Morgunblaðið - 15.07.2010, Page 14

Morgunblaðið - 15.07.2010, Page 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ N ám í íslenska golfkenn- araskólanum tekur þrjú ár en uppfylla þarf ákveðin inntökuskilyrði til að fá inngöngu. „Það er ákveðin lágmarksforgjöf sem þarf að hafa og einnig eigum við að skila inn ákveðnum fjölda af hringjum. Við lærum meðal annars golftækni og íþróttafræði, rekstur og sögu. Í raun er golfíþróttin eins og hún leggur sig tekin fyrir og eru prófin bæði bókleg og verkleg,“ segir Erla sem mun útskrifast úr golfkenn- araskólanum á næsta ári. „Á fyrsta ári er lögð áhersla á barna- og unglingakennslu en við höfum núna verið að vinna með einkakennslu og ýmislegt fleira. Við erum einnig metin hvernig við kenn- um og æfum okkur á því að kenna hvert öðru. Stundum þurfum við að setja okkur í spor átta ára barna og það getur verið mjög gaman,“ segir Erla en hún er í þriðja hópinum sem mun útskrifast með golfkenn- araréttindi á Íslandi. Í hópnum eru tíu manns og er Erla eina stelpan en þau verða jafnframt fyrsti hópurinn til að útskrifast með alþjóðleg golf- kennararéttindi en skólinn var form- lega viðurkenndur af PGA- samtökunum haustið 2009. Safnað í reynslubankann Í sumar starfar Erla við golf- kennslu hjá MP-golfakademíunni sem Magnús Birgisson og Phill Hunter reka á Urriðavelli. „Þetta er frábært tækifæri að fá að vinna með þessum reynslubolt- um, kynnast nýju fólki og koma sér aðeins á markaðinn. Við erum með margs konar námskeið svo sem barnanámskeið og byrjend- anámskeið, sjáum um unglinga- og afreksstarfið og kennum bæði hóp- um og einstaklingum. Það er búið að vera mikið að gera en þetta er skemmtilegt og mikil reynsla. Að- staðan hérna er ein sú besta á land- inu og hér er umhverfið svo fagurt,“ segir Erla um vinnuna. Fáir golf- kennarar starfa allan ársins hring en flestir starfa við eitthvað annað með- fram golfkennslunni þótt kennsla á vetrartíma virðist hafa aukist vegna golfferða erlendis. Þá er aðstaða til golfiðkunar orðin góð og hægt er að halda sér í æfingu allan ársins hring. „Golfkennslan er ekki heilsársvinna hjá mér en ég starfa sem grunn- skólakennari í Holtaskóla í Reykja- nesbæ. Um leið og grunnskólinn fer í frí byrja ég strax í golfinu. Það er lítið um sumarfrí hjá mér en hins vegar forréttindi að fá að vinna við áhugamálið sitt,“ segir Erla. Bæði í körfubolta og golfi Golf er ekki eina íþróttin sem Erla hefur lagt stund á en hún er fyrrver- andi landsliðskona í körfuknattleik. „Þegar ég var yngri var ég í báð- um íþróttunum og var í unglinga- landsliðinu í golfi líka. Við 16-17 ára aldur var karfan sett í fyrsta sætið. Ég átti stórkostleg ár í körfubolt- anum, spilaði og æfði í átján ár með Keflavík en við vorum frábær hópur og sigursælar. Ég hélt alltaf aðeins í golfið þótt ég hafi ekki keppt á nein- um stórmótum,“ segir Erla en hún sneri sér aftur að golfinu þegar hún þurfti að hætta í körfuboltanum vegna meiðsla. „Golfið er mjög tímafrekt sport þar sem þú ert einn í liði og krefst mikillar æfingar og þolinmæði, ólíkt körfunni þar sem þú ert hluti af liði,“ segir Erla en hún finnur fyrir aukn- um golfáhuga á Íslandi og telur kreppuna lítil áhrif haft. Þá telur Erla að golfáhugi kvenna fari vax- andi en konur á öllum aldri eru að byrja í golfi og sífellt fleiri bætast í hópinn. Enginn góður á einum degi Erla ráðleggur byrjendum að hafa í huga að allir voru einhvern tímann á sama stað og þeir. „Það verður enginn góður á einum degi. Byrjendur ættu að leita sér að- stoðar til að læra réttu grunnatriðin í staðinn fyrir að gera eitthvað og festast kannski í því,“ segir Erla og nefnir að gefa þurfi sér góðan tíma enda snýst golf um þolinmæði og þrotlausa æfingu. Aðspurð segist Erla reglulega hafa fylgst með Opna breska meist- aramótinu þegar hún hefur haft tækifæri til og stefnir á að fylgjast með í ár. „Ég vona að Phil Mickelson vinni. Þetta verður gaman núna í ár enda er mótið á St. Andrews- vellinum mekka golfsins þar sem þetta byrjaði allt saman. Það verður forvitnilegt að sjá hvað Tiger Woods gerir en ég vil gjarnan sjá Phil Mic- kelson í fyrsta sæti heimslistans,“ segir Erla. kristel@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Æfing Erla Þorsteinsdóttir golfkennari ráðleggur byrjendum að gefa sér góðan tíma enda snýst golf um þolinmæði og þrotlausa æfingu eigi árangur að sjást af erfiðinu. Kennsla Erla kennir golf hjá MP golfakademíunni sem Magnús Birgisson og Phill Hunter reka á Urriðavelli. Í golfinu ertu einn í liðinu Erla Þorsteinsdóttir er nemi í íslenska golfkenn- araskólanum og mun út- skrifast á næsta ári, með fyrstu nemendum sem öðl- ast alþjóðleg golfkenn- araréttindi. Hún kennir í golfskóla á sumrin en grunnskóla á veturna og því er nóg að gera allan ársins hring.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.