Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is Sex ára stúlka missti um fjórðung af hári sínu eftir að það festist í hring- ekju Húsdýragarðsins. Slysið varð á föstudeginum fyrir verslunarmanna- helgi og var telpan ásamt fleiri börn- um í bolla hringekjunnar. Þrátt fyrir að vera með hárið bundið upp í snúð festist það í skrúfu sem er í hand- snúningsbúnaði bollans. Nokkur stund leið þar til bollinn var stöðv- aður en starfsmaður varð atburðarins ekki var fyrr en nærstaddur gestur gerði viðvart. „Stúlkan var undir snúningssveif- inni og því erfitt fyrir starfsmann að sjá hvað var að gerast,“ segir Sigrún Thorlacius, aðstoðarforstöðumaður Húsdýragarðsins. „Þarna var margt fólk og læti í kringum tækin. Að sögn starfsmannsins heyrði hann ekki strax hvað var að gerast og það má vera að það hafi tafið fyrir að slökkt var tækinu.“ Ekkert reyndist vera að tækinu Hringekjan var áfram í notkun, en bollinn var tekinn úr umferð í kjölfar slyssins þar til Vinnueftirlitið var bú- ið að taka tækið út. En Vinnueftirlitið tekur árlega út öll vélknúin tæki í garðinum og oftar berist at- hugasemdir vegna einhvers þeirra. Minni tæki eru síðan yfirfarin af Heilbrigðiseftirlitinu og verkstæði Húsdýragarðsins sér um almennt viðhald. Að sögn Sigrúnar hafði Vinnueftirlitið ekkert út á hringekj- una að setja, en hún er vottuð öllum Evrópustöðlum. „Þetta var undarlegt slys og það skilur eiginlega enginn hvernig þetta gat gerst,“ segir Tómas Óskar Guð- jónsson, forstöðumaður Hús- dýragarðsins. Ekkert hafi reynst vera að hringekjunni sem er nú kom- in í fulla notkun. Henni hafi heldur ekki verið breytt í kjölfar slyssins, enda væri það ábyrgðarhluti hjá Hús- dýragarðinum að fara að fikta í tæki sem væri í lagi og vottað af Vinnueft- irlitinu. Hvorki var kallað á sjúkrabíl né lögreglu og segir Sigrún metið í hverju tilfelli hvort það sé gert. „Það er alltaf gert í bráðatilfellum.“ Ekki hafi hins vegar verið um bráðatilfelli að ræða í þetta skipti. „Og nú ætla ég ekki að gera lítið úr því að þetta var mjög slæmt slys,“ segir hún. Búið sé að fara yfir málið með starfsmönnum garðsins, en það sé jafnan gert þegar slys verða. „Við skoðum hvernig brugðist var við, hvernig má gera betur og reynum að læra af því sem miður fór.“ Ýmsar hættur leynist á jafnt stórum stað og Húsdýragarðinum og reynt sé að bæta viðbrögð í hvert skipti sem slys verði. „Við getum ekki breytt leiktækinu, en við förum yfir vinnureglur og vinnubrögð okkar starfsmanna.“ Vinnureglum í tækj- unum hafi t.a.m. nú verið breytt, t.d. hvernig starfsfólk sé staðsett í tæk- inu. „Svo höfum við tekið harðar á því að starfsfólk sé vakandi og fylgist vel með og það ítrekum við reglulega.“ Missti hárið í hringekjunni  Hárið festist í snúningssveif og stúlkan missti um fjórðung þess  Búið er að yfirfara tækið hjá Vinnueftirlitinu sem hefur ekkert við það að athuga „Þetta var undar- legt slys og það skilur eiginlega enginn hvernig það gat gerst.“ Morgunblaðið/Eggert Hringekjan Slysið átti sér stað þegar hár stúlkunnar festist í skrúfu í handsnúningsbúnaði bollans sem hún sat í. Egill Ólafsson egol@mbl.is Stjórnendur HS Orku vonast eftir að í september afgreiði Orkustofnun virkjanaleyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar. Leyfið er for- senda þess að hægt sé að ljúka fjár- mögnun virkjunarinnar og gerð raf- orkusamnings. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir að skapist óvissa um eignarhald á HS Orku sé hætt við að ekki verði hægt að ganga frá fjármögnun framkvæmdarinnar. 50 MW gufuhverfill og tilheyrandi búnaður vegna stækkunar virkjun- arinnar kom til landsins í byrjun júní. Búast má við að bora þurfi 7-8 holur til að fá næga orku til að knýja hverfilinn. Orkustofnun vill ekki gefa út virkjanaleyfi fyrr en fyrir liggja betri upplýsingar um hvort svæðið þolir meiri nýtingu. Holunni verður „hleypt upp“ sem kallað er í byrjun september og þá fást betri upplýsingar um hvort hægt sé að virkja meira á svæðinu. Sérfræðing- ar eru ekki sammála um hvort svæð- ið stendur undir einni vél til viðbót- ar. Júlíus segir að leyfið sé for- senda fyrir því að hægt sé að ljúka fjármögnun og gerð orkusölusamn- ings. Hann segir að óvissa um eign- arhaldið á HS Orku hafi neikvæð áhrif á þessa framkvæmd. „Þessi óvissa tefur klárlega fjármögnun framkvæmda. Það er mjög hæpið að fara í stóra lántöku eða hlutafjár- aukningu í svona óvissu.