kröfur
Þeir lögfræðingar sem Morgun-
blaðið hafði samband við eru sam-
mála um að umræddar kröfur séu al-
mennar kröfur. Þeir sem telji sig
hafa ofgreitt afborganir af lánum
verða þá að leggja inn almenna kröfu
fari lánveitandinn í þrot. Þær komi
svo eins og hver önnur krafa á félag-
ið. Eignastaða fyrirtækisins ráði því
hve mikið fáist borgað upp í kröf-
urnar.
Til glöggvunar er bent á að kröfur
njóta ekki forgangs nema þær séu
launakröfur, veð-
kröfur, búskröfur
eða varði inni-
stæður, orlof eða
þess háttar.
Starfsemi Avant
helst óbreytt
Taka skal fram að
ekki hefur verið far-
ið fram á gjaldþrota-
skipti fjármögnunar-
fyrirtækisins Avant. Fram hefur
komið að Fjármálaeftirlitið skipaði
bráðabirgðastjórn yfir félaginu sem
mun lögum samkvæmt stjórna fyr-
irtækinu næstu þrjá mánuðina á
grundvelli 100. gr. laga um fjármála-
fyrirtæki.
Friðjón Örn Friðjónsson, formað-
ur bráðabirgðastjórnarinnar, segir
að starfsemi fyrirtækisins verði
óbreytt fyrst um sinn. Engin breyt-
ing hafi verið gerð á starfsmanna-
haldi og reynt verði að huga að hags-
munum viðskiptavina Avant eins og
kostur sé. Friðjón sagði í samtali við
Morgunblaðið að reynt verði að taka
ákvarðanir með hagsmuni bæði
starfsfólks og lántakenda að leiðar-
ljósi.
Í ljósi þeirrar óvissu sem skapast
hefur í kjölfar gengislánadóms
Hæstaréttar hefur Avant ekki sent
út greiðsluseðla í júlí og mun svo
einnig vera í ágúst. Innheimtuað-
gerðum annarra fjármögnunarfyrir-
tækja hefur sömuleiðis verið frestað.
Hafa áhyggjur af stöðu lántakenda
Ofgreiddar afborganir á lánum eru
almennar kröfur og njóta ekki forgangs
Stjórnendur Aska Capital og Av-
ants segja dóm Hæstaréttar um
ólögmæti gengistryggingar lána
hafa skipt sköpum fyrir efnahag
félagsins. Virði eigna Avants rýrn-
aði verulega eða úr 23 milljörðum
króna í 9 til 13 milljarða eftir dóm
Hæstaréttar.
„Ef þeir hefðu farið að lögum og
ekki boðið gengistryggð lán þá
hefðu þessar afstæður
ekki skapast,“ segir
Marínó G. Njálsson
stjórnarmaður í
Hagsmuna-
samtökum heim-
ilanna. Hann segir að
samtökin hafi um nokkurt
skeið haft áhyggjur af því að sú
staða kæmi upp að lántakendur
fengju ekkert fyrir ofgreiddar
greiðslur sínar. Ekki hafi sér-
staklega verið horft til Avants í
þessu samhengi heldur til fjár-
mögnunarfyrirtækjanna almennt.
Hann segir að hagsmuna-
samtökin hafi lagt það til eftir
dóm Hæstaréttar að þau fyrirtæki
sem buðu upp á gengistryggð lán
yrðu skikkuð til að leggja trygg-
ingu inn á reikning í Seðlabank-
anum. Sú upphæð myndi þá nýtast
þeim sem ofgreitt hafi afborganir
af lánum fari lánveitandinn í þrot.
Marínó segir að lítið hafi verið
hlustað á þessar tillögur.
Sköpuðu aðstæðurnar
HAGSMUNASAMTÖK HEIMILANNA
Hundrað-og-tólfan er atvinnuátaksverkefni á vegum
Reykjavíkurborgar. Hundrað-og-tólfan samanstendur af
tólf framhaldsskólanemum á aldrinum 16-20 ára, sem
voru án atvinnu, og fengu fyrir vikið það hlutverk að
kynna frístundamiðstöðina Gufunesbæ í Grafarvogi.
Magnús Sigurjón Guðmundsson, starfsmaður ÍTR,
sem stýrir hópnum, segir starf krakkanna að stórum
hluta hafa falist í viðburðastjórnun. „Þau hafa lært hug-
myndafræðina, hætturnar og tækifærin,“ segir hann.
Krakkarnir hafi upplifað viðburðina sem sína eigin.
Byrjað hafi verið á smáum viðburðum og verkefnin svo
orðið stærri og stærri. „Þau hafa fengið til sín leik-
skólahópa, grunnskólakrakka og nú í dag [gær] hittust
ólíkar kynslóðir þegar rúmlega 80 eldri borgarar komu í
samkomuhús okkar Hlöðuna til að spila vist, borða vöffl-
ur og hlýða á harmonikkuleik.“
Sá viðburður tókst vel. „Þau eru alveg í skýjunum,“
segir Magnús, en hópurinn hefur haft gaman af vinnunni
sem nú er að ljúka. „Þetta hafa verið þeirra hugmyndir
sem þau hafa útfært og fylgt eftir alveg frá upphafi.“
Fylgja frá hugmynd til framkvæmdar
Spilað og spjallað Krakkarnir í Hundrað-og-tólfunni fengu ríflega 80 eldri borgara í heimsókn til að spila vist.
Morgunblaðið/Ernir
12.988
einstaklingar voru að
meðaltali atvinnulausir
í júnímánuði síðastliðnum.
2.438
ungmenni á aldrinum
16-24 ára voru á atvinnuleysisskrá
í lok júnímánaðar.
3.024
ungmenni á aldrinum
16-24 ára voru á atvinnuleysisskrá
í lok apríl.
3.734
ungmenni á aldrinum 16-24 ára
voru á atvinnuleysisskrá í lok maí í
fyrra og voru það um 1.000
fleiri ungmenni en voru á
skrá á sama tíma í ár.
18%
þeirra sem eru á skrá
yfir atvinnuleitendur í dag eru á
aldrinum 16-24 ára og hefur það
hlutfall haldist óbreytt frá því í
ágúst í fyrra.
‹ ATVINNULEYSISTÖLUR ›
»