“ Magma kom með 2,5 milljarða í nýtt hlutafé í HS Orku í mars sl. en það fjármagn var notað í að borga túrbínu og búnað henni tengdan og holur sem búið er að bora. „Það er allt greitt sem búið er að gera. Þetta eru talsverð tíðindi því þetta er í fyrsta skipti sem orkufyrirtæki á Ís- landi fær nýtt hlutafé. Allar fram- kvæmdir hér á árum áður hjá Lands- virkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja voru fjár- magnaðar með lánum og jafnvel arð- greiðslur líka,“ segir Júlíus. Júlíus viðurkennir að HS Orka sé að taka áhættu með því að kaupa túrbínu án þess að hafa fengið virkj- analeyfi. Þetta sé hins vegar alvana- legt verklag. Fjármögnun HS Orku gæti tafist verði áfram óvissa um eignarhaldið Morgunblaðið/RAX  Búið er að leggja mikla fjármuni í að undirbúa stækkun Reykjanesvirkjunar Ekki hefur enn verið ráðið í stöðu framkvæmda- stjóra Íbúðalána- sjóðs en ráða átti í embættið frá og með fyrsta júlí síðastliðnum. Há- kon Hákonarson, formaður stjórnar sjóðsins, segir að næst verði fundað þann 19. ágúst en hyggur ólíklegt að ákvörðun um ráðninguna verði tekin þá. Þar til ákvörðun hefur verið tekin gegnir Ásta H. Bragadóttir, aðstoð- arframkvæmdastjóri sjóðsins, starf- inu. Hún er einn umsækjenda um starfið. Vinnubrögðin vafasöm Síðast fundaði stjórn Íbúðalána- sjóðs snemma í júlí og var þá ákveðið að fresta ráðningunni ótímabundið. Telur lögfræðingur vinnubrögð stjórnarinnar falla illa að reglu stjórnsýslulaga um hraða máls- meðferð. Henni beri að taka ákvörð- un svo fljótt sem verða má en hafi ekki fundað svo vikum skipti. Töf á ákvörðun í málinu telur hann að geti tæpast réttlæst af rannsókn- arskyldu þar sem nefndin hefur ekki komið saman eins lengi og raun ber vitni. Þá hafi stjórnin haft nægan tíma til að meta umsækjendur þar sem umsóknarfrestur rann út í maí. skulias@mbl.is Ekki enn ráðið í embættið Hákon Hákonarson Funda þann nítjánda eftir sex vikna hlé Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahúss, segir slysið í hringekjunni þegar vera komið inn á borð til sín og hún hafi tilkynnt forstöðumanni Húsdýragarðs- ins að svo sé. „Þegar ég fór hins vegar að skoða þetta þá fór ég að velta því fyrir mér að starfsemi Húsdýragarðsins er búin að vera að breytast smátt og smátt og það er spurning hvort ekki sé kominn tími á að skoða hana.“ Í Húsdýragarðinum séu, auk húsdýranna, hefð- bundin leiktæki og rafknúin tæki. „Og það er mikið að vera inni í þegar kemur að öryggismálum. Því tel ég mikilvægt að Hús- dýragarðurinn verði skoðaður í heild, starfsemin skilgreind og farið yfir verkferla til að kanna hvort það sé eitthvað sem ef til vill standi út af, því að þetta er yfirgripsmikill rekstur.“ Verði skoðað í heild MÁLIÐ KOMIÐ Á BORÐ FORVARNAHÚSS Herdís Storgaard Nú þegar hafa safnast um 1,3 millj- ónir króna inn á reikning sumarbúð- anna Reykjadals í Mosfellsdal. Starfs- menn búðanna tóku sig til og opnuðu styrktarsjóð fyrir helgi í ljósi niður- skurðar sem leiddi til lokunar á búð- unum í vetur. Vilmundur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra í Reykjavík, staðfesti einnig á Facebook-síðu framtaksins að loforð væru komin fyrir 2,5 millj- ónum til viðbótar sem gera samtals tæpar fjórar milljónir í heildina. Hann tekur einnig fram að þetta sé aðeins byrjunin og hann hafi fulla trú á að markmiðið náist, en safna þarf 15 milljónum til þess að starfsemi geti haldið áfram í Reykjadal. Einnig segir hann á síðunni að hann muni uppfæra síðuna og leyfa fólki að fylgjast með gangi mála. Ljóst er að söfnunin gengur vel og líklega framar vonum. „Síminn hefur ekki stoppað. Við erum búin að vera á haus hérna síðustu daga,“ segir Sól- veig Hlín Sigurðardóttir, forstöðu- kona Reykjadals. „Nú var síðasti hóp- urinn okkar að fara, en við þurfum að leita okkur aðstoðar til að geta haldið utan um þetta allt saman,“ segir hún kát og ánægð með árangurinn. gunnthorunn@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Reykjadalur Mikil gleði ríkjandi. Allt á fullu í Reykjadal Söfnun gengur vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